Norðurland - 24.04.1909, Blaðsíða 3
Ástæðan til þess, að blaðið flytur þá
grein, er auðsjáanlega sú, að ritstjór-
inn hefir séð í blaðinu »Lögrétta«,
sem »Norðri« er bergmál af, að hon-
um ber að vera á móti því að alþingi
taki tilboði Thorefélagsins.
Meðal annara galla á greininni má
tilfæra, að engar röksemdir eru færð-
ar fyrir því, sem þar er haldið fram,
enda er það ekkert nýtt hjá B. L.,
sem. eins og allir sem lesa »Norðra«
vita, venjulega ritar fremur at of-
stæki en af sanngirni eða sannfæringu.
Eg ætla því ekki að fara að ræða
málið við hann. En átelja verður jafn
ósæmilegan rithátt eins og á sér stað
í nefndu ritsmíði B. L.; hér á eg
sérstaklega við þau orð höfundarins,
sem hann talar til Thor E. Tulinius.
B. L. ætti að vita að það varðar við
lög að ljúga upp á aðra—hvort heldur
eru einstakir menn eða atvinnurekandi
félög—því sem getur skaðað efnalega.
Það gjörir hann þegar hann gefur í
skyn að tilboð Thorefélagsins sé gjört
til að forða félaginu frá falli. Hann
reynir að svívirða T. E. T. sem hann
þó veit að alment er álitinn að hafa gjört
íslandi mikið gagn og sóma. — Hann
skopast að því að félagið »Thore«
hefur mist skip sín við óhöpp, hann
hefði heldur farið að vilja norðlendinga,
ef hann hefi minst á það, að Thore-
félagið hefur haldið uppi vetrarferðum
við Norðurland, þagar Sameinaða gufu-
skipafélagið, þrátt fyrir ærnan land-
sjóðsstyrk, ekki hefur viljað hætta sín-
um skipum í vetrarferðir hér.
k.
\
„ísland og 25. gr. fjárlaganna.“
Cand. júr. Gísli Sveinsson hefir skrif-
að í »Östsjællands Folkeblad«, 19. marz
síðastl., grein með þessari yfirskrift.
Sýnir höf. með skýrum rökum fram
á hvílík fjarstæða það sé að telja út-
gjöld þau, er 25. gr. fjárlaganna dönsku
ræðir um, »íslandi viðkomandi«, eins
og gert sé. Petta hafi stutt að þeirri
röngu skoðun meðal Dana, að hinni
íslenzku þjóð sé haldið við lífið með
styrk úr ríkissjóði Dana.
Sannleikurinn sé sá, að útgjöld þessi
séu að mestu eða öllu leyti í þágu
Dana sjálfra en ekki íslendinga. Rek-
ur hann síðan sundur grein þessa í
fjárlögunum lið fyrir lið og færir sönn-
ur á mál sitt. Skal það t. d. tekið, að
styrkur til einstakra íslendinga til þess
að rita á danska tungu, er talinn styrk-
ur til íslands. Svo er það meðal ann-
ars um 1000 kr. styrk til Boga Mel-
steds til þess að skrifa sögu íslands á
dönsku. Ennfremur styrkur til Sigfúsar
Blöndal (sem þar að auk er danskur
embættismaður) til þess að vinna að
íslenzk-danskri orðabók — fyrir Dani.
Samkvæmt þessu segir G. S. að styrk-
ur tii Dr. Aage Friis til þess að rita
bók um Bismark, ætti að teljast styrk-
ur til Rýzkalandsí!); styrkur til ensk-
danskra og fransk-danskra orðabóka
ætti að teljast styrkur til Englands og
Frakklands(I) o. s. frv.
Ennfremur ræðir grein höf. um ríkis-
sjóðstillagið, styrkinn til þess »Stóra
norræna« o. fh, sem alt er talinn styrk-
ur til íslands í fjárlögunum dönsku.
Gísli Sveinsson á heiður skilinn
fyrir að hafa ritað grein þessa.
\
63
Nl.
Skáld.
