Norðurland - 25.03.1911, Blaðsíða 2
Nl.
50
• m m
0 Stór útsala! Frá Fimtudegi 30. Marz til Mánudags 3. Apríl að báðum dögum meðtöldum selur Brauns verzlun Hamburq 0
0 ZJ allar hinar margbreyttu, vönduðu og útgengilegu vörubirgðir sínar með frá 10 fil yfir 25 °o afslæffi. Notið tækifærið meðan pað gefst. Það er ekki rj6nna einu sinni á ári. Brauns verzlun Hamburg hefir engar gamlar vörur. pær eru allar nýjar og vandaðar.
Virðingarfylst. Balcluin Byel.
• M • M
áburðar. —Pað er satt. En þessi mikla
uppskera helzt að eins um nokkurra
ára skeið. Pað kemur að því fyr eða
síðar, að skortur verður á ýmsum þeim
efnum, sem árlega eru flutt úr jarð-
veginum án þess að honum séu færð
þau aftur.
Vér skulum nú líta á notkun lands
vors.
Mikill hluti þ»iss er notaður sem
beitilönd. Búféð fær þar fæðu til við-
halds kröftum S’inum, til vaxtar og af-
urða. Áburðun.nn verður eftir í hög-
unum. Pau mæringarefni, sem flytjast
burtu, eru fólgin í afurðum dýranna
eða vexti þeirra. Pessi efni geta numið
ailmiklu, en á hinn bóginn bætast jurt-
unum efni við sundurleysingu stein-
efnanna í jarðveginum, og við starf-
semi gerla þeirra, sem vinna köfnun-
arefni úr loftinu (sjá I. kafla).
Útengjar eru vanalega slegnar ár-
lega, heyið flutt burtu og engu skilað
aftur. Jarðvegurinn er árlega rændur
efnum. Ef grasvöxturinn á að geta
verið líkur ár frá ári, þarf að bæta
jarðveginum þau efni, sem burt eru
flutt með heyfengnum. Náttúran hefir
sjálf séð fyrir þessu á mörgum stöð-
um. — Vatn flæðir yfir engjarnar og
flytur með sér næringarefni. Þannig er
það um hinar grösugu engjar í Skaga-
firði, Eyjafirði og víðar. Á nokkrum
stöðum eru áveitur.
Pað er ekki hægt að búast við mikl-
um heyfeng árlega, þar sem ekkert er
borið á og vatn nær eigi að flytja
jarðveginum næringarefni. Par eru rýr-
ar engjar.
Til þess að tún geti sprottið vel
ár eftir ár, þarf að vera fólgið í á-
burðinum að minsta kosti eins mikið
af þeim næringarefnum, sem vantar
í jarðveginn, eins og það sem flutt er,
burt með töðunni. Annars verður eftir-
tekjan rýrari.
Garðar, sem sömu jurtir eru rækt-
aðar í ár ýrá ári, þurfa mikinn áburð.
Pað mun 'víðast hafa verið aðalorsök
þess, að hætt hefir verið við garðyrkju
hér á landi, að of lítið hefir verið
borið í garðana, og uppskeran þess
vegna orðið lítil, svo að eigi hefir
þótt svara kostnaði að halda áfram
garðræktinni.
Frjósemi jarðvegarins eyks við á-
burð, einkum vegna þess:
1. að jarðvegurinn auðgast af þeim
jurtnærandi efnum, sem vanalega
vanta í hann.
2. að eðliseiginieikar jarðvegarins batna,
einkum ef fjölbreyttur áburður er
borinn á.
3. að gagnlegir gerlar flytjast jarðveg-
inum með áburðinum. — — —
Ungmennafélagafundur.
Undarlegur maður er hann, »Norðra«-
ritstjórinn, kom mér í hug, er eg las
greinina í 12. tölubl. *Norðra« þ. á.
með fyrirsögninni: »Ungmennafélaga-
fundur*. Ritstj. byrjar þar með því að
geta þess, að »nokkur ungmennafélög*
séu hér á norðurlandi, og fer svo að
tala um stjórnarfyrirkomulag þeirra og
starfsemi.
Oll frásaga hans um ungmennafé-
lögin lýsir átakanlega þekkingarleysi
hans á þeim, og saman við það hrærir
hann síðan getgátum um, að svona og
svona »muni« það vera og »geti« það
verið, og afían við það alt saman
hnýtir hann svo aflagaða og rangfærða
skýrslu um fjórðungsþing norðlendinga,
sem haldið var hér á Akureyri 5. til
Akureyrarskjöldurinn.
íþróttafélagið »Grettir« hefir breytt
reglugerðinni um Akureyrarskjöldinn
þannig, að Eyfirðingar, og Þingeyingar
í Svalbarðsstrandar- og Grýtubakka-
hreppi í Þingeyjarsýslu geti kept um
hann ásamt Akureyringum.
Kappglíman um skjöldinn verður
háð á Akureyri á sumardaginn fyrsta,
síðari hluta dags, og ættu ungmenna-
lélög og glímufélög í héraðinu að senda
keppendur þangað.
