Norðurland


Norðurland - 27.01.1910, Side 2

Norðurland - 27.01.1910, Side 2
N1 stjórnarráðið hvenær skýrslan væri væntanleg. Og þó milligöngu þeirra hefði ekki notið við, hefði t. d. verið ofur-auðvelt fyrir fulltrúana úr Eyja- fjarðarsýslu að vita sannleikann, ef þeir hefðu viljað láta svo lítið að spyrja stjórnarráðið um jiað hvenær skýrslan kæmi, ef þeir hefðu viljað vita sannleikann. Síðasta stórlygin, sem hér var bor- in út fundardag Eyfirðinga, var sú, að nefndarmennirnir ættu sjálfir að neita því að skrifa undir skýrslu sína, skýrsluna sem þeir voru skipaðir til að semja, skýrsluna sem þeir hafa verið að vinna að mánuðum saman, skýrsluna sem enginn gat undirskrifað, nema þeir sjálfir, af því þeir einir höfðu þá þekkingu, sem útheimtist til þess. — Hún er svo stórskemtileg þessi síðasta lygi, að það ættu fleiri að fá að heyra hana en Eyfirðingar einir. X Aukaþing. Sumir eru að tala um aukaþing út af bankamálinu. Einstaka menn, sem hafa átt tal um þetta við Norðurland, halda því fram, að deilunni um bank- ann muni ekki létta af fyr en eftir þing, hvenær sem það verði og þá sé óumflýjanlegt að halda þetta þing sem fyrst. Við þessa menn er þó talandi. Aftur þarf engum orðum að eyða upp á þá, sem telja eftir þann kostn- að, sem verði af skipun bankarann- sóknarnefndarinnar, en vilja þó ólmir láta ráðgjafann eyða svo sem 25 þús- und kr., eða jafnvel miklu meira, til þess að halda aukaþing, mennina, sem þó ekki vilja láta rannsaka vissa glæpi, af því það hafi útgjöld í för með séi fyrir landssjóðinn. Slíkar mótsagnir eru svo bersýnilegar, að það er óþarfa pappírseyðsla að vera að hrekja þær. En eru nokkrar líkur til að banka- deilunni muni létta af, þó þing væri haldið? Halda merin að fulltrúaþing sé áreiðanlegasti dómstóllinn í slíku máli? Mundi ekki vera eins mikil ástæða til þess að tortryggja þingið eins og rannsóknarnefndina ? Rannsóknarnefnd- in er þó miklu kunnugri bankanum og hag hans, en þingið í heild sinni gæti orðið og nákvæm þekking er fyrsta skilyrðið fyrir því, að fella um þetta ákveðinn dóm. Hver einstakur maður í rannsóknarnefndinni hefir kynt sér vandlega allan hag bankans. En hvað ætli þingið þyrfti að sitja lengi, til þess að allir þingmennirnir yrðu eins kunnugir hag bankans eins og nefndin, til þess að það stæði henni jafnfætis að þekkingu á málinu? Frá- leitt skemur en ’/2 ár og væri þó betra að sumir þingmennirnir fengju sér dálítinn undirbúning, áður en þeir kæmu á þingið. Bankarannsókn er ekki hæfilegt hlut- verk fyrir þing. Þetta er ein hlið málsins. En hvern- ig halda menn svo að þingið muni líta á málið? Halda menn að allir verði á eitt sáttir? Einsog það er nú skip- að og hvernig sem það yrði skipað, mundu menn ekki verða sammála. Menn mundu r.fast um málið á þing- inu og meirihlutinn, hver sem hann væri, bera minnihlutann atkvæðum. Og svo héldi þjóðin áfram að rífast, þegar þíngið loksins yrði að hætta því. 14 Aukaþing mundi ekki bregða neinu því ljósi yfir þetta mál, sem allir gætu séð, eða sem allir þættust geta séð. I.angsennilegast að það helti bara ol- íu í eldinn, án þess að gera þjóðina betur sjáandi. Hinsvegar er langsennilegast, að mál þetta verði dottið úr sögunni, löngu áður en aukaþing gæti komið saman. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar hlýtur að sannfæra þá, sem vilja taka við rökum og ekki er ráð fyrir öðru ger- andi, en að flestir vilji það. Hinir láta hvorki skipast við skýrslur né aukaþing, mennirnir sem sífelt eru að búa til nýjar lygasögur og bera þær út, aðrar eins sögur og þær að banka- mennirnir dönsku hafi talið alt í lagi í bankanum, að ' rannsóknarskýrslan eigi ekki að birtast og að sjálf rann- sóknarnefndin neiti að skrifa undir það, sem hún hefir að segja þjóðinni. En auk þess er líklegt að eitthvað heyrist bráðlega frá dönsku