Norðurland


Norðurland - 02.11.1912, Side 2

Norðurland - 02.11.1912, Side 2
r NI. bráðlæti o g barnaskap, þótt eg fyrir vinsamleg tilmæli sendi nefndinni nokkra sálma, sem hún þó ekki þáði — nema hina lélegri! Það fyrirgef eg að vísu, því að eg bjóst við því fyrirfram. En svo er hitt, að nú er eg of gamail til að yrkja nýja sálma, og sízt vil eg kveða upp eldri sálma eftir mig og aðra. Yfirleitt er mín sannfæring sú, að meðan hin nýja trúarstefna í því fé- iagi, er vér köllum kirkju, er ekki lengra komin en hún virtist vera eftir umræðunum á síðasta Synódus, er þess engin von, að þjóð . vor eignist betri sálma, en hin fyrri sálmabókarnefnd leysti af hendi. Viðbœtir við hina ísl. sálmasöngsbók með fjórum röddum, eftir síra Bjarna á Siglufirði, er og komin út. Hún kvað vera laglega prent- uð, og kostar 3 kr. óinnbundin. Mafth. Jochumsson. Mr. Stead og andarnir. Jeg spáði því fyrir nokkrum mánuðum, — strax er fréttir komu um lát Mr. W. T. Steads á »Titanic< — að »opinberanir« sem sagt væri að kæmu frá hinum látna, mundu dynja niður á meðal andatrúar- manna og »miðla«. Og eg þóttist vita, að síra Matthías myndi flýta sér að þýða þá fyrstu »opinberun«, sem. hann læsi, í »Norðurlandi«. Þegar eg opnaði blaðið iyrir nokkrum vikum og las fyrirsögnina: •Vitnisburðir Mr. Steads um iífið hinum- megin«, kaliaði eg upp : »Nú er hún komin !« en mér þótti hún vera nokkuð lengi á leiðinni, því að »andarnir« eru stundum mikiu fljótari en reynst hefir í þetta sinn. Jeg man eftir því til dæmis, að maður nokkur var sagður látinn, og skömmu síðarbirtist »andi« hanseinhverjum »miðli«, og voru vinir hans í þeim bæ stórkostlega hrifnir af því. En maðurinn var þó ekki dáinn. Honum batnaði og hann hrakti lýgina, eins og hún átti skilið. Mér kom ekki til hugar, að nokkur myndi leggja trúnað á þenna »vitnisburð«, — áleit greinina ritaða meíra til gamans en til annars. En eg hefi orðið var við, að sumir, sem þekkja ekki brögð anda- trúarinnar, eru farnir að hugsa alvarlega um hann. Sagði gamall kari við mig um daginn eitthvað á þessa leið: »Er það ekki indælt, það sem sagt er um lífið hinum- megin, í »Norðurlandi«! Getur verið að I7S fleiri samsinni þessu, og þótt það væri ekki nema fáir, þykir mjer það samt þess vert að benda á villuna í þessari andatrú. Jeg á bágt með að trúa því, að síra Matthías trúi þessari opinberun sjálfur, en ef svo er, að hann trúir henni, þá sýnir það hve barnsleg trúgirni gagntekur þá, sem hafna opinberun Jesú Krists viðvíkjandi eilífðinni. Það er sannað og aftur sannað, að mjög margir »miðlar« eru svikulir, og þeir fáu, sem hafa í raun og veru samfélag við þessa anda, hafa aldrei getað sannað að það sé andar framliðanna, sem þeir ofurselja sig. Almenningi hefir verið boðið svo mikið upp á síðkastið, um anda og anda-opin- beranir, að mér finst það sé ástæða til að sýna mönnum, að það er ekki alt eins og M. J. vill Iáta oss hugsa. Dr. Forbes Winsiow, M. B., D. C. L., kennari í sálarsjúkdómum í læknaskólanum við Charing Cross spítala í Lundúnaborg, hefir ritað grein í enska stórblaðið »Stan- dard«, og segir meðal annars :— »Það er óyggjandi sannleikur, að fleiri en 10,000 brjálaðar manneskjur eru nú í varðhaldi í geðveikrahælunum í Banda- rikjunum, sem hafa orðið vitskertar af æs- ingu út af andatrúnni. Margir þeirra, sem hlusta á hina svokölluðu »miðla«, eru ístöðulitlir og ofsalegir, og mundu trúa öllu, sem þeim væri sagt. Einna helztu einkennin eru, að þeir þykjast heyra ímyndaðar raddir, sem sumir kalla »heyrnar- æði«, sem kemur oft fyrir í einæði (mono- mani). Sinnisveiki aj þessari ástœðu er nú algeng á Englandi, og er að breiðast út dag frá degi; það er ný tegund af andlegri brjálsemi, og þeir, sem halda þessum trúarofsa fram, bera mikla ábyrgð á því, að náungar vorir ganga af vitinu af trúnni á nokkurskonar andlega æsingu, sem er bygð á ímyndaðri trú, sem hefir sjálf engin rök, og þolir enga gagnrýningu eða rannsókn, því að miðlarnir »elska myrkrið meira en ljósið, því að þeirra verk eru vond.