Norðurland

Tölublað

Norðurland - 18.10.1913, Blaðsíða 1

Norðurland - 18.10.1913, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. 43. blað. Akureyri; 18. október 1913. XIII. ár. Launahækkunarfrumvarp ráðherrans. Það eru ýmsir, sem liggja ráðherr- anum á hálsi fyrir að hafa lagt fyr- ir þingið frumvarp til Iaga um hækk- un á launum nokkurra embættis- manna í Reykjavík, og þar á meðal allmargir meðal kjósenda hans hér í Eyjafjarðarsýslu. En það er inis- skilningur að áfella hann fyrir það og stafar af því að menn hafa ekki kynt sér málavöxtuna nægilega. Með því að bera upp þetta launa- hækkunarfrumvarp, gerði ráðherrann aðeins skyldu sína gagnvart hlutað- eigandi embættismönnum. Þeir sneru sér til hans, sem æðsta embættis- manns á landinu, um þessar bætur á kjörum sínum og það hefði blátt áfram verið óverjandi ókurteisi og ranglæti gagnvart þeim, ef ráðherr- ann hefði ekki orðið við tilmælum þeirra og gefið þeim kost á úrskurði alþingis um beiðni þeirra. Sem þing- maður barðist hann alls ekki fyrir málinu, heldur lét það að heita mátti afskiftalaust. En auðvitað var reynt að blása upp moldviðri gegn ráðherranum út af þessu frumvarpi, sein hann átti ekki skilið. Peir þingmenn sem mest skríða og smjaðra fyrir kjós- endum síuum, glömruðu hver öðr- um hærra og hver sem betur gat, um hver óhæfa hér væri á ferðum og svo fór, að launahækkunarbeiðn- irnar voru allar feldar með nálega öllum átkvæðum og miklum hávaða og gauragangi. Síðar á þinginu sýndu þó þing- menn hver hugur hefði fylgt máli, eða hitt þó heldur, því þegar fjár- lögin komu til sögunnar, báðu þeir þar um persónulega launaviðbót, hver um annan þveran, einmitt handa sömu embættismönnunum sem farið var fram á launahækkun fyrir í stjórn- arfrumvarpinu. Flestir af þessum bitlingum voru samþyktir og studdu sumir bænd- ur á þingi þá dyggilega. Er það ekki í fyrsta sinn á þingi, að þeir bændur sem mest glamra heima í sveitum um nauðsynina á því að senda «bónda« á þing, verða einna auðsveipastir og þægastir allra, við embættislýðinn í Reykjavík, þegar þangað er komið. Parna var því leikinn einhver hinn viðbjóðslegasti skollaleikur sem hugsast gat. Sömu þingmennirnir sem höfðu hafið svæsinn andróður gegn ráðherra, og reynt að gera hann tortryggilegan í augum þjóð- arinnar út af launahækkunarfrum- varpinu, þeir gerðu hækkunina að persónulegum bitlingum og komu þeim bitlingum inn á fjárlögin. Það eru því þingmenn, bændur og aðrir sem mest gaspra um eftir- laun og ofhá laun embættismanna, sem enn hafa hækkað þau alveg að óþörfu, en ekki ráðherrant). Þvert á móti. Hant) er alsaklaus af því. Þess verður og að geta að nokkr- ir meðal þingmanna áttu engan þátt í þessum launahækkunarskrípaleik. Meðal þeirra var þingmaður Akur- eyringa. Hann skapaði sér þá sér- stöðu í þessu máli er hann hlaut virðingu fyrir bæði utan þings og sömuleiðis á þinginu sjálfu. * * * Hér á undan var komist svo að orði að þingmenn hefðu hækkað embættislaun nokkurra embættis- manna með persónulegum bitling- um, alveg að óþörfu. Það er ef til vill vegna þess, að ritstjóri Norðurlands hefir aldrei gengið í neinn skóla sjálfur, að hann getur ekki verið þeim mönnum sam- dóma sem álíta að það sé áríðandi fyrir þjóðina, að ala í Iandinu há- launaða embættismannastétt sem hún hefir áður sjálf að miklu leyti kost- að til náms. Auðvitað eru sum em- bætti svo þýðingarmikil að þau eiga og þurfa að vera verulega vel laun- uð eins og t. d. landsverkfræðings- embættið o. fl. en aftur á móti eru flest embætti þó svo hátt launuð að vel má við una — og það mjög vel. Fyrir fátæka þjóð, eins og íslend- ingar eru, er ekki hugsandi að launa starfsmönnum sínum eins vel og nágrannaþjóðirnar gera, sem allar eru auðugri en vér. Laun embættis- manna í hverju Iandi verða að mið- ast við hag þeirrar þjóðar sem þeir vinna fyrir fyrst og fremst, og þar næst við það hve ábyrgðarmikið, vandasamt og starfsfrekt embættið er. Að öllu þessu athuguðu álítur »N1." alveg vafalaust að Islendingar launi embættismönnnum sínum yfir- leitt vel en ekki illa og engin ástæða sé til, né þörf á, að auka laun þeirra. Flestir embættismenn hér á landi búa í kaupstöðunum. Þeir menn sem þar þurfa að vinna fyrir sér sjálfir og sjá sér farborða af eigin ram- leik, í stað þess að ganga að lands- sjóðsjötunni 'og taka laun sín mán- aðarlega þar, fullyrða að hægt sé að lifa sómasamlegu og þægilegu lífi fyrir 2000 kr. á ári, þó