Norðurland

Tölublað

Norðurland - 09.09.1911, Blaðsíða 1

Norðurland - 09.09.1911, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson. læknir. 39. blað. j Akureyri, 9. septbr. 1911. j XI. ár. Neimastjórna rforingja rnir og stjórnarskráin. Varla er þjóðin svo gleymin, að hún muni ekki lætin í heimastjórnar- blöðunum og heimastjórnarforingjun- um út af því, að sjálfstæðismenn á þinginu 1909 afgreiddu ekki stjórn- arskrárfrumvarpið í lagaformi á því þingi. F*á fanst þeim, heimastjórnarforing- junum, undirbúningur málsins full- nægjandi til þess að ný stjórnarskrá gæti orðið að lögum. En einkum óx þeim í augum hve voðaleg hætta það væri fyrir þjóðina, ef hinir ill- ræmdu konungkjörnu þingmenn yrðu oftar til nefndir. F*eir máttu ekki til þess hugsa, blessaðir heimastjórnar- mennirnir, jafnt konungkjörnir sem þjóðkjörnir, að landið yrði oftar fyrir því óláni. Á þinginu 1911 fengu heimastjórn- arforingjarnir ósk sína uppfylta um stjórnarskrárbreytingu. Sjálfstæðismenn á því þingi voru þess engu síður fýsandi en þeir, að stjórnarskrárbreyt- ingin gæti gengið gegnum þingið, enda hafði frá öndverðu verið við því búist að svo yrði. Og við úr- slitaatkvæðagreiðslu um stjórnarskrána frá þinginu greiddu flestir þingmenn beggja flokka atkvæði sitt með henni eins og þingið hafði frá henni geng- ið. Á meðal þeirra, er greiddu úr- slitaatkvæði með stjórnarskrárbreyting- unni, voru allir foringjar heimastjórn- arflokksins, svo sem þeir Hannes Haf- stein, Jón í Múla, Jón Ólafsson, Pét- ur Jónsson, Lárus Bjarnason og Stein- grímur Jónsson, að ráðherranum sjálf- um ógleymdum, sem hinum 7. líka í þeirri sveit. Við umræður sjálfstæðisflokksmanna um stjórnarskrárbreytinguna eftir þing, virtust flestir, eða allir, vera samhuga um, að þó stjórnarskráin hefði ekki að öllu leyti orðið svo, sem flestir flokksmanna hefðu kosið, þá hefði þessi stjórnarskrárbreyting svo mikla kosti að bjóða, þjóðinni til handa, að sjálfsagt væri að leggja það til við hana, að hún aðhyltist stjórnar- skrárfrumvarpið óbreytt. Pví fremur aðhyltust menn þessa skoðun, sem flestum var það Ijóst, að ef farið yrði að breyta, þá væri miklu meiri líkur til að frumvarpið versnaði en að það batnaði. Ekki verður þá annað sagt en að vel hafi á horfst í þinglokin um sátt og samlyndi flokkanna um stjórnar- skrárbreytinguna. Og enn þá hefir ekkert fram kom- ið af hálfu sjálfstæðismanna, er bendi til þess, að þeir ætli ekki að sam- þykkja stjórnarskrárfrumvarpið óbreytt. Með heimastjórnarmenn eru aftur orðin undarleg veðrabrigði., Foringjar þeirra virðast ætla að rísa á móti því, að stjórnarskárbreyt- ingin nái fram að ganga á næsta þingi. Reyndar hafa þeir varla enn þorað að ganga í berhögg við málið, en þeir koma til kjósenda sinna, eða bjóða sig fram til þingsetu, án þess að vilja láta nokkuð uppi um það, hvort þeir ætli að samþykkja stjórn- arskrárfrumvarpið óbreytt, eða þeir ætli að reyna til að breyta því, eða ef til vill fella það algerlega. Peir tala við kjósendur til þess eins, að dylja fyrirætlanir sínar. Allir vita að þingið var leyst upp, samkvæmt fyrirmælum stjórnarskrárinn- ar, til þess að kjósendum gæfist kost- ur á að segja álit sitt um stjórnar- skrárbreytinguna. Pjóðin á því að kjósa til næsta þings með það að- allega fyrir augum, hvort þingmanna- efnin vilja samþykkja