Norðurland - 02.10.1909, Blaðsíða 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir.
43. blað.
Ræktunarfélag píorðurlands
og búnaðarfélögii).
Nýmæli.
Á síðasta aðalfundi Ræktunarfé-
lagsins var stjórn félagsins falið að
leitast fyrir um það hjá sýslunefnd-
um og búnaðarfélögum á félags-
svæðinu, hvort ekki þætti tiltækilegt
að ráðnir væru búfróðir menn, einn
í hverja sýslu hér norðanlands, er
leiðbeindu mönnum í búnaði, hefðu
umsjón með tilraunastöðvum þeim
og meiriháttar jarðyrkjufyrirtækjum,
sem þegar eru komin á fót eða stofn-
að kynni að verða til, mældu jarða-
bætur búnaðarfélaganna og hefðu
eftirlit með, að þær væru vel og
varanlega gerðar og segðu jafnframt
fyrir um vandasamar jarðabætur og
jarðyrkju, svo sem jarðrækt, blóm-
rækt, trjáþlöntun o. fl. — Yrðu þeir
með þessu móti farkennarar í bún-
aði.
Svo var til ætlast, að Ræktunar-
félagið launaði þessum mönnutn, en
sýslurnar og búnaðarfjelögin legðu
fram samtals sem svaraði >/3 — V2
af launum þeirra, en losnuðú þá
aftur við að borga fyrir umsjón
með tilraunastöðvunum og mæling-
ar á jarðabótum, jafnframt því sem
þessi störf kæmust þá í höndurnar
á þeim mönnum, er væru þessu
vaxnir og gætu unnið almenningi
ómetanlegt gagn.
Eðlilegast væri að búnaðarfélögin
greiddu eitthvert víst gjald á ári
til Ræktunarfélagsins fyrir hvern fé-
laga sinn, er svaraði ríflega kostn-
aði þeim, er þau hafa af jarðabóta-
mælingunum. í Búnaðarsamböndum
Austur- og Vesturlands gjalda bún-
aðarfélögin 1 kr. til sambandsins
fyrir hvern félaga sittn og má það
varla minna vera, þó ekki þurfi
endilega að binda sig við það.
Sýslurnar í Austfirðingafjórðungi
leggja 2 — 300 kr. hver til Búnaðar-
sambands Austurlands, og virtist þá
ekki til of mikils ætlast að sýslurn-
ar norðlenzku legðu fram 1—200 kr.
árlega til þess að koma föstu skipu-
lagi á búnaðar eftirlitsstarfsemi hér
norðanlands, og sameina um leið í
eina samstarfandi heild allan bún-
aðarfélagsskap landsfjórðungsins. —
Eitthvað verður að gera, ef vér eig-
um ekki að dragast aftur úr. Stjórn
Ræktunarfélagsins hefir nú orðið ásátt
um að reyna fyrst um sinn að hafa
þessa búnaðarráðunauta eða eftirlits-
menn aðeins 2, kostnaðarins vegna.
Yrði þá annar fyrir Þingeyjar- og
Eyjafjarðarsýslu og hefði umsjón með
tilraunastöð Þingeyinga, en hinn fyrir
Skagafjarðar- og Húnavatnssýslu og
hefði tilraunastöðvarnar þar vestur-
frá til umsjónar. Mundu þeir báðir
kosta um 14 — 1600 kr., ef þeir væru
ráðnir einungis yfir sumarið, en auð-
vitað meira ef þeir væru ársmenn,
sein að mörgu leyti væri betra, því
Akureyri, 2.
Iðnskólinn.
Þeir iðnaðarmenn eða iðn-
nemar, konur setn karlar, er vilja
verða aðnjótandi kenslu á iðn-
skólanum í vetur, verða að hafa
gefið sig fram til einhvers af
undirrituðum stjórnendum skól-
ans eigi síðar en 16. þessa mán-
aðar.
Akureyri 1. Október 1900.
Frb. Steinsson.
Oddur Björnsson.
Sigtryggur Jónsson.
þá gætu þeir kent við búnaðar-
námsskeið að vetrinum, sem halda
mætti í hverri sýslu, eitt eða fleiri
á vetri. — Fé það er sýslurnar og
búnaðarfélögin þyrftu að borga þess-
um mönnum yrði hverfandi lítið í
samanburði við það mikla gagn,
sem þeir hlytu að gera. Er það
ekkert efamál að ráðstöfun þessi
hefði mikilvæg áhrif á búnaðarfram-
farir hér norðanlands og er því
vonandi að þessari lofsverðu viðleitni
Ræktunarfélagsins verði vel tekið,
bæði af búnaðarfélögunum og sýslu-
nefndunum.
