Norðurland


Norðurland - 17.12.1910, Blaðsíða 2

Norðurland - 17.12.1910, Blaðsíða 2
Nl. 204 En með því er alls ekki sagt eða sannað, að ekki sé hægt að losna við konungkjörna þingmenn, ef stjórnin vill það, fyr en nákvæmlega 6 ár eru liðin frá því þeir fengu umboð sitt. Lögtízka sú eða réttar- venja, sem myndast hefir síðan stjórn- arskráin var sett, mótmælir þessu fastlega. Eins og grein var gerð fyrir í síðasta blaði, hefir stjórnin ekki í eitt einasta skifti bundið sig nákvæm- lega við 6 árin. Það virðist ekki ná nokkurri átt að bera það í vænginn, að þetta hafi orðið svona að vera vegna ríkisráðsfunda. Eins og það hafi ekki verið innanhandar að á- kveða það í skipunarbréfum konung- kjörnu þingmannanna hvern dag umboð þeirra væri á enda. En þetta mun alls ekki hafa verið gert og því varð hver þeirra konungkjörinn þingmaður þann dag sem hann var skipaður og hætti að vera það þatin dag sem annar var skipaður í hans stað. í eitt skifti var umboðið tekið af konungkjörnu þingmönnunum 20 dögum áður en nákvæmlega 6 ár voru liðin. Skyldi þá ekki eins hafa mátt gera það t. d. 21 degi áður? Eða hvar eru takmörkin? Náttúrlega engin önnur en þau, að þeir hafi fengið að sitja á 3 reglulegum þing- um. Og ef þetta mál er svo mjög bund- ið við ríkisráðsfundi, er þá ekki eðli- legast að Björn Jónsson fái 6 nýja konugkjörna þingmenn tilnefnda, áður en hann hverfur heim aftur og hefir ekki tækifæri til að sitja á ríkisráðsfundum? En auk þess er vert að athuga það í þessu sambandi, að stjórnar- skráin segir ekki að konungkjörnir þingmenn, fremur en þjóðkjörnir, séu kvaddir til „sex ára«. Hitt stend- ur þar að umboð þeirra gildi „venju- lega" fyrir „sex ára tímabil". Sjálf- sagt er þetta orðað svo af ásettu ráði. Sex ára tímabil er það tíma- bil sem 3 regluleg þing eru haldin á. Hefði það ekki átt að skiljast svo, hefði efiaust staðið að eins „til sex ára." Jón Ólafsson reynir að gera gys að þessu. Hann bendir á það, að ákvæðinu um 6 ára tímabilið verði ekki bréytt nema með breytingu á stjórnarskránni, en ákvæði 5. gr. stjórnarskrárinnar um að þingi sé stefnt saman annaðhvort ár, megi breyta með einföldum lögum. Væri það ákveðið að þingi skyldi stefnt saman á hverju ári, þá ættu konung- kjörnir þingmenn rétt á að sitja á 6 reglulegum þingum. Af þessu leiðir hann þá ályktun að andrnæl- endur sínir segi að þrír séu sama sem sex. Þetta er þó ekkert annað en bág- borinn útúrsnúningur. Hefði svo ólíklega viljað til, sem reyndar var lítt hugsanlegt eftir að þingræði komst á, að 6 þinga seta konungkjörinna þingmanna hefði þannig verið lögtekin, þá hefðí alls ekki verið lögtekið með því að kon- ungkjörnir þingmenn mættu sitja 7. þingið, þó þingtíminn væri færður fram. Þessi fíndni Ji Ó. er því töluð og skrifuð algerlega út í loftið. Spurn- ingin er alls ekki um það, eins og J. Ó. lætur í veðri vaka, livort þrír sé sama sem sex, heldur um hitt hvort 6 sé sama sem 7. Það er hann sjálfur sem les ritningarnar öfugt. Þar stendur: Sex daga skaltu verk þitt vinna en 7. daginn skaltu halda heilagt. J. Ó. les þær svo, að þá sé einmitt boðið að vinna 7. daginn. Slík og þvílík er rökfærsla heima- stjórnarblaðanna í þessu máli. ’« B r é f frá Guðmundi Hannessyni. VIII. Trúin á