Norðurland - 25.03.1911, Blaðsíða 3
Samkvœmt beiðni hreppsnefndarinn-
ar í Öxnadalshreppi veitii sýslunefndin
samþykki til þess að Þverárrétt sé
gerð að skilarétt, og að Öxnadals-
hreppur sé gerður að sérstakri fjall-
skiladeild.
Sveitaverzlunarleyfi í Hrísey var veitt
Carl Höepfner í Khöfn og Jóhannesi
Davíðssyni á Syðstabæ í Hrísey.
Kyennaskóli í Eyjafirði Samkvæmt
tillögu stjórnarnefndar kvennaskóla
Eyjafjarðarsýslu samþykti sýslunefndin
að senda Alþingi áskorun um, aðkvenna-
skóli fyrir norðurland verði settur á
stofn við Eyjafjörð og býðst sýslunefnd-
in til að leggja fram 6 þús. krónur
til byggingar skólahúss svo og til þess,
ef þörl gerist, að veita skólanum nokk-
urn árlegan styrk.
Sýslunefndin samþykti að veii a þess-
um mönnum meðmæli sín til verðlauna
úr Ræktunarsjóði:
Hallgrími Kristinssyni í Reykhúsum
(hefir unnið 959 dagsverk).
Vilhjálmi Einarssyni á Bakka (607
dagsverk).
Jóni Jónssyni Hálsi (427 dagsverk).
JóhanniJóhannssyniSogni(389dagsv.)
Sigurði Guðmundssyni Helgalelli (337
dagsv.).
Júlfusi Gunnlaugssyni Hvassafelli
(331 dagsv.).
Sýslunefndjrmenn Hvanneyrar-, Þór-
oddstaða- og Svarfaðardalshreppa lögðu
það til í bréfi 6. Marz þ. á. að sýslu-
nefndin hlutaðist til um„ að í stað
aukapósta frá Akureyri til Siglufjarðar
og Grenivfkur komi 8—10 póstferðir
á sjó, á tímabilinu frá I. Október til
Aprfl-mánaðarloka, með viðkomustöð-
um beggja megin fjarðarins. Sýslu-
nefndin samþykti að afgreiða bréf þetta
til póststjórnarinnar, og telur þetta
fyrirkomulag til bóta, ef póstflutning-
ur fæst vátrygður í þessum ferðum.
Húsmœðraskótanum á Akureyri var
veittur IOO króna styrkur úr kvenná-
skólasjóði sýslunnar, samkvæmt tillög-
um stjórnarnefndar sjóðsins.
í kvennaskólanefnd fyrir þetta ár
voru þeir kosnir :
Guðl. Guðmundsson bæjarfógeti.
Kristján H. Benjamínsson Tjörnurn.
Eggeit Davíðsson Krossanesi.
/ bókasafnsnefnd var kosinn Krist-
ján Jónsson í Glæsibæ.
/yfirkjörsljórn við alþingiskosning-
ar, sem kynnu að koma fyrir á þessu
ári, voru þessir menn kosnir:
Guðm. Guðmundsson á Þúfnavöllum
(úr sýslunefnd).
Benedíkt Einarsson á Hálsi (af kjós-
endaflokki), og til vara:
Kristján H. Benjamínsson Tjörnum.
Hallgr. Hallgrímsson Rifkelsstöðum.
Sýslunefndin mælti með því, að þessir
menn fengi verðlaun úr »Búnaðarsjóði
Eyjafjarðarsýslu* :
Kr. H. Benjamínsson Tjörnum (hefir
' unnið 455 dagsv.).
Jón Jónsson Möðrufelli (432 dagsv.),
Jóhann Jóhannsson Sogni(38gdagsv.).
Jón Jónsson Hálsi (310 dagsv.).
Jatnframt lagði sýslunefndin það til,
að við úthlutun verðlauna úr »Bún-
aðarsjóði* verði framvegis tekið sér-
stakt tillit til þejrra umsækjenda, er
byggja góð áburðarhús og sýna að
öðru leyti eftirbreytniverða meðferð á
áburði.