8. Marz sl og »Norðurland« getur
um 14. s. m. Um fjórðungsþingin far
ast ritstjóranum meðal annars orð á
þessa leið:
»Þessir fundir munu vera góð skemt-
un fyrir þátttakendur;« »þar geta og
brotist út hleypidómar, heimska og
kúgunarandi, sem nauðsynlegt er að
hinir skynsamari fundarmenn • brjóti
sem fyrst á bak aftur«.
Á hverju skyldi ritstjórinn byggja
þær ályktanir?
Það er skoðun mín, að hann hafi
enga hugmynd um framkomu þing-
manna á fjórðungsþingum okkar ung-
mennafélaga, og ekki er það heldur
sýnilegt, að hann vilji vita hvað þar
gerist, því að útdráttinn úr þinggerð-
inni, sem honum var fengin til birt-
ingar í blaðinu, hefir hann rangfært á
sumum stöðum, og gengið athugunar-
laust fram hjá ýmsum mikilsverðum
samþ., sem þingið gerði, og nægir því
til sönnunar að berida á það, sem
»Norðurland« birtir frá þinginu.
Það virðist talsvert einkennilegt, að
ritstj skuli nú fyrst ætla sér að fara
að kynna þjóðinni starfsemi ungmenna-
fél., og hafa þá ekkert annað fyrir
sig að bera, en heimskulegar getgát-
ur, eltir að ungmennafél. eru komin á
legg nálega í öllum sveitum norðan-
lands, og hann hefir búið saman við
einn al stotnendum félagsskaparins
í mörg ár, og blað hans hefir flutt
sambandslög félaganna og tíðindi af
þingum þeirra svo árum skiftir.
Hefði ritstj. viljað segja eitthvað
um fél., sem lesendum blaðsins var
gagn í að heyra, átti hann að leita
sér þekkingar á þeim hjá þeim mönn-
um, sem gátu frætt hann um þau og
stárf þeirra.
Þótt það iáti sumum mönnum mjög
vel, að aka sér upp við heimskuna,
þá á það tæplega við, að starfa að
slíku frammi fyrir allri þjóðinni.
Erlingur Friðjónsson.
X
Sýslufundur Eyfirðinga
var haldinn á Akureyri dagana 6.—11.
þ. m.
Þar voru mættir sýlunefndarmenn
úr öllum hreppum sýslunnar auk odd-
vitans, sýslumanns og bæjarfógeta
Guðlaugs Guðmundssonar.
Þessar eru hinar helztu gerðir fund-
arins og samþyktir:
Hvanneyrarhreppi er veitt heimild
til þess að taka alt að 10 þús. króna
lán úr veðdeild Landsbankans í Reykja-
vík til þess að koma á vatnsleiðslu
um Siglufjarðareyri.
Olœsibœjarhreppi var veitt leyfi til
þess að selja samgirðingu hreppsins
ábúendum jarða þeirra, er land eiga
að henni, og að vera í ábyrgð fyrir
skuldum þeim, sem nú hvíla á honum
vegna girðmgarinnar, þangað til þær
eru greiddar, gegn því að hafa girð-
inguna að veði.
Sýslunefndin samþykti að taka að
sér ábyrgð á 500 króna láni fyrir hönd
Öxnadalshrepps, til þess að reisa barna-
skólahús í hreppnum, en áskilið að
hreppsnefnd sveitarfélagsins gefi út
tryggingarskjal til sýslunefndarinnar
tyrir ábyrgðinni.
Snorra Sigfússyni kennara var veitt-
ur 100 kr. styrkur til unglingafar-
skóla i Svarfaðardalshrepp, og ytri hluta
Arnarneshrepps.
Hreppsnefnd Skriðuhrepps var veitt
leyfi til þess, samkvæmt beiðni henn-
ar, að ábyrgjast alt að 1800 króna
lán úr Ræktunarsjóði til samgirðingar
í hreppnum fyrir bændurna: Friðfinn
Pálsson, Hall Benediktsson, Luth.Thor-
arensen og Jón Thorarensen.
Samkvœmt beiðni hreppsnefndarinn-
ar í Arnarneshreppi mælti sýslunefnd-
in með því, að Arnarneshreppi verði
skift f tvö sveitarfélög og séu tak-
mörk hreppanna landamerki Hillna og
Fagraskógs. Nefnist hinn ytri partur
Árskógshreppur en hinn syðri Arnar-
neshreppur.
Hreppsnefnd Svarfdæla var veitt leyfi
til að taka 1200 króna lán á næsta
vori til akbrautar um Svarfaðardal.
Athugið!
Verzlunin EDINBORG
' hefir nýlega fengið stórt úrval af
Tapet-sýnishornum (veggpappír).
Gerið svo vel að koma og skoða sýnishornin og velja um. Pantar þá
verzlunin fyrir yður eftir óskum yðar og þörfum. Veggpappírinn er mjög
ódýr eftir gæðum.
Guðm. Jóhannesson.