Norðurland - 12.03.1910, Qupperneq 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson. læknir.
11. blað.
Akureyri, 12. marz 1910.
Ofnar og eldstór.
Hinn mikli verðlisti vor á íslenzku verður sendur- ókeypis til hvers þess,
er skrifar eftir honum. Aðeins beztu vörur hafðar á boðstólum. Biðjið um
ofna vora og eldavélar hjá kaupmönnum yðar.
Recks Opvarmnings Comp
Köbenhavn B.
Yfirlýsing
dönsku bankastjóranna.
Ekki betri.
Yfirlýsing dönsku bankastjóranna,
sem birt var í síðasta blaði Norð-
urlands, vekur að sjálfsögðu mikla
eftirtekt í landinu. Reyndar voru áð-
ur komnar fullar sannanir fyrir því,
i skýrslu rannsóknarnefndarinnar, að
frávikning bankastjórnarinnar var að
öllu leyti réttmæt og að því fór fjarri
að ráðherrann hefði haft of hörð
°rð um stjórnina á bankanum, í til-
kynnmgu sinni 22. nóv. f. á. Hvert
einasta orð í henni er fyrir löngu
sannað og hitt líka að orðalagið
hafði eftir atvikum verið mjög vægt.
Flestir þeir menn, sem eitthvert
skyn bera á málið og geta litið á
það með sanngirni, af því þeir meta
meira hag landsins, en óviturlega
flokkskepni, voru víst fullkomlega
farnir að sjá þetta. í augum þeirra
var krafan um aukaþing, til þess
að rannsaka málið, ekki orðið ann-
að en helber hégómi og ástæðulaus
og óþarfur tilkostnaður. Sjálfsagt eru
þeir líka margir farnir að finna til
þess, hver óvirðing það er að verða
fyrir alla þjóðina, að hér sé verið
að deila um það, viku eftir viku og
mánuð eftir mánuð, hvort banka-
stjórninni hafi verið heimilt að fela
hinum og þessum starfsmönnum
að lána út fé bankans, að lána út
varasjóð, þvert ofan í reglugerð bank-
ans og til stórhættu fyrir hann, að
vanrækja að tryggja veðdeildirnar,
svo sem lög mæltu fyrir, að hafa
seðlaútgáfu bankans í því ólagi að
engm trygging var fyrir þvf a0 ekki
væru ínnleystir falskir seðlar, eða
jafnvel sami seðillinn oftar en einu-
smni, að telja víxla- og ávísanaeign
bankans i reikningum sínum aðra
en hún var í raun og Veru, að hafa
ýmislegt af bókfærzlu bankans í ó-
lagi, svo að hún gat ekki komið
að tilætluðum notum, að láta ekki
gera upp sparisjóð í 8-9 ár, svo
heim kæmi við bækur bankans. Mörg-
nm var víst farið að verða það Ijóst,
að það var þjóðarhneisa að vera að
deila um þetta, hvað svo sem því
tapi líður, sem bankinn hefir beðið
fyrir vanrækslu á því að heimta
hæfilegar tryggingar fyrir lánum.
Um það atriði bankarannsóknarinnar
má náttúregla bræta, af því það er
ekki komið fram,fþó litlar eða eng-
ar horfur séu á að níðurstaðan verði
betri en rannsóknarnefndin gerði
ráð fyrir.
Eina ráðið sem heimastjórnarfor-
ingjarnir sáu, í þessum vandræðum
sínum, var það, að véfengja sRýrslu
rannsóknarnefndarinnar. Hún átti að
segja rangt frá, vera hlutdræg. Því
jafnvel stungið uppí þá, sem einfald-
astir voru, að ráðgjafinn hefði látið
rannsóknarnefndina skrifa undir það
sem honum sýndist o. s. frv.
