Norðurland


Norðurland - 27.01.1910, Side 1

Norðurland - 27.01.1910, Side 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson. læknir. 4. blað. Þjóðrœði. III. (Síðasti kafli.) Þess var getið í síðasta blaði, að yngsta ríkið í Bandafylkjunum, Okla- hama, hafi tekið í lög, að þjóðin sé ekki bundin við það að hafa þing- stjórn. Sýnilega bendir þetta á al- varlegan grun hjá löggjöfunum þar vestra, um að annað fullkomnara þjóðstjórnarskipulag sé hugsanlegt en þingræðið. Petta þjóðstjórnar- skipulag hefir verið háð sífeldum breytingutn um undanfarnar aldir. Aðalsstjórn,konungsstjórn,þingstjórn eru síðustu myndirnar. Ekkert skipu- lag á rétt á sér, þegar það fer að verða þröskuldur á leið fratnþróun- arinnar. Pá verður það þjóðunum til óhamingju. Ástandið 1 rússneska einveldinu nú á tímum er eitt af ljósustu dæmunum upp á það. Þing- stjórnin er líka háð Iögum fram- þróunarinnar. Óbeinar kosningar eru eitt af þeirn höftum á þjóðarviljan- um, sem nú eru að leggjast niður í heiminum. Þingveldið er líka eitt af þessum höftum. Það haftið verð- ur því tilfinnanlegra, sent meira verð- ur af viti, þekkingu og stjórnarhygg- indum utan vébanda þinganna, því almennari sem mentunin verður. Við viturn alls ekki nerna þingveldisins bíði sömu örlög sem aðalsstjórn og einveldi. En þetta á þó líklega langt í land ennþá. Fremur ósennilegt, að þjóð- irnar fari að stjórna sér þinglaust, á þeirri öld, sem við nú lifum á. Þjóðræðið þarf að vaxa fyrst um sinn á rótum þingræðisins; það á að fullkomna það, en ekki eyðileggja það. Þingræðið rná líða undir lok, þegar þjóðræðið er orðið einhlýtt og einfært um ætlunarverkið, en heldur ekki fyr. Eðlilega verður þá mörgum fyrir að íhuga, hvert hún ' stefni, þessi aukning á réttindum kjósendanna, málskotsréttindin og frumkvæðisrétt- indin. Stefna þau í íhaldsáttina eða stefna þau í framsóknaráttina? V’st er örðugt að svara þeím spi lingum fullkomlega, það skal fús^ega játað, en ýmislegt má um það segja. Mönnurn kemur víst lreld- ur ekki fyllilega sarnan um það. Sumir segja að reynsla sé fyrir því á Svisslandi, að málskotsréttur- inn efli íhaldið, aðrir bera á móti því. Menn benda á það, að allar líkur séu til þess, að fulltrúar þjóð- arinnar séu henni nokkuð frernri, vfðsýnari og frjálslyndari en öll al- þýða manna sé og geti verið. Menn benda líka á það, sem rétt er, að í málsskotinu felist aðeins réttur til þess að fella lög úr gildi. Væri þá ekki sennilegast, að þetta mundi bitna á þeim frainfaramálum, sem gefðu ráð fyrir fjárframlögum af hálfu alþýðunnar? Vel má vera að eitthvað sé til í þessi). Eti skyldi Akureyri, 27. það annars vera áreiðanlegt að meira sé af frjálslyndinu í þinginu en hjá þjóðinni? Það er víst ósannað mál. Og hvaða gagn er að því að reka fram framfaramálin á móti vilja meiri- hluta þjóðarinnar? Verða ekki þær framfarir að dauðum bókstaf og egna þær ekki þann mótþróa á móti sér, sem getur orðið þeim hættuleg- ur og framförunum í heild sinni? Verði slík löggjöf ekki til óhamingju, fara lögin þó vanalega erindisleysu til þjóðarinnar. Á þetta var bent hér í blaðinu fám vikum eftir að núver- andi ritstjóri þess tók við því og síðan hefir honum ekki snúizt hug- ur um það atriði. Og enn er hér eins að gæta, sem líklega skiftir mestu máli. Hvenær sem málskotsréttarins er neytt og al- þýðu atkvæði