Norðurland - 24.04.1909, Side 2
Nl.
62
inn samhug með og traust á æsku-
lýð landsins, enda er hann sjálfur svo
ungur í anda, að líkara er manni á
tvítugsaldrinum en á sjöunda ára-
tugnum. Eg gæti trúað því, að ekk-
ert hans áhugamála sé honum hjart-
fólgnara en það, að geta stuðlað að
því að hjálpa sem flestum æskumönn-
um þessa lands út úr þoku gjálífisins
og hugsunarleysisins út í sólskin hug-
sjónalífsins. Leiðirnar út úr þokunni
eru vitanlega margar. Eg skal láta
ósagt, hverjar þeirra hann hyggur
greiðfærastar. En hitt veit eg, að
hann ann þeim öllum.
í hinum almennu framfaramálum
landsins veit eg, að það er fram-
leiðslan, sem hann vill leggja mest
kaþþið á. Hann vill láta önnur fyrir-
tæki, svo sem brautir og síma, bíða,
að svo miklu leyti, sem unt er, hent-
ugri tíma — þess, að eitthvað hægist
um fjárhaginn — ef ekki verður séð,
að þau efli framleiðsluna í bráð að
verulegum mun. Hann vill ekki ein-
göngu stuðla að aukinni ræktun lands-
ins og efling fiskiveiðanna, heldur
jafnframt að því, að afurðir landbún-
aðarins og sjávarútvegarins verði unn-
ar hér á landi með þeim hætti, sem
útlendur markaður vill hafa þær. Til
þeirra framkvæmda og allra annara
framfara vill hann nota aðstoð og
þekkingu útlendra manna, ef þess
gerist þörf, en með þeim hætti ein-
um samt, að völd og eignir séu í
höndum hérlendra manna. Slíkar
framkvæmdir telur hann með undir-
stöðuatriðunum undir sjálfstæði þjóð-
arinnar.
Og vitanlega er sjálfstæði þjóðar-
innar aðalhugsjón hans í stjórnmál-
unum.
Honum er það ef til vill að þakka
meira en nokkurum einum manni
öðrum, að þingið, sem nú er háð,
er svo skipað, að það er ófáanlegt til
að tortíma sjálfstæðisvonum þjóðar-
innar með því að játast inn í inn-
Iimun alríkisheildarinnar. Danir við-
urkenna nú sjálfir, að til þess hafi
verið stofnað með Uppkastinu, og að
sögusagnir hér á landi á undan kosn-
ingunum og fortölur, sem því voru
gagnstæðar, hafi verið markleysa ein.
Skipun Björns Jónssonar í ráðherra-
sessinn er tákn og innsigli þess, að
þjóðin reis öndverð gegn þeirri ráða-
gerð.
Ljóst er honum það að sjálfsögðu,
að þjóðin getur ekki látið við það
lenda að hrinda af sér þeirri hættu.
Hún verður að leggja út á leiðina að
sjálfstæðistakmarkinu. Hann hefir
þegar í utanför sinni látið uppi við
Dani, sem sína sannfæring og stefnu-
skrá, þær hugsjónir íslendinga, sem
Iengst fara í sjálfstæðisáttina — hvað
sem rógberar íslendinga segja um
það mál. Hann hefir gert það með
góðum orðum og afneitun allrar
óvildar hér á landi í Dana garð, eins
og Iíka var sjálfsögð skylda hans. En
hann hefir gert það svo ljóst, að sum
afturhaldsblöðin dönsku hafa ausið
hann illmælum fyrir það, eftir er þau
fengu tóm til að átta sig á, hvað í
orðum hans var fólgið.
Hann vill leggja alt kapp á að
sannfæra Dani með góðum orðum og
„skynsamlegu viti", eins og Snorri
sagði, um það að kröfur vorar séu
réttmætur og þeim með öllu hættu-
lausar. En hann veit það, sem allir
skynsamir menn vita, að það gerist
ekki fyrsta daginn. Og hann veit líka,
að undir sjálfstæði voru verða fleiri
stoðir að standa.
Skilji eg hann rétt, ætlast hann til
þess, að störf þessa þings beri þess
óræk merki, áður en lýkur, að sjálf-
stæðisbarátta vor sé hafin af góðri
fyrirhyggju, ekki eingöngu með um-
ræðum og ályktunum um sambands-
málið sjálft, heldur og á öðrum
svæðum.
Einar Hjörleifsson.
%
Gudmundur Hjaltason,
hinn góðkunni fræðimaður, fyrirlesari
og skáld, hefir nú aftur dvalið 6 ár
erlendis, en hefir ásett sér »að hverfa
heim« (fyrir fult og alt?) í sumar.