í blaðinu »Heimir« standa kveðling-
ar og greinir til lofs og viðurkenning-
ar skáldinu Sí. G. Síephánssyni, og er
það vel, því að mikilmenni er hann
bæði sem skáld og sjálfmentur mað-
ur. En ekki felst eg á dóm þess, sem
kallar hann »mesta skáld þeirra, sem
nú kveða íslenzk ljóð«. í braglist sinni
tel eg Stefán meðal mann og meir
ekki. Hann kveður aldrei ljúflingsljóð,
sem minna á Jónas, eða Sigrúnarljóð,
sem minna á Bjarna, eða harms- og
hetjuljóð, sem minna á Egil eða Völs-
ungakviður. Lipurð þeirra Páls ÓI.,
Þ. Erl. eða Guðm. Guðm. er honum
óhandbær, — svo eg nefni hin yngri
skáld. Hann hefir ekki heilbrigði né
manndómsbrag H. Hafsteins, né and-
ríkisofsa Ein. Bened. Hann á ekki
hversdagshugsjónaauð Guðm. Magnús-
sonar. Honum svipar mest til Guðm.
á Sandi, því eins og kvæði Stefáns
bergmála til vor líf Ameríku-Íslend-
ingsins, eins er skáldbróðir hans hér
bergmál sinna »heimahaga«. Stefán
vantar það, sem Englendingar segja
að eiukenni öll stærstu skáld: eld til-
finninganna í kvæðaskapnum. En ann-
að einkenni stórskáldsins hefir hann.
Það er frumleiki, frumleika og auð
andans á hann í orðfæri sem efni.
Yfirleitt finst mér hann þó vera frem-
ur kaldur, stirður og strembinn. En
samt er hann stórmerkur íslendingur
og þjóðargersemi sem skáld. En það
var meira, sem eg þurfti að segja!
Hefir nokkur af oss, sem enn drögum
andann í »þvísa ljósi«, eldinn, lífið,
hinn vekjandi, endurskapandi lífsneista
handa þjóð vorri? »Mér er sem í eyra
hljómi:* »Hvað yrkið þið og blaðrið?
til hvers, ef ykkur vantar hinn eilífa
neista? ef enginn þorir eða kann að
kveða sem góður maður og réttvís?
Hvorki þú sjálfur né aðrir hafa kveð-
ið hristing inn í hlustir ykkar fólks
síðan þið unglingarnir, þú og Björnsi
Sveinbjörnsson, kváðuð saman versið
»Ó guð vors lands«. Þá féll aftur tónn-
inn. Og hver vekur hann nú?«-----------
En máske þetta hafi verið misheyrn
eða blekkingar »andanna«.
Hvað mundi vanta?
Oss vantar trú—ekki slitna kirkju-
eða kreddutrú, heldur trú á köllun
vora og lífið, allífið, trú á tímann, sem
vér lifum á, en umfram alt trú á guð-
dóminn og oss sem hans samverka-
menn.
Matth. Jochumsson.
\
Dasrlezt Uós
nefnist bók, er Ólafía Jóhannsdóttir hefir út
gefið fyrir nokkru. Er bók þessi snotur út-
lits, en innihaldið er tilvitnanir úr Ritning-
unni frá upphafi til enda. Eru í henni jafn-
margar blaðs. og dagar eru í árinu og til-
heyrir hver þeirra sérstökum mánaðardegi.
Þar að auki eru nokkrir tilvitnanakaflar aft-
ast, við sérstök tækifæri.
Bókin er löguð eftir enskri bók, „Daily
light on the daily path", sem gefin var út
í Lundunum árið 1899.
Útg. hefir skrifað formála fyrir bókinni
og segir þar meðal annars: „Ó að það (orð
bókarinnar) mætti koma til þín dag frá degi,
og tala við þig sern bezti vinur sálar þinnar,
færa þér dýrðlegar gjafir, einmitt það, sem
þú þann daginn þarnast mest."
Hvort sem bók þessi verður að nokkru
gagni eða engu, þá er góður tilgangur útg.
auðsær.
„Daglegt ljós" kostar 60 aura í sjertings-
bandi, en 50 í pappírsbandi.
i
Frá alþingi.
(Símfrétt 23. apríl.)
Reykjavik 23. april.
Meiri hluti sambandsmálsnefndar-
innar hefir komið fram með álit
sitt. Byggir á uppkastinu gjörbreyttu.