banka- mönnunum. Færi skýrsla þeirra í alt aðra átt, en skýrsla rannsóknarnefnd- arinnar, þá væri ástæða til að gera einhverja nýja ráðstöfun, til þess að komast fyrir sannleikann. En engar minstu líkur eru til þess að svo verði. Teldu þeir skýrslu rannsóknarnefnd- arinnar ranga, væri það meira að segja siðferðisleg skylda þeirra að mótmæla henni. Hitt sannar ekkert, þó viðskiftin haldi áfram við Landmannsbankann, sannar ekki annað en það, að sá banki lítur svo á, að Landsbankinn sé fær um að borga skuldir sínar og jafn- framt það, að það voru ósannindi, að bankarannsóknin mundi Ieiða til þess að landið glataði lánstrausti sínu. Það er laglegur snoppungur á nasir þeirra ósannindamanna, er báru slíkt fram. X Laxdals- og Líndalsmálið. í 3. tölubl. Norðra þ. á., 21. þ. m., stendur svar frá herra Eggert Laxdal upp á grein mína til hans í Norður- landi 14. þ. m., sem kölluð var: Minnisleysi — eða hvað? Grein herra Laxdals heitir: >Vísvitandi ósannindi — eða hvað?« Þessi grein L. er svo einkennileg, að eg finn mér skylt að fara um hana nokkrum orðum. í Norðurlandsgreininni hafði L. verið bent á það, að maður hér í bænum hefði sagt Norðurlandi, að Laxdal hefði beðið sig að láta sig vita sum- arið 1907, er fara ætti í njósnarför út í fjörðinn, því hann (Laxdal) vildi fá. að komast með skipinu, í því skyni að reyna að ná kaupum á síld, er kynni að verða gerð upptæk á brot- legum síldveiðiskipum. Þessi maður hefir tjáð sig reiðubúinn til þess að staðfesta þetta með eiði. I annan stað var herra L. bent á það, að hér væri annar maður, sem styddi þessa sögu, maður sem líka mundi staðfesta það með eiði, að sögumaður Norðurlands hefði sagt sér þetta um Laxdal sumarið 1907 og það einmitt þá, þegar hann var á Ieið- inni inn til Laxdals og sagðist ætla að segja bonnm frá því að njósnar- ferðin stæði til. Þessi maður kveðst hafa beðið fyrir utan hús Laxdals, meðan hinn maðurinn dvaldi þar inni og séð Laxdal fylgja honum til dyra og heyrt hann þakka honum fyrir það, sem hann lét hann vita. Eg skal ekkert um það segja, hvort þessi skýrsla þessara manna muni koma í bága við þá skýrslu, sem herra Laxdal gaf fyrir réttinum og sór sig uppá þar. Það getur verið að hann hafi verið spurður svo ein- kennilega, að hún komi ekki í bága. En hún kemur algerlega í bága við þá skýrslu, sem Laxdal gaf sj'álfur í Norðra 8. þ. m. um kaupamensku sína hjá herra Líndal 1907. Þar lýsir Laxdal það ósannindi, að hann hafi að nokkru leyti farið förina með Lín- dal í eigin erindum, eða beðið nokk- urn mann að hlutast til um að hann gæti komizt með, eða sagzt ætla að fara til að kaupa síld. Laxdal á víst ennþá eftir að sverja sig upp á þetta, ef hann þá fær þann eið. I annan stað spurði eg herra Lax- dal, hvort hann bæri á móti því, að reikningur hans við Lfndal hafi verið óuppgerður, þegar hann fekk fyrst vitneskju um það hjá rannsóknardóm- aranum að hann yrði leiddur sem vitni í Líndalsmáiinu. Herra Laxdal sýnist ekki vera við- búinn ennþá að svara þeirri spurningu og ræðir heldur ekki neitt um þau gögn, sem benda alvarlega í þá átt, að hann hafi ekki farið með rétt mál í Norðra. En hvað er maðurinn þá að tala um? Jú, nú skuluð þið heyra. Hann fer að tala um síldina sem hann keypti hér á Akureyri, af skipi, sem sektað var á Hjalteyri f þessari umræddu för, en flutti síldina hingað til Akureyrar. Norðurland hafði getið þess, að Laxdal hefði keypt þessa síld. Eg sagði um þetta, að það væri »sannan- legt, að hann keypti sfld af skipi, sem sekíað var á Hjalteyri, en gekk að því að flytja síldina til Akureyrar. En það skal eg láta ósagt, hvort það hafi verið gert í greiðaskyni við herra Laxdal, eða ekki«. Út af þessu birtir Laxdal útskrift úr uppboðsbók Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar. og til þess að engu sé stungið undir stól og öll gögn Lax- dals