Norðurland - 15.05.1909, Side 2
Nl.
76
?
um 50—500 kr., ef ekki liggur þyngri
hegning við að lögum. Ef brot er ítrekað,
varðar það sektum frá 100—1000 kr.
Sama hegning liggur og við því,
ef lyfsali lætur áfengi af hendi án
skriflegrar læknisforskriftar eða oftar
en einu sinni eftir sama læknisseðli.
16. gr. Brot gegn 7. gr. laga þess-
ara varða sektum 50—1000 kr. og
skal hið flutta áfengi ásamt ílátum
verða eign landssjóðs.
17. gr. Nú verður læknir sannur
að sök um að hafa látið af hendi
læknisseðil um áfengi í þeim tilgangi
að það verði notað öðruvísi en sem
læknislyf, og skal hann þá í fyrsta
sinn sekur um 100 — 1000 kr., og
skal sektin tvöfaldast, sé brotið end-
urtekið. Verði læknir sannur að sök
um slíkt oftar en tvisvar, má svifta
hann læknisleyfi nm stundarsakir, eða
að öllu, ef miklar sakir eru.
18. gr. Allar sektir eftir lögum
þessum renna í landssjóð.
ig. gr. Með brot gegn lögum þess-
um skal fara sem almenn lögreglumál.
20. gr. Sveitarstjórnum og lögreglu-
stjórum er sérstaklega skylt að sjá
um að lögum þessum sé hlýtt.
21. gr. Lög þessi skal prenta á
íslenzku, dönsku, þýzku, ensku og
frönsku og svo mörg eintök að nægi
til að senda dönskum verzlunarfulltrú-
um í öðrum löndum.
22. / gr. Með lögum þessum eru
numin úr gildi þau ákvæði Iaga nr.
26, 11. nóv. 1899 og önnur laga-
ákvæði, er koma í bága við lög þessi.
23. gr. Að svo miklu leyti sem
ekki er öðru vísi ákveðið í lögum
þessum, koma þau til framkvæmdar
1. jan. 1912.
Kosningar í þinginu.
/ verðlaunanefnd gjafasjóðs fóns Sig-
urðssonar voru kosnir í sameinuðu
þingi með hlutfallskosningujón Þor-
kelsson skjalavörður, Hannes Þor-
steinsson ritstjóri og Björn M. Ólsen
prófessor.
Yfirskoðunarmaðurlandsreikninganna
var af efri deild kosinn Skúli Thor-
oddsen í stað Hermanns Jónassonar;
neðri deild endurkaus Hannes Þor-
steinsson.
Qœzlustjóri Landsbankans var end-
urkosinn í efri deild Kristján Jóns-
son háyfirdómari.
Gœzlustjóri söfnunarsjóðsins endur-
kosinn af efri deild Júlíus Havsteen
amtmaður.
Húsbruni.
Að kveldi 2. þ. m. brann baðstofan á
Esjubergi á Kjalarnesi að köldum kolum.
Lausamunum varð bjargað. Það var af sama
bænum er bóndinn (Guðm. Kolbeinsson)
druknaði í vetur á heimleið úr Reykjavík.
Þióðvinafélaaið.
Þess hefir áður verið getið í Nl. að þing-
menn hefðu kosið Tryggva Gunnarsson for-
seta félagsins. Ennfremur kusu þeir vara-
forseta: Björn Kristjánsson, ritnefndarmenn:
Einar Hjörleifsson, Jens Pálsson og dr.
Jón Þorkelsson; endurskoðunarmenn: Einar
Gunnarsson og Björn Ólafsson augnlækni.
Kaupmaður Vilhelm Knudsen.
sem dvalið hefir í Rvík um þingtímann
er kominn heim; hann kom með >Fálk-
anum>.
Barnaskóla Akureyrar
var sagt upp í gær.
Qísli Pétursson.
Iæknir á Húsavík, kom hingað til bæjar-
ins með >Ceres«. Var á leið til Rvíkur.
Þingmennlrnir.
Sigurður Hjörleifsson Iæknir og Stefán
Stefánsson skólameistari komu heim af
þingi með >Fálkanum« í gær.
Auk þeirra voru með skipinu þingmenn
Húnvetninga og Skagfirðinga, sem allir fóru
í land á Sauðarkrók og þingmennirnir úr
Suður-þingeyjarsýslu, sem settir voru á
Iand í Húsavík. — þingmennirnir kunna
skipstjóranum kapt. Brockmeyer og öðrum
foringjum skipsins beztu þakkir fyrir fijóta
ferð og frábæra umönnun á skipinu.
Skip.
„Prospero" kom hingað að austan áfimtu-
daginn. Fór í nótt áleiðis til Reykjavíkur.
>Islands Falk« kom frá Reykjavík í gær-
morgun; dvelur hér nokkra daga
I gær komu einnig >Ceres« og >Eljan«,
báðar að austan. >Ceres« fór í gærkveldi
áleiðis til Rvíkur. >Eljan« fer á morgun.
Sigurður Sigrurðsson.
skólastjóri frá Hólum kom hingað til
bæjarins fyrir síðustu helgi.
%
Veðrátta
frá 9. til 15. maí 1909.