1. gr. orðist svo: ísland er frjálst
og fulvalda ríki í sambandi við Dan-
mörku um einn og sama konung
og þau mál, er dönsk stjórnarvöld
fara með í umboði íslands samkvæmt
sáttmála þessutn. — Hervarnir, fæð-
ingjaréttur og kaupfáni feldur burt
úr 3. gr. — 4. og 8. gr. feldar burt.
— 9. gr. orðist svo: Með eins árs
fyrirvara getur ríkisþing Dana og
alþingi íslands hvort um sig sagt
upp sáttmála þessum að nokkru leyti
eða öllu þá er 25 ár eru liðin frá
því, er hann gekk í gildi. Ákvæði
sáttmálans um konungssamband sem
og um borðfé til konungs og kon-
ungsættmenna verður þó eigi sagt
upp. — Fleiri smærri breytingar. —
Fyrirsögn: Frumvarp til laga um
satnband íslands og Danmerkur.
Álit minni hlutans ókomið.
Thorefélagstilboðið er til 1. um-
ræðu í neðri deild í dag. Málið hefir
mikið fylgi í þinginu, þó óvíst sé
enn um afdrif þess.
Neðri deild hefir fært verð Kjarna
upp í 12,000 kr. Efri deild hefir aft-
ur fært það niður í 10,000 kr. Meiri
breytingar í vændum.
Álvarleg tilraun í þinginu með
að bæta úr peningavandræðum lands-
ins, með því að styðja báða bank-
ana með fé.
í frumv. til laga um Landsbank-
bankann er gert ráð fyrir tveim
bankastjórum og þar að auk einum
lögfræðislegum ráðanaut.
\
Eftirmæli.
Blaðið »Edinborg Tribune. getur þess
að nýlega sé látinn í Gardarbygð Sig-
tryggur Sigurðsson, úr taugaveiki, nær 70
ára gamall.
Sigtryggur sál. var sonur Sigurðar timb-
urmanns, sem lengi bjó á Akureyri, og
andaðist þar fyrir mörgum árum.
Sigtryggur sál. var fríður maður sýnum,
stór og þieklega vaxinn. Þegar hann
komst til manndómsára, réðist hann á
skip, sem timburmaður og sigldi um full-
an aldarfjórðung um öll heimsins höf.
Síðast varð hann stýrimaður á skipi, sem
sigldi milli Messína, Sikileyjar og Péturs-
borgar á Rússlandi. Skip það strandaði,
en Sigtryggur komst lífs af og hætti þá
við sjómensku og flutti til Ameríku og
hefir um síðustu mörg ár dvalið í Gardar-
bygð og síðast að heimili Matúsalems
Einarssonar, bónda þar.
Sigtryggur sál. var allra manna bjart-
sýnastur á lífið, fjörugur og sérlega skemt-
inn í viðræðum. Hann kunni frá mörgu
að segja og talaði mörg tungumáL I lund
var hann hinn rósamasti og lét hverjum
degi nægja sína þjáningu. — Framkoma
hans öll var að gera öðrum til geðs, enda
átti hann fjölda vina, en óvini hvergi. Og
svo segja margir þeirra, sem þektu hann,
að aidrei hafi betri sál búið í mannlegu
gerfi.
Ókvæntur var hann alla æfi og jafnan
fátækur. Mun þó hafa aflað mikils fjár
um dagana, en eytt því jafnharðan. Dreng-
lyndi hans og örlæti er svo viðbrugðið,
og svo mæla hans mörgu vinir, að þessir
eiginleikar hafi búið með honum í svo
ríkum mæli, að betri finnist ekki, þó leit-
að væri meðal 10 þúsunda manna.
Sigtryggur átti mörg systkini. Þar með
einn bróður í Torontoborg og annan í
Blaine, Wash, tvær systur í Kaupmanna-
höfn og eina í Noregi (f Bergen), svo og
marga fjarskyldari ættingja hér í landi.
Greftrun hans fór fram að Mountain, N.
Dakota, föstudaginn 30. oktober sl. að
viðstöddu mesta fjölmenni úr Gardar og
Akra bygðum. — Svo var Sigtryggur sál.
vinsæll og vel metinn, að íbúarnir í Edin-
borg og umhverfinu leigðu sérstaka gufu-
vagnlest til þess að flytja norður til Moun-
tain bæjar þann mikla fjölda fólks, sem
fann sér skylt að heiðra útför hans með
nærveru sinni. Og er það í fyrsta sinni,
að slíkt hefir komið fyrir þar i bygð.
