Norðurland

Tölublað

Norðurland - 09.09.1911, Blaðsíða 2

Norðurland - 09.09.1911, Blaðsíða 2
Nl. 142 Regnkápur með nýtízkusniði, handa konum og körlum, frá kr. 12.50—22.00. Rntnnllíirfím ncr rnn^íplin mj°g mikið úrvai í kjóia, biúsur, Domunariau og mubbeun svuntur sængurvero fl frákr o i6alinin Silkitau, svart og mislitt í blúsur og svunfur. Tvisttau tvíbreitt frá kr. 0.45—0.55 alinin. Flónel. Lasting frá kr. 035 Stór sjöl, svört og mislit frá kr. 9.75. Höfuðklútar o. m. fl. Nýkomið í Brauns verzlun. Hneykslanleg ofsókn. Ósannindi borin út og rekin aftur. Á fimtudaginn fekk Norðurland svo- hljóðandi símskeyti frá blaðinu »Ríki« í Reykjavík: Að undirlagi stjórnarráðsins hafa heimas/jórnarblöðin í gœr átbreilt þau ósannindi að Skúli Thoroddsen hafi aldrei komið til Rúðuborgar í sumar. Skúli sannar veru sína þar af Hótel- reikningi (þaðan úr borginni). Almenn gremja yfir framkomu stjórn- atráðsins. >1« * * Úr annari átt úr höfuðstaðnum hefir »Norðurland« fengið nokkuð frekari símfregnir af þessu. Af góðvild sinni mikilli til Skúla Thoroddsen, hafði stjórnarráðið símað fyrirspurnir um Skúla til Frakklands. Fyrst var símað til gistihússins í Rúðu- borg, þar sem Skúli hafði dvalið og spurst fyrir um, hvort hann helði komið þar. Svarað hafði verið eitthvað á þá leið, að þar könnuðust menn ekki við það. Aftur var símað til danska konsúlsins í Rúðuborg og hann spurður, hvort Skúli hefði komið til hans. Svarið hafði verið neitandi. Aft- ur virðist stjórnarráðið hafa leitt það alveg hjá sér, sem þó hefði verið tölu- vert kostnaðarminna, úr því það fór að rengja Skúla, að biðja hann sjálfan að afhenda sér eitthvert sönnunargagn fyrir því, að hann hefði komið til Rúðuborgar. Ekki þurfti annað en senda bréf eða jalnvel síma til mannsins. Þá var sönnunin fengin. En landið mun þykja nógu ríkt til þess að snara út nokkrum tugum króna fyrir slíkar fyrirspurnir og svo hossar það æfin- lega dálítið símatekjunum, sem þurfa að vera sem hæstar, á pappírnum. En um þessar skeytasendingar stjórnar- ráðsins mætti ef til vill segja það sama, sem bæjarfógetinn hér hafði eftir stjórnarráðinu, að þingið hefði ekki veitt fé til þeirra. Vitanlega sönnuðu þessar upplýs- ingar alls ekkert. Skúla bar engin skylda til að heimsækja danska kon- súlinn og á gistihúsinu gat hann vel hafa verið, þó sá sem fyrirspurninni svaraði myndi ekki til þess. Annars er það haft eftir Skúla, að hann muni ekki glögt, hvort hann hafi sjálfur rit- að nafn sitt í bók gistihússins, eða beðið þjóninn að gera það. Hvort stjórnarráðið hefir verið ný- búið að fá þessi merkilegu Frakklands- skeyti, eða það hefir geymt þau um stund, sjálfu sér til skemtunar og landinu til uppbyggingar, veit »Norð- urland« ekki, en hitt er víst, að fregn- inni um þessi »svik« Skúla er laumað út í heimastjórnarblöðunum rétt þegar Skúli var að leggja af stað til kjör- dæmis síns vestra. Þó fór hér öðruvísi en. útlit er fyrir að til hafi verið ætlast. Skipið fór 2 tímum seinna en áætlað var, svo með herkjubrögðum náðist til Skúla áður en hann var alfarinn, og gat hann af- hent í Reykjavík Hótelreikninginn, er tekur af öll tvímæli um þetta. Varð þar lítið úr högginu, þó hátt væri reitt, en þeir menn, er til þess hafa stofnað, hverir sem þeir eru, hljóta að standa sem glópar í augum allrar þjóðarinnar. Væntanlega reynir ráðherrann að gera þjóðinni einhverja grein fyrir þessu merkilega tiltæki