Norðurland - 12.07.1913, Qupperneq 2
Nl.
102
yUþingi.
Fjárlaganefnd. Formaður hennar
er Lárus H. Bjarnason en skrifari
Pétur Jónsson.
Stjórnarskrármálið. Nefnd: Lárus
H. Bjarnason form., Jón Magnússon
skrifari, Pétur, Jóhannes, Jón Ólafs-
son, Bjarni frá Vogi, Stefán í Fagra-
skógi.
Landbánaðarnefnd. Tillögutil þings-
ályktunar um skipun landbúnaðar-
nefndar flytja Sig. Sig. St. St. Þor-
leifur, Ólafur, Pétur, Einar Geldinga-
læk. »Neðri deild alpingis ályktar að
skipa 5 manna nefnd, til þess að
íhuga landbúnaðarmál og önnur at-
vinnumál og gera tillögur um þau.“
Nefnd: Eggert Pálsson, Sig. Sig, B.
Vogi, Kr. Jónsson, Halld. Steinsson.
Samgöngumálanefnd. Pétur, Jóhann-
es, Valtýr, B. Krisljánsson, H. Steins-
son.
Hringnótaveiði. Frv. t. 1. um sam-
þyktir um hringnótaveiði. Flutnings-
m. St. St., Ó. Briem: „Heimilt er
sýslunefndum að gera samþyktir um
síldveiði með hringnótum í land-
helgi." — Nefnd: St. Fagraskógi,
Matthías, Guðm, Eggerz, Kristinn,
Tryggvi.
Frv. til laga um fuglafriðun flytja
B. Þorl. og Jósep. „Rjúpur skulu
friðaðar allan tíma árs fyrst um sinn
5 ár frá 1. jan. 1914 að telja."
Embættismannalaunahœkkun. Nefnd:
Sig. Sigi, Guðm. Eggerz, M. J. Kr.,
Ben. Sv. Ól. Briem.
Nýtt lœknishérað. Kr, Daníelsson
flytur frumvarp um að stofnað verði
nýtt læknishérað í Kjósarsýslu. Heiti
Kjósarhérað.
X
Fánamálið.
Álit Einars prófessors Arnórssonar um
fánamálið telur »N1.« lfklegt að ýmsum
lesendum þess þyki fróðlegt að heyra.
Prófessorinn er talinn einhver allra
skarpasti lögíræðingur hér á landi.
Hér koma kaflar úr grein er hann
ritaði um »Fánamálið« í Andvara.
»Af því, sem nú hefir sagt verið,
sýnist ljóst, að heimilt hafi verið að
hafa bláhvíta fánann í afturstafni
snekkjunnar, sem tekin var hér á
Reykjavíkurhöfn fimtudagsmorguninn
12. júni 1913. En af því sýnist aftur
leiða, að atferii varðskipsins gagnvart
snekkjumanni og flaggi hans hafi eigi
verið lögleg. Hafi maðurinn mátt lög-
um samkvæmt hafa bláhvíta fánann í
aftúrstafni snekkju sinnar, þá var það
alveg óheimilt að knýja hann til þess
að láta íána sinn af hendi og senda
hann til lögreglustjóra, svo sem það
væri einhver sá hlutur, sem glæpur
eða afbrot hefði verið framið með,
og gera skyldi upptækan samkvæmt
almennum hegningarlögum 25. júní
1869, 35. gr.
Um undirtektir Dana ritar E. A. á
þessa leið:
»Nú hefir borist hingað sú fregn
frá Danmörku, að þar sé tiltæki varð-
skipsforingjans talið lögmætt, og að
nú sé þar talin, sakir þess atviks,
sem hér varð 12. þ. m., ástæða til
þess að takmarka notkun bláhvíta
fánans. Lögmæti tiltekta varðskips-
foringjans byggja Danir, að þvf er
sagt er, á því, að „kaupskip" taki yfir
Upmanœ
og Bocki
Havanna-vindlar
fást í
Tóbaksverzlun
/o/z, Ragúelssonar.
öll skip og allar fleytur, að undan-
skildum herskipum. Því, segja Danir,
er heimild til þess að taka hvert flagg
sem er af hvaða fleytu sem er, sam-
kvæmt skipaskrásetningarlögunum ís-
lenzku frá 31. des. 1895, 2. gr. Af
þessari staðhæfingu, skýringunni á orð-
inu »kaupskip«, helgast það, að Danir
kveða atferli varðskipsins hér á höfn-
inni 12. júní þ. á. ekki aðeins í sam-
ræmi við dönsk, heldur einnig í sam-
ræmi við íslenzk lög.