Hverfa heim, verður mér ósjálfrátt að
ítreka, því það er fallega sagt og
gert af honum; en hefir ísland boðið
honum það heimili — eg meina, þau
kjör, sem hann verðskuldaði frá upp-
hafi? eg ætla að því fari fjarri, honum
hefir til þessa verið lítll sómi sýndur,
og varla meiri en meðal maður í minna
lagi hefði átt skilið. Nei, hann dregur
heim hin gamla göfuga hvöt, sem ekki
einungis dró Gunnar heim til Hlíðar-
enda, heldur dregur »vorn þarfasta
þjón«, hestinn heim í átthagana, þótt
þar hafi hann fyrst og lengst kval-
inn verið. Fáir íslendingar, sem nú
eru uppi, hafa orðið kunnari á Norð-
urlöndum en Guðm. Hjaltason, og
enginn borið hróður lands vors og
þjóðar fyrir fleiri kné í Noregi og
Danmörku en hann. Hann hefir langa
æfi sungið eða samið lofdrápur—ekki
fyrir konungum, eins og gerðu forn-
skáld vor, né um konunga afreksverk,
heldur fyrir œskulýð frændþjóða vorra
um alt, sem oss mátti verða til heið-
urs og sóma, og til að vekja samúð
og bróðurþel tilheyrenda hans til vor,
bygða á fögrum fróðleik og fullri þekk-
ingu. G. H. er bæði hinn ágætasti
kennari, eins, ef ekki fremur, með
iyrirlestrum sem fastri kenslu, og
staklega lesinn og fróður, svo að fáir
háskólagengnir landar hans mundu taka
honum fram í mörgum þeim fræðum,
sem hann hefir bezt stundað, t. d.
mannfræði (í víðari skilningi) og nátt-
úrufræði, einkum grasa og fuglafræði.
Og um alt sem íslandi við keipur er
hann fyrir löngu orðin lifandi alfræða-
bók, því um ekkert efni hefir honum
verið Ijúfara að tala í útlöndum en
um land sitt og þjóð.
Fyrir fám dögum fekk eg bréf frá
þessum fjölgáfaða og góða landa vor-
um, og skal leyfa mér að tilfæra hér
orðrétt kafla, sem hér kemur úr bréf-
inu.
»í Noregi var eg nær því 5 ár. Og
hélt þar 600 fyrirlestra í 170 æskumanna-
félögum og á 10 skólum, 3 fyrlestra
að meðaltali í hverju félagi. Eg lét
félaga og skólastjóra velja efni eftir
lista, sem eg lagði fram. Og varð sú
niðurstaðan, að þeir kusu hér um bil
þriðjung um land vort og þjóð, en
tvo þriðjunga um önnur efni.
Þau af almennum efnum, er þeir
kusu helzt voru þessi:
1. »De nordiske Folks Fremtids Kald.«
(Þar tel eg þjóðkosti íslands, Dana
og Norðmanna, og bendi á hvað
Norðurlandaþjóðir eigi að læra hver
af annari. Tel oss ætíð 4. þjóðina.)
2. »Troskab i mod Religion og Fædre-
Iand.«
3. »Til Ungdommen.«
4. »Kinas Religion, især Laotses (Tao-
te-King).«
5. Kristendom og Fritænkeri i vore
Dage.«
Síðan fer bréfritarinn allmörgum vin-
semdar-orðum um Norðmenn og við-
skifti þeirra við hann. Yfirleitt var
honum og fyrirlestrum hans mætavel
tekið. »Þegar á alt er litið (segir
hann) hafa Norðmenn skilið mig betur
en flestir heima.« í blöðum fekk hann
jafnan sama góða vitnisburðinn eins
og honum var borinn upp í eyrun.
»1 Danmörk hefi eg nú haldið 100
fyrirlestra, mest um menning og vöxt
íslands 1850—1908. Hann kveðst hafa
fylgt sömu reglu og aðferð þar sem
hann fylgdi í Noregi; lét og oftast
frjálst samtal fylgja á eftir. »Tóku
menn mér ávalt skynsamlega og kurt-
eislega«. — — »Mjög spyrja þeir nú
um stjórnleg mál, og svara eg þeim
eftir föngum, en ekki er það vanda-
laust. Oftast hefi eg fult hús tilheyr-
enda. Ferst fólki mjög vel við mig í
stóru sem smáu. Og af ræðustörfum
get eg alveg lifað, þótt dýrara sé hér
en í Noregi.* (G. H. hefir með sér
konu sína og dóttur á 12. ári) »011
blöð, sem eg hefi séð minnast mín,
tala vel um starf mitt, lfkt og norsku
blöðin.« Loks bætir hann þessu við:
»Þungt er mörgum hér í skapi við
oss landa. Og því miður: mínum beztu
vinum (o: Grundtvigssinnum) ekki minst.
Halda margir að við viljum slíta sam-
bandinu. En eg eyði því með hægð
og fer varlega. Samt hefi eg þrisvar
orðið reiður vegna landa vorra, en
það var ekki við fyrirlestra.«---»En
ekki tala Danir ver um oss, en vér
um þá.«
Eg hefi leyft mér að birta þessa
bréfkafla, því mér virðist það vera
óhætt, enda skín einlægni og dreng-
skapur út úr hverri línu.
Eg vil að endingu óska í margra
nafni — og einkum hinna nýju Ung-
mennafélaga—herra G. Hjaltason marg-
velkominn með sína og alt sitt heim —
heim í þá stöðu, sem honum mætti
bæði vera þægileg og sæmileg eftir
mikið og langt starf til blessunar og
lofs fyrir Iand vort og lýð!