skuldirnar. III. Mér kæmi það ekki óvart þó sum- um þættu skoðanir mínar æði aftur- haldskendar og eg helzt til svartsýnn á framtíð lands og þjóðar. Eg kippi mér ekki upp við þetta, því eg veit að eg er tiltölulega bjartsýnn í þess- um efnum, veit að álit mitt er ágæt- lega samrýmanlegt við framfarahug og bjartsýni, einnig við það að nota láns- fé jufnvcl 1' stórum stíi. Hins vegar getur það ekki samrýmst blindri »trú á landið«, sem bygð er á eintómu þekkingarleysi og ofsjónunt, heldur ekki lánum út í bláinn eða að lifa af þeim án j>ess að hugsa um, að það komi þó að skuldadögunum. Annars er oss það lítill sómi að »trúa« miklu um lar.dið og Jandkosti hér. Eftir IOOO ára vist í landinu ættum vér að þekkja það sæmilega og meðal annars vita, að það er næsta ólíkt nágranna- löndunum og norðar en þau. Það getur haft sína kosti fyrir því. Því fer fjarri að við þurfum að kvíða framtíðarhorfunum,. ef kynslóð- in, sem landið byggir, er ötul og ó- spilt. Hagurinn hefir batnað stórum á einum til tveim mannsöldrum og full vissa fyrir því, að hann getur orðið miklu, margfalt betri, og það án þess að vér vöðum skuldasúpu upp í axlir. * * * Lft.m afttir á rcektun landsins og hversu hún gengur í höncjum dug- legra manna. Eg þekki þetta frá blautu barnsbeini A ári hverju getur bóndinn dregið saman nokkurn á- burðarforða, sem nota megi undir þökur, (iskú, sorp o. fl., sem jafnvel yrði lítið úr til áburðar á túnið. A hverju ári getur hann sléttað drjúgan blett, ef viljinn er einbeittur, jafnvel án þess að verja til þess útbornum eyri það teljandi sé. A þenna bátt slcttast túnið á 10—20árum ogjafnvel betur en þó verkinu væri lokið á einu ári. Þetta þrekvirki kostar bónd- ann og menn hans að vísu margan þreytudag, en ti11öluíega lítið fé. En svo kemur bæði arður og ánægja í aðra hönd. Hún kann að þykja ;eintæk þessi gamla aðferð, en einn kost hefir hún þó: Henni fylgja hvorki vextir né af borganir til bankanna, sem aftur gancra að mestu leyti út úr landinu til — Danmerkur Og bóndinn er laus við skuldaáhyggjur og skuldaófrelsi. Hann getur litið djarflega framan í hvern mann. Annar kostur fylgir og þessari að- ferð þó sein sé; Hún er ein fram- kvæman'.eg, en hitt ekki. Ræktun sveitabóndans er algerlega undir á- burðinum komin. Ef hann er ekki nægur, stoðar lftið að plægja upp jörð- ina. Hann hefir enga áburðarnámu, sem leyfi honum að slétta túnið sitt vel á einu ári eða tveimur, og bera sæmilega undir þökur. Aburðaraflinn leyfir að slétta vænan blett á ári, í mesta lagi eina dagsláttu. Víðast hvar bannar hann að fara hraðara, og þó þetta væri ekki til fyrirstöðu, þá tek- ur annað af skarið: Vér höfum ekki vinnuafl til þess að slétta tún vor f einum rykk. Vér getum ekki farið miklu hraðarat, nema með því að fylla landið af útlendingum. Trúi þeir á þá aðferð, sem vilja., En aðferðin er furðu fljótvirk f höndum dugnaðarmanna. A 10--20 árum sléttaði faðir minn mikinn hluta túns síns á þenna hátt og bygði auk þess upp hvern kofa á jörðinni, þótt hann væri að mestu leiguliði, og kom upp allstóru búi í ofanálag. Hann byrjaði með sárlitlu fé, tók við niður- níddri jörð og hafði heilan hóp barna frant að færa. Einhvern vegínn bless- aðist þetta án allra skulda. Eg hygg að