Norðurland

Tölublað

Norðurland - 12.07.1913, Blaðsíða 3

Norðurland - 12.07.1913, Blaðsíða 3
Nl. 103 Yei ðlag * í verzlnn J. V Havsteens Oddeyri í júlí mánuði, mót peningum og vörum. Rúgur (hvert 50 kg.) 9. 50. Rugmél 10.00. Bankabygg 13.50. Hveiti 15.00. Hálfhrísgrjón 14.00. Hafragrjón völsuð 10.00. Verð á hvítri ull No. 1 mót vörum og í skuldir, er kr. 2.00 pr. kg., mislit ull 0.60 (mót peningum eftir samkomulagi). Hvítir heilsokkar og vetlingar eru vel borgaðir. Verk- aður fiskur, og fiskur upp úr salti er einnig mjög vel borgaður. ekki breyta því án leyfis stjórnar- ráðsins. 19. Um breyting á lögum 16. nóv. 1907 um lán úr landssjóði til byggingar íbúðarhúsa á prestssetrum. Að láns- upphæðir fari ekki fram úr 5000 kr. og að húsin verði þar sem því verði viðkomið bygð úr steini eða stein- steypu, og gerð eftir uppdrætti, sem landstjórnin samþykkir. 20. Um sérstök eftirlaun handa skáld- inu Steingrími Thorsteinsson rektor, að við þau verði bætt 1333^33 svo að hann fái alls 4000 kr. eftirl. þegar hann lætur af embætti sínu. 21. Um breyting á lögum um fræðslu barna, að laun umsjónarmanns fræðslumála hækki úr 3000 kr. upp í 4000 kr. og að núverandi fræðslu- málastjóri fái strax hæstu laun. 22. Um breyting á lögum um kennara- skóla í Reykjavík, að vera skulu 4 * fastir kennarar. Skólastjóri með 2400 kr. byrjunarlaunum, er hækki upp í 3000, auk ókeypis bústaðar, annar og þriðji með 2200, er hækki upp í 3000, kr. og fjórði kennari 1600, er hækki upp í 2400 kr. 23. Um breyting á lögum um stjórn Landsbókasafnsins. Landsbókavörð- ur skal hafa 3600 kr. að byrjunar- launum, er hækki upp í 4200 kr., I. aðstoðarbókavörður 2400 kr., er hækki upp f 3600 kr„ og 2. að- stoðarbókavörður 2000 kr., er hækki upp í 3000 24. Breyting á lögum um laun íslenzkra embættismanna. Biskup, landritari og forstjóri landsyfirréttar, skulu hafa 5000 kr. að byrjunarlaunum, er hækkar upp í 6500. Skrifstofustjórar stjr. skulu hafa 3600—3800. Með- dómendur í landsyfirrétti 4000 til 5000 og sömuleiðis póstmeistari. landsímastjóri og verkfræðingur landsins. Forstöðumaður mentaskól- ans auk leigulaus bústaðar eða 600 kr. í uppbót 3200—4200 og yfir- kennari 3600—4200, adjunktar 2400—3600 og tímakennarar, er kenna að minsta kosti 24 stundir á viku, 2000 kr. árslaun. 25. Um verkfræðing landsins, að hann skuli vera skipaður af konungi. 26. -27. Um málaflutningsmenn. Ann- að frv. er breyting og viðauki við tilskipun 15. ág. 1832, að venjulega skuli lögfræðingi falin málaflutning- ur fyrir undirrétti í Reykjavík, og hitt er um það, að til þess að fá málafærsluleyfi við landsyfirréttinn þurfi auk skilyrðis í lögum 20. okt. 1906, að hafa áður fengist við önn- ur lögfræðingsstörf í 3 ár. 28. Um mannskaðaskýrslur og rann- sókn á fundnum Kkum. Að bæjar- fógetar, sýslumenn eða hreppstjór- ar skuli vera »löggæzlumenn«, sem rannsaki fundin lík og dauðdaga þeirra er deyja voveiflega, og sömu- leiðis um slys á sjó. 29. Um sparisjóð. Skipaður skal um- sjónarmaður með 1200 kr. árslaun- um, er hafa skal eftirlit með spari- sjóðum, og auk þess eru ítarleg fyrirmæli um stjórn og störf spari- sjóða. 30. Um vatnsveitingar. 31 Um sjódóma og réttarfar í sjó- málum, að fastir sjódómarar skuli vera í kaupstöðum og utan kaup- staða, ef þörf þykir, og skulu einka- mál og refsimál, sem um ræðir í siglingarlögum, eiga undir dómnum. 32. Breyting á lögum 22. nóv. 1912 um ritsíma- og talsfmakerfi íslands. 33. Um ábyrgðarfélög. Abyrgðarfélög, sem hér starfa, skulu hafa aðalum- boðsmann, sem stjórnarráðið lög- gildir, og verður félagið að hafa hér varnarþing og setja tryggingu fyrir greiðslu ábyrgðar, og skulu öll ábyrgðarlélög vera háð eftirliti stjórnarinnar. 34. Breyting á lögum um leynilegar kosningar og hlutfallskosningar til bæjarstjórna í kaupstöðum, að kjós- andi megi breyta röðun á þeim lista, sem hann vill kjósa. X íslandsbanki. Aðalfundur bankans var haldinn 2. þ. m. Fundarstjóri var kosinn Halldór Daníelsson yfirdómari. Hér skal getið þess helzta, er á fuudinum gerðist: 1. Lesin upp skýrsla fulltrúaráðs bankans um starfsemi bankans síðastl. ár. Umsetning bankans var meiri það ár, en nokkru sinni áður. 2. Lagður fram reikningur bank- ans fyrir árið 1912 skýringar gefnar á helztu liðum hans. — Samþykt að hluthafar fái 5 ^/2 °/o af hundraði í arð af hlutafé sínu. Landssjóður fær 9418 krónur. Varasjóður eykst um rúm 33 þúsund krónur. Bankastjórninni var í einu hljóði gefin kvittun fyrir reikn- ingsskilum síðastliðið ár. 3. Ludv. Arntzen hæstaréttarmál- færslumaður var í einu hljóði endur- kosinn í fulltrúaráðið af hluthafa hálfu. 