Norðurland


Norðurland - 13.08.1910, Qupperneq 1

Norðurland - 13.08.1910, Qupperneq 1
NORÐURLAND. 33. blað. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. Akureyri, 13. ágúst 1910. Dægradvöl verður annað kvöld. Guðbjörri Björnsson- Ellefti árgangur Norðurlands hefst á næstkomandi nýári. Nýir kaupendur þess árgangs geta fengið blaðið rnr g e f i n s "sw frá i. júlí þ. á.; fá þá hálfan árgang biaðsins ókeypis. En auk þess fá þeir góða sögu í kaupbœti, verði árgangurinn borgaður fyrir næstu áramót. Alt þetta fá þeir þá fyrir einar -£> 3 kr. '> Sendið pantanir hið allra fyrsta til skrifstofu blaðsins, Aðalstræti 19, Ak- ureyri, eða til útsölumanna víðsvegar um land.’ Skattamál. 1. Bannlögin og skattanefndin Kaffi- og sykurtollur. Verzlunargjald. Eins og kunnugt er sat skatta- nefndin á fundi hér á Akureyri ná- lægt 10 daga í júnímánuði síðast- liðnum. Ávöxturinn af því starfi er framhalds-nefndarálit skattanefndar- innar, svosem 4 dálka grein í Norð- urlands-broti. Að vöxtunum er eft- irtekjan heldur lítil. Og kostirnir eru vafasamir. Þótt nefndarálit skatta- nefndarinnar frá 1908 sé að mörgu leyti myndarlegt og virðingarvert, var þó eflaust ástæðan til þess að taka ýmsar hinar fyrri tillögur til nýrrar yfirvegunar og leitast við að rann- saka það er óljóst var. Að svo miklu leyti sem þörf var á aðstoð þings og stjórnar til þeirra rannsókna hefði skattanefndin átt að koma frani með beina tillögu í þá átt í tillögum sín- um 1908. Þar er t. d. lagst undir höfuð að athuga og skýra hvernig álögurnar, skattar og tollar, komi við gjaldþolið. Slík rannsókn er próf- steinninn á réttmæti gjaldheimt- unnar. Til þeirrar rannsóknar hefði síðasta þing helzt átt að veita nokk- urt fé, en engar tillögur komu fram í þá átt frá skattanefndinni. Margt annað litt rannsakað, eða órannsak- að mætti tilnefna. Allar hugleiðingar skattanefndar- innar 1910 snúast um einn punkt, um þann voða sem landinu sé bú- inn af því að bannaður sé innflutn- ingur á áfengi. Fleira kemst þar ekki að. Þessir 4 dálkar eru að orðalagi, en einkum að efni, samstæð árás á bannlögin. Nefndin þykist vera í standandi vandræðum með að gera tillögur um hvernig bæta megi upp tekjumissinn af innflutningi áfeng- is og til þess að ■ láta þessi vand- ræði sín líta sem allra tilfinnan- legast út í augum alþýðu, bendir tneirihlutinn á það úrræðið til upp- bótar, sem næst gengur öllu fátæku fólki í landinu, vill leggja 2h af þess- ari uppbót á sykureyðsltina í land- inu. Við og við stirnir í tárin í aug- um skattanefndarinnar út af því þjóð- arböli, sem leiði af bannlögunum, svo sem er hún segir, að „frá fjárhags- legu sjónarmiði sé ekki hægt að rétt- læta það tiltæki, að samþykkja lög er hafi í för með sér jafnmikla skerð- ingu á tekjum landssjóðs, án þess jafnframt að finna, eða koma sér saman um hagkvæma leið til þess að fylla skarðið". Eða þegar hún flytur aðra eins kenningu og þá, að hætta sé á, að þjóðinni verði í- þyngt með ofþungum skattaálögum eða fjárhag landssjóðs stofnað í voða, við það að útgjöldunum til áfengiskaupa verði létt af þjóðinni. Við því var reyndar tæplega að búast, að skattanefndin mundi líta á bannlögin með náðugum