Eftir lögskýringu Dana tekur orðið
»kaupskip« yfir öll skip og allar fleyt-
ur, nema herskip. Ef maður byggi
út öskutrog eða sagaði sundur tunnu
og léti morra með sig eða annað á
höfninni hér, ' þá væri þetta »fyrir-
brigði« alt í einu orðið að »kaupskipi<!
Kuggar fiskimanna, sem þeir fara út
á til þess að vitja um hrognkelsisnetin
sín, eru auðvitað því fremur »kaup-
skip«. Ef beitt er sömu hugsunarreglu,
sem Danir gera, að sögn, í þessu máli,
þá má koma flestum hlutum undir
eitt og sama hugtakið. Þetta sýnist
og svo auðsætt, að eigi þarf að út-
lista það nánar.
Hér á landi hefir orðið »kaupskip«
auðvitað aldrei verið haft um allar
hugsanlegar fleytur. Menn hafa jafnan
frá því í fornöld greint milli kaup-
skipa (hafskipa) og smábáta. Vana-
legar róðrafleytur hafa menn aldrei
nefnt kaupskip á íslandi. Og eg efast
um, að nokkur tunga á þessum hnetti
hafi ruglað þessum tvennum far-teg-
undum saman, eða gert eitt úr þeim
báðum. Þótt hugtakið »skip« taki
yfir hvorttveggja, þá er jafnhugsunar-
rétt að segja, að öll skip séu kaup-
skip, sem ef einhver fyndi þá speki
upp, að selur og maður væri eitt og
sama, af því að báðar þessar verur
anda með lungum.L
X
ðsareir ðsíreirsson
elsti sonur Ásgeirs kaupm. Sigurðs-
sonar í Rvík. andaðist í gær. Mesti
efnispiltur 16 ára að aldri.
SkemtiferOaskip
þýzkt kemur hingað aðra nótt. Far-
þegar um 300.
Formenn
þingflokkanna eru þessir, íSambands-
flokknum Jóh. Jóhannesson, í Bænda-
flokknum Ólafur Briem í Heimastjórn-
arflokknum Eggert Pálssoú en Sjálf-
stæðisflokkurinn hefir enn eigi kosið
sér stjórn.
Blliðaárnar
hafa verið leigðar í sumar Englend-
ingi, Bradbury að nafni. 3600 kr. borg-
ar hann í leigu.
Reiðhjól
frá beztu reiðhiólaverksmiðiu Bnarlands
útvegar, burðargjaldsfríff og kaup-
endum að kosfnaðarlausu, til allra hafna
á ísiandi, Finnur Jónsson.
Hafnarstræti 99, Akureyr J
H-E-Y.
Þeir sem hafa í huga að kaupa H-E-Y hjá undirrituðum í sumar, að-
varast um að gjöra það í tíma. Þeir sem fyrstir panta sitja fyrir kaupum
á pví sem selt verður af STÖR og BAKKAHEYl, TAÐAN er peg-
ar öll lofuð burt. —
Heyið er pressað og bundið með vír og kostar á Akureyri 3 aura pundið,
en 4 aura á öðrum höfnum landsins, sem strandferðaskipin koma á; land-
flutning kosta kaupendur.
Akureyri 8. júlí 1913.
Stjórnarfrumvörp.
1. Fjárlög 1914—1915. Gert er ráð
fyrir því, að tekjurnar nemi samtals
3,706,4 70 kr. og útgjöldin 3,630,883
kr. 85 a. og verði því tekjuafgangur
rúm 75,000 og eru helztu útgjöldin
sem nú skulu verða talin:
Vextir og afborganir af lánum
landssjóðs 450,284 kr. 05 a., til
æðstu stjórnar landsins 106,000 kr.,
til alþingiskostnaðar 67,400 kr.,
til dómgæzlu og lögreglustjórnar
246,130 kr., til læknaskipunar
356,129 kr. og 80 au., til póst-
mála 260,000 kr., til vegabóta
282,300 kr. þar af til brúar á
Eyjafjarðará f. á. 70,000, til gufu-
skipaferða 190,300 kr., til hrað-
skeyta- og talsímasambands 235,400
kr. og til vita 97,150 kr. Alls til
samgöngumála 1,065,150 kr. Til
kirkju- og kenslumála 665,780 kr.
til vísinda, bókmenta og lista 1 59,240
kr., til verklegrar kenslu og fyrir-
tækja 343.570 kr. og til eftirlauna,
styrktarfjár og tillag í ellistyrktar-
sjóð 158,000.
