Norðurland

Tölublað

Norðurland - 02.12.1909, Blaðsíða 1

Norðurland - 02.12.1909, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson. læknir. 53. blað. Akureyri, 2. desember 1909. IX. ár. Bækur. Einar Hjðrleifsson. Smæl- inziar. Fimmsðgur. Kostn- aðarmaður Ólafur Thorgeirs- son Winnipeg 1908. Bók þessi er 130 síður í 8 blaða broti. Sögurnar eru því allar stuttar. Lengst er síðasta sagan „Vit- lausu Qunnu". Hún er rúmur helm- ingur bókarinnar. Sumar sögurnar eru áður komnar. Ytri frágangur bókarinnar er heldur góður; þó er það galli, að á einni örkinni er síðum ranglega niðurskipað. Fyrsta sagan heitir „Góð boð“ Drottinn er að senda sál til mann- heima. Býður henni öll dýrustu og mestu gæði, sem unt er að mönn- um gæti hlotnast hér í heimi. En hún er ekki ánægð með neitt af því, finnur sitt að hverju, unz hann býður henni vald yfir mönnunum, ó- takmarkað vald yfir hugum þeirra og högum. „Pá fleygði sálin sér fram fyrir há- sœti Drottins, skalf af fögnuði og þakk- látssemi.< En >hún ympraði ekki einu sinni á því með einu orði, til hvers henni mundi auðnast að nota valdið.< Þessar tvær setningar sýna ljós- lega að hverju sagan stefnir. Hún er stutt og gagnorð og ber einhvern keim af fornum Austurlandaskáld- skap. Önnur sagan heitir >Fyrirgefning*. Hún er um niðursetustúlku, Sigríði að nafni. Húsmóðir hennar, Ólöfi er nýdáin. Hún hefir farið fjarskalega illa með barnið, flengt það og á- vítað fyrir nær því alt, sem það gerði. Barnssálin var orðin hörð. Henni var Ijóst, að Ólöf var vond, og því hlaut hún að fara illa. Ólöf hafði sjálf sagt, að allir, sem væru vondir, færu til Ljóta karlsins. Raunar fanst Siggu Iitlu: að henni væri það mátulegt. — Ó, nei, Ólöf hafði þó ekki æfinlega verið vond við hana. Enginn mátti fara illa. Ekki einu sihni hún Ólöf. Hún varð að reyna að koma í veg fyrir það. Eftir Ianga hugarbaráttu og langa andvöku fann hún að lokum það ráð, að leggja Passíusálmana ofan á lík Ólafar, til þess að Ljóti karlinn kæmist ekki að henni til að taka hana. Nú varð Sigga litla róleg og sofnaði vært, því hún var sannfærð um, að nú hefði Kristur einhver ráð að ná Ólöfu til sín, og þá liði henni vel. Kær- leikur barnsálarinnar hafði sigrast á því illa, sein fóstran með harðýðgi sinni og ástleysi hafði innrætt henni. Af þessari sögu má mikið læra. Hún er hrein og ósvikin perla. Priðja sagan heitir >Purkur<. Hún er um mann, setn aldrei hefir þekt annað en strit og fátækt, mann, sem „aldrei hefir lagst neitt til\ Sjúk- leiki yfirbugar líkamskrafta hans, en hugurinn ruglaður af sótthitan- um, stríðir við sama baslið og áð- ur, peningaskort og búskaparraunir. Fjórða sagan heitir >Skilnaður<. Hún segir frá hvernig ýkjufult og heimskulegt bréf frá íslendingi í Vesturheimi vekur óstöðvandi vestur- fara hug í mönnum í sveit nokk- urri. Margt höfðu menn áður heyrt um Ameríku, en engin áhrif hafði það haft. En nú urðu mestu ýkjurn- ar og mestu fjarstæðurnar til að hleypa æsing í hugi manna, eins og oft vill verða. Einn hinn mesti myndarbóndi sveitarinnar verður fyrst fyrir áhrifunum, og hann af- ræður að fiytja sig vestur. Þá sýnist öðrum það ráð. Einn sem ræður burtför sína úr sveitinni er Egill í Sólheimakoti, fátækur bóndi, sem lifir við