stjórnarráðsins. * * * Auðvitað mátti búast við því, að heimastjórnarblöðin syðra léti dönsku mömmu vita um þessa merkilegu upp- götvun þeirra og stjórnarráðsins, og því hafði Skúb Thoroddsen símað í gær um það til »Politiken«. Símskeyt- ið var lesið upp fyrir »Norðurlandi« í íslenzkri þýðingu, og er vonandi haft hér rétt eftir, þó einhverju kunni að vera áfátt. Skeyti Thoroddsens var á þessa leið: Málið svona vaxtð: Danski konsúllinn í Rouen hefir gleymt íslendingnum.Aðhann var nokkur til var mér ókunnugt um, enda óviðkomandi. Tók mér gistingu á „Hotel de la Poste", sem alþingisforseti og sýndi skilríki fyrir því og tilgangifar- ar minnar, frá frakkneska konsúlnum í Reykjavik. Þrátt fyrir það, þó eg hefði titkynt komu mina, var mér eigiveitt mót- taka að opinberri tilstuðlun. Þeir sem smáir eru gleymast. Eg tók málinu svo, að eg hló að, og að öðru leyti á þann hátt, sem mér þótti við eiga. Hér rceðir um vanhugsaða kosninga- brellu. Hvað er Universal? Stjórnarskrárbreytingin og Danir. Fréttaritari »Norðurlands« í Kaup- mannahöfn skýrði frá því hér í blað- iau 5. f. m., að sagt væri frá því f Kaupmannahafnarblaðinu »Nationa!tid- ende«, »að Kristján Jónsson ráðgjafi hafi átt tal bæði við konung og ráð- gjafana, og hafi þeir allir þvertekið fyrir, að nokkur von væri um, að ís- lendingar fengju að kippa ríkisráðsá- kvæðinu burtu úr stjórnarskránni.« Sjálfstæðisblöðin syðra gerðu fyrir- spurn til ráðgjafans um, hvað satt væri í þessari frétt, og hefir ráðgjaf- inn aftur látið blöð sín flytja svar sitt. Ráðherra kannaðist við, að þetta hefði staðið t' »Nationaltidende«, en frásögn blaðsins væri »algjörlega röng*. »Hann hefði aldrei talað við dönsku ráðherrana (alla*) um stjórnarskrár- breytinguna og alls einu sinni hefði hún borizt í tal við forsœtisráðherrann og hefði hann (forsætisráðherrann) ekki látið neitt álit í Ijósi um hana, hvorki með né móti.« Konungur hefði feng- ið þýðingu af stjórnarskrárbreytingunni og sé það sem sagt sé um álit kon- ungs >algjörlega gripið úr lausu lofii.« Að því er konunginn snertir, má telja svar þetta fullnægjandi, enda alls hins bezta að vænta úr þeirri átt. En að því er snertir ráðgjafana dönsku, þá er svarið óneitanlega æði loðið. Kr. J. hefir »aldrei« talað við »a//a« dönsku ráðherrana um málið. Fyrir því gæti hann vel hafa talað við þá flesta, og er þá alls ekkert um það sagt, hvað þeir hafi lagt til; það eitt sagt, að forsætisráðherrann hafi ekki látið neitt álit f Ijósi. Annars virðast þessi ummæli ráð- herra vors bera það helzt með sér, að engin veruleg fyrirstaða muni verða þar syðra fyrir þvf, að ríkisráðsákvæð- inu sé kipt f burtu úr stjórnarskránni, ef íslendingar sjálfir hafa vit á því að verða samtaka um það. Er þá ekki ósennilegt, að greinin í »Nationaltid- * Auðkent af »N1.". ende« sé eftir einhvern danskan ís- iending, sem nú, sem stundum oftar, sé dansklundaðri en Danir sjálfir. Ailur heimurinn þekkir Universal. Aðvaranir og sektir fyrir óleyfilega áfengissölu á Siglufirði. Tollsvik? Strax þegar kunnugt varð á Siglu- firði um rannsóknina á áfengismagni á Hansaölinu, þá sem frá var skýrt í síðasta blaði, tilkynti lögreglustjórinn þetta veitingamönnum á Siglufirði og aðvaraði þá um, að þeir yrðu látnir sæta sektum, ef þeir seldu öl þetta framvegis. Er sagt frá þessu manna á meðal eins og stórtíðindum, að lög- reglustjórn geri skyldu sína, að því er áfengislöggjöfina snertir. Strax á eftir varð