augum. í þeirra garð var Iítiilar velvildar að vænta úr þeirri átt, enda leggur hún til að framkvæmd laganna sé frest- að, eti þingið fari að spyrja þjóð- ina, hvort hún vilji þá heldur hafa aukinn kaffi- og sykurtoll, auðsjáan- lega í því skyni, að þyturinn af þeim umræðuin, bætist í voðir bann- fjenda, bæti upp þann götótta fýsi- belg, sem snekkja bannfjenda hefir flotið fyrir hingað til. Þeir úr skatta- nefndinni, sem sæti áttu á síðasta þittgi, greiddu allir atkvæði móti bannlögunum, en hinir, sem ekki voru þingmenn, voru víst litlu eða engu vinveittari í þeirra garð. Annars segir skattanefndin sjálf, í upphafi framhaldsálitsins, að nefnd- in hafi geymt sér rétt til þess að taka tillögur sínar til nýrrar athug- unar og endurskoöunar, „eftir þeim bendingum frá þjóð og þingi, er síðar kynnu að koma fram«. Þetta er viturlega mælt, en því breytir þá skattanefndin öfugt við orð sín? Hún hafði fengið eina mikilsverða bendingu. Þjóðin hafði með leyni- legri atkvæðagreiðslu lýst yfir því, þegar skattanefndin hafði nýlokið starfi sínu 1908, að hún vildi að aðflutningur á áfengi til landsins væri bannaður. Þingið hafði tekið þessari bendingu og samið lög í þessa átt. Með því var sagt við skatta- nefndina, að hún mætti ekki byggja á áfengisinnflutningi sem gjaldstofni, hún yrði að skifta útgjöldunum niður á þá gjaldstofna, er hún findi heppi- legasta, á þann hátt sem hollast væri fyrir þjóðfélagið og einstaklingunum yrði sem minst tilfinnanlegt. En þess- ari bendingu vill skattanefndin ekki taka. Hún vill fara aftan að lögun- um og sjá hvort eigi megi koma þeim fyrir kattarnef. Nefndin fer hér öfugt að við þá meginreglu, sem hún annars hefir valið sér, að miða við þær lagasetningar, sem til eru. Hún telur það t. d. fyrir utan sinn verkahring, að hlutast til um breyt- ingar á lögum, sem ákveða fastar fjárgreiðslur úr landssjóði og telur sér óskylt að dæma um þá stefnu, er leitt hefir til stórfenglegra fjár- útláta til samgöngumála, atvinnu- vega o. s. frv. Um það geta orðið skiftar skoðanir, hvort hér sé að öllu rétt á litið af skattanefndinni, en tæplega um hitt, að henni bar að taka fult tillit til nýyfirlýsts vilja þjóðar og þings. Nefn.din leggur það til að fram- kvæmd bannlaganna sé frestað, þang- að til atkvæðagreiðsla hafi farið fram um hvort menn kjósi heldur, í stað vínfangatollsins, alment verzlunar- gjald, eða þá hækkun á kaffi- og sykurtolli. Væri farið eftir þessari tillögu, hlyti framkvæmd bannlag- anna að verða fréstað um eitt fjár- hagstimabil, eða til 1914 og helzt sýnist nefndin kjósa, að sú frestun sé um ótiltekinn tíma. Tillagan er í meira lagi undarleg. Ef spyrja ætti um þetta tvent, sem tillögur skattanefndarinnar ræða um, virðist þriðja spurningin liggja beint við, hvort kjósendurnir vilja þá ekki heldur halda vínfangatollinum ó- breyttum, en að bæta á sig þessum nýju útgjöldum. Tillagan sýnist vera beint sniðin til þess, að koma þess- ari spurningu að, vera tilraun til þess, að leggja stein í götu bann- Iaganna. Sé Iitið á tillöguna þess- um augum, verður það fyrst skiljan- legt, að nefndin Ieggur það til að fresta bannlögunum, þangað til leyst sé úr þessari spurningu. Það eru sem