komi fram, er hún prentuð hér. Hún hljóðar svo: Árið 1907. Þriðjudaginn 20. ágúst var uppboðsréttur Akureyrarkaupstaðar settur um borð í skipinu »Glen Clova« á Akur- eyrarhöfn og haldinn af settum uppboðs- ráðanda Birni Líndal í fjarveru hins reglu- lega uppboðsráðanda með vottum Jóni Guðmundssyni og Dúa Benediktssyni. — Var þar og þá fytirtekið: Að selja ca. 200 tn. af síld er upptæk var gerð í nefndu skipi fyrir ólöglegar veiðar í gær. — Uppboðið hefir verið auglýst um allan Akureyrarbæ. Uppboðsskilmálar framlagðir og upplesnir svo hljóðandi: Uppboðið fór þannig fram að síldin var seld eins og hún kom fram öll í einu, og varð hæstbjóðandi kaupmaður Eggert Lax- dal fyrir 200 krónur. Fleira var ekki að selja. Vottar: Uppboðinu lokið. Jón Guðmundsson Björn Líndal Dúe Benediktsson settur. Retta útskrift staðfestir. Bæjarfógetinn á Akureyri, 17. jan. 1910 Guðl. Guðmundsson. Ritl. 0.25 tuttugu og fimm aurar. G. G. Það verður ekki af uppboðsbókinni séð, að hr. Eggert Laxdal hafi sumatið 1907 keypt annað eða meira af hinni upptæku síld, en hér er tilfært, en af upptækri síld var ekkert sélt utan uppboðs. Þetta vottast eftir beiðni. Bæjarfógetinn á Akureyri, 17. jan. 1910. Guðl. Guðmundsson. Laxdal vitnar til þessarar yfirlýs- ingar og segir: »almenningur getur af því sýnishorni séð, hvað ritstjórinn er vandur að sannleikanum í því, sem honum var innanhandar að afla sér fulira upplýsinga um*. En hvað sannar hún þá þessi yfir- lýsing? Hún sannar það, að skipið, sem sektað var á Hjalteyri, flutti síldina inn til Akureyrar, þar sem hún var seld. Hún sannar það ennfremur, að það var Laxdal sem keypti síldina. Hún sannar alt það sem Norðurland hafði sagt um þetta atriði. Má eg þá þakka Laxdal fyrir ómakið. Eg veit ekki hvað eg á að halda um þetta endemi. Er Laxdal orðinn svo barnalegur, að hann haldi sjálfur, að hann hreki eitthvað, sem eg hef sagt, með þess- ari yfirlýsingu? Eða er hann svo »vandur að sann- leikanum«, að hann ætli að reyna til að blekkja almenning með því að prenta staðfest eftirrit af uppboðsgerð, — þó ekkert sanni, annað en' það sem eg hef sagt — og drótta að mér um leið »vísvitandi ósannindum«? Varla gerir slíkt athæfi skýrslu hans í Norðra sennilegri í augum almenn- ings og var þó ekki ábætandi á sög- una um kaupamensku Laxdals á Gunnu dannebrogsriddara árið hans 1907. Sigurður Hjörleifsson. X Mótmæli gegn undirskriftasmölun. Norðurlandi hafa borist frá nokkr- um Siglfirðingum eftirfarandi mótmæli gegn smalamenskunni undir áskorun- ina til ráðgjafans, um að segja af sér. Þeir fara öðruvísi að, þessir menn, en sumir undirskriftasmalarnir, sem laumast manna á milli og þora marg- ir hverir ekki að láta nafns síns get- ið. Reyna sumir að tæla aðra til und- irskrifta, en skammast sín svo mikið fyrir athæfi sitt, sem ekki er að furða, að þeir vilja ekki skrifa undir sjálfir. Þessir Siglfirðingar korna hreint til dyranna og segja til nafns síns. Mótmælin eru á þessa leið: Vér undirritaðir mótmælum að skor- að sé á núverandi ráðherra Björn Jóns- son að segja af sér ráðherrastörfum, að svo vöxnu máli, því það er skoð- un okkar, að ráðherra hafi enn ekki brotið af sér traust meiri hlutans með framkomu sinni í Iandsmálum. Siglufirði 21. janúar 1910. Guðm. S. Th. Guðmundsson, kaupmaður. fón fóhannesson, skipstjóri. Sigurður Sveinsson, Skúta. Jón fónsson, Ráeyri. Þorleifur Þorleifsson, skipstjóri, Staðarhóli. Jón fóhannesson, bóksali. Friðrik Hermannsson, trésmiður. Barði Barðason, skipstjóri. Bjtirn Sölvason, verzlunarmaður. Kjartan Jónsson, trésmiður. Sigurjón Benidiktsson, járnsmiður. Þormóður Eyjólfsson, verzlunarmaður. Einar V. Hermannsson, bóndi á Hóli. Guðmundur Sigurðsson, útvegsbóndi. Guðm. Bíldahl, tómthúsmaður. Lárus fónsson, Skarphéðinn /ónasson, —

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.