Bœjarstjórn A kureyrarkaupstaðar m æ 11 i
á sýslufundinum, er kiæðaverksmiðju-
Si
málið var til umræðu. Voru samþykt-
ar reglur um þáttöku bæjarstjórnar
og sýslunefndar í stjórn klæðaverk-
smiðjunnar á Akureyri.
í fulltrúanefnd verksmiðjufél. voru
kosnir þessir menn:
Ur sýslunefnd:
Kr. H. Benjamínsson, Tjörnum.
Eggert Davíðsson, Krossanesi.
Ur bæjarstjórninni:
Kristján Sigurðsson.
Fjárkláðamálið. Samþykt svohljóð-
andi ályktun: »Eftir skýrslunum að
dæma virðist ekki vera um fjárkláða
að ræða hér í sýslunni um þessar
mundir, en með því er ekki fullvissa
fyrir að hann geti ekki komið upp
seinna í vetur eða vor.
Eins og sakir standa nú, sjáum vér
fátt hægt að gera annað í þessu efni
en þegar hefir verið gert, aðeins að
brýna enn á ný fyrir eftirlitsmönnum
að hvetja fjáreigendur til þess að veita
þvf nákvæma athygli hvort nokkuð
grunsamt komi fyrir, að því er fjár-
kláða snertir. Ennfremur álítum vér
heppilegt, að á næstu manntalsþing-
um brýni sýslumaður fyrir fjáreigend-
um að athuga sauðté sitt nákvæmlega
við rúning í vor, og þá að sjálfsögðu
tilkynna hlutaðeigai.di eftirlitsmanni
tafarlaust, ef nokkuð grunsamt kemur
fyrir.c
íþróttafélagið „Qrettir“ *
á Akureyri
er enn ungt að aldri, en það hefir
þegar unnið eigi alllítið, og er það
því félagi mikið að þakka, hversu ís-
lenzka glíman er nú kappsamlega iðk-
uð víðsvegar um land.
Nú hefir félagið stofnað til glímu-
skóla fyrir norðlendingafjórðung hér á
Akureyri, svo sem sjá má á auglýs-
ingu í síðasta blaði »Norðurlands«, og
er kenslan ókeypis fyrir hvern, sem
vill nota hana.
Það er enginn efi um það, að slíkir
glímuskólar gætu orðið til þess að
efla íþróttina og fegra hana, og væri
æskilegt, að beztu glfmumannaefnin úr
hverri sýslu í fjórðungnum notuðu þetta
tækifæri til þess að fá góða tilsögn
að iðka glíinuna eftir fegurðarreglum,
kynnast glímuaðferðum hver annars og
reyna sig við glímumenn sér jafnsnjalla
eða snjallari.
„Ungmennafélag Akureyrar“
gekst fyrir kappglfmu hér á Akureyri
um síðustu helgi, og gaf fern verðlaun
þeim sem fremstir voru.
Keppendur vofu 16, og var þeim
skift í tvo flokka eftir þyngd. Voru 9
í I. fl., en 7 í II. fl.
Þessir hlutu verðlaun úr I. fl.:
Ari Guðmundsson (skólapiltur) frá
Þúfnavöllum I. verðl.
Sigurður Kristjánsson verzlunarm. 2.
verðl., en úr II. fl.:
Jón Sveinsson (skólapiltur) 1. verðl.
Stefán Arnason 2. —
Verðlaunin voru silfurpeningar með
áletrun.
Keppendur glímdu flestir dável. Sér-
staklega glímdi Björgvin Jóhannsson
verzlunarm. (I. fl.) mjög vel, þótt hann
fengi eigi nógu marga vinninga til
þess að geta hlotið verðlaun. Er hann
mjög álitlegur glímumaður.
