Norðurland


Norðurland - 12.03.1910, Blaðsíða 4

Norðurland - 12.03.1910, Blaðsíða 4
40 Nl. Skilorði maðurinn, sem fregnin er höfð eftir, hefir því sagt ósatt; í hvaða skyni eða af hvaða ástæðu hann hefir gert það - um um það eigið þið saman. En af því að fregnin er ósönn, verður ályktunin, sem þér, á yðar vísu, byggið á henni, í niðurlagi greinarinnar, markleysa. t>ó þessu sé nú þannig varið, að við get- um ekki orðið yður sammála um fregnina, af því að við vitum að hún er ósönn, von- um við að þér getið orðið okkur sammála um eitthvað af eftirfylgjandi atriðum, frá almennu sjónarmiði t. d. það, hvað þeir menn séu kallaðir, eða réttara, hvernig þeim mönnum sé lýst, sem breiða út, bæði munn- lega og á prenti, ósannar fregnir. Sumir segja, að þeir fari með þvætting, nokkrir að þeir séu málugir, og til eru menn, sem segja að þeir séu kjöptugir; — enn aðrir halda því fram, að slíkur fregn- burður sé eitt af óviturleik heimskra inanna, sem góðum mönnum beri niður að þagga. Hvílíkir skyldu ennfremur þeir menn vera, sem leggja mesta stund á að útbreiða ósannar sögur og fagna yfir þeim. Sennilega óskilorðir menn — eða jafnvel lýgnir. Hvað elskar sér líkt. í hvaða skyni búa menn til slíkar sögur og breiða þær út? Það er ýmislegt, sem fyrir mönnum get- ur vakað með því — meira að segja hegn- ingarlögin gera ráð fyrir sumu af því, eins og þér vitið. Hafi yður og okkur nú komið saman um þetta -við vonum að svo sé-þá gerum við okkur von um, að þér séuð okkur samdóma um það, að það sé viðeigandi og fari vel á því, að þér framvegis látið okkur í friði, meðan við erum saklausir, og séuð ekki að breiða út um okkur ósannar sögur, meðan við ekki áreitum yður persónulega — þó við séum svo gæfusamir að vera andstæðingar yðar í hugsunarhætti og ýmsum landsmál- um; því þó þér aldrei nema kunnið að gera þetta í góðu skyni, og skiljið það alt á yðar visu, þá þykir bæði okkur og okkar þetta óþarft og óviðfeldið, og jafnvel skiL- oröir menn geta misskilið það og rangfært. Ef þér, móti von okkar, ekki skilduð vilja birta greinina í ncesta blaði yðar, biðjum við ritstjóra „Norðra" að birta hana hið fyrsta, svo að yður verði það ljóst, að við viljum reyna að launa það, sem að okkur er rétt — í líkum mæli, og vonum að þér takið viljann fyrir verkið. Jónmundur Halldórsson. Páll Árnason. * * * Þessi prúðmannlega og prestlega grein barst Nl. fyrir nokkru, með hendi síra Jónmundar á Barði og er því víst við hann að eiga um hana. Honum hefir komið það illa, prest- inum, að Norðurland sagði frá því, sem þó hefir verið altalað í Skaga- fjarðarsýslu, eftir Sauðárkróksfundinn, að 4 af fulltrúum meirihlutans hefðu greitt atkvæði með aukaþingi, þó meiri- hluti kjósenda hreppanna hefði verið á móti því. Nl. sagði frá þessu 27. jan. og var sú fregn komin utan af Siglufirði og fullyrt að sönn væri. En 19. jan. var Nl. skrifað innan úr Skagn- firði. >Aþreifanlegast hneyksli munu þeir hafa vakið fulltrúarnir úr Staðar- hreppi og Haganeshreppi. Þeir greiddu atkvæði með aukaþingi, en sveitungar þeirra hérumbil eindregið andstæðir aukaþingi.* Norðurland hefir sagt frá þessum fregnum, sem skylt var og víst enginn borið á móti þeim opin- berlega, svo kunnugt sé. Og presturinn á Barði ber heldur ekki á móti því, að meirihluti hrepps- búa sinna hafi verið á móti aukaþingi, og það er þó aðalatriði þessa máls, gefur yfir höfuð engar upplýsingar, sem nokkurs eru verðar, hvorki um tölu kjósenda né þá atkvæðatölu, er hann var kosinn með, né heldur hitt hvort kjósendur hans hafi ætlast til að hann greiddi atkvæði með aukaþingi, þó engar nýjar upplýsingar lægju fyr- ir fundinum. Hann verður bara málóða, og mun þvf bergmálið af röddu hans verða heldur lítið út um landið, lík- lega ekki meira en vant er að vera, er talað er niðri í poka. Annars verður það skiljanlegra af grein prestsins, en af mörgum blaða- greinum að söfnuðirnir hneigist sum- staðar að fríkirkjuhugmyndinni, af þvf þeir geti hugsað sér prúðmannlegri og andríkari leiðtoga en þá, sem þeir eiga við að búa. V' % Kartöplur, íslenzkar, fást keyptar hjá Friðbirni Steinssyni. Spegilgler og glerskerar fást nú hjá Friðbirni^Steinssyni. Af hinum mikilsmetnu neyslufönguin með maltefnum, sem DE FORENEDE BRYGGERIER framleiða, mælum vér með: Særlig at anbefaleReconvalescenter ogAndre,som trænger til letfordejeligNæring. Det er tilligeetudmærketMid- del modHoste,Hæshed og andre lette Hals-og Brystonder. er framúrskar- andi hvað snertir mjúkan ogþœgi- legan smekk. Hefir hœfilega mikið af,extrakt‘ fyrir meltinguna. Hefir fengið meðmœli frá mörgum mikils- metnum lcekn- um. Bezta meðal við hósta, hœsi og öðrum kœlingarsjúkdómum. Birgðir hjd: J. V Havsteen. Strandgötu 35, Oddeyri. Sfærsfa uppboð á sveitabúi, sem haldið hefir verið um langan aldur hér á Norðurlandi verður haldið í vor á mer JVIöðruvöllum í Hörgárdal "»a og þar selt hæstbjóðanda: 3-400 fjár, flest ær — óvenjulega vamt fé. 20-30 kýr ágœtar mjólkurkýr. 10-20 hross duglegir vagn- og plóghesiar. Allskonar jarðyrkjutœki og búshlutir, mikið af innanstokks- munum, sœngurföt, stofugögfn, borðbúnaður, föt o. fl. mr Langur gjaldfrestur. im Akureyri 9. marz 1910. Stefán Stefánsson. Beizlisstangirnar sem allir vilja eiga, eru aftur komnar í verzlun Sig. Sigurðssonar. /Mlskonar mafvara, Kaffi, Sykur, Tóbak o. fl. er nýkomið í verzlup Sig. Sigurðssonar. Hafís varð því ekki til fyristöðu, sem betur fór, að s|s Ingolf kæmist með vörurnar til Kaupfélagsverzlunar Eyfirðinga. Þangað er því gott að leita til vörukaupa fyrir joá, sem meðal annars vanhagar um: Rúg, kaffi, rúgmjöl, export, hveiti, melís, hrisgrjón, brauð, bankabygg, rúsínur, baunir, sagógrjón, hœnsabygg, salt. Ekki er heldur úr vegi að minna á allar tóbaksfegundirnar, og járij í skaflaskeifur, sem margir parfnast, pegar frystir eftir hlákuna sem sagt er að komi fyrir páskana. PrenUmiðja OUds Ujörnjsomu.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.