Síldarmat.
Þegar fiskimatið var fengið og reynsl-
an hafði sýnt, að það var nytsamleg
og heillavænleg ráðstöfun, var eðlilegt
að farið væri líka að hugsa um mat
á síldinni. Alvarleg hreyfing komst á
málið hér á Akureyri í fyrra vetur
og var samið frumvarp til laga um
síldarmat, sem borið var upp á þing-
inu.
Frumvarpið fór aðallega fram á, að
mönnum væri gert að skyldu að láta
skoða og meta alla herpinóta- og
reknetasíld, sem flutt væri ný að
landi, og verkuð væri í landi eða við
land til fitfiutnings. Sömuleiðis var
gert ráð íyrir að mönnum væri gef-
inn kostur á að fá metna og merkta
saltaða síld, sem flutt væri til annara
landa.
Þetta var aðalefni frumvarpsins.
Þegar það kom fyrir þingið, fanst
þingmönnum málið vera of lítið und-
irbúið. Þeim þótti viðsjárvert að sam-
þykkja lög, sem færu jafnlangt og
farið var fram á í frumvarpinu, þar
sem alla reynslu í þessu vantaði ger-
samlega. Og hvergi hjá nágrannaþjóð-
unum voru til lög um skyldumat á
síld, og var því ekki hægt að hafa
hliðsjón af lögum annara í þessu efni.
Það var því von að írumvarpið næði
ekki fram að ganga að þessu sinni.
Aftur á móti fanst þinginu eðlilegt
að útgerðarmenn og síldareigendur
gætu fengið síld sína skoðaða og metna,
og sá um að svo yrði, með því að
oktober 1909.
veita fé til þess að launa tveim síld-
armatsmönnum, sem máttu taka sér
aðstoðarmenn, eftir því sem þurfa
þætti við matið. Matsmönnum var
gert að skyldu að meta alla þá síld,
sem flutt væri frá landinu fullsöltuð,
ef þess væri óskað og setja mats-
merki á umbúðir á þeirri síld, sem
þeir álitu góða vöru.
Sömuleiðis var matsmönnum gert
að skyldu, ef þess var óskað, að seg-
ja álit sitt um, og meta þá síld, sem
komið var með að landi óaðgerða og
verkuð var í landi, eða við land.
Með þessu fengu útgerðarmennirnir
að miklu leyti það sem þeir báðu um,
þó eigi væru afgreidd nein lög um
það; þeim var með þessu gefinn kost-
ur á að leggja grundvöllinn undir
lögin með reynslunni.
Ætla mætti að útgerðarmennirnir
hefðu tekið þessum umbótum fegins
hendi og notað matsmennina til muna.
En hver hefir orðið raunin á? Mats-
mennirnir hafa ekkert haft að gera,
svo teljandi sé, við skoðun á síld.
Lftils háttar við skoðun á nýrri síld,
en svo að segja ekkert við skoðun á
á saltaðri síld. Og ekki hefir ein ein-
asta tunna, sem flutt hefir verið frá
Eyjafirði, verið merkt með merki
matsmannsins.
Hvernig stendur á þessu? Er minni
þörf á síldarmati nú en það var í
fyrra ? Vill ekki einhver útgerðarmað-
urinn svara því?
Mér dettur í hug tvent, sem getur
valdið því að matið hefir ekki verið
notað þetta ár. Það fyrst, að yfirleitt
hafi mönnum gengið betur að selja
síldina í sumar en undanfarin ár, af
því veiðin var minni en tvö ár áður
og eftirspurnin þar af leiðandi meiri.
Og annað það, að matið hafi þótt
fyrirhafnarmikið og kostnaðarsamt,
þegar til framkvæmdanna átti að
koma.