basl og sér ekki annað lík- legra, en að hann fari á sveitina. Hann á hruma móður, sem elskar hann eins og móðir getur framast elskað barn sitt. Hann er hennar aðalyndi. Hún ætlar aldrei að geta trúað því að hann ætli að fara, yfirgefa hana hruma og syrgjandi. Aðalkjarni sögunnar er að lýsa sorg og örvinlun gömlu konunnar yfir því að eiga að skilja við soninn sinn, sem hún elskaði svo heitt. Sú lýsing fer ekki í handaskolum hjá skáldinu. Fimta sagan heitir»Vitlausa Ounna<. Hún er efnismesta sagan, enda lang- lengst, eins og áður er getið. Vitlausa Gunna á heima síðasta hluta æfi sinnar í Reykjavík. Hún er lítt við alþýðuskap og ekki sem lundbezt, en þó er hún ætíð góð við börn. Á yngri árum var hún vinnukona i Norðurlandi. Þá er hún mesta myndarstúlka, þó nokkuð skapstór og harðgeðja. Hún kemst í kynni við mann, laglegan og greindan, en mesta lausalopa. Hann vinnur ást hennar, og hýn ann honum af öllu hjarta. Hann'læst lfka elska hana. Hún verður þunguð af hans völd- um; þá er ást hans lokið, og hann strýkur burtu. Samtíða Quðrúnu er stúlka, sem heitir Ouðríður, mesta illkvendi. Sökum afbrýði og ill- mensku gerir hún Quðrúnu alt til skapraunar og skammar. Quðrún bar það alt með þolinmæði, meðan hún elskar og heldur að hún sé elskuð; kærleikurinn mýkir skap hennar og bætir. En þegar unnustinn hefir yfir- gefið hana, og barnið hennar, sem hún elskar afarheitt, er dáið, þá er stillingin á förum. Hún misþyrmir stallsystur sinni, enda hafði hún lengi þolað af henni hraklegustu skapraunir. Þegar Ouðrún vill svo friðmælast við Guðríði eftir áeggjun og milligöngu húsmóður sinnar, sem er mesta ágætiskona, hvíslar Quð- ríður í eyra hennar þessu: >Eg fyr- irgef þér. En það þykir mér vœnt um, að guð fyrirgefur þér ekki. Hversvegna heldurðu, að Porvaiiur hafi strokið frá þér? Pú veizt þáð ekki. Eg veit það. Af því að þú ert ekkert annað en ilskan. Hversvegna heldurðu að Valdi hafi dáið? Eg veii það. Af því að öðrum eins manneskjum trúir guð ekki fyrir börnum.< Þessum illmannlegu orðum gleymdi Quðrún aldrei. Þau eitruðu alt líf hennar, því hún trúði þeim. Henni fundust allir vondir, guð og menn, og aldrei fær hún frið né ró fyrir umhugsuninni um þetta, fyr en á banasænginni. Þá sér hún Valda, barnið sitt elskulega, — líklega hefir það verið draumur — og hún talar við hann. Þá fyrst sannfærist hún um það, að Qudda hafi sagt ósatt og guð hafi sýnt henni gæzku með með því að taka til sín drenginn hennar. Hún sér að guð er góður. Hún fær blítt og rólegt andlát, því að trúin og vissan um það, að hún fái að vera hjá drengnum sínum eftir dauðann, og að guð sé góður, sópar burtu allri hinni fyrri beiskju lífsins. Hér hefir verið leitast við að segja helztu drættina úr þessum sögum. En það er ekki hægðarleikur að gera það svo að vel sé. Sögurnar eru svo stuttar og gagnorðar að það er ekki auðvelt að draga efni þeirra saman í færri orð en þær eru sjálf- ar. List höf. liggur ekki sízt í því að segja mikið efni í fáum orðum. Sumum skáldsöguhöfundum hefði sjálfsagt enst efni þessara sagna í stóra bók, án þess þó að lesendurn- ir hefðu orðið til muna fróðari um þessa smælingja eftir en áður. Ann- ars var það ekki tilgangur minn með línum þessum, að bera stórfelt lof á