« Fáir eru eins færir um að rita um efnið og þessi frægi sérfræðingur í sálarsjúk- dómum, og hans orð eru þess verð, að þeim sé gaumur gefinn. Flestir vita hve illa þessar andatrúar- til raunir farameð veslings miðlana Mönnum er kunr.ugt um miðilinn íslenzka, þann, sem altaf var ilt i fætinum á undan leyni- fundum þeirra, og þurfti því nauðsynlega að nota sauðskinnsskó. * Svo reyndu þessar tilraunir á lífskrafta veslings mannsins, að hann dó á sjúkrahæli á ungum aldri, þrátt fyrir það, þótt andatrúarmennirnir reykvísku þættust geta læknað menn með aðstoð andanna! Síra W. R. Gordon, prestur í New York, skýrir frá því, að hann skoraði einu sinni á einn þessara anda í nafni Drottins Jesú Krists, að segja sér, hvort hann væri ekki í raun og veru illur andi. Andinn játaði því, Presturinn hélt áfram að spyrja og sagði: »Eru allar kenningar andatrúar- innar frá illum öndum>« Andinn svaraði: »Já.« Mr. W. B' Laning, frá Trenton í New yersey, í Bandaríkjunum, skoraði á einn anda í nafni Drottins Jesú, fyrir milligöngu skrifandi miðils sem varsjálfurmeðvitundar- laus, að svara spurningum sínum með sönnu, og fór hann þá að yfirheyra andann, eins og hér segir: Mr. L. »í nafni Drottins, segðu mjer, er biblían sönn?« Andinn. »Já.« Mr. L. »En biblían bannar andasæringar, og leyfir mönnum ekki að leita frétta frá andaheiminum ? Hverju á eg að trúa, öndunum eða biblíunni?« Andinn. »Biblíunni.« Mr. L. »Því sagðír þú mér þá áðan, að það væri gott og gagnlegt að Ieita til andanna ?« Andinn. „Vegna þess að eg œtlaði að draga þig á tálar." Mr. L. »Hvaða erindi þykjast andarnir eiga við menn ?« Andinn. »Að táldraga þá.« Mr. L. Ertu í sæluástandi ?« * »Andarnir voru Iátnir flytja ýmsa muni úr einum stað í annan, og þó að þetta væri g'ert í kolsvörtu myrkri, var auð- vitað vissara að láta miðilinn vera í létt- um skóm!! Andinn. »Nei, mér líður illa.« Mr. L. »Ertu nú í helvíti?« — Andinn. »Ekki enn þá.« Mr. L. >Býst þú við að fara þangað?« — »Já.« Mr. L. »Hvenær?« — Andinn. »Á degi dómsins.« Mr. L: »Er þá nokkur dagur dómsins í vændum?« — >Já.« Mr. L. »Verður nokkur upprisa fram- liðinna?* — »Já.« Mr. L. »Áttu nokkra von um sælu?« Andinn. »Jeg á enga von.« Mr. L. »Segðu mér, í nafni Drottins, er nokkur góður andi, eða andi nokkurs kristins manns á meðal allra þessara anda, sem gefa högg og rita?« Andinn. >Ekki einn einasti.« Mr. L. »Hvar eru þá andar framliðinna, trúaðra manna?« Andinn. »Drottinn hefir tekið þá til sín.« En það er nóg komið um andana. Jeg hefi ritað álit mitt um þá í ritlingi, sem allir geta fengið að lesa, sem vilja. En mig langar til að skrifa nokkur orð um Mr. Stead. Englendingum, sem hafa ferð- ast hér um, hefir flestum þótt það kyn- legt að heyra, hve íslendingar eru hrifnir af W. T. Stead. Þeim finst það svo skrítið, vegna þess, að menn hafa litla aðdáun fyrir honum í Englandi. Hann var auð- vitað vel liðinn, en menn gerðust kátir, þegar hans var getið, og sögðu eitthvað á þessa leið: »Ojá, það er nú Stead, greyið. Upp á hverju hefir hann nú verið að finna?« Mönnum þótti mörgum vænt um hann, því að hann var skemtilegur maður að mörgu Ieyti, en þeim kom ekki í hug að gera mikið úr því sem hann sagði, og þessvegna voru þeir fáir, sem nentu að mótmæla honum; þeir vissu sem sé, að Stead mundi innnan skamms mót- mæla sjálfum sér. Hann var mikill blaða- maður, en mikilleiki hans náði ekki lengra. I blaði sínu lést hann vera mikil- menni, og það er hlægilegt að sjá þær tilraunir, sem hann gerði til að komast í kynni við stórmenni heimsins, sem hann auglýsti síðan sem »góða vini« sína. Hann kunni að rita skemtilegar blaða- greinar, en áhrif hans voru skamvinn, því að hann hélt ekki nógu lengi áfram í neina stetnu, og alt var svo kvikult og öfgakent hjá honum. Það eru sumir menn, sem snúa sér eins og vindhanar eltir hverjum þyt sem blæs, og það má heimfæra þetta upp á Stead, fremur flestum öðrum mönnum. Þegar flestir menn í Englandi veittu meiri eða minni eftirtekt þeirri miklu, andlegu hreyf ingu, sem byrjaði í Wales og breiddist út til annara staða árin 1904—5, mátti engum koma í hug, að Stead væri ekki einn leiðtogi í hreyfingunni! Hann gaf út bók til að sýna, hve fullkomlega hann væri kominn inn í þetta alt og þóttist hafa verið »umventur< í 43 ár, þó að hann hefði aldrei sagt neinum frá því fyr! Síðan kemur hin svonefnda »guðsp’eki« (theosofi) upp og vekur athygli manna. Þá gleymir Stead öllu því, sem hann ritaði meðan vakningin stóð yfir, og fitar eins og hann hafi altaf verið »guðspekingur.