4. Endurskoðandi var endurkosinn amtm. J. Havsteen með 4711 atkv. Nicolaj Bjarnason kaupm. fékk 1140 atkv. 5. Skýrt frá að bankastjóri E. Schou JCýkomið í oerzlun J. V. Jfausteens Qddeyri, margar teg. af ilmvatni t. d. Gyldenlak, Clematic, Violette, Heliotrop, Lavendelwater, Vinola, glösin 15 — 85 au. Lyktar-Smellingsaltgl. 65 au. Raysápa, Sólskinssápa og margar fleiri sáputegundir, Brillantine, Odol, Javol, þessar vörur eru mjög góðar en þó ódýrar. Ennfremur mikið úrval af tilbúnum KARLMANNAFATNAÐr sem er seldur ódýrt eftir gæðum. Olíufatnaður handa sjómönnum og reiðkápur. Marskonar fataefni og hin alkunna hvítu lerept sem eru stein- ingarlaus. Hálfklæði í kvennfatnað, metirinn á kr. 1.35. Hálstau, silkitrefl- ar, bindislips, silkitvinni og almennur tvinni, kefli á 10 aura, vasaklúlar hvítir og mislitir frá 10 aurum. Yfirleitt er verzlunin svo vel birg af vefn- aðarvörum, að hver og einn getur fengið par vörur við sitt hæfi. Eimskipafélag íslands. Sökum pess, að oss hafa borist úr ýmsum áttum óskir um, að frestur- inn fyrir hlutaáskriftum til félagsins verði lengdur fram eftir pessum mán- uði, höfum vér ákveðið að framlengja hann til 1. ágúst þ. á. Jafnframt biðjum vér umboðsmenn vora að senda skrifstofunni hér í bænum jafnan, þegar tækifæri gefst, uppiýsingar um hve mikið safnast. Reykjavík, 1. júlí 1913. Bráðabyrgðarstjórnin. Nokkrar duglegar stúlkur geta fengið atvinnu við -^====35 síldarsöttun "—— á „Jötunheimum" með því að snúa sér sem fyrst til Jóh. Porsteinsson í Hamborg. Tvö hreindýrshorn samanbundin merkt Jón P. Ólafsson Isafjörður sem væntanlega liggja á afgreiðslustað D. F. D. S. einhverstaðar - helst á sviðinu milli Húsavíkur og ísafjarðar, síðan að s/s „Hólar" voru þar á ferð í septenber 1912 - bið eg nú vinsamlega hvar sem finnast að senda, með ofangreindri áritan og gjöra mér grein fyrir skilunum, og kostnaði. Húsavllt 9. júlí lgl3. J. Hálfdanarson. (Afgrm. D. F. D. S.) hefði sagt upp stöðu sinni frá næsta nýári, en verið af fulltrúaráðinu veitt lausn frá byrjun þessa mánaðar sakir heilsubrests. — Þeir Sighvatur Bjarna- son og H. Tofte yrðu frá sama tíma bankastjórar með jófnum völdum og jöfnum launum. Þriðju bankastjórastöð- unni yrði fyrst um sinn haldið óveittri samkvæmt því, er ályktað hefði verið í fyrra, en Kr. Jónsson háyfirdómari væri til bráðabirgða settur sem vara- maður í stjórn bankans,- þó eigi nema með i—2 kl.st. vinnu á dag. 6. Bæði formaður bankaráðsins, ráð- herra Hannes Hafstein og mættir hlut- hafar þökkuðu bankastjóra Schou, sem nú færi frá bankanum fyrir starfsemi hans og áhuga fyrir bankanum frá stofnun hans. í ýlkureyri. Ouðl. Quðmundsson sýslumaður og bæjartógeti hefir fengið tveggja mán- aða sumarfrí sökum vanheilsu. Cand. júr. Júlíus Havsteen ér settur til að gegna embættinu þann tíma. tiinrik Thorarmsen (sonur lyfsala O. C. Thorarensen) kom hingað ný- skeð landveg frá Rvík. Hann hefir nú lokið studentaprófi með ágætri einkun og siglir f næsta mánuði á háskólann í Khöfn. Friðjón Jensson læknir kom hingað til bæjarins alkominn á mánudaginn var. Hann er nú byrjaður hér á tann- lækningum, enda var hér full þörf á tannlækni. Gestir í bœnum. Dr. Ólafur Daní- elsson, Ólafur Thorarensen bankarit- ari í Rvík., sr. Jón Arason á Húsavík. X Ojaldkeramðllð var nýlega lagt í dóm við yfirrétt- inn. Sagt er að dómararnir víki allir sæti. Utan úr heimi. Varnarmeðal gegn barnaveiki álítur prófessor Behring í Berlin (sá er fann upp barnaveikis-smimý að hann hafi fundið. Það er notað sem bóluefni og á að verja því að börn fái barnaveiki. Meðalið hefir þegar verið talsvert reynt og hefir gefist vel, þó eigi sé full vissa enn fengin fyrir verkunum þess. X

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.