Norðurland


Norðurland - 26.02.1910, Page 2

Norðurland - 26.02.1910, Page 2
32 Kl. nú hefir enginn efni á neinu, ekki einusinni að skemta sér! Þær stóðu alt af yfir 3—4 tíma og gjörðu al- gjörlega glundroða í háttatíma manna, að eg ekki tali um, að dans er á eftir, sem sumum finst algjörlega ómissandi viðbót við hverja skemtun, hvers efnis sem hún er. Börn voru oft kvöld eftir kvöld á síðdegisskemtunum þessum, og viðgengst það líklega óvfða á bygðu bóli eins alment og hér, að svefntími barna sé látinn raskast svo af skemt- unum. Þeim sem gangast fyrir samkomum þessum er vorkunn, þær eru allar haldnar í gróðaskyni, og það er um að gera að gera sem flestum til geðs, þessvegna er dansinn tekinn með og hið langa, fjölbreytta »program«, og þessvegna verða þær svo dýrar, að hinir fátækari alþýðumenn og konur geta ekki veitt sér þær, og er þeim þó ekki síður en öðrum þörf á þeirri hressingu sem góð skemtun veitir. Alþýðufyrirlestrar yrðu ekki haldnir í gróðaskyni, þeir yrðu ódýr skemtun, aðeins 10 aura inngangur eða svo, þyrftu ekki að tefja menn of mjög frá öðrum störfum, né spilla svefntíman- um, en hefðu vonandi hressandi og göfgandi áhrif, eins og allar góðar skemtanir jafnan hafa. Eg efast ekki um, að þeir menn hér, sem færastir eru um að halda fyrirlestra fyrir lýðnum, vilji leggja fram krafta sína fyrir þetta góða mál- efni, eins og þeir hafa svo oft gjört fyrir ýms önnur sem verið hafa á dagskrá. H. 5» Þingkosningar á Englandi. Þær eru nú um garð gengnar og fóru svo, að frjálslyndi flokkurinn hefir um 125 atkvæði umfram íhaldsflokk- inn, en þá eru meðtaldir írar, sem fylgja þeim að málum, en þeir munu vera fullir 80 í enska þinginu. Kosningarnar hafa.gengið frjálslynda flokknum örðuglega, því á undan þeim var meirihluti hans f þinginu á 3. hundraði þingmanna. Samt heldur sá flokkur auðsjáanlega völdum og líklega þora lávarðarnir ekki annað en samþykkja fjáriagafrum- varpið. Aftur sýnist næsta óvíst að frjáls- lyndi flokkurinn muni treysta sér til þess að láta skríða til skarar við efri- málstofuna, skerða svo réttindi hennar, að hún hafi aðeins frestandi synjunar- vald, einsog til var ætlast á undan kosningunum, þó ekkert verði um það sagt með vissu, að þessu sinni. Hinsvegar er vert að benda á það, að víst megum við Islendingar fagna því að Irjálslyndi flokkurinn heldur þó völdunum. Hin stórfelda verndartolla- stefna íhaldsflokksins gæti orðið hinn ógurlegasti hnekkir fyrir útflutning á íslenzkum afurðum. Sú stefna miðar alt við enska ríkið og vill bægja af- urðum annara þjóða frá enskum mark- aði. Það skerið þarf þá líklega ekki að óttast á næstu árum, þó ekkert verði um það sagt, nema uppá það fljóti von bráðara. 5» Jónasi Einarssyni Vopnfirðing er veitt aðstoðarmanns- staðan við íslenzku skrifstofuna f Kaup- mannahöfn. „Fyrsti febrúar“ Af pólitískri ráðvendni sinni hafa þeir ,Hólmgeir sím-þjón og Sigurjón1 (þeir höfðu fundarst.) sett það til sýn- is í Norðra, hvað jáð var og samþykt á Breiðumýrarfundinum 1. febr. (af- mælishátíð fyrv. ráðgjafatignar Hann- esar Hafsteins), en látið hins ógetið hverju jábræðra lotan neitaði þar um leið. En neita gerðu þeir því að vera landssljórninni sammála um þá stjórnar- farsreglu, að kippa fjárhagsslofnunum landsins í rétt horf. Gæti eg bezt trúað, meðan eg veit ekki annað sannara, að þingmaðurinn hefði Íátið þá kumpána stinga tillögu minni undir endann á sér, til þess ekki væri til sýnis hve dýra neitun þeir urðu að láta úti fyrir jáið sitt. Mætti það á sínum tíma verða bert hvað undir býr, þeim er ekki skilja það nú, að það er heldur hláleg sam- kvæmni að afneitun stjórnarfarsreglu þessarar skuli verða fyrsta sporið er þeir stíga til þess að gera »enda á óaldar-pólitík í