heimtað, hlýtur hugur þjóðarinnar að snúast í svipinn nær eingöngu að því máli sem um ræðir. Menn ræða um málið af kappi í heimahúsum, á mannfundum og í blöðum og tímaritum. Það verður skýrt að minsta kosti frá tveim hlið- um, af því viti og þekkingu, sem flokkarnir hafa yfir að ráða. Við þetta eykst þekkingin og skilning- urinn á alrnennings málum og á- huginn fyrir þeim. En við það að áhuginn og þekkingin eykst, eykst líka frjálslyndið. Þekkingarleysið og áhugaskorturinn eru sterkustu öfl í- haldsins. Enginn vafi ætti þá að vera á því, að málskotsrétturinn er fult eins líklegur til þess að efia sannar framfarir, einsog til að draga úr þeim. En hvert stefnir þá frumkvæðis- rétturinn? Aðallega í framsóknarátt- ina; en hann getur líka stefnt í í- halds- eða afturhaldsáttina. Hafi þing- ið t. d. samið lög, sem hafi fjárútlát alþýðu í för með sér eða lög sem eigi að' auka menningu í landinu og láti þau ganga í gildi, undir því yfirskyni að þeim megi ekki fresta, þá mundi sú þjóð, sem hefir fium- kvæðisréttindi, geta samþykt það, þegar henni litist, að lögin skyldu feld úr gildi. Nú er frumkvæðisrétt- ur reyndar vel hugsanlegur, þó þessi réttindi væru meira eða minna tak- mörkuð. En náttúrlega er eins vel hægt að bera upp ófrjálsleg nýmæli einsog frjálsleg og að því leyti er frumkvæðið í eðli sínu hvorki fram- sóknar né íhaldsafl. Alt veltur á þekk- ingu og sanngirni kjósendanna. En að öðru leyti má fremur telja það framsóknarafl, af því líkur eru til að það verði fremur notað í þá átt. í- haldsmenn brjóta ekki upp á ný- mælum, þeir vilja lialda öllu í gamla horfinu. En allar nýjar hugmyndir eru upprunalega eign eins eða fárra manna. Og nýjar hugmyndir þurfa oft að berjast langan tíma til sigurs. Ekkert er þeim jafnhættulegt eins og eftirtektaleysið og afskiftaleysið. Þeim er veittur mikill stuðningur, eralþýðua tkvæðið hefur þær í virð- janúar 1910. ingarsess þeirra mála, er allir þurfa að hugsa um og vita eitthvað um. Ekkert ákveðið skal um það sagt, hvort þjóðin mundi nota þessi rétt- indi mikið, ef hún hefði öðlast þau. Fyrst og fremst mundi það fara eftir því, í hve góðu samræmi þingið starfað við þjóðarviljann. Ekki sýnist það heldur ósennilegt, eftir þeirri reynslu sem þegar er fengin, að alþýðuatkvæði yrði notað til þess að reyna að steypa stjórninni frá völdum. — En þá væri alt útbúið með þeirri tryggingu, sem mælt væri fyrir um í lögum. Undirskriftasmöl- un, eins og hún fer fram nú hér um slóðir, er ekki annað en skrípa- mynd þjóðræðisins, sem nauðsyn ber til að losna við sem allra fyrst. Trygging þarf að vera fyrir því, að sá sem ritar undir kröfu um alþýðu- atkvæði sé kjósandi og að hann hafi sjálfur ritað nafn sitt undir kröfuna. Allri leynd þyrfti að bægja burtu. Forgöngumenn atkvæðagreiðslunnar ættu að vera skyldir til að auglýsa kröfu sína fyrir þjóðinni, með hæfilegum fyrirvara o. s. frv. Báðir málspartar þurfa að standa sem jafnast að vígi. Ekki ósennilegt, að flokkarnir mundu reyna alþýðuatkvæði nokkuð mikið í fyrstu, en þeir mundu fljótt reka sig á. Það er sitt hvað, aö heitnta alþýðuatkvæði, eða vinna sigur við þá atkvæðagreiðslu. Mönnum mundi lærast hófið og ekki þjóta til og heimta atkvæðagreiðslu út úr smá- munum. Sá flokkur sem það gerði, mundi eyðileggja sjálfan sig. Auk þess hefði atkvæðissmölunin nokk- urn kostnað í för