stjórnarskrár- frumvarpið óbreytt eða ekki. En heimastjórnarforkólfarnir eru svo ein- urðargóðir, að þeir segja við kjós- endur: Kjósið þið mig bara, piltar, á þetta stjórnarskrárþing, en hinsvegar megið þið ekki ímynda ykkur, að við förum að segja ykkur hvað við ætlum að gera við stjórnarskrána. í hverju landi, með sæmilegum stjórnmálaþroska, mundi slíkurn mönn- um verða svarað: Úr því þið vitið þetta ekki enn þá, góðir hálsar, þrátt fyrir atkvæði ykkar á þinginu og þrátt fyrir gauraganginn undanfarið að koma stjórnarskrárbreytingunni á, þá er bersýnilegt að þið hafið ekkert erindi á næsta þing, og því iátum við ykkur sitja heima í þetta sinn. Slíka stjórnmálatvöfeldni gera sam- vizkusamir og skynbærir kjósendur sér ekki að góðu. Peir hljóta að líta á slíka framkomu sem freklega móðgun við sig, sem óboðleg sje í alla staði. Allir greiddu foringjar heimastjórn- arinnar á þingi atkvæði sitt nieð stjórnarskrárbreytingu síðasta þings, og nú virðist það næsta grunsam- legt, að þeir ætli allir að svíkjast frá þessari atkvæðagreiðslu. Jón Ólafsson ritar á móti því að næsta þing gangi að stjórnarskrárbreytingunni. Hannes Halstein vill ekkert segja kjósendum sínum um hvað hann ætli að gera. Guðlaugur Guðmundsson býður sig fram til þingmensku, fyrir þetta stjórnarskrárþing, með þeim ummæl- um, að hann sé óráðinn um samþykt eða breytingar á frumvarpinu »þar til á þing kæmi«. Er þetta ekki stór- merkilegur tvískinnungur? Og úr því þessir menn tala svo, mundi þá vera ólíklega til getið, að einn og sami bakhlutinn sé undir þeim öllum, heimastjórnarforsprökkunum, í þessu máli, og að þeir séu ráðnir í að koma fram breytingum á stjórnar- Kjötbækur og Gærubækur fást f bókaverzlun Odds Björnssonar skrárfrumvarpinu á næsta þingi, ef þeir geta? Nú liggur þeim ekki á, blessuðum. Og hvað gerir það til, þó hver þing- dagurinn, sem fer til þess að þvæla stjórnarskrármálið lengur, kosti þjóð- ina 700 kr. En hver getur verið ástæðan til þessara hamskifta heimastjórnarfor- sprakkanna? Er ekki von að menn spyrji? Pað mundi þó ekki vera gert til þess, að fá að njóta konungkjörnu þing»peðanna« sem lengst? Sjálfsagt kemur ráðherrann því í framkvæmd einhverntíma eftir kosningarnar í haust, að skipa nýja menn konung- kjörna. Heimastjórnarmenn munu vita það fyrir, að í þær stöður verða ekki aðrir skipaðir en þeir, sem verða þægir og auðsveipir fylgifiskar heima- stjórnarflokksins. Nú mun heimastjórn- armönnum alls ekki koma til hugar að þeir fái meirihluta þingsins sín megin af þjóðkjörnum mönnum, og þá eru konungkjörnu þingmennirnir »eina vonin« til þess að ráða yfir fjárlögunum og embættunum. Eftir þeirri reynslu, sem fengin er á síð- asta þingi, mun núverandi ráðherra ekki kynoka sér við að stjórna land- inu með aðstoð þeirra gegn meiri- hluta þjóðkjörinna þingmanna. Tækist heimastjórnarmönnum að tefja fyrir stjórnarskrárbreytingu næsta 6 ára tímabil, væri ekki óhugsandi að þeir gætu hangið við völdin meðan þeir nytu aðstoðar konungkjörna liðsins. Sé þetta ástæðan til hamskiftanna, þá má öllum landslýð vera Ijóst hve hún er drengileg. En ástæðurnar gætu verið aðrar eða fleiri. Pær gætu verið þær, að þingið hefði samþykt stjórnar- skrárbreytingu, sem hefði verið mjög á annan veg en heimastjórnarmenn vildu vera láta. Pessu hafa þeir sjálf- ir mótmælt