landinu*. — Þess skal eg og geta til skýr- ingar, og fundur þessi megi í sannara ljósi standa, að mínu viti voru það sumt alþingiskjósendur, og sumt ekk'l alþingis kjósendur, sem jáuðu þar á Mýri. Þórarinn Jónsson á Halldórsst. \, Veðursímskeyti til JWs- frá 20. til 26. febrúar 1910. Ak. Gr. Sf. Bl. ís. Rv. Þh- s. - i-5 - 4.0 - 0.7 - 4.8 - 1.6 5-5 M. - 2-i - 4.0 i-5 - 2.6 - 6.8 - °-5 3-5 Þ. - i-5 - 2-5 2.6 - 3-° - 4-9 - 1.2 2.1 M. -10.5 - 5-5 3-o - 10.0 - 9.6 - 0.8 2.3 F. - 8.2 -■2.5 - 2.0 - 4-4 - 0.7 1.0 3° F. °-5. - i-5 1.1 - 2.0 - °-5 0.0 4.0 L. 1 • 51 - «-5 0.9 1.0 1.0 - 3.5 31 Kl. ( •h.) 7 — 7 — 6 — 7 — 7 — 7 — 6 \ Staka úr Þingeyjarsýslu. Þegar fréttin um að norðurheims- skautið væri fundið, barst út í sumar, var þessi vísa kveðin af Þingeyingi. Efiir marga þunga þraut, þreytta fjarri yl og sól, nú er fundið norðurskaut Nœst er að finna andans pól. ■ Varnarrit bankastjórnarinnar, sem frá var vik- ið, gegn skýrslu rannsóknarnefndar, kvað vera komið út og væntanlegt með næsta sunnanpósti. Kvað það vera tilfinnanlega innviðaveikt. Isafold hefir þegar gert við það rækilegar athuga- semdir. Þær athugasemdir ísafoldar eru einnig væntanlegar í blaðinu með næsta pósti. Qísli Sveinsson hefir tekið fullnaðarpróf í lögum við Kaupmannahafnarháskóla. \ Snjómoksturinn á götunum. Það hefir snjóað við og við í 3 daga og menn vaða ófærðina á götum bæjarins í hné. Loks rennur upp hríðarlaus dagur, maður býst við að snjómoksturliðið rífi tímanlega af sér rekkvoðina og greiði skólabörnunum og þeim öðrum, er tíman- lega þurfa út, veg í gegnum skafiana. Ó, ekki! Hið harðsnúna lið lætur ekki sjá sig fyr en kl. 9—10, þegar allir þeir, sem eitthvað hafa út að gera, eru löngu farnir hjá. Þarf þetta svo að vera? Sundvestið LIV a er bezta björgunartækið‘sem til er. Abyrgð tekin á pví, að það poli að minnsta kosti 40 punda þunga í marga sólarhringa. Allir sem á sjó fara ættu að vera í vestinu „Liv".. Oskað er eftir áreiðanlegum útsölumönnum á Islandi. ýVktieolieklœdefabriken Fram JVIelbo. Af hinum mikilsmetnu neysluföngutn með maltefnum, sem DE FORENEDE BRYGGERIER framleiða, mælum vér með: er franuírskar- andi hvað snertir mjúkan ogþœgi- legan smekk. Hefir hœfilega mikið af fixtrakf fyrir meltinguna. Hefir fengið meðmœli frá mörgum mikils- metnum lœkn- um. Bezta meðal við hósta, hœsi og öðrum kœlingarsjúkdómum. Birgðir hjá: J. V Havsteen. Strandgötu 35, Oddeyri. Tóm meðalaglös eru keypt í lyfjabúöinni á Akur- eyri. íbúð á góðum stað í bænum er til leigu frá 14. maí næstk. Semja má við Guðbjörr) Björnssor). Má ekki gera mönnum þessum að skyldu að fara að moka jafnskjótt og vinnufjóst er orðið. Ætti þá verkinu undir allflestum kringumstæðum að vera lokið um það bil að umferð byrjar. Umferðin tefur þar að auki mikið fyrir starfinu, að eg ekki tali um hvað það er miklu erviðara að moka er alt er orðið troðið niður. Bæjarstjórn- inni hefir farist myndarlega að fyrirskipa góðan snjómokstur, en bæjarmenn, sem borga hann, virðast eiga heimting á að þurfa ekki að vaða snjóinn í hné í hríð- arlausu veðri. Það sýnist enda réttmætt að mokað væri, þó hríð sé með köflum, einsog und- anfarna daga, er ófært hefir verið um göturnar að heita má, bæði með æki og gangandi mönnum, snjórinn á svo að fara hvort heldur er, og ekki er betra að eiga við hann, þegar alt er troðið niður. Ritað á þorraþræl. Árný. jVIiklar birgðir af Skófaínaði af nýjustu gerð. Hvergi í bænurn úr eins rniklu að velja og verðið afarlágt. Sn. Jónsson Prentsraiðja Odds Björnssonar. Særlig at anbefaleReconvalescenter ogAndre,som trænger til let fordejeligNæring. Det er tiIligeetudmærketMid- del modHosterHæshed og andre lette Hals-og Brystonder.

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.