hann hafi ætíð átt inni hjá kaup- manninum og aldrei tekið einn eyri til láns. Já, en þetta var áður en fólksleysið og háa kaupið dró úr öllum fram- kvæmdum, kynni einhver að segja. Það gengur öðruvísi núna. Jónas í Bröttuhlíð* hefir startað undanfarin ár eftir að fólkinu fækk- aði og kaupið hækkaði. Hann reisti bú á 800 króna koti með litlar eigur og hefir lengst af verið einyrkji að mestu leyti. A hér um bil 10 árum hefir hann sléttað alt túnið og aukið það að miklum mun, girt það ait og mikinn hlutann með rammbyggilegum trjótgarði, aukið töðuna um fullan helming, reist all-reisulegt hús, þar sem lélegir bæjarkofar voru áður, veitt vatni í bæ og fjós, bygt upp öll peningshús og hlöður fyrir heyið, keypt kotið að miklu eða cllu leyti, komið upp nokkurum görðum og aukið bá sitt að því skapi sem jörðin batn- aði. Ollu þessu hefir hann komið í verk án þess að lána íé svo nokkuru næmi. Það var litlu eða engu útlendu fjármagni veitt í kotið hans með vöxt- nm, afborgunum og skuldaáhyggjum, heldur blátt áfram íslenzkum dugnaði og íslenzkri sparsemi. Eg vil nú spyrja þá háttvirtu skulda- veitumenn, hvort þeir séu ekki ánægð- ir með þessar framfarir á ekki lengri tíma. Eg er harðánægður með þær. Treysta þeir sér til að fara qllu hrað- ara með skuldunumí En því eru þessi dæmi svo fátíð? Því rís ekki þannig alt landið úr rústum á 10—20 árum? Ástæður þessa manns voru f fáu betri en flestra aunara. Það er alt annað sem veldur þvf en skortur á lánsfé. Það er skortur á hugsjónum, þekkingu pg eínbeittum vilja. Sú hugsjón vakti íyrir manni þessum og konu hans, er þau fluttust á kotið, að gera það að œfistarfi sínu að bœta það, sem frekast þau gætu Þessu áformi hala þau hrundið áfram með föstum vilja og atorku. En ætli að skuldir séu einhlítar til þess að vekja hugsjónir, þar sem eng- ar eru fyrir, eða auka þekkingu eða viljaþrek manna um allan helming ? Eg hefi ekki orðið þess var. Hitt er svo sem sjálfsagt, að bónd inn getur þurft á láni að halda eins og aðrir, einkum til húsabygginga, stundum til þess að auka bústofninn. Til þess höfum við bankana. Ef fullrar forsjár er gætt, getur þetta að góðu gagni komið, en þó má ekki gleyma, að hús eru sjaldan arðberandi þó óhjákvæmileg séu. Húsaldn eru ekki framleiðslulán. Lán til að auka bústofn ættu oft að vera mjög arð- berandi, en hvers vegna er bústofn margra svo lítill og miklu minni en jörðin gæti borið? Oftast af því, að bóndinn er ekki svo forsjáll, atorku- samur eða sparsamur sem skyldi. Það er hæpið að slíkur maður fái þessar torlærðu dygðir, þó hann fengi lánsfé með góðum kjörum. Líkindin eru öllu meiri fyrir því, að einmitt hann kynni ekki með féð að fara. Lítum aftur á botnvörpungana. í öðru orðinu er sagt að þeir stór- græði, f hinu, að án lánsfjár geti þeir ekki þrifist. Þetta er vissulega kyn- leg kenning. Mjög arðsöm fyriítæki eru vön að eflast og aukast af eigin ratnmleik, Ef þau á annað borð kom- ast á fót geta þau fremur flestu öðru * í Svartárdal í Húnavatnssýslu, Norðurland kcmur út aftur á miðvikudaginn kemur, en ekki á laugardaginn (aðfangadag jóla). Auglýsingum í blaðið eru menn beðnir að skila sem allra fyrst. þrifist, hvort sem þau hafa lánsfé eða ekki, því gróðinn myndar fljótlega nægilegt