Norðurland


Norðurland - 02.11.1912, Blaðsíða 4

Norðurland - 02.11.1912, Blaðsíða 4
i8o Nl, Carl Sœmundsson kaupm. frá Blönduósi og fró hans, Jóhanne Sæmundson dvelja hér í bænum nú um tíma. Frúin syngur einsöngva í Good- templarahúsinu á morgum, með aðstoð frú Kristínar Matthíasson. Hún er lærð söngkona og þykir mikið koma til söngs hennar. Standard Oil- Hlutabréfin í ameríska steinolíu- hlutafélaginu St. Oil hafa verið að síhækka og eru nú komin upp í iooo o/°. Síðasta ár stigu bréfin um 400 %, svo að hagur félagsins virðist ekki beinlínis í afturför! Árið 1911 fram- leiddi félagið 221 miljón tunna (11 miljónum meira en árið 1910), fyrir 134,044,752 dollara, en það eru 63 % af því, sem framleitt er í öll- um heiminum af steinolíu. (,Ægir«). Flösku-skeytl frá .Titanic'. Sunnanblöðin skýra frá því, að fyrir nokkru síðan hafi rekið í Skógarnesi flösku með svohljóðandi skeyti í: »Eg er einn þeirra manna, er var á Titanicskipbrotinu. Harry Vilson.« Skeyti þetta var ritað á ensku með blýanti á lítilfjörlegan pappírsmiða. Menn eru hræddir um, að skeyti þetta kunni að vera falskt ; hefir það því verið símað til útlanda, og í Reykja- vík er verið að grafast eftir, hvort nokkur farþeganna á Titanic hafi heitið þessu nafni. Veðursímskeyti til /'Jls. frá 27. nóv. til 2. nóv, 1912. Ak. Gr. Sf. ís. Rv. Vm. Þh s. 0.0 -2.0 o-5 2.2 -2.0 3° 7 « M. 0.2 -7.5 1-9 0.0 4 4 4.8 58 Þ. -1.0 -4.5 I.I -2.0 1.0 04 5° M. 00 -7.0 -1.8 -47 -5 3 0.7 2.6 F. -7.0 -8.0 0.2 -2.8 -7.0 -1.2 1.0 F. -2.8 -S-o -1.0 -■•3 2 8 4.0 0.7 L. -9.0 -I 1.0 -2.9 0.5 1 0 o-5 1.7 Kl (f .h.) 6 — 8 - 6 — 6 — 6 — 6 — 6 í Kjöfbúðinni fæst daglega: Nýtt kjöt, niðursoðið kindakjöt, reykt kjöt, reyktflesk, saltkjöt. rúllupylsur, tólg, lax, leður og sauðskinn. Fiskur niðursoðinn,Ávextir niðursoðnir,súrirogsætir, Fiskibollur, 2 tegundir, (arðarber, Sveskjur, Fiskibúðingur, Caviar, Epli, Perur, Hummer, Krabbi, Ananas, Apricosur, Öyslers, Ansjoser, Asier, Rödbeder, Appitiltsíld, Marineretsíld, Agurkor, Tomatoes, Sardínu^Tteg.^^^ejra^kaT Sultutau, margar teg. Grænmeti, niðursoðið, Slik-Asparges, Suppe-Asparges, Extra-Asparges, Körvel, Selleri, Farl, Skilpadde, Carottu, Kál, 5 tegundir, Ertur, 4 tegundir, Pýzkar og Danskar. Enn fremur ýmislegt fleira, svo sem: Kolör, Soya, Edik, Saft, Sinnep, Carry, Bouzie, Maltsaft, Avaxtalitur, Eggjaduft Vanillesykur og margkyns dropar sem bæta brauð. Búðingaduft, Kjötseyðisteningar, Gúsasylta, Kjötbollur, Plöntu- fei;i. Mjólk, Bajerskepölser, Leverpostei, Laukur. Ostar, 10 tegundir: Roqvefort-, Schwser- Taffel-, Mysu-, Mayeri-, Gouda-, Edammer-,Appetit-,Russisk-Steppe-,Dansk-Steppe-£.’ 