Og svo settu þeir, heimastjórnar-
foringjarnir, alt traust sitt til dönsku
bankastjóranna. Á sendingu þeirra
hingað var litið svo, að bankastjórn-
in hefði borið sig upp við yfirmann
Landmannsbankans, þegar henni
var vikið frá. Bankastjórnin taldi
sig algerlega saklausa af því, sem
henni var gefið að sök og Land-
mannsbankinn var sá málsaðilinn,
sem liklegastur var til þess að geta
rétt hlut hennar. Það var þá ekki
svo ólíklegt að hún leitaði á náðir
Landmannsbankans. Og úr því hann
fór að hafa afskifti af málinu, var
Það líka siðferðisleg skylda hans, að
rétta hlut hennar, ef bankastjórn-
inni hefði verið gerður óréttur.
En svo þegar dönsku bankastjór-
arnir komu og höfðu rannsakað
bankann, þá vildu þeir ekkert segja
opinberlega. Yfirmaður þeirra hafði
lagt svo fyrir þá. Heimastjórnarfor-
ingjunum hefir víst þótt það undur
leiðinlegt! En til þess að láta sig
ekki reka alveg upp á sker, báru
þeir það út og létu símann flytja
það út um landið, að dönsku banka-
mennirnir fyndu ekkert athugavert
við bankann. Þeir höfðu líka fróm-
lega komist að því, að dönsku banka-
stjórarnir höfðu sent út skeyti með
orðinu Hudmærket" og þá var svo
sem sjálfsagt að leggja það svo út,
að þetta ætti við bankann, að þar
væri alt í bezta lagi, en ekki hitt,
sem rétt var, að þeir væru að segja
að sér liði vel.
Svo kemur hún loksins yfirlýs-
ingin frá dönsku bankastjórunum.
Þeir segja blátt áfram, að eftir að
þeir hafi gefið Landmannsbankan-
um skýrslu um álitsgerð sína á hag
Landsbankans, hafi Landmannsbank-
inn gefið þeim heimild til þess að
lýsa yfir því, að þeir hafi ekki kom-
ist að betri niðurstöðu en bankarann-
sóknarnefndin komst að.
Ollum þeim sem sýndu okkur
heiður og hluttekningu við
fráfall og útför Ingveldar
sál. Matthíasdóttur, vottum við
g hjartanlegar þakkir.
p Foreldrar og systkini hinnar látnu.
Þeir taka ekkert undan, alls ekk-
ert. Það er ekkert sem þeim lýst
betur á í hag og stjórn bankans en
rannsóknarnefndinni.
Annars er orðalagið eftirtektavert.
Orðin gætu þýtt það, að þeir
hefðu komist að sömu niðurstöðu
og bankarannsóknarnefndin. Niður-
staða þeirra væri hvorki betri né verri
en bankarannsóknarnefndarinnar.
En þá hefðu þeir líklega sagt það
blátt áfram, að þeir hefðu komist
að sömu niðurstöðu og hún.
En þeir segja að eins: ekki betri.
Af orðalaginu verður tæpast dreg-
in önnur ályktun en sú, að dönsku
bankastjórarnir felli enn þá harðari
dóm um stjórnina á bankanum, en
rannsóknarnefndin gerði.
En að hverju leyti þessi dómur
þeirra sé harðari og hvort hann
nær til allra eða einstakra deiluat-
riða, um það verður ekkert sagt að
svo komnu.
Vonandi er, bæði vegna banka-
stjórnarinnar og landsins, að þeir
sem bankafróðir menn og alvanir
allri reglusemi f bankastjórn, felli
aðeins þyngri dóm yfir þeirri óreglu,
sem þegar er uppvíst um, en að
þeir hafi ekki fundið nýjar eða
þyngri sakir á hendur bankastjórn-
inni.
Vonandi — þó ekkert verði held-
ur um það sagt með vissu.
En úr því tvær nefndir eru bún-
ar að athuga bankann og gefa skýrslu
um hann og þeim ber saman í öll-
um aðalatriðunum, skyldi mönnuin
þá finnast þörf á þriðju nefndinni,
eða sérstaklega þörf á því að alt
þingið fari að koma samah til þess
líka að rannsaka bankann?
Þykir ekki heimastjórnarforingj-
unum bráðum nóg komið af svo
góðu?
Eða vilja þeir verða fyrir ennþá
tilfinnanlegri hrakförum og von-
brigðum?
Erfðafestulönd Reykiavíkur.
