Norðurland - 06.01.1910, Blaðsíða 4
Nl.
4
ir allan |>ann tíma. Monum finst þetta
vera ókostur á guðsorðabókinni, og
vér skiljum af þessari frásögn hans,
að trúin sem G. Fr. vill hafa, verð-
ur að svæfa samvizku drykkjumanns-
ins, en ekki áminna hann um synd
sína gegn fjölskyldu sinni, sjálfum
sér og guði. Þetta er í ætt við
hugmynd Campbells, stofnanda »nýju
guðfræðinnar«, nefnil. að lauslæti
sé eiti leið til guðs ríkis. Þetta
eru þægileg trúarbrögð fyrir suma
menn, en þau leiða menn niður á við,
dýpra og dýpra ofan í spillingu. Orð-
in G. Fr. sýna að hann hefir ekki
fengið hugmynd sína um biflíuna frá
ritningunni sjálfri, heldur úr einhverj-
um skruddum, sem hann hefir rekist
á á bókahyllunni heima hjá foreldrum
sínum, og gallana sem hann þykist
finna í kenningum þessara bóka, skoð-
ar hann sem galla á kristindómi.
Sömuleiðis gerir hann mikið úr orð-
unum, sem Einar Jochumsson hefir
eftir síra Jóni Bjarnasyni, sem eru án
nokkurs efa ranghermd. Eflaust hefði
hann ekki þurft að tilfæra slíka fjar-
stæðu, hefði hann átt föng á skyn-
samlegum sönnunum.
Hafi G. Fr. nokkurn tíma lesið og
athugað sögu Gyðinga, þá hefir hann
lesið hana með öðru auganu lokuðu,
og víst er það, af grein hans, að
hann er gerókunnugur sögu hinna
þjóðanna, sem voru fyrri f Kanaans-
landi. Hefði hann aflað sér dálítið ná-
kvæmari þekkingar á ritningunni yfir-
leitt, áður en hann fór að skrifa um
hana, mundi hann hafa skiiið betur
hvernig Jesús Kristur og postular hans
gátu samrýmt gamla og nýja testa-
mentið. Þá mundi hann hafa skilið að
opinberun guðs var ekki gefin mönn-
unum allt í einu, en að þeim var
kent smátt og smátt, eftir því sem
þeir þoldu kenninguna, og fengu altaf
betri og betri hugmynd um guð, þaug-
að til Kristur kom til að afhiúpa eðli
hans, kærleik og miskun fullkomlega,
og til að boða kærleik föðurins, eins
og hann í raun og veru er. En af
því að fyrstu lexíurnar innihalda ekki
eins fulla oninberun og hinsr síðari,
megum vér ekki rífa þær út úr kenslu-
bókinni eins og ónýtar væru. Menn
þurfa altaf að læra um rétílœtið fyr
en þeim er kent um náð; annars vita
þeir ekki hvað náð er.
Það er nærri því guðlast, að tala
um guð biflíunnar sem »hræðilegan«,
hvort sem það er »rétttrúaður« mað-
ur eða guðsafneitari sem g«rir það.
Ilefir ekki G. Fr. lesið »guð er kær-
leikur«. — Hjarta yðar skelfist ekkí«.
— »Því sjálfur faðirinn elskar yður.«
Veit hann ekkí, að þegar Jóhannes
postuli og bróðir hans vildu kalla
niður eld frá himni yfir hina þver-
brotnu Samaríta, líkt og Elías gerði
þegar tímarnir voru öðruvísi, að Jesús
snerist við og ávítaði þá ? Kristur
staðfesti nýja lögmálið, lögmál kær-
leika og umburðarlyndis, án þess þó
að rjúfa gildi hins gamla fyrirkomu-
lags fyrir sinn iíma. »Alt þetta kom
yfir þá þeim til bendingar og er rit-
að oss lil viðvörunar, sem endir ald-
anna er kominn yfir,« útskýrir Páll
postuli. Orðatiltækið »ótti Drottins«
í gamla testamentinu þýðir altaf »lotn-'
ingarfult traust ásamt hatri gegn synd«,
en þar með er eltki átt við neina
hræðslu, hjá þeim sem hlýðnast Guði.
Þegar þeir eru búnir að hræra sam-
an í einn graut kenningar hins gamla
og nýja testamentis og krydda hann
svo með sögnum feðranna og gömlum
mannasetningum, þá er fæðan svo ó-
meltanleg, að jafnvel lærðir menn, eins
helztu klerkar þessa lands, geta ekki
melt hana, og ætla að selja henni upp.
En þeir, sem »sækjast eins og nýfædd
börn eftir hinni skynsömu, ómenguðu
mjólk« ritningarinnar, a ð s k i 1 j a hana,
og finna að rjómi nýjatestamentisins
er ekkert verri fyrir það, að hann
kom frá mjólk gamla testamentisins.
Loksins skal eg minnast á ummæli
G. Fr. um að »kristni sé að deyja
út«. Þau eru á engum rökum bygð.