106 ef einhver vakti hana af þessutn draumum, með því að yrða á hana, en hún var biíð og vingjarnleg við alla. Þegar hún var spurð hvernig henni liði, svar- aði hún æfinlega því, að sér liði vel, hún þarfnaðist einskis og óskaði einskis. Krabbe tók sér nærri að sjá hana þannig. Hann hafði vonað, að þessi andlegi sljóleiki myndi hverfa, þegar hún safnaði kröftum og henni færi að líða betur, en svo liðu dagar og mánuðir, án þess að nokkur breyting yrði til hins betra. Pó að hann léti sér ant um hana og væri henni góður, þá fanst hon- um að hún vera hrædd við sig. Þegar hann kom inn til hennar, án þess að hún ætti von á honum, horfði hún ætíð á hann svo kvíðafull og biðjandi. Lækningatilraunir hans miðuðu aðallega að því að reyna að bæta heyrnina. Frá vísindalegu sjónarm'ði var hún honum hið mesta áhugaefni; veikindi henn- ar voru svo óvanaleg. Hún var lík fágætu völundar- smíði, sem hefir brotnað og verður ekki bætt nema með stökustu kostgæfni og þolinmæði. Hann óskaði að hann fyndi það meðal, sem læknaði hana að fullu. Hann sá það brátt, að lækningaraðferð hans hafði bætandi áhrif á heilsu hennar likamlega, án þess að vekja lífsgleði hennar eða framkvæmdaþrek. Hann færði henni bækur og sagði henni að hún yrði að lesa þær, hann vildi að hún gerði það og bað hana að gera það, og þá gerði hún það. Svo hlýddi hann 107 henni yfir það sem hún hafði lesið, alveg eins og kennari barni, og hún svaraði eins og ósjálfrátt. — Hann fann að því við hana, ef hún mundi ekki það sem hún hafði lesið og hældi henni, ef hún mundi það vel, en það virtist ekki hafa nein veruleg áhrif á hana. Á sama hátt fékk hann hana smátt og smátt til til þess að gegna húsmóðurstörfum. Hann dáleiddi hana bókstaflega, með hinum sterka viljakrafti sínum, til þess að starfa, en þegar hann var hvergi nálægur, hné hún aftur í draummókið, því að þá var hið knýjandi afl horfið. Krabbe misti þó ekki þolinmæðina; hann hafði meðaumkun með þessum andlega veiklaða vesalingi, og hann vildi ekki gefast upp fyr en hann fyndi lykilinn að þessu hálfsloknaða sálarlífi, jafnvel þó að það sýndist þá vonlítið. * * * Dauði Sveins og hin langsömu veikindi Ester höfðu um tíma haft mikil áhrif á fólk hennar í Kaupmannahöfn, en þegar fréttir bárust loks um það, að henni væri að batna, komst alt smátt og smátt í samt lag aftut í húsi foreldra hennar. Hólm stórkaupmaður og frú hans fóru aftur að bjóða til sín kunningjum sínum, til fátæklegs mið- degisverðar einstöku sinnum, og þiggja aftnr boð þeirra, U. M. F. A. heldur fundi sína, fyrst um sinn, á sunnudagsmorgna kl. 9, í Goodtempl- arahúsinu. Síðastliðið haust var mér undirrituðum dregin svört lambgimbur með mínu marki: Tvíbitað fr. h. biti fr. v. Lamb þetta á eg ekki, og getur því réttur eigandi vit- jað þess til mín, borgað áfallinn kostnað og samið við mig um markið. Ytra-Hóli í Kaupangssveít 1. nóv. 1912 Finnur Sigmundsson. Skóhlífar fást í verzlun SN. JÓNSSONAR. Til bókaverzlunar Sig. Sigurðssonar á Akureyri, er nýkomið: Biblían (nýja þýðingin). Barnabiblía. Ouðm.Finnbogas.: Hugurogheimur. P. Guðmundsson: Annáll 19. aldar. Enn fremur allskonar skrifbækur og ritfæri sem er selt mjög ódýrt. St. Daníelsson: Kvenfrelsiskonur. Fjórar smásögur. Ráð við sjóveiki. Abyrgðarmaður: Adam borgrímsson. Prentsmiðja Oddi Björnssonar,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.