Norðurland

Eksemplar

Norðurland - 09.12.1911, Side 1

Norðurland - 09.12.1911, Side 1
NORÐURLAND. 54. blað. Thore-félagið. Rógurinn og illmælin. Hvað bæta þarf. Svo er að heyra á forstjóra og aðaleiganda í Thore-félaginu, í grein sem hann hefir nýlega sent blöðun- um, að honum þyki sér nóg boðið héðan að heiman, um þessar mund- ir, og að honum þyki ekki ástæða til þess að leggja sig í líina með að bæta samgöngurnar hér við land í þakklætisskyni fyrir allar þær of- só'cnir, er hann verður fyrir og fé- lag það, er hann veitir forstöðu. Varla getur þetta komið á óvart skynbærum mönnum í þessu landi. Engir sæmilegir menn eru svo gerð- ir, að þeir láti bugast til þess, að leggja enn meira að sér og enn meira í hættu, er þakkirnar eru róg- ur á róg ofan og flest er gert mönnum til skapraunar og óvirð- ingar. Thore-félagið hefir unnið landinu ómetanlegt gagn með samkepni sinni við Sameinaða gufuskipafélagið, sett niður fargjöld og farmgjöld svo stór- fé nemur, og aukið samgöngur lands- ins feiknamikið, og með því fram- leiðsluna í landinu. Thore-félaginu er það fyrst og fremst að þakka, hve Sameinaða félagið er nú miklu betra í viðskiftum við landsmenn, en það var áður. Hefði Thore-félagið ekki komið til sögunnar, mundi Samein- aða félagið nú hafa einokun á ná- lega öllum samgöngum til landsins og frá landinu, og auk þess hring- ferðum kringum landið. íslenzka þjóðin hefir ekki reynst fær um það enn, að ráða sjálf yfir safngöngum sínum. Pað mál hefir hún vanrækt, eins og svo mörg önn- ur, sumpart af þekkingarleysi, sum- part af getuleysi, sumpart af sinnu- leysi. Vestu-útgerðin sæla varð hel- ber ómynd, og þegar um það var að ræða, að láta landið fara að ráða yfir samgöngunum meira en áður, þá reyndist svo, að bæði þjóð og þing brast kjark til þess, að ráðast í það stórræði. Hvorki var það þingi eða stjórn að þakka, að Thore-félagið gat hald- ið uppi samkepninni við hið vold- uga Sameinaða félag. Landsstjórnin notaði það að vísu sem vopn á Sam- einaða félagið, til þess að ná hjá því betri samningum, en hitt kom henni ekki til hugar, að reyna á nokkurn hátt að efla félagið, eða styrkja til samkepninnar. Þannig var ástatt fram til þess tíma, er Björn Jónsson gerði samn- inginn við Thore-félagið Upp frá því hefir félagið verið ofsótt látlaust í blöðum heima- stjórnarflokksins í þessu landi, af kjaftaskúmum flokksins, og sömu Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir Akureyri, 9. desember 1911. aðferðinni var beitt gegn því á síð- asta þingi af heimastjórnarflokknum. Svo Iangt var farið í því efni af þinginu, að það kinokaði sér ekki við að gera landinu beinan skaða með ráðstöfunum sínum gegn Thore- félaginu, aðallega í því skyni, að sýna félaginu óvirðingu. Með 10 ára samningnum hafði fé- Iagið tekið að sér að flytja póst á skipum þeim, er það hefir í förum hingað til lands, fyrir 6000 króna ársþóknun um 10 ár, hve mikið sem sá póstur kynni að vaxa á þessum árum. Að þetta var ívilnun af hendi Thorefélagsins má bezt sjá af því, að fyrverandi ráðherra, Hannes Hafstein, gaf sjálfur þinginu skýrslu um, að ekki mundi verða komist af með svo lítið fé, vegna þess, hve póstflutningur skipanna færi vaxandi. En þegar Björn Jónsson, þrátt fyrir þetta, gat fengið Thore-félagið til þess að heita þessu, var öllu strax snúið