Hæstiréttur hefir staðfest dóm yfir-
réttarins í erfðafestu deilunni í Reykja-
vík.
>Með þessum dómi«, segir ísafold,
»er fullnaðardómur fenginn fyrir því,
að Reykjkvíkurbær á öll erfðafestu-
löndin, en erfðafestueigendur hafa þau
aðeins til ræktunar«.
Leiðréttinir.
í upptalningu blaðsins á útgerðar-
mönnum fiskiskipa í sfðasta blaði, hafði
fallið burtu nafn Páls kaupmanns Þor-
kelssonar, sem gerir út eitt fiskiskip.
} X. ár.
Eimreiðin 1. hefti 1910.
Þorvaldur dr. situr þar í öndveginu
og ritar um skoðanir vísindamanna
vorra tíma um frumefni og náttúrulög.
Hann ritar jafnan alþýðlega og auð-
velt. En í þetta sinn er hætt við, að
alþýða manna eigi erfitt með að fylgja
honum, af þvf að efnið er örðugt og
ókunnugt flestum, nema þeim örfáp
mönnum, sem lesið hafa um þetta
efni í tímaritum Norðurlanda. Þetta
er aðeins I. kafli ritgerðar og mega
þeir menn hlakka til framhaldsins,
sem fylgt geta höfundinum nokkurn
veginn.
Næstur Þorvaldi situr Matthías með
þýtt kvæði úr sænsku. Það heitir
»hetjukvæði um dansleik,« langt og'
Iélegt, svo sem vænta má, því að
hetjuljóð um dans er ekki hægt að
gera, nema þá háðkvæði. Dans er ekki
hetjuleg íþrótt, heldur þvert á móti.
En ef þetta er háðkvæði, þá fer það
svo dult með sig, að eg skil það ekki.
En ef eg skil það ekki, vænti eg að
svo muni fleirum fara, og á það þá
lítið erindi til almennings. Þó er ein
hugmynd góð í kvæðinu. Þar er sagt,
að ungfrú ein, sem er mesta dans-
rellan, sé í samanburði við ömmu sfna
eins og snekkja hjá langskipi. Við það
er átt. En þýðandinn segir »Ifnuskip«.
Það er vont orð og eyðileggur líking-
una að mestu leyti. En þetta sló mig
samt. Og eg mundi þá eftir tveimur
mæðgum, sem eg sá í fyrra sumar —
eg nefni þær til dæmis. — Þær komu
frá Vesturheimi f kynnisför. Gamla
konan hafði farið vestur og brotist
þar áfram eins og gerist. En ungfrú-
in kom þar í heiminn og spratt upp
í skjóli gömlu bjarkarinnar. Gamla
konan var sköruleg og þrekleg, rún-
ótt í framan og festuleg. En ungfrú-
in var eins og vafningsjurt hjá björk-
inni.
Jón trausti kemur næst með sögu-
korn »Bleiksmýrar verksmiðjan*. Sag-
an er sögð í fjórum bréfum, viðlíka
skáldlegum, sem sendibréf eru vön að
vera. Stýllinn er mitt á milli húsgangs
og bjargálna. En þó grípur sagan á
einu þjóðarkýli, sem er holgrafið. Og
er sagan læsileg, þó hún sé ekki
skáldleg.
Sigurður Norðdal er fjórði maður í
röðinni. Hann er nýútsprunginn fífill
í Bragatúni — háskólasveinn, tvævetl-
ingur þaðan, eða þrévetlingur, sonur
íshúsformannsins í Rvfk. Hann ritar
»ferðaminningar frá Saxlandi« og skrif-
ar Ijómandi vel. Miklu meiri skáldskap-
ur og snild er á frásögn hans heldur
en Jóns trausta. Hann er vafalaust
rithöfundur að eðlisfari og skyldi hann
langlífur verða í landinu.
Þá eru »tvö smákvæði* eftir Jakob
Jóhannesson. Ef þessi maður er ný-
græðingur, yrkir hann vel og efnilega.
Ritstjórinn hefir þýtt fáeina mola
og er saga þar á borði ágætagóð.
Guðm. G. Bárðarson ritar um flug-