með atkvæði sínu, er þeir samþyktu stjórnarskrárbreytinguna á þinginu. En auk þess má færa fyrir því fullar sannanir, að heimastjórnar- menn komu engu síður að breyting- artillögum sínum en sjálfstæðismenn. Fátt var í rauninni orðið um deilu- málin um það er lauk, að því er þýðingarmikil atriði snertir. Óhæfan sú, að gera ráðherra nær einvalda yfir fjárlögunum, hefir vonandi ekki verið kappsmál nema fárra grunn- hygginna manna. Um kosningarrétt- inn var samþykt ákvæði mjög líkt því, sem heimastjórnarmenn fóru fram á í fyrstu. Um fjölgun ráðherra voru flestir sammála og úrfellingin á á- kvæðinu um skyldu ráðherra til að bera mál upp í ríkisráðinu var ekki gerð að deilumáli. Um skipun efri deildar er það að segja, eins og glögg grein hefir vérið gerð fyrir hér í blaðinu, að þar fengu heima- stjórnarmenn að vísu ekki vilja sínum framgengt, en alveg hið sama má segja um sjálfstæðismenn. Par var samþykt miðlunartillaga, sem báðir flokkar máttu vel við una og ef til vill var heppilegasta tillagan af öllum hinum mörgu tillögum um það mál. Ekkert atriði í stjórnarskrárbreyt- ingunni er þess eðlis, að heima- stjórnarforingjarnir megi ekki vel við una, hafi þeir sjálfir ekki borið fram sínar eigin tillögur í þinginu af flátt- skap og undirhyggju. En hver er þá orsökin til ham- skiftanna? Ætli það sé ekki löngunin til þess að njóta þeirra konungkjörnu? Vegna þeirra og valdanna á að fara að þvæla sjálfstjórnarskrá landsins. Hún á í þetta skifti að vera fórnardýr valdagræðg- innar hjá þessum mönnum. Pó er hér enn ótalin sú ástæðan, sem um var getið í síðasta blaði. Dönum er sumum óljúft að sam- þykkja stjórnarskrárbreytinguna, vegná breytingar þeirrar er gerð er á afstöð- unni til Danmerkur, og hafa danskir íslendingar suður í Kaupmannahöfn verið að ýta undir þá með það, að synja um staðfestingu. Mörgum þjóð- ræknuin manni mun finnast, að ef hætta væri á mótspyrnu af hálfu danska valdsins, þá sé það eitt nauðsynlegt að láta deilumálin niður falla og sýna að allir íslendingar séu sammála um stjórnarskrárbreyt- inguna. Petta hefir heimastjórnarfor- ingjunum þó ekki litizt. Strax þegar fréttir fóru að berast af því fyrir al- vöru sunnan frá Kaupmannahöfn, að von gæti verið um mótspyrnu, þá var snúið við blaðinu. Stjórnarskrár- breytingin sem áður hafði verið tal- in fullgóð, varð alt í einu mjög svo athugaverð, líka þau atriðin, sem heimastjórnarmennirnir höfðu sjálfir haldið fram. Um að gera að vera Dönum samtaka í þessu eins og öðru. Pá var hægra að ráða við sjálfstæðisflokkinn hér heima fyrir. Undarlega má þjóðin vera skapi farin, ef hún minnist ekki þessa síð- asta drengskaparbragðs heimastjórnar- foringjauna við næstu kosningar. Jarðskiálftakippur allsnöggur fanst hér á Akureyri 6. þ m. kl. io 15 f. h. Kippurinn aðeins einn í þetta sinn og mun ekki hafa gert neinn skaða. Torfi í Ólafsdal var hér á ferð í vikunni með vestan- pósti, ern og hraustur og áhugasamur um landsmál. Slátrun í Kaupfélagi Eyfirðinga. í Kaupfélagi Eyfirðinga hefir verið lofað í haust rúmum 12 þúsund fjár til slátrunar. í fyrrahaust var þar slátr- að rúmum 9 þúsundum fjár. Fjórir duglegir reglumenn óskast setr. umferðabóksalar. Góð árslaun og »prósentur«. Menn snúi sér sem fyrst tii Odds Björnssonar á Akureyn,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.