Hvað fyrra atriðinu viðvíkur, þá
sé eg ekki að nein ástæða hafi ver-
ið til að nota matið síður fyrir það
þó salan hafi gengið vel. Það er
meiri ástæða til að ætla að salan
hefði gengið ennþá betur, ef varan
hefði verið vandaðri en hún var. Svo
er ekki treystandi á það að svo verði
framvegis. Vel getur skeð að á næsta
ári veiðist miklu meira en veiddist
þetta árið. Og hefði síldin, sem afl-
ast hefir í sumar, verið metin og
merkt og við það unnið álit á mark-
aðinum, þá eru meiri likur til, að
eftirspurn hefði aukist, frá .því sem
nú er. Ekki er heldur hægt að búast
við því að þingið veiti fé á næstu
fjárlögum til að launa með síldar-
matsmenn, ef þeir verða ekki látnir
gera meira að síldarmati, en verið hef-
ir í sumar. Hvað þá heldur að það
afgreiði nokkur lög um mat á síld.
Hvað fyrirhöfn og kostnaði við
matið viðvíkur, þá getur það í fljótu
bragði sýnst ástæða til að draga úr
framkvæmdunum á matinu. En ekki
IX. ár.
held eg þó að það ætti að verða
mönnum þyrnir í augum.
Eg vil taka það fram hér að eg
álít, að ef 'matið á að koma að full-
um notum, þurfi síldin að hafa legið
svo lengi í saltinu að hún sé orðin
fullsöltuð, áður en farið er að að-
greina hana. Hún á að aðgreinast
bæði eftir stærð og gæðum. Þetta er
ekki hægt nema með því móti að
tæma tunnurnar alveg fyrst og leggja
síldina svo niður þær, þegar flokkun-
inni er lokið.
Sé þetta ekki gert er mér ekki
ljóst hvernig sá, sem óskar eftir mati
á saltaðri síld, getur gefið vottorð
um gæði síldarinnar, sem sé sam-
kvæmt fyrirmælum 5. gr. erindisbréfs
stjórnarráðsins til matsmanna. Að
minsta kosti á meðan verkunar fyrir-
komulaginu er ekki breytt. Og það
er þessi fyrirhöfn og kostnaður, sem
eg ímynda mér að útgerðarmönnum
hafi vaxið svo mjög í augum. En
sé það athugað, að þetta er gert
hvort sem er, á þeim stöðum sem
síldin er flutt til og síldarmat
er á eins og t. d. í Noregi*,
þá dylst það engum að kaupandinn,
sem lætur vinna þetta verk, að flokka
síldina, gefur þeim mun minna fyrir
hverja tunnu, sem verkinu nemur, og
meira enn það; því óhætt mun mega
gera ráð fyrir, að sá sem kaupir síld
óaðgreinda, kaupir hana með það fyr-
ir augum, að eitthvað muni ganga úr
af skemdri síld, og gefa þeim mun
minna fyrir síldina, sem hann hyggur
að skemdu síldinni nemi.
Ef tunnurnar væru tæmdar við að-
greiningu síldarinnar, eins og að fram-
an er getið, mundi komast töluvert
meira af síld í tunnuna heidur en ella,
sökum þess að þá væri jafnframt tek-
ið burtu alt órunnið salt, sem væri í
tunnunum, sem oft tekur upp töluvert
rúm. Og varla getur matsmaður gefið
vottorð um þyngd síldarinnar í tunn-
unum, ef hann hefir ekki nokkurnveg-
in vissu fyrir hve mikið órunnið salt
er í þeim. Það virðist líka vera beinn
skaði fyrir sendendur, ef tunnurnar
innihalda töluvert af salti og pækli að
óþörfu.
Það má heldur ekki gleyma því, að
aðgreining síldarinnar veiti töluverða
atvinnu, sem að miklu leyti gæti ver-
ið unnin hér, eftir að veiðunum er lok-
ið og þegar fólk hefir lítið til að gera.
Og tæpast er það vanvirðulaust, að
útlendingar seu látnir vinna við ís-
lenzkar afurðir, það sem landsmenn
geta gert sjálfir, þó fjöldi manna hér
á landi þurfi að ganga með hendur í
vösum vegna atvinnuleysis.
Ef matið yrði framkvæmt á þann
* Veturinn 1908 í janúarmánuði sá eg ís-
Ienzka síld aðgreinda í Haugasundi í
Noregi á þann hátt, að helt var úr tunnun-
um og síldinni raðað í þær aftur þegar
því var lokið. Mér hefir verið sagt að
þetta sé algengt í Svíþjóð og á Þýzka-
landi, en í Danmörku sé það ekki gert
nema síldin sé sérstaklega slæm vara,
og illa gangi með söluna,