eins og gjörbreyting á bæn- um. Varla sást drukkinn maður og sýnir þetta allglögglega, hvort »Norð- urland« hefir ekki farið nærri um það, að lögreglustjórninni sé einni um það að kenna, ef Siglfirðingar »hafa ekki lífsgrið og lima fyrir druknum útlend- ingum«. Þó var fljótlega farið að brjóta þetta bann lögreglustjóra, og varð það til þess, að tveir veitingamenn Jiar hafa verið sektaðir, þeir Þorvaldur Atlason, er fékk 100 kr. sekt, og Guðmundur Bíldahl, er fékk 40 kr. sekt. Ennfremur varð brytinn á »Courier« uppvís að því, að verzla óleyfilega með vínföng á Siglufirði, og hlaut fyrir það 300 kr. sekt og 25 kr. máls- kostnað. Ennfremur er brytinn á »Vestra« sakaður um að hafa gert sig sekan í sama broti, og verður það mál út- kljáð, þegar skipið kemur aftur til Siglufjarðar. Ennfremur er talið vel á veg komið að sanna tollsvik á áfengi þar á Siglu- firði, en það mál mun heyra undir lögreglustjórann á Akureyri, svo ein- hver dráttur kann að verða á því máli. Hefir þú reynt UNIVERSAL? Myndastytta Jóns Sigurðssonar er loks komin til Reykjavíkur og komin á stali í stjórnarráðsgarðinum. Verður hún afhjúpuð á morgun. Mun formaður nefndarinnar, Tryggvi Gunn- arsson, ætla að tala þar, en láta syngja eitt kvæðið enn, í þetta sinn eftir Þor- stein Gfslason. Vonandi verður það með hæfilegum heimastjórnarkeim, svo hægt verði að veita því viðtöku í Skírni. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum að okkar ástkæri faðir Sigurður fónsson audaðist 7. þ. m. Jarðarförin fer fram, mánu- daginn 18. þ. m., og byrjar í Akureyrarkirkju kl. 12 á hd. Jðhanna Sigurðardóttir. Valgerður Sigurðardótfir. DrykKjuKrám lokað. Eftir símskeytum. Fyrir dómstólum í Reykjavík hafa undanfarið verið mál nokkur út af tveim klúbbum, þar sem áfengisveitingar fóru fram. Voru þeir miður vel séðir af templurum og fleiri, en verndaðir gagn- vart almenningsálitinu af bannfénda- blaðinu Ingólfi. Klubbar þessir nefndust Borgaraklúbbur og Bentzonsklúbbur. Samkvæmt símskeyti frá stórtemplar voru mál þessi dæmd af yfirrétti 4. þ. m. Fekk Borgaraklúbburinn 100 kr. sekt, en Bentzonsklúbbur 150 kr. sekt og málskostnað að auki. Undirdómur- inn hafði sýknað Borgaraklúbbinn. Strax þegar dómurinn var birtur, var báðum þessum klúbbum lokað af lög- reglunni, en löghald lagt á vínfanga- birgðirnar. óXUtS£ UN/VERSAL. í lok vertiðar um 10. þ. m. kvað vera von á »Is- lands Falk« hingað norður til strand- gæzlunnar. Honum mun þá ætlað, ef af verður, að mæla út þá staði, þar sem talið er, að skipin »Albion« og »Herlö« hafi verið staðin að ólöglegri veiði, því bæði synja þau fyrir að svo hafi verið. Síðar. Fálkinn kom í gærkvöldi til Siglu- fjarðar. Hafði yfirmanni skipsins ver- ið sýndar mælingar þær, er gerðar voru af stað þeim, þar sem »Herlö« var staðinn að veiðum, og taldi hann þær að öllu leyti fullnægjandi og enga þörf á, að hann færi á staðinn. Skip- ið verður því vitanlega sektað. Úr Suðurmúlasýslu. Símað er af Seyðisfirði að þeir Jón- arnir séu nýbúnir að halda fund á Norðfirði. Höfðu þar komið til þeirra um 20 sálir, en undirtektir og viðtök- ur verið hinar daufustu. SildarbræOsla á Hialteyri Um þessar mundir er verið að leggja upp allmikið af síld á Hjalteyri og þar kominn álitlegur haugur, 7—8 þús. máltunnur. Skipið Evreka á Siglufirði ætlar að vinna úr þessu og að sögn taka þarna um 20,000 máltunnur síldar,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.