Norðurland

Tölublað

Norðurland - 17.04.1909, Blaðsíða 1

Norðurland - 17.04.1909, Blaðsíða 1
NORÐRULAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson. Iæknir. 17. blað. ( Akureyri, 17. apríl 1909. } IX. ár. Símfrétt til Nl. Reykjavík 15. apríl. Þingið kaupir væntanlega hús Hafsteins ráðherra fyrir 52,400 kr. Fjárlaganefnd efri deildar fellir stærri símalínur nýjar, nema Siglu- fjarðarlínuna. Ýmsar flutningabraut- ir fellir hún einnig, þar á meðal brautina fram Eyjafjörð. ísafold flytur ferðasögu eftir Björn ráðherra. Aðflutningsbannið samþykt í dag í neðri deild við þriðju umræðu, 7 á móti. Stjórnarbylting í Miklagarði. Her- menn umkringja þinghúsið. Ung- Tyrkja-stefnan talin hætt stödd. Hald- ið er, að soldáninn sé í laumi frum- kvöðull óspektanna. Enska skáldið heimsfræga Swin- burne er látið. % JHeiðrétting. Nl. vill leiðrétta tilfinnanlegan mis- skilning, er kemur fram í greininni »ís- land fyrir íslendinga® hér í blaðinu. Höf. nefndrar greinar leggur sem sé svo meinlega rangan skilning í þessi orð: ísland fyrir íslendinga, og and- stæðan því, sem Nl. og allir aðrir hafa skilið þau, að honum tekst að láta hugsun þá, sem í þeim felst, líta út sem örgustu afturhaldsstefnu, eða fúlustu kyrstöðu tilhneigingu. Túlkan málsins verður þá á þessa leið hjá höf.: ísland fyrir íslendinga merkir hið sama'og það að hlaða um hverfis oss kinverskum múr og bægja frá oss öllum menningar áhrifum og straumum frá umheiminum; loka oss inni eins og sníglar í kufungi og verða að skrælingjum. Ef Nl. hefði ekki þekt höf. grein- arinnar að öllu góðu, þá hefði verið full ástæða til að líta svo á, að hér væri hugsunum snúið öfugt af ásettu ráði; svo fráleit útskýring er þetta. Reyndar kemur það líka í ljós hjá höf., að hann er þess ekki fullviss, að þessi skilningur sinn sé réttur. Eftir að hafa skýrt þetta á þennan hátt, spyr hann: »Hver er meiningin með orð- unum: ísland fyrir íslendinga? Mjer er það ekki alveg ljóst.«— Nei, það er satt; honum er það ekki vel Ijóst. Hann hefir meira að segja enga glóru af réttum skilningi á þessu atriði. F*að er því íull þörf á því, að fræða hann um hver sé hinn rétti skilningur þessara orða. ísland fyrir íslendinga þýðir þá þetta og annað ekki: íslendingar eiga af alefli að kosta kapps um að hafa öll umráð og yfirráð yfir sínu eigin landi, yfir öllum gögnum þess og gæðum. Vér erum sem, stendur fámenn og fátæk þjóð, en land vort er stórt og hefir afarmiklar auðsuppsprettur, sem við að miklu leyti látum ónotaðar; en nú á tímum helst engri þjóð uppi til langframa að láta auðsuppsprettnr lands síns liggja ónotaðar; eðlileg afleiðing þess verður sú að útlendingar, sem hafa fjármagn í höndum, ásælast Iand- ið og auðsuppsprettur þess og leggja hvorttveggja undir sig, sé ekkert að gert, en það getur aftur leitt til þess, að Islendingar verði á margan hátt háðir útlendum auðmönnum og að þeim veitist sú virðing helzt að vera annara þjónar, láta aðra menn græða á striti sínu og kostum lands síns, í stað þess að vera sjálfir hús- bœndur á sínu eigin heimili. Og eina ráðið gegn þessari hættu er, að vér hefjumst sjálfir handa og eflum menn- ing vora og framtakssemi svo mjög, að vér getum sjálfir fært oss í nyt gæði þau, er land vort hefir að bjóða og á þann hátt bægt útlendingunum frá. I fám orðum sagt: Vér verðum að leggja alla vora krafta og alt vort vit fram til þess að notfæra oss auðs- uppsprettur lands