öfugt af heimastjórnarþinginu; þá var þetta orðið með öllu óhaf- andi; þá sýndu heimastjórnarmenn- irnir það drengskaparbragð, að neita um alt fjárframlag til póstflutnings milli landa með Thoreskipunum. Verði póstur eftir sem áður send- ur með skipum Thore-félagsins, má búast við því, að landið þurfi að borga miklu meira fyrir flutninginn- En til þess ætluðust heimastjórnar- mennirnir ekki. Peir ætluðu sér það með þessu, að kúga Thore-félagið til þess að flytja póstinn fyrir alls ekkert. En léti félagið ekki kúga sig. átti að nota þetta, að ekki var hægt að senda póst með skipum félagsins, til þess að reyna að gera félagið sem óvinsælast í augum landsmanna. Slíku drengskaparbragði beitti heimastjórnarflokkurinn á þinginu 1911 gegn því félagi, er unnið hef- ir landinu gagn svo hundruðum þúsunda króna skiftir. Af sama drengskapartoga sem þetta, er hann sprottinn rógurinn sá, sem haldið er uppi gegn félaginu, bæði leynt og Ijóst í þessu landi. Með því er ekki sagt, að ekkert megi að félaginu finna, og tekið skal það fram, að línur þessar eru ekki ritaðar af neinum kala til Sam- einaða félagsins. Nl. hefir drepið á það áður, að það hefir æði oft komið fyrir, að brytar félagsskipanna hafa gert sig seka í óleyfilegri vínsölu. Ekki er þó svo að skilja, að þar sé Thore- félagið eitt í sökinni. Hinum félög- unum hefir orðið sama skissan, og nokkuð hefir verið gert af hálfu fé- lagsstjórnarinnar til þess að afstýra þeim lögbrotum, mönnum vikið frá starfinu, er reynst hafa brotlegir við lögin. En samt sem áður hefir fé- lagið ekki nóg að gert í þessu efni. Hver sá þjónustumaður skipsins, er verður sannur að sök um brot á á- fengislöggjöfinni, ætti að vera rækur jafnharðan úr þjónustu félagsins. Landsstjórninni ætti að vera innan- handar, að fá félagið til þess að setja slík ákvæði inn í samningana við starfsmenn sína, og sömu ákvæði ættu að vera í samningum allra þeirra félaga, er halda uppi skipa- ferðum hingað til landsins. Félög- unum verður að skiljast það, að það er ósæmileg móðgun við það land, er þau vilja eiga vingott við til við- skifta, að starfsmenn félaganna reyn- ist sannir að sök um tilraunir til þess að brjóta lög landsins, í hags- munaskyni fyrir sjálfa sig. Þótt em- bættis- eða Iögreglulýður þessa lands kunni víða að vera skipaður þeim rolum, að hægt sé að brjóta lands- lögin, svo að kalla rétt fyrir augun- um á þeim, ættu félögin að hafa þann metnað, að vilja ekki vamm sitt vita í því efni. Þessi yfirsjón Thore-félagsins og annara félaga er þó ekki gerð að umtalsefni í blöðum heimastjórnar- manna. Til þess liggja þau drög, að það eru langoftast heimastjórnar- menn, sem riðnir eru við lögbrotin. Flest annað er fremur notað. Meðal annars er því haldið á Iofti, að Thore- félaginu liggi við gjaldþroti. Á því var byrjað strax, þegar B. J. hafði gert samninginn. Ef til vill gera sum- ir þetta af heimsku eða hugsunar- leysi, mæla það sem þeir hafa heyrt aðra mæla, sér lakari menn, en tor- velt virðist þó stundum að komast hjá því að álykta, að þessu sé hald- ið á lofti í því skyni einu, að gera félaginu tjón. Slíkt ódretigskapar- fleipur um félag, er vinnur slíkt nyt- semdarstarf, sem Thore-félagið gerir hér á landi, ættu allir vandaðir menn að varast. Þá er enn eftir að minnast á það ámælið, að félagið sé svo