\
Jarðarför
Kristveigar sál. Jónsdóttur, konu
Magnúsar Einarssonar orgánista fór
fram í dag. Fánar blöktu í hálfa stöng
um allan bæinn.
Hafísinn.
»Vesta« kom í dag til Reykjavíkur,
og varð hvergi vör við ís á leið sinni
nema við Skagann, eins og getið er
um í síðasta »Norðurl.«
Isinn er nú horfinn með öllu.
Nýr franskur raeðismaöur
(konsúll), Blanche að nafni, er nú
skipaður í Reykjavík. Brillouin, sem
áður hefir gegnt því starfi, verður
skipaður ræðismaður i Mexiko, en
dvelur þó hér á iandi fyrst um sinn.
(Símfrétt).
Prestar eisra að læra búfræði.
I fjárlagafrumvarpi Noregs-stjórnar
1910 er gert ráð fyrir 500 króna fjár-
veitingu til »Vetrar-búnaðarskólans« í
Kristjaníu til þess að halda búnaðar-
námsskeið fyrir prestaefni.
Þeir líta eigi svo á, norðmenn, að
það sé ótilhlýðilegt né skaðlegt, að
prestarnir stundi búskapinn líka.
Kirkjan.
' Við hádegismessuna á morgun stígur
síra Jónmundur Halldórsson á Barði í
stólinn.
\
Leiðrétt mishermi.
í »Norðurl.« 5. nóv. 1910 er smá-
grein ein með fyrirsögn: »Unga kyn-
slóðin.« I greininni er sagt frá, að hér
í hreppi sé lestrarfélag, er bændur og
aðrir hreppsbúar hafi haldið uppi, en
vilji þrífast miðlungi vel. Einhverjir
unglingar hafi viljað ganga í lestrar-
félagið, en eigi fengið. Börnin hafi því
myndað Iestrarfélag sjálf, og er sagt
að flestir unglingar hafi gengið í það
o. s. frv.
Svona segir blaðið, að sér sé skýrt
frá. Hver, sem hefir skýrt »NI.« svona
frá þessu máli, hefir skýrt því rangt
frá, og í því trausti, að »N1.« vilji
heldur bjóða lesendum sínum rétta en
ranga skýrslu um hvaða mál sem er,
sendi eg því hér með rétta skýrslu
um það mál, sem eg þykist vita að
hér sé átt við, og óska eg að blaðið
flytji hana sem leiðréttingu.
Svo er háttað máli, að hér í sveit
er íélag, sem nefnt er málfundafélag
Svínavatnshrepps, og í sambandi við
það er lestrarfélag, og eru allir lestr-
arfélagsmenn einnig málfundafélags-
meðlimir. í sveitinni hefir og verið
dálítil ungmennafélagsdeild, en yngri
að aldri en málfundafélagið; hefir
nokkrum sinnum komið til tals, að
sameina félög þessi í eitt félag til að
sameina kraftana, og bauð málfunda-
félagið ungmennafélaginu fyrst sam-
einingu og þá eins hlutdeild í lestrar-
félaginu ; þetta var eigi þegið, en síð-
ar köm það tilboð frá ungmennafélag-
inu, að því aðeins gætu félagar þess
gengið í félagsskap með málfunda-
félagsmönnum, að málf.félagið væri
leyst upp og stofnað nýtt félag, er
héti ungmennafélag. I ungmennafélag-
inu mattu svo ekki vera menn fyrir
ofan vissan aldur; í málfundafélaginu
voru aftur bæði ungir og gamlir. Að
leysa upp málfundafél. og sámeinast
ungmennafél. var því sama sem að
reka hina eldri úr öllum félagsskap
með hinum ungu. Þetta þótti óhæfa
Nl.
margra hluta vegna; af þessu varð
þvf eigi. Ennfremur bauð málfunda-
félagið fram, að -ungmennafélagsmenn,
svo margir eða fáir sem vildu, hvort
heldur karl eða kona, barn eða full-
orðinn, gengju í málfundafél., og þá
um leið í lestrarfélag þess, en að ung-
mennafélagið, sem ekkert lestrarfélag
hafði, og aðallega er skemtifélag með-
a! fáeinna unglinga, héldi eigi að síð-
ur áfram að vera til og starfa sem
slíkt. Ekkert af þessu hefir verið þeg-
ið. Með öðrum orðum: hverjum ein-
asta manni í sveitinni, karli sem konu,
ungum sem gömlum, börnum sem full-
orðnum, hefir verið og er heimilt að
ganga í málfunda- og lestrarfélagsskap
sveitarinnar.