Matth. fochumsson.
Kappzlima um Akureyrarskjöldinn.
Eins og auglýst var í síðasta tbl.
Nl. fór hún fram í Góðtemptarahúsinu
á þriðjudagskveldið var. Þátttakendur
voru þessir:
Ólafur Sigurgeirsson.
Jón Geir Jónsson.
Jakob Kristjánsson.
Jóhannes Jónasson.
Halldór Bjarnason.
Jóhann Jónsson.
Stefán Sigurðsson.
Björn Arnórsson.
Árni Friðriksson.
Glímunni lauk svo að Ólafur hafði
8 (alla) vinningana og er hann því
skjaldarhafi eins og áður. Næstur hon-
um hlaut Jón Geir 7 vinninga, Jakob
Kristjánsson 6, Jóhannes Jónasson 5,
Stefán Sigurðsson 3, Halldór Bjarna-
son ,3, Björn Arnórsson 2 og Árni
Friðriksson 2.
Glímumót þetta var ekki eins vel
sótt og vert var.
Cilboð Chorefétagsins.
I.
Höfn, 5. apríl 1909.
Vel er boðið af Thorefél. og vona
eg að alþingi þyggi- Ekki skil eg hvern-
ig nokkur, sem hefur hið minsta vit
á slíku, og á annað borð ber velferð
þjóðarinnar fyrir brjósti, getur verið
mótfallinn tilboði þessu. Það er óvíst
að oss bjóðist nokkurntíma jafn mörg
skip gegn svo lágu fjárframlagi — en
það verður fýr eða síðar að Landsjóður
verður að taka að sér samgöngurnar
á sjó. En það er stórum mun viðfangs-
betra að taka við fyrirtæki, sem þegar
er komið á laggirnar, en að byrja á
nýu. Þá er og það mikilsvert, að
stjórnari fyrirækis þessa, verður einn
sá duglegasti núlifandi íslendingur,
sem við viðskifti hefur verið riðinn,
og sem hefur margra ára reynslu í
öllu er að sjóferðum lýtur.
Eg geri auvitað ráð fyrir, að Land-
sjóður taki síðar meir við öllu úthald-
inu, og að úthaldið verði aukið smátt
og smátt, eftir því sem oss íslending-
um vex fiskur um hrygg, og að stofnað
verði til sjóferða til ýmsra annara landa
en nú tíðkast frá íslandi. En einkum
er mér áhugamál, að boðið verði þegið,
vegna strandferðanna. »Lffæðar land-
sins« kallaði dulnefndur rithöfundur
þær í »Austra« hér um árið, og var
það vel að orði komist. Því það að
á strandferðirnar komist gott lag, er
lífskilyrði þess að íslenzkur iðnaður
geti þrifist, auk margs annars hagn-
aðar.
Heyrt hef eg því fleygt, að ekki
mundi fyrirtæki þessu lífs auðið vegna
»Sam. fél.« sem mundi kyrkja það í
kepninni (»konkúrera það niður«). En
slíkt er fjarstæða. »Sam. fél.» stendur
sig ekki svo glæsilega að það megi
við þvf að sóa fé sínu, og keppa við
Landsjóðsútgerðina. Því það hefur ekki
í mörg ár goldið hluthöfum sínum
vexti af hlutabréfum, og hlutabréf þess
má kaupa fyrir 4/s hluta ákvæðisverðs,
svo mörg sem vera vill;
í öðru lagi á eg von á að Danir
sjálfir mundu aldrei leyfa »Sam. fél.«
að heyja fjárhagslegt strfð við Land-
sjóð. En ef samt sem áður til þess
kæmi, og farmgjald lækkaði og lækk-
aði þangað til það yrði næstum ekki
neitt. Hver mundi þá skaðast mest?
Auðvitað utlenda félagið, það mundi
að lokum sitja eftir með sárt ennið.
Og þó að Landsjóður skaðaðist á út-
gerðinni, þá yrði það óbeinlínis skaði,
því alt rynni það fé til landsmanna
(almennings). Það yrði svipað því og
þegar eg tek úr vestisvasa mínum og
læt í buxnavasa!
Nú, en ef oss leiddist þófið, ætli að
vér íslendingar reyndum þá ekki að
hætta öllum viðskiftum við Dani, og
að kaupa danskan varning (boykottuð-
um þá). Ekki býst eg við að Danir
kærðu sig um slíkt (s. s. skilnað til
borðs og sængur), enda mundi þá skamt
til fullkomins skilnaðar (lagaskilnaðar).
íslenzkur Iæknir sem er staddur héc
í Höfn, sagðist heldur vilja gjalda ár-
lega hundrað krónur af Iaunum sínum,
en að alþingi hafnaði boðinu. Betur
væri'að sem flestir íslendingar væru
eins innrættir. ó[afur
II.
í 15. tölublaði »Norðra« er grein
eftir B. L. með yfirskriftinni »Thore«.