G. Fr. hefir aldrei komið út fyrir land-
steinana, og þekking hans á mönnum
og viðburðum í hinum mikla heimi er
þess vegna mjög takmörkuð, en þó
þykist hann vita að kristnin sé að
deyja út. Það minnir mig á strúts-
fuglinn, sem stingur hausnum niður í
sand, og ímyndar sér að mennirnir
séu ekki til, vegna þess að hann get-
ur ekki séð þá. Aidrei hefir verið
sýnd eins mikil kristileg viðleitni,
aldrei hafa eins margar uppvakningar-
samkomur verið haldnar, aldrei eins
margar kristilegar bækur gefnar út,
aldrei hafa eins margir trúboðar ver-
ið víðsvegar í löndum, né eins marg-
ir sanntrúaðir menn í heiminum, eins
og á þessum dögum; aldrei hefir verið
eins mikil trúaruppvakning eins og
fyrir fáum árum í Wales, þar á eftir
í Noregi, þá í Vesturbandaríkjunum,
því næst á Indlandi; og nú loksins
f Vestur-Kínn hafa nýlega rnargar þús-
undir manna af eigin hvötum yfirgef-
ið skurðgoð sín og ólifnað, og snúið
sér af alvöru til Krists.
Sannur kristindindómur er alls ekki
að deyja út, þótt Guðmundur geti
ekki scð hann upp úr sandinum.
Eg læt hér staðar nema í þetta
sinn, í fullvissu um að hvorki kenn-
ingar G. Fr. né »nýju guðfræðinganna*
muni geta bifað þeim, sem hafa reynt
kraft Jesú Krists í lífi sínu fyrir ritn-
inguna, þótt honum takist að bera
hærri hlut f málsnild, og þvf að afla
sér aðdáunar og fylgis »goðanna«.
Arthur Oook.
* *
*
Hinn heiðraði höfundur greinar þess-
arar hefir lagt ríkt að Norðurlandi að
flytja grein þessa og J>á gestrisni sýnir
það honum að gera það. En ekki er
þess að dyljast að ritstjórinn lítur á
fllest deiluatriðin öðrum augum en
hann. Þykir þó ekki ástæða til að rita
um þetta langt mál, því G. Fr. er
einfær um að halda uppi svörum fyrir
fyrir sig, ef vill.
Þá skal á það bent að Guðmundur
segir hvergi í grein sinni að »kristnin
sé að deyja út«. Alyktanir höfundar-
ins af þeim ummælum eru því ekki
réttmætar.
En að því er snertir deilu þeirra
síra Jóns og síra Friðriks, þá byggja
þe+r báðir skoðanir sínar á kenningu
Krists og kenningum og anda sið-
bótarinnar. Deilan hefir verið um það,
hvort síra Friðrik hefði ekki sama
rétt sem síra Jón, til þess að kenna
það í söfnuði kirlqufélagsins, sem hann
vissi sannast og réttast og helzt að
Krists lögum. Þegar síra Friðrik var
bannað það, sagði hann skilið við
kirkjufélagið.
Ritstj.
S
ÞorsKalýsi X
fyrirtaks gott, nýkomið
í lyfjabúðina á Akur-
eyri.
næstliðnu hausti var mér dregin
hvít ær þrevetur með réttu
marki mínu: stýft h. blaðstýft
fr. v. A þessa á eg ekki og get-
ur réttur eigandi vitjað hennar
til mín, með því að sanna eignarrétt
sinn og borga áfallinn kostnað.
Hafralæk í Aðaldal '°tu ’09.
Steinunn Jónasdóttir.
Peningar
Salffiskur
fundnir. — Þeirra sé vitjað til Sig-
urðar Sigurðssonar bókbindara.
ÍLST Skóhlíf
hefir tapast í innbænum. Ritstjóri
vísar á eiganda.
mjög ódýr í
Edinborg.
Universal
er óskeikult meðal við g’ig’t og taug’ag’ig’t, viðurkent um ailan
lieim af þeim, er pjáðst hafa af gigtveiki og meðal þetta hafa
notað.
Universal " ^
er eiít af þeim meðulum, sem sannar gæði sín strax og
byrjað er að nota það. Það deyfir fljótt verstu þrautirnar og
eyðir smátt og smátt kvölunum, og eftir hálfsmánaðar stöðuga
brúkun er, í flestum tilfellum, sjúklingurinn albata.
Universal
hefir útsölumennn um allan heim. Hér á landi' fjölgar þeim stöð-
ugt, og má senda umsóknir um útsöluleyfi til þessa blaðs.
Útsölumenn
á íslandi eru sem stendur þessir:
Á Seyðisfirði: Þórarinn Guðmundsson, kaupmaður.
Bjarni Benediktsson, —
Otto Tulinius, —
E. E. Sæmundsen, —
Jóhann Þorsteinsson, —
- Önundarfirði: Bergur Rósinkransson, —
- Patreksfirði: Pétur Ólafsson, —
■ Stokkseyri: Hlutafélagið „Ingólfur" —
Húsavík:
- Akureyri:
- Blönduósi:
- ísafirði:
-^t-^t-^t-jjt-^t-^tjl
Af hinurn mikilsmetnu neyslufönguin með maltefnum, sem
DE FORENEDE BRYGGERIER
framleiða, mælum vér með:
er framúrskaf'
andi livað snertH
mjúkan ogþœg1'
legan smekk■
Hefir hœfilcg0
mikið af,extrad
fyrir mcltingiti^
Hefir fengið
meðmœli frá
mörgum mikils
metnum lœkfl'
um.
Særiig at anbefaleReeonvalesc^nter ogAndre,som trænger
til let fordejeligNæring. Det er tiltigeetudmærket Mid-
del modHoste,Hæshed og andre lette Hals-og Brystonder.
Bezta meðal við hósta, hœsi og öðrum kœlingarsjúkdómurf
Birgðir hjd: J. Yt. Havsteen
Strandgötu 35, Oddeyri.
"#r;
Prenlsiniðja Odds Bjömssouar,
’M