með sér fyrir þann flokk, sem heimtaði atkvæðagreiðsl- una. En hvort sem atkvæðagreiðsl- an yrði notuð mikið eða lítiö, væri hún aðhald fyrir fulltrúa kjósend- anna, þingmennina, að fara að vilja jajóðarinnar. Alþýðuatkvæðið yrði, jafnvel þegar þess væri ekki neytt, eitt af máttugustu öflum þjóðfélags-' ins. Hér hefir þá alþýðuatkvæðið ver- ið skýrt að nokkru, þó margt fleira megi um það segja. Hér verður þó látið staðar numið í þetta sinn og er vonandi að hér eftir verði mörg- um nokkuð Ijósari munurinn á þing- ræði og þjóðræði, en hingað til hefir verið. Þjóðin á sjálf að verða húsbóndinn á sínu heimili, enþá þarf hún líka að vinna vel til þess að kallast húsbóndi, finna til ábyrgðarinnar af verkum síwum, dæma hóflega og eftir rökutn. Sýnilega er ábyrgðar- tilfinningin ekki nógu rík ennþá, víða hér á landi. En inörgum er það heldur ekki ljóst að þeir beri neina ábyrgð. Og þó á ábyrgðar- tilfinningin að vera hornsteinn þjóð- félagsbyggingarinnar. X Mycklestad fjárkláðalæknir hefir verið sæmdur riddarakrossi (símfrétt). X. ár. Bankahneykslið. Norðurland hefir gert fyrirspurn til Reykjavíkur um það, við hvað væri átt í hraðskeytinu um bankann í síðasta blaði, þar sem komist er svo að orði: „Kunnugt bankastjórn árum saman, að vitni bókara, að víxla- og ávísanaeign bankans var mörgum þúsundum kr. minni en bankareikningur tilfærir." Svarið var á þá leið, að bókari hefði tekið eftir því, þegar hann tók við, að í víxlaeign bankans vantaöi um 7000 kr. og í ávísanaeign um U/2 þúsund. Hafði hann strax tilkynt bankastjóra þetta. Þessi veðbréf bankans eru týnd og hafa verið týnd, óvíst hve lengi. Leggur rannsóknarnefnd til að þetta sé talið tapað fé. Hvort líkur sé til að víxlunum hafi verið stolið, eða þeir týnzt fyrir vangeymslu, verður ekkert sagt um með vissu að svo stöddu. Manni verður að spyrja hvernig eftirlitið muni eiginlega hafa verið með bankanum, af hálfu þeirra manna, er áttu að framkvæma það? X Skýrsla rannsóknarnefndarinnnar. A þriðjudaginn er var gerði Norður- land fyrirspurn til Reykjavíkur um skýrslu rannsóknarnefndarinnar og fekk eftirfarandi upplýsingar: Að skýrslunni hefir verið unnið nótt og dag upp á síðkastið, til þess að hún verði fullprentuð og innheft áður en póstar fara úr Reykjavík. Var talið víst að hún yrði fullprentuð í gær. Hún verður io—n arkir í stjórnar- tíðindaformi. Upplagið mun vera all- mikið, 2500 eða meira. Er gert ráð fyrir að bókin verði höfð til sölu fyr- ir lágt verð. * * * Menn þurfa þá ekki lengi að bíða úr þessu eftir henni, en Batt að segja hefði mörgum verið sæmra, að segja heldur minna, en þeir hafa gert um bankarannsóknina, þangað til þeir fá skýrsluna, opinbera skýrslu um málið, skýrslu sem nefndarmennirnir að sjálf- sögðu eru reiðubúnir að staðfesta með eiði. Sömuleiðis hefði það verið sæmi- legra, að vera ekki að bera út þau ósannindi, að skýrslan ætti ekki að birtast fyr en á næsta þingi, eða helzt aldrei, eins og látið hafði verið í þá fulltrúana úr Eyjafjarðarsýslu, sem hér voru að halda fund 24. þ. m. og bankastjórarnir fráfarandi eru jafnvel að dylgja um. Þeim hefði þó verið innan handar að vita sannleikann í þessu máli, þegar þeir sendu út skeyti það til almenn- ings, sem hér er birt á öðrum stað í blaðinu. Þurftu ekki annað en spyrja

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.