þessar sögur. En engar íslenzk- ar smásögur hefi eg lesið með meiri ánægju, og eg vildi óska að sem flestir læsu þær. Eg get ekki ætlað að neinn sjái eftir því. P J Verðlag á kartöplum. Menn hafa fyrir löngu veitt því eftirtekt hér, að kartöplur eru mjög mismunandi að gæðum. Þó getur ver- ið að táa gruni hversu mikill munur- inn getur verið. Ræktunarfélag Norð- urlands hefir árlega, frá því 1904. rannsakað sterkjuinnihald kartapla úr gróðrarstöðinni og eftir þeim rannsókn- um er mismunurinn feikilegur. Árin 1904, 1908 og 1909 voru kartöplur svipaðar að gæðum. Sé tunn- an þau árin virt á 10 krónur, hefðum við mátt gefa fyrir tunnuna miðað við sterkjuinnihald kartaplanna, árin 1905 og 1906 ca. kr. 7.00 árið 1907 — — 6.00 Orsakast þessi mismunur af árferð- inu. Þær eru einnig mjög ólíkar eftir kynferði. Þannig hefði bezta afbrigðið árið 1908 mátt kosta 13 krónur tunnan, en lakasta afbrigðið árið 1907 aðeins 3.50 krónur. Það er því full ástæða að veita því eftirtekt hvað keypt er. Páll fónsson. Bankamálið. Rétt áður en símanutn var lokað í gærkvöldi, var lesið upp fyrir Norðurlandi símskeyti, sem þá lá skrifað til blaðsins og átti að fara að senda af stað. Skeytið var svo hljóðandi: Eftir ítrekaðar staðhæfingar bankastjórnar landsbankans, þeirr- ar sem frá var vikið, uni að 587 þúsund, af þeim 816 þús- undum, sem verðbréf þau hljóða uppá, sem ekki fundust við verð- bréfarannsókn landsbankans, lýs- ir Glúckstad, yfirbankastjóri Landmandsbankans því yfir, í bréfi til íslenzku stjórnarskrif- stofunnar í Kaupmannahöfn, að öll þessi verðbréf, að upphæð 816 þúsund, séu veðsett Land- mandsbankanum. Ennfremur segir í þessu bréfi G. að hjá Landmannsbanken liggi óseld bankavaxtabréf fyrir 500 þús. kr., sem verði seld eftir ný- ár 1910 og svo framarlega sem þeir peningar, er fyrir þau komi, verði borgaðir Landmands- banken, megi um leið losa jafn- mikið af veðsettum bréfum, svo framarlega sem skuldin við Landmannsbankann ekki hækki. Af þessu merkilega símskeyti virð- ist það leiða beint, að bankastjórn- in fráfarandi hafi verið sér þesj meðvitandi, að ekki var leyfilegt að veðsetja verðbréf þau, er keypt voru fyrir varasjóð. Því hefði hún annars farið rangt með um það, hve mikið af verðbréfunum væri veðsett Land- mannsbankanum? Enginn vafi getur hinsvegar á því leikið framar, að þau verðbréf varasjóðs, er vantað liafa, eru í þessum 816 þús. kr. verðbréfum, sem eðsett eru Land- mannsbankanum. Því önnur en þessi verðbréf, að upphæð 816 þús. kf. vantar ekki, og af þeim 401 þús- und af verðbréfum varasjóðs. En hvað geta menn þá að öðru leyti hugsað um þessar „ítrekuðu staðhæfingarbankastjórnarinnar«,sem reynst hafa svo ósannar? Eitthvað verður mönnum að hugsa um það og einhverja skýringu reyna n.enn að sjálfsögðu að gera sér á því. Tvær skýringar sýnast liggja næst. Önnur er sú að bankastjórnin hafi verið svo ókunnug bankanum, að hún hafi ekki vitað betur en þetta væri svo. Það væri þá næsta áþreií- anleg sönnun fyrir þeim ummælum bankarannsóknarnef ndarinnar, að hún liti svo á, að bankastjómin hefði ver- ið nauðaókunnug bankanum. Hin er sú, að gremjan yfir afsetningunni hafi leitt bankastjórana út á villi-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.