fjármagn til þess að tæra út kvíarnar. Eg hefi getið þess áður, að góður botnvörpungur geti borgað sig á 5 ár- um, ef alt gengi f bezta lagi. Ef gert er ráð fyrir þessu, getur hvert skip tvöfaldast á 5 ára fresti; en með til- liti til hins mikla rekstursfjár, þá veitti ekki af nálega 10 árum til þess að geta bæði bætt öðru skipi við og haft nægilegt rekstursfé handa þvi'. Þess er að sögn skemst að bíða að 7 botn- vörpungar eigi heima í Rvík, og léti þá nætri að eitt skip gæti bæzt við á ári hverju, með nægilegu fé til út- gerðarinnar. Að sjálfsögðu má ekki gera ráð fyrir því bezta, en eftir út- litinu að dæma, eru allar horfur á, að botnvörpu útvegurinn blessaðist og blómgaðist, þótt ekki nyti hann neinna nýrra lána. Framförin yrði væntan- lega minni og seinni á þenna hátt, stæði aftur á fastari fótum. En nú dettur engum f hug að útiloka útgerð- ina frá lánsfé. Það er sjaldnast hætta á því, að fé skorti til verulegra arð- samra fyrirtækja, og svo mun íslenzku botnvörpungunum reynast — ef gróð- inn er ríflegur. Hvar sem vér lítum eru horfurnar allgóðar. Ræktun landsins getur auk- ist og eflst að jstórum mun, og það án allra lána, ef oss að eins hvorki brestur atorku né áhuga. Hið sama má segja um sjávarútveginn, þótt ó- vissari sé og fjárfrekari. Að sjálfsögðu er ekkert að þvf að finna, þótt láns- fé sé notað til þessara atvinnuvega vorra, ef það er gert með forsjá og gætni og lánin ekki gerð að eyðslu- fé. Sé þessa ekki vandlega gætt, er mikil hætta á því, að vér snúum oss hengingaról úr dönsku skuidafé, og erum máske byrjaðir á því. Skuldapostularnir þykjast bjartsýnir. Þeir »trúa« allra manna mest á landið og arðsemi atvinnuvega vorra. En undarleg er bjartsýni þessara manna. I þeirra augum eru atvinnuvegirnir svo arðsamir, að enginn getur lifað nema af lánsfé! Mér finst það liggja miklu nær að halda, að annaðhvort muni lé fljótlega græðast á þessum arðsömu atvinnuvegum, og það svo, að vér hefðum fé aflögu, eða að vér kunnum ekki að hagnýta oss þá. Ef svo væri, er bersýnilegt að lánsfé kæmi oss að litlu haldi. Það væri skárri tilhugsunin, ef öll vor framtíð væri undir því komin, hvort útlendingar vildu svo vel gera að lána oss fé, ef vér ættum sífelt að ganga fyrir hvers manns dyr og biðja um lán á lán ofan! Það væri ekki ólíklegt að vér yrðum fljótlega sjálf- stæðir og óháðir með þessu móti! Til ailrar hamingju þurfum við ekki að gera oss að slíkum betlikindum. Það er einmitt argvitugt svartsýni að halda að betl og skuldaófrelsi sé eini lífsvegurinn fyrir oss. Þeir sem þyk- jast trúa á arðsemi íslenzkra atvinnu- vega ættu sÍ2t allra að halda lánin óhjákvæmileg. * * * Eg hefi orðið þess var, að sumir skilja tillögur mínar svo, að lán mætt- um við alls ekki taka, þó vér ættunv þess kost; að framþróunin í landinu megi ekki fara hraðara en svo, að ætíð sé unnið með skuldlausri eign. Ekki hefir mér komið þetta til hug- ar, enda mundi ekki að því hlaupið nú orðið. Skuldir landsins og lands- manna eru nú hátt Upp í tlU miljónir króna, ef ekki meira; með öðrum orðum um 125 krónur á hvert mannsbarn. Skatlurinn sem vér borgum Dönurn árlega fyrir þetta fé alt nemur nœrfelt hálfri miljón króna

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.