vors svo vel, að út- lendingar eigi ekkert erindi hingað til lands. A þennan eina hátt verðum vér fjárhagslega sjálfstæðir og höldum yfir- ráðunum yfir Iandi voru. Pað er þessi skilningur, sem á að leggjast í orðin: ísland fvrir Islendinga; óheimilt að þýða þau á nokkurn annan hátt. Og sé þetta afturhaldsstefna, þá er Nl. ánægja í því, að það sé kallað afturhaldsblað. Pessi stefna kemur ekki á nokkurn hátt f bága við það, að við lærum það sem gott er af útlendingum og hleypum útlendum menningarstraumum inn í landið. Þvert í móti er hún ein- mitt hvöt til þess að senda efnilega menn til útlanda til þess að læra það, sem gott er og oss má að gagni koma og flytja það inn í landið, og hún er heldur enginn þröskuldur í vegi þeirra útlendinga, sem hingað vilja koma, setjast hér að, blanda blóði við oss og gerast íslendingar;_ en hún aftekur með öllu að við af frjálsum vilja sam- þykkjum lög f þá átt, að önnur þjóð geti, ef henni svo sýnist, haft öll yfir- ráð í þessu landi á ókomnum tímum, eins og frumvarp millilandanefndarinnar ætlast til. »Herrer i vort eget Hus vi först for alt vil være« sagði danska skáldið Ploug. d : Um fram alt viljum við vera húsbændur á okkar eigin heimili. Það ættum vér íslendingar að vilja líka. Forsetar blnarsins komu heim úr utanför sinni með Sterling á páskadaginn. Ýmsar sögur hafa verið hér á flækingi um það, að alt hafi ætlað af göflum að ganga í höfuðstaðnum við komu þeirra, og hafa þær sögur við álíka mikið að styðjast einsog aðrar lygasögur, sem hleypt hefir verið af stokkunum nú um þíngtímann. KvœBi það, er birtist hér í blaðinu, flutti blaðið »Norðri* fyrir skömmu, en inn í það höfðu slæðst nokkrar prentvillur, sem hér eru leiðréttar. 'lþróttamót 17. júní. Ungmennafélagar, íþróttamenn og í- þróttavinir! Þér hafið að líkindum tekið eftir auglýsingunni frá U. M. F. Norðlend- ingafjórðungs í io. tbl. Norðurlands og io. tbl. Norðra þ. á. um íþróttamót hér á Akureyri 17. júní í vor. Til þess að gangast fyrir því að slíkt íþróttamót, sem þar er auglýst geti komist á, valdi fjórðungsþingið nefnd úr sínu félagi, og fól hún mér að taka f móti umsóknum íþróttamann- anna og gefa þeim þær upplýsingar, sem hægt væri að láta í té. Eg tel það víst að yður sé það ljóst að þér vinnið þarft verk með því að vinná að eflingu og útbreiðslu nyt- samra fþrótta, eða þeirra íþrótta sem styrkja manninn andlega og líkamlega, fegra hann og göfga. Með því að æfa íþróttir með fyrirhyggju, efhr hver og einn þá hæfilegleika sína, sem eru til gagns og prýði hverjum manni, auk þess, sem hann leggur drjúgan skerf til menningar þjóðar sinnar. Fátt— eg þekki ekkert — hefir eins holl og mennandi áhrit á þjóðirnar, heilbrigði þeirra, hug, fegurðartilfinningu og hugs- unarhátt einsog heilbrígt íþróttalíf. En um það skal ekki rætt að þessu sinni, heldur um hitt, hverja þýðingu vér ætlumst til að íþróttamót þetta hafi. íþróttamót einsog vér ætlumst til að þetta verði, hafa ekki áður tíðkast hér á landi, nema ef vera skyldi til forna. Glímur, hlaup, stökk, sund og fleiri íþróttir hata þó stöku sinnum verið sýndar, einkum í sambandi við skemti- samkomur og þjóðhátíðir, sem haldnar hafa verið í nokkrum sýslum á land- inu með lengra eða skemmra árabili. Þar hafa íþróttirnar verið aukaat- riði, einungis mönnum til skemtunar. Þetta er að misþyrma íþróttunum. Hátíðahöld þessi eða íþróttamennirnir, sem þar hafa leikið listir