óáreiðan- legt í þeim skipaferðum, er það heldur uppi, að ekki sé við það unandi. Mikið af því ámæli er ekki annað en illkvitni og rógur. Haldi skip félagsins ekki áætlun, er það strax gert að blaðamáli, og blaðrað um það fram og aftur af öllum verstu kjaftatólum heimastjórnarliðsins, en jafnáreiðanlega um það þagað, þó eitthvað líkt komi fyrir um skip Sameinaða félagsins. Ekki verður félagið þó undanþegið öllu ámæli um þetta efni, en sama má segja um nær því öll þau félög, er hald- ið hafa uppi siglingum hingað til lands. En hér er eins sérstaklega að gæta, að því er snertir Thorefélagið. Félagið hefir með samningi skuld- bundið sig til þess, að halda uppi tuttugu ferðum hingað til lands, með eftirliti landsstjórnarinnar,, en ferð- irnar hafa verið helmingi fleiri. Þótt því eitthvað hafi verið áfátt um nokkrar ferðir, hefir þó félagið full- komlega haldið samninga síria við landsstjórnina, og meira að segja gert um fram skyldu sína. Að því er þær ferðir snertir, sem farnar eru um skyldu fram, þá getur lands- XI. ár. stjórnin ekki haft afskifti af þeim - Félagið verður að eiga það við sjálft sig, hve vel það heldur uppi þess- um ferðum, og með hve mikilli reglu. Náttúrlega má það búast við því, að úr því þessar ferðir eru settar á áætlun, þá muni landslýður því bet- ur við una, sem sú' ferðaáætlun er betur haldin, en margt mun mega telja til afsökunar, þegar út af er brugðið, eins fyrir Thore-félaginu sem öðrum félögum. Það sem gert er einum til hagræðis, umfram það sem áætlanir tii taka, verður öðrum til óhagræðis, og er oft ekki metið með fullri sanngirni. En úr því landsstjórnin hefir rétt til þess að hafa eftirlit með tuttugu ferðum félagsins, er það líka skylda hennar að heimta, að þessar ferðir séu sérstaklega tilteknar og hafa eftirlit með því, að þær séu farnar svo, að allir megi vel við una. Fé- lagið hefir lagst undir höfuð að auglýsa, hverjar þessar ferðir séu, og landsstjórnin hefir vanrækt að ganga eftir því, að það væri gert, og að setja þessar ferðir sérstaklega í hæfilegt samband við ferðir Sam- einaða félagsins. Þetta mál eigum við við landsstjórnina en ekki Thore- félagið. Þess ættu rógberar þess fé- lags hér á landi að gæta betur en þeir hafa gert hingað til. S Lord Nelson, botnvörpungurinn, sem sagt var frá i síðasta blaði að sokkið hefði við Skotland fyrir skömmu vegna árek- sturs, var vátrygður fyrir 120 þús- undir. Þó er tjón eigendanna all- mikið, og ætla þeir að höfða skaða- bótamál gegn skipinu, sem árek- strinum olli. % Ný halastiarna var fundin í sumar frá stjörnuturn- inum í Genf í Sviss af Brook nokkr- um stjörnufræðingi, og er hún við hann kend og kölluð Brooks-hala- stjarnan. í októbermánuði sást halastjarna bæði á Seyðisfirði og í Reykjavík, og ætla menn að það sé þessi Brooks- halastjarna. Stjarnan hlýtur að hafa sést miklu víðar, þó að ekki hafi bor- ist sögur um það, því að hún er skær og sést halinn greinilega. Hún sást á austurhimninum snemma á morgnana, Eftir gömlu þjóðtrúnni er það fyrir- boði mikilla tíðinda og illra, ef hala- stjarna sést, og mun mörgum ekki þykja undarlegt, þótt halastjarna sæ- ist fyrir síðustu þingkosningar! Húsaleigusamningar, Hjúasamningar, Byggingarbréf jarða fást í prentsmiðju Odds Björnssonar á Akureyri.

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.