sé litlar líkur til að tekjur landssjóðsins af innflutningi áfengis minki til nokkurra verulegra muna á fjárhagstímabilinu 1912—1913, þótt bannlögin komi í gildi l.jan. 1912. Eftir það má selja áfengi í landinu í 3 ár og því sýnist auðsætt, að þriggja ára vínfangaforði verði flutt- ur til landsins á árinu 1911. Mikið af þessum vörum verður eflaust geymt, án þess að tolli verði svarað af þeitn, fyr en jafnóðum og vör- urnar ganga upp og því má búast við drjúgum áfengistolli árin 1912 og 1913. Hér er því um alls enga nauð- syn að ræða til þessa'rar frestunar, heldur tilraun til að vinna bann- lagastefnunni ógagn og þeirri til- raun er Norðurland algjörlega and- X. ár. vígt. Tekjumissirinn vegna bannlag- anna verður á næsta fjárhagstímabili ekki meiri en það, að hann ætti að verða vel viðráðanlegur. Annars gerir nefndin líklega full- mikið úr tekjutnissinum, þegar veru- lega til hans kemur, í þessu fram- halds-nefndaráliti. Hún benti á það réttilega í hinum fyrri tillögum sín- um, að „nokkuð af vínfangatollinum komi fram í auknum kaupum á öðr- um tollskyldum vörum" og búast má við að tolltekjur af óáfengum öltegundum verði góð tekjugrein, svo að öltollurinn minki jafnvel ekk- ert við bannlögin. Fremur má bú- ast við því að sú tekjugrein fari vaxandi þegar tímar líða, enda benda landshagsskýrslurnar mjög í þá átt. Flutningur á öli til landsins hefir tvöfaldast á fám árum. Að vísu er vel hugsanlegt að hér komi upp innlend ölgerð, á óáfengu öli, en færi svo að hún drægi stórlega úr aðflutningi öls, ætti hún að þola talsverðan skatt til landssjóðsins, að gosdrykkjunum ógleymdum. Bannlögin miða ekki til þess að rýra gjaldþolið í landinu, heldur til þess að efla það og því vill Norð- urland ekki viðurkenna að um neina fjárhagslega örðugleika sé að ræða af þeirra völdum. Þeir fjárhagsörðug- leikar sem um er að ræða, stafa af alt öðru, af ógætilegri fjárstjórn und- anfarið, bæði af hálfu landsstjórnar og bankavaldsins og þar af leiðandi óáran í atvinnuvegum og viðskift- um og ekki sízt af fjárhagskreppu erlendis, einkum í Danmörku. Árið 1908 var aðflutta varan 3 miljónum króna minna virði en árið áður. Landið sýpur nú seyðið af ofmikilli eyðslu undanfarinna ára. Það eitt getur gert tekjumissinn af áfenginu dálítið tilfinnanlegan í bili. En þá er að reyna að sníða sér stakk eftir vexti. Fyrir nokkuru taldist 2 mikils- metnuin þingmönnum svo til, að tekjur landsins yxu árlega um 50 þús. kr. án þess nýjum gjaldstofn- um væri bætt við, eða hækkaðar væru álögurnar á þá gjaldstofna, er fyrir væri. Þetta var reyndar ofsagt, eins og Nl. sýndi þá ómótmælan- lega, en hví skyldi þeim bjartsýnu mönnum nú vaxa í augum, að landið missi þessa mjög svo varhugaverðu tekjugrein og það því fremur sem gengið hefir verið út frá því sem vísu, undanfarið —líka af hálfu bann- fjenda —að innflutningur á sterkum áfengum drykkjum mundi smátt og smátt fara minkandi? * " * * Aðaltillögu meirihluta nefndarinn- ar um að hækka kaffitollinn enn þá Frumbækur (tvíritunarbækur) beztar og fjölbreytileg- astar, frá 15—50 aura bókin (100 bl.), í bókaforiagi Odds Björnssonar á Akureyri.

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.