sínar, hafa ekki unnið neitt verulegt að því að efla íþróttirnar sjálfar. Það eina sem sjá má á þessum hátíðahöldum er, að vér íslendingar erum þó ekki dauð- ir úr öllum æðum og íþróttirnar eru enn þá til, að minsta kosti að nafn- inu. Þrátt fyrir hátíðahöld þessi er oss með öllu ókunnugt um íþróttamenn f einstökum sveitum, og vér þekkjum ekki heldur hámark í nokkurri íþrótt hér á landi, hvort heldur sem vér tölum um einstakar sveitir, sýslur, fjórðunga eða landið alt. Aðferðir, tök og lag hinna einstöku íþrótta- manna, er oss með öllu ókunnugt um. íþróttamennirnir vita ekkert hvað öðr- um lfður með sínar íþróttir. íþrótta- reglur, sem farið verður eftir eru engar til. Samvinna og eðlileg sam- kepni hefir ekki getað myndast. — Með íþróttamótum, sem haldin eru í þeim tilgangi að efla íþróttirnar sjálf- ar, má ráða bót á þessu að meira eða minna leyti. Þar geta íþrótta- mennirnir kynst hverir öðrum og hver annars íþróttum, tökum þeirra og leikni, í að beita þeim. Þar geta þeir borið sig saman hvorir við aðra og kept um hámark í ýmsum greinum íþróttanna, og eðlileg samkepni mynd- ast við það. Þörfin verður knýjandi fyrir reglur, sem hægt sé að fara eftir og íþróttareglur skapast smátt og smátt. Ahuginn, iðkun íþróttanna og þekk- ingin á þeim hlýtur að fara vaxandi, og er þá tilgangi vorum náð. * * * Oss ungmennafélögum, sem viljum beitast fyrir því að koma slíku móti á, er það fulljóst, að Vér færumst mikið í fang. Erfiðleikarnir eru marg- ir og miklir. Svæði eða völlur, sem sé hentugur fyrir slík mót er ekki til hér í grend. Alla reynslu vantar algjörlega um það, hvernig íþrótta- mótum verði bezt fyrirkomið. í því efni verðum vér að skapa oss reynslu. Mikið er undir því komið að þetta hið fyrsta íþróttamót fjórðungsins tak- ist vel. Fyrst og fremst sómi vor nútíðarmanna innan fjórðungsins, því það teljum vér víst að leikni manna f íþróttum verði fyrst um sinn miðuð við það, sem ákveðið verður um leikni manna á þessu fyrsta íþróttamóti. Meira en lítill fróðleikur um íþrótt- irnar og þjóðlffið, ætti að vera fólg- inn f því, sem íþróttamótin sýna, og munu bæði íþróttamenn og sagnfræð- ingar gera sér mat úr því að bera íþróttamót saman á ýmsum tímum og draga ályktanir út af þvi, sem um þau er skráð. í öðru lagi er það atriðið, sem ekki er minna um vert, en það er vöxtur og viðgangur íþróttanna. Það er því ástæða fyrir oss ung- mennafélaga, að vanda til mótsins og íþróttamenn og íþróttavini að styðja oss með þátttöku sinni. Vér biðjurn yður! Vér skorurn á yður að styrkja oss með þátttöku yðar, ráðum og dáð. ítarlega fyrirsögn um það, hvernig hinar einstöku íþróttagreinir verða sýndar og þeim fyrir-komið, er ekki hægt að gefa fyr en oss er kunnugt um þátttökuna. Vonandi verður hægt að æfa allar þær íþróttir, sem nefnd- ar eru f auglýsingunni og ef til vill fleiri, því það er mönnum frjálst, að sýna þar íþróttir aðrar en þær sem þar eru nefndar, en gera verður nefndinni aðvart um það áður. Viðvíkjandi þeim íþróttum, sem þeg- ar eru nefndar, skal eg taka þetta fram, án þess það sé svo bindandi fyrir fþróttanefndina að við þvf verði ekki hreyft: Glímur. Kept verður um vinninga í glímum í tvennu Iagi, eftir aldri og þunga glímumannanna og verður ald- urstakmarkið og reglugerðin fyrir glím- unum birt síðar. Sund. Þeir sem taka vilja þátt í sundi eru sjálfráðir að því, hvað þeir

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.