Þetta er sannleikurinn í þessu máli;
það er því með öllu ósatt, að nokkr-
um unglingi eða barni hafi verið bægt
frá nokkrum lestrarfélagsskap hér;
hafi nokkur börn stofnað hér lestrar-
félag, er það af alt öðrum ástæðum
en þeim, að þeim hafi verið meinað
að vera í þeim lestrarfélagsskap, er
einn var til í sveitinni; þau hafa alt
af verið og eru enn velkomin, bless-
uð börnin. Að lestrarfélag málfunda-
félagsins hafi þrifist miðlungi vel, er
einnig ósatt; að eins er það satt, að
kraítar þess eru litlir vegna fámennis,
en fengjust börnin til að ganga í félag-
ið, hvort sem þau sæktu málfundi eða
ekki — um það eru þau sjálfráð —
myndi haft tiliit til þeirra að því er
bókaval snertir.
Af því að þetta eitt er satt og rétt
um þetta efni, væri rétt að þér, herra
ritstjóri, settuð ofan í við sögumann
yðar hinn fyrri, ef hann kynni að vera
yður nálægur, fyrir missögli hans.
Auðkúlu 16/i 1911.
St. M. Jónsson.
* *
*
,»Norðurl.« hefir eigi viljað neita
höfundi þessarar greinar um rúm í
blaðinu fyrir þessa »leiðréttingu«, þótt
svo virðist, sem hún sé fremur rituð
til þess að gera lftið úr »Ungmenna-
félagi Svínavatnshrepps*, en að leið-
rétta mishermi þess manns, sem sagði
»Norðurl.« frá stofnun ungmennabóka-
safnsins. Það er fjarri »N!.« að vilja
halla á nokkurn ranglega. En á þess-
ari grein verður eigi betur séð, en
að ungmennafélögum hafi verið bægt
frá að vera í bókasafnsfélaginu nema
þeir gengi í má/fundafélagið. Þetta mál-
fundafélag hefir því einveldi yfir bóka-
safninu, og ekki er þess að vænta,
að ungmennafélagar vildi þurfa að
ganga í annað félag til þess að geta
verið í bókafélaginu. Hafa þeir þá
heldur kosið að stofna annað bókasafn.
Hér er því naumast um mishermi að
ræða hjá sögumanni »N1.«, eftir þess-
ari frásögn. A. P.
\
„Jörundur"
gufubátur norðlendinga, hefur ferðir
sínar á þessu ári I. Maf, héðan frá
Akureyri til Siglufjarðar. 4. Maí fer
hann fyrst til Húsavíkur, 9. Maí til
Sauðárkróks. — Lengst vestur fer hann
til Blönduóss (fyrst 20. Maí) og Lamb-
húsvfkur á Vatnsnesi, en kemur á Skaga-
strönd, Kálfshamarsvík og Selvík á
Skaga. — Austur lengst fer báturinn
til Seyðisfjarðar (fyrst 9. Júní), en kem-
ur við á Borgarfirði, Vopnafirði, Bakka-
firði, Skálum og Heiðahöfn á Langa-
nesi, Þórshöfn, Raufarhöfn, Kópaskeri
og Grímsey.
Skipstjóri verður hinn sami og fyrra
ár, Oddur Sigurðsson úr Hrísey. Munu
allir telja það vel ráðið, því að hann
hefir getið sér góðan orðstír,