« Þegár fram líða stundir, heyrist mikið talað um andatrúna, og þá er Stead auðvitað með henni. Sannleikurinn er sá, að Stead vildi hlynna að öllu því, sem menn vildu heyra í það og það skifti, til þess að selja tíma- rit sitt, »Review of Reviews.* Það var borið upp á hann, að hann hefði tvö blöð undir sinni hendi á meðan Búa- stríðið stóð yfir; annað var undir hans eigin nafni, og var Búum vinveitt, en hitt hafði hann aðeins leynilegt samband við og réðist þar með ákafa á hitt blað sitt, þannig, að bæði blöðin vöktu athyglj almennings og útbreiddust í stórum stíl, hluthöfunum (og Stead) í hag! Eg hefi aldreí heyrt að Stead hafi getað hreinsað sig af þessu, enda er það í samræmi við blaðamensku hans yfirleitt, og minnir mig á það sem eg heyrði eftir amerískum blaðamanni: »Við álítum það ekki vera köllun okkar að flytja fólkinu sannar fregnir, heldur aðeins að skemta því E (to interest them). Mér er óljúft að rita þannig um nokkurn mann, einkum þegar hann er dáinn, en hann hefir nógu marga, hér á Iandi að minsta kosti, til að taka málstað sínum; jeg elska íslendinga meir en landa minn, Mr. Stead, og vil heldur láta þá heyra sannleikann en hylma yfir hann. Bækur og greinar þýddar eftir Stead hafa gert meira en lítið ógagn hér á landi og menn eiga að vita, að W. T. Stead er ekki dýrlingur, sem flestir Englendingar lúta, eins og sumar greinar eftir síra M. J. bera með sér, Arthur Gook. \ Undirstöðuatriði guðspekinnar. (Teosofi.) Eftir Annie Besant. Hvað er guðspeki (Teosofi)? Nú á dögum er órðið guðspeki á margra vörum. Það er óhætt að segja, að margir eru guðspekingar, án þess þeir geri sér grein fyrir því, eins og Monsieur Jourdain talaði í ljóðum, án þess að vita það. Guð- spekin er guðdómleg vizka og það ljós, sem lýsir hverjum manni, sem fæðist í þennan heim. Enginn sérstakur getur hélg- að sér einum hana, heldur er hún eign allra. Hver, sem er fær til að veita henni viðtöku, hefir rétt til að eiga hana, og sá, sem á hana, álítur það skyldu sína að gera aðra hluttakandi í henni með sér. Öll þau fögru sannindi, sem felast í hverjum ein- ustu trúarbrögðum, allri heimspeki og vís- indum, eru geislar frá hinni guðdómlegu speki, en engin sérstök trúarbrögð, heim- speki eða vísindi geta tileinkað sér hana öðrum fremur. Hvað er aðalkjarni guðspekinnar? Það er vissan ura, að vér getum lœrt að þekkja guð, af því að vér erum í guði og guð i oss. Af þessum fyrsta og æðsta sannleika leiðir það, að vér hljótum öll að vera systkini. Guð er andinn í öllu, alt frá smæstu frumögninni upp til höfuð- engilsins. Duftkornið gæti ekki verið til, ef guð væri ekki í því. Hinn æðsti Ijós- engill er aðeins geisli frá hinu eilífa ljós- hafi, sem er guð. Af því að hið sama líf er í öllum, hljóta allir að vera bræður. Grundvöllur guðspekinnar er sú kenning, að guð sé i öllu, og allir menn neistar af sama lifi. Aðrar kenningar guðspekinnar eru til í ölluni öðrum trúarbrögðum: kenningin um að guð sé bæði einn og þrennur, að and- inn sameinist efninu, og í sambandi við það kenningin um æðri og lægri andleg- ar verur á mismunandi þroskastigi; til þeirra telst mannkynið; ennfremur að Karlmanna-, ung- linga- og drengja-frakk- ar °g Ulster, regn- kápur, vetrarhúfur °g enskar tjúfur, mjög falleg fataefni frá kr. 1,75 mtr. (tvíbreitt) ný-j komið í Brauns Verzlun.

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.