2 — 3. Fjáraukalög 1910—1911 og
1912—1913. Til útgjalda í viðbót
við fjárlögin 1910—1911 veitast
120,664 kr. 30 a. og 1912—1913
1 35.891 kr. 26 a. (til viðbótarbygg-
ingar við pósthúsið 65,000 kr.).
4. Um samþykt á Iandsreikningum
1910—1911.
5. Siglingalög. Stjórnin hefir tekið
upp frv. það, sem lagt var fyrir
síðasta þing, en þá var ekki af-
greitt, og hefir tekið tillit til breyt-
ingatillagna þeirra, er efrideildar-
nefndin vildi gera við frv. Slept
hefir verið úr frv. tillögum um sér-
stakan ráðningarstjóra.
6. Um tekjuskatt. Af öllum árstekjum
af eign og atvinnu skal greiða '/2°/o
af hverjum 1000 kr. upp í 6 °/o,
er tekjurnar nema yfir 11 þús. kr.
Ábúðar- og lausafjárskattur, húsa-
skattur og tekjuskattur skulu af-
numdir.
7. Um fasteignaskatt, 2/io af hundraði
af öllum fasteignum, nema af húsum
og lóðum, ítökum og hlunnindum
sem eru þjóðeign eða til almenn-
ingsþarfa, svo sem kirkjur, skólar
og sjúkrahús, ennfremur af sömu
eignum, ef þær eru eigi 300 kr.
virði í eigu sama manns.
8. Um skattanefndir. Þriggja manna
nefnd í kaupstöðum og sveitum og
skal bæjarfógeti eða hreppstjóri
vera sjálfkjörnir formenn þeirra og
3 manna yfirskattanefnd í hverjum
kaupslað og sýslu er stjórnarráðið
útnefnir, nema sýslumenn, sem eru
sjálfkjörnir formenn.
9. Um jarðarnat. Meta skal allar jarð-
eignir á landinu til peningaverðs
10. hvert ár, í fyrsta sinn 1914 og
síðan á hverju ári, er ártalið endar
á o. Skattanefndir skulu virða jarð-
irnar í júlí mánuði.
10. Um verðlag. Verðlagsskrá skal af-
numin, en f þess stað tekið meðal-
tal af verðlagi 10 sfðustu árin og
nota framvegis.
11. Um laun hreppstjóra, að þau skulu
vera 1 kr. fyrir hvern fullan tug
hreppsbúa, þó ekki undir 30 kr.
12. Um manntalsþing, að það skuli
byrja í n.iðjum júní mánuði.
13. Um breyting á vitagjaldslögum, að
skemtiferðaskip skulu undanþegin
vitagjaldi, og skip, sem leita hafnar
í neyð, ef þau hafa engin viðskifti
við landsmenn.
14. Um breyting á tolllögum, að af ým-
iskonar sætindatilbúningi, sem áður
hefir verið undanþegin tolli, skuli
greiða 80 au. toll af hverju kílógr.
15. Um hagstofu íslands. Sérstakri
stofnun skal verða falið að safna
skýrslum um helztu landshagi ís-
lands, vinna úr þeim og koma þeim
fyrir almennings sjónir. Forstjóri
skal hafa að byrjunarlaunum 3000
kr., er hækka upp í 4200, og aðstoð-
armaður 2000 kr., er hækka upp í
3000 kr.
16. Breyting á vörutollsJögum. Ymsar
vörutegundir látnar skifta um flokka.
17. Um ný nöfn manna og ættarnöfn.
Bannað að breyta skírnarnafni eða
ættarnafni, eða taka upp nýtt nafn
án leyfis stjórnarráðsins. Ættarnöfn
gangi í karllegg og kona, sem hefir
ættarnafn, getur haldið því, ef hún
giftist manni, sem ekki hefir ættar-
nafn, en við föðurnafn manns síns
má hún því aðeins kannast, að það
nafn sé tekið upp sem æltarnafn.
Óleyfilegt að nota ættarnafn annara
ættar, og skulu menn, sem hafa ætt-
arnöfn, leggja bann fyrir að það
verði tekið upp af öðrum, en menn
geta með leyfi stjórnarráðsins fengið
ættarnöfn sín viðurkend eða tekið
upp ný ættarnöfn.
18. Um nafnbreytingar og ný nöfn á
býlum. Nöfn á býlum þeim utan
kaupstaða og kauptúna, sem jarða-
bók telur, má ekki breyta án leyfis
stjórnarráðsins, en ný nöfn á þeiin
býlum, sem ekki eru í jarðabók,
verður að þinglýsa, en síðan m4