Ak. Gr. Sf. Bl. ÍS. Rv. Þh.
s. 6.0 10.2 3'° 2.9 74 12.6 4-7
M. 3-5 2.0 3-1 3-8 5-4 6.4 5-7
Þ. - i-5 - 4.8 - 1.2 - 0.2 0.2 2.0 4.6
M. 4.1 0.2 0.8 1.6 1.9 2.6 3-o
F. 4.8 - 2.0 i.6 3.8 4.0 4.5 3-4
F. o.8 - 5-o - 1.2 3-5 43 4.6 0.3
L. - °-5 - 5-o - i.2 2.0 3-2 4.1 «•5
Steinhringur
hefir tapast á götum bæjarins. Finnandi
vinsamlegast beðinn að skila honum—gegn
fundarlaunum — til afgreiðslu þessa blaðs.
Heiðruðum viðskiftamönnum okkar nær og fjær tilkynnist hér með, að
við höfum fastlega ákveðið að hætta allri lánsverzlun frá I. sept.
þ. á. Síðasti gjalddagi er 31. okt. þ. á. Þær skuldir, sem þá eru
ekki greiddar að fullu, eða tryggilega um samið, verða án frekari
fyrirvara innheimtar á kostnað hlutaðeigenda.
Verzlunin býður beztu kjör öllum, sem kaupa móti borgun um leið, og
er vel byrg af flestum nauðsynlegum vörum.
Vinsamlegast.
St. Sigurðsson & E. Gunnarssoi).
Íslandsglíma.
Kappglíma ípróttafélagsins »Grettis" á Akureyri um íslands-
beltið verður preytt á Akureyri fimtudaginn hinn 17. júní p. á.
Skorað er á alla glímumenn og ípróttavini að sækja verðlauna-
glímu pessa. CtDPT’TJDu
er framúrskarandi hvað snertir
mjúkar) og þægilegan smekk-
Hefir hæfilega mikið af „extrakt“
fyrir meltinguna.
Hefir fengið meðmæli frá mörg-
um mikilsmetnum læknum.
Bezta meðal við hósta,
hces[
og ödnim
kœlingarsjúkdómum.
jk blikksmiðavinnusfofu
J. Bjarna Péturssonar
Talsími nr. 125, Reykjavík. P. O. Box 13 A.
eru framleiddar ettirfylgjandi vörutegundir:
Aðgerðarljósker, Ankerljósker, Blikkbrúsar, Blyskönnur, Garðkönnur, Hliðar-
Ijósker, Jafnvægislampar, Kjöljárn, Kœlingarfötur, Loftrör, Lofttúður, Mjólk-
urflutningafötur, Nátthús, Nátthúsljósker, Niðurfallsrör, Niðursuðudósir, Oliu-
brúsar, Olíukönnur, Rennubönd, Rennujárn, Rjómatunnur, Salernafötur, Sökkul-
járn, Talrör, Pakrennur, Pakgluggar, Pokulúðrar, Pvottapottar, Öskukassar,
Öskutunnur, og hinar óviðjafnanlegu
SÍLDARPÖNNUR. &r
beygðar úr heilurn plötum.
Styðjið innlendan iðnað!
Sparíð peninga yðar og frrrið kaup við ofangreinda vinnustofu, se/rt uppfyllir nútímans
kröfur, með vandaOn vinnu, fljótri afgreiðsla og lagu verði.
DE FORENEDE
BRYGGERIERS
MALT-
Danmark Expedltionen meddeler den i.Septbr. 190S:
Med Fornojelse kan jeg give det Danmark Ex-
peditionen medgivne „Ægte Kongens Bryghus Malt-
extrakt" min bedste Anbefaling.
0llet holdtsig fortræffeligt under hele vort 2aarige
Ophold i Polaregnene Med megen Artelie
Alf. Trolle.
grS W. Scháfer & Co, °',",;ra',e
gjtiflT Mekanisk Skotöjsfabrik og Lager en gros
af öllum venjulegum tegundum af karlmanna-, kvenmanna- og barna-skó-
fatnaði, hlífarskóm og flókaskóm. Vel unnið. Hentug gerð. Lægst verð.
Beztu viðskifti fyrir útsölumenr).
HIÐ DANSKA STEINOLÍU HLUTAFÉLAQ
hefir altaf
ijægar byrgðir af ýmsum steinolíutegundum,
til sölu á Akureyri, frá geymsluhúsi félagsins á Oddeyri.
Afgreiðsla öll og upplýsingar fást hjá Carl F. Schiöth Lœkjargötu
nr. 4, talsími nr. 14. — Aðalskrifstofa félagsins er í Hafnarstrœti ur. 17 í
Reykjavík, talsími þar nr. 214.
Steinolían verður héðan af öll seld eftir vikt við afhendingu. Tóm og ógölluð föt frá fé-
laginn sjálfu, kaupir félagið til baka ef þeim er skiiað á geymsluhúsi félagsins fyrir 4 kr. hvert fat.
Akureyri 26. aprll 1909. * Virðingarfylst
Hið danska steinolíu hlutafélag
D. D. P. A.
« $
Prentsmiðja Odds Björnssonar,