(HeimskringU.)
*
Unítarar meðal
Vestur-Jslendinga.
Mig hefir lengi furðað á því, að engin
íslenzk kirkjublöð skuli nokkuru sinni
hafa þorað að minnast á Unítarakirkju-
flokkinn meðal landa vorra vestan hafs.
Skyldi það nú vera svo mikið ódæði,
að segja oss hér heima satt og rétt
frá sögu þessa trúarflokks? Auðvitað
skilur vora kirkju og þeirra æði-mikið
— í orði kveðnu, það er að segja hvað
trúarjátningarnar snertir. Flokkurinn er
og mjög fámennur, hvað snertir fast
safnaðarskipulag, en hitt er öllum lýð-
um ljóst, að trúarskoðanir Unítara
eru afar-álmennar og víðar en í öðru
hvoru húsi. Stefnan, sem þeir fylgja
er stefna allra kristinna háskóla nú á
dögum og allra, eða því nær allra
frjálslyndra skynsemdarmanna — eins
fyrir það, þótt viðkomendur hafi aldr'ei
heyrt Unítara nefnda. Kirkja Únítara
í Winnipeg heyrir, eins og öll Kan-
ada, Englandi til, og því hafa enskir
Únítarar fyrstir rétt þeim hjálparhönd.
Nýlega stóð vel samin grein í höfuð-
blaði Únítara í Lundúnum um landa
vora vestan hafs, eftir ungan prest,
sem hið auðuga brezka Únítarafélag
sendi vestur. Segir hann, að hin frjáls-
legri skoðun kristinna fræða muni bet-
ur eiga við íslendinga en flest allar
aðrar þjóðir, en kaldir séu þeir og
kærulitlir; hafi þeir komið frá strjál-
bygðu landi og torsóttu, þar sem
kirkjuagi hafi nær enginn verið né
kirkjulíf, en hver lifað og dáið upp á
sína trú, en síður kirkjunnar eða
prestsins, enda orðið að vera kominn
meir upp á eigin hjálp en annarra.
Slíkt geri menn ófélagslega, en hins
vegar sér nóga og skynsama. »Þeir
eru fæddir Únítarar«, segir hann. Það
að ekki fylgi miklu fleiri merki hins
»dogmulausa« kristindóms, segir hann
komi af öðrum ástæðum en trúarleg-
um (»líkt og hér«, bætir hann við).
Hann segir að í Winnipeg sé all-mynd-
arleg Lúthersk kirkja undir forstöðu
duglegs kennimanns hinna eldri skoð-
ana; en býzt við, að sinn flokkur muni
þó bráðum verða ofan á þar vestra.
»Nú er kominn til þeirra efnilegur
kennimaður, lærður og duglegur, og
Væntum vér mikils af honum.«
Eins og margir vita hafa fjórir eða
fimm íslenzkir Únítaraprestar starfað
meðal Ianda vorra í Winnipeg, fyrst
Björn sál. Pétursson (f 1893), þá síra
Magnús Skaftason í allmörg ár, og
nú hin síðustu ár hafa þjónað f þeim
flokki þeir síra Sólmundur og síra
Rögnvaldur Pétursson, er báðir hafa
gengið á háskóla þar vestra. En hvort
allmikið hefir að þessum kennimönn-
um kveðið, er mér ekki vel kunnugt
um. Enda er miklu meiri vandi að
skapa gott safnaðarlíf og viðhalda því
í frjálsum en bundnum söfnuðum, og
er það nú í svo hámentuðum trúar-
flokki sem Únítarar eru, — flokki, sem
flestir þeir skörungar hafa fylgt, sem
Amerfkumenn kalla að verið hafi »ljós
og augu ríkisins«, og borið hafa á
herðum sér hið ágætasta f siðmenn-
ingu manna þar vestra. Únítarar hafa
verið 7 eða 8 ríkisforsetar þeirra; W.
E. Channing, Theódor Parker, Emer-
son, Wendel Philips, skáldin Po, Long-
fellow, Lowelt, Bryant, Holmes o. fl.
Allir, sem kynna sér helztu trúar-
fræðisbækur Únítara hljóta að finna,