Norðurland


Norðurland - 20.07.1912, Blaðsíða 3

Norðurland - 20.07.1912, Blaðsíða 3
Merkilenar fornmenjar. Við borgina Memphis á Egyftalandi, sem er forn borg og fiæg, hefir ný- lega fundist við jarðgröft afarstórt finn- gálkn úr alabastri (hvítum steini). Það er rúmar 8 stikur á lengd og nær 4I/2 stika á hæð en 80 smálestir á þyngd (800 hestburðir). Líkneskið mun vera frá 13. öld íyrir Krists burð, eða 3200 ára, en er óskemt að mestu, og eitt hið mesta listaverk frá fornöld. Annað líkneski hefir fundist nokkru lengra frá borginni, í norður frá henni. Það er hópmynd af Ramses konungi Egyfta (1348—1281 f. K.) og guðin- um Ptah, höggvin úr granítsteini. Danir kosta jarðgröft þenna og er sagt að hópmyndin muni verða flutt á Carlsbergssafnið í Kaupmannahöfn. Perlembd «er. Það bar við í vor hjá Gesti Guð- mundssyni vitaverði í Arnardal, að ær átti 4 lömb, og voru 3 þeirra borin lifandi og lifa enn, en 4. lambið kom dautt. Lömbin voru um 5 pund hvert, nýborin. Ærin hefir fætt vel og er þó einjúgra, og lömbin 3 eru efnileg og stór. Sitt lambið var með hverjum lit, mórautt, svart, grátt og hvítt (það sem kom dautt). Ærin er 10 vetra og hefir altaf áður verið tvílembd. (wVestri") Skýrsla um gagnfræðaskólann á Akureyri 1911 —1912 er nýlega komin út, mjög ýtarleg f öllum atriðum. Er hún nær fjórar arkir á stærð í stóru átta blaða broti. Alls voru í skólanum 116 nemend- ur þetta skólaár. Utskrifuðust 30 f vor. Allmargir nýir nemendur tóku próf í vor, og voru í skólanum alls 101 er honum var sagt upp. En vafalaust bæt- ist við í haust. Söfnum skólans hefir bæzt allmikið síðastliðið ár, einkum gjafir frá nem- endum og skólastjóra. Þó hafa nokk- rir fleiri gefið því gripi. Merkasta gjöfin er eggjasafn, sem J. V. Havsteen etaz- ráð hefir gefið skólanum. Er skrá birt í skýrslunni um það. Það eru hreiður 54 íslenzkra fugla, flest með jafnmörgum eggjum og þeir eru van- ir að eiga. Lætur gefandinn þess get- ið að hann muni bæta við safnið síð- ar því sem vantar enn, til þess að það sé fullkomið íslenzkt eggjasafn. í heimavistafélagiskólapilta voru 45 nemenda. Varð hverjum þeirra fæðis- kostnaður, þjónusta, ljós og hiti að- eins um 78 aurar á dag. í skýrslunni eru reikningar skóla- sjóðanna, er liggja undir stjórn skóla- stjóra eða hann hefir umsjón með. Við árslok 1911 voru þessir sjóðir: Nem- endasjóðurinn 3150,03 kr., Sjúkrasjóð- urinn 425,58 kr., Skólasjóðurinn 1346, 89 kr., Minningarsjóður J. A. Hjalta- líns 501,85 kr. Aftan við skýrsluna er prentað ým- islegt úr lögum og reglum skólans, sem öllum er nauðsynlegt að kynna sér sem í skólann ætla að fara. O. C. Thorarensen lyfsali kom heim úr utanför sinni fyrir rúmri viku, en frú hans dvelur í Reykjavík um tíma. Biskup landsins, Þórhallur Bjarnason, lagði af stað úr Reykjavík 15. þ. m. í eft- irlitsferð um Eyjafjarðarsýslu Og Þing- eyjarsýslur. 117 Minnisvarði Jóns Arasonar. Mrs. Disney Leith, enska konan sem hefir tekið slfku ástfóstri við landið, að hún ferðast hér um á hverju sumri, hefir nú reisa látið á sinn kost- nað Jóni biskupi Arasyni veglegt minn- ismerki í Skálholti, á aftökustað hans. Til þess að sjá um verk þetta var fenginn Matthías fornmenjavörður Þórð- arson, og fór hann austur að Skálholti í þeim erindum fyrra sunnudag og með honum Magnús steinsmiður Guðna- son héðan úr bæ. Lét Matthías taka steina tvo úr Þorlákssæti, var annar teningsmyndaður og hafður sem undir- steinn, en hinn ílangur nokkuð og er hann reistur þar ofan á. Er framhlið- in á þeim steini slétt og þar á högg- við: »Jón Arason biskup lét hér lífið fyrir trú sína og ættjörð 7. nóv. 1550«, en upp yfir letrinu er höggvin út mynd af biskupsmítri. Minnismerkið er um 4 álnir á hæð og er umhverfis það keðjugirðing á 6 steinstöplum. Staður sá, sem minnismerkið stend- ur á er allur annar en hingað til hef- ir verið talinn aftökustaður Jóns Ara- sonar. Segir Matthías, að þessi stað- ur sé áreiðanlega hinn rétti og hefir hann farið hér eftir nákvæmlegri Iýs- ingu Jóns prests Egilssonar í biskupa- annálum (prentuðum í safni til sögu íslands). Er þessi staður miklu ofar og norðar en áður hefir verið talið. Er hann rétt við heimreiðargötuna að staðnum, skamt frá Þorlákssæti. (»Vfsir“) t Helga Sfefánsdóttir frá Geirastöðum við Mývatn, kona Sigurðar Jónssonar bónda þar, dó hér á sjúkrahúsinu fyrri fimtudagsnótt. Hún hafði legið þungt um tíma heima, í botnlangabólgu, en var flutt hingað inneftir til uppskurðar. Var komið með hana á sjúkrahúsið á miðvikudagskvöld, en hún dó um nóttina eftir, áður en skurðurinn var gerður. Helga sál. var af góðu fólki komin, greind og vel látin. Aðalfumlur fslandsbanka var haldinn þriðjudaginn 2. þ. m. á skrifstofu bankans í Reykjavík. Ráð- herra, Kristján Jónsson, formaður full- trúaráðsins setti fundinn og skýrði frá starfsemi bankans, Reikningur bankans var lagðurfram endurskoðaðurogbanka- stjórn gefin kvittun fyrirreikningsskilum. Samþykt var að greiða hluthöfum 6V2 % í arð það ár. P. O. A. Andersen, Statsgældsdi- rektör var endurkosinn í einu hljóði í fulltrúaráð bankans af hluthafa hálfu. J. Havsteen amtmaður var og end- urkosirn endurskoðunarmaður af hálfu hluthafa. Mentaskólinn* Honum var sagt upp 29. f. m. á há- degi. Ur honum útskrifuðust 21, þar af 10 utanskólanemendur. Stúdentarnir nýju eru þessir: Innan skóla: Ásgeir Ásgeirsson 70 stig. Finnb. Þorvaldsson 67 - Geir Einarsson 69 — Gunnl. Einarsson. 65 - Hallgr. Hallgrímsson 70 — Helgi Guðmundsson 59 — Jón Cuðnason 63 — Karl Ármannsson 54 — Karl Möller 60 — Steinn Steinssen 77 — Þorst. Kristjánsson 65 - Utan skóla : Bjarni Jósefsson 61 stig. Friðrik Jónasson .65 - Herm. Hjartarson 53 - Jón Bjarnarson 69 — Jósep Jónsson 52 — Kjartan Jensen 57 — Ólafur Jensen 52 — Ólafur Þorsteinsson 62 — Páll Auðunsson 70 — Páll Bjarnason 56 - Einn gekk frá prófi. Úr gagnfræðadeild skólans útskrif- uðust 27, þar af 8 stúlkur. Nýsveinaprófvarhaldið28. f. m. Voru 17 nýsveinar teknir í 1. bekk. Nt. Mjög mikið úrval af kjóla- blússu- og svuntu-<*“ er nýkomið beint frá Berlín. Ennfremur flónel, léref t, sœng- urdúkur, alklœði og hálf klæði, fatáefni og reiðfataefni, stór- sjöl, höfuðklútar, rúmteppi, kven-regnkápur o. m. fi. Brauns Verzlun. Balduin Ryel. Munið eftir að Brauns oliufatnaðúr er beztur og ódýrastur! VASAVESKI með tölu- verðu af peningum og ýmsum veðmætum bréfum hefir tapast 4 Ieið frá Oddeyri til Akureyrar. Finnandi skili til ábyrgðarmanns þessablaðs gegn funilarlaunum. Um 20 hæns ásamt húsi og girðingu fyrir þau, er til sölu. Ábyrgðarm. blaðsins vísar á seljanda. 20 um hann; getur ekki litla drengnum mínum líka þótt vænt um hann? hann er svo góður.« »Nei, Sveini getur ekki þótt vænt um hann, því að Sveinn vill ekki«, sagði barnið og krepti litlu hnefanajhann varð blóðrjóður út undir eyru, brjóst- ið þrútnaði og tárin komu fram í augun á honum; það var auðséð að hann barðist við grátinn. »Sveinn á að fara inn í barnaherbergið og vera þar þangað til hann verður góður aftur. Pá skal marnrna leika við hann, en ekki fyr«, sagði Ester og fór með drenginn inn til vinnukonunnar sem átti að hafa ofan af fyrir honum; en hann streittist á móti. Sveinn var viðkvæmur og ákaflyndur. Hann var fjögra ára og frábær eftir aldri, vel skynugur og eftirtektasamur, en jafn móttækilegur fyrir samhygð og óbeit. Hann elskaði móður sfna með öllum á- kafa og afbrýði barnshjartans. Ester hafði jafnan lát- ið það eftir honum, að lofa honum að vera hjá sér öllum stUndum, þegar hún gat, og hann vildi helzt ekki að neinn annar léki við sig en hún. Hún lék oft við hann tímum saman þegar þau voru ein; þess vegna fann hann til þess, að hún eyddi svo miklum tíma hjá þessum ókunna manni, og honum fanst það ranglæti; honum fanst hann taka hana frá sér. Ásakanir barnsins höfðu sært Ester. Drengurinn sagði satt; hún hafði vanrækt hann síðustu dagana, 17 hún á ekki að vera neitt lík mér. Eg vil að hún hafi einmitt þá eiginleika sem mig skortir sjálfan. Með því eina móti er hjónabandið eins og það á að vera — og öðruvísi má það ekki vera. Konan mín verður að hafa samhygð með mér og skilja mig til hlítar — ella sloknar ástin.« Þarna slitnaði samtalið; vinnukonan kom inn og sagði að það væri kominn maður utan úr héraðinu að sækja lækninn. Olafur stóð undir eins upp. »Veri þér sælar, frú Ester! það er gott að til eru í lífinu vinnan og skyld- an, og að þær kalla á oss og vernda oss, þá er oss er hættast við að hrasa,« mælti hann, og gekk út úr stofunni. En Ester sat ein við opinn gluggann lengi eftir að hann var farinn. Hún horfði dreymandi augum yfir sóllýstan gras flötinn í garðinum; á honum miðjum breiddu sig út roðnandi rósir í titrandi sváshlýju sumarloftinu — rauðar rósir, svellandi af sælu og nautn. Garðurinn var eins og lítil Paradís, þar sem þrá og söknuður komust ekki að, þar sem engin hugsun raskaði sælu líðandi stundar —. En fyrir utan . . . þar var hinn stóri, eirðarláusi heimur með síbreyti- legu lífi . . . En hérna var litla, rólega hreiðrið hennar. En var það ekki of þröngt, þetta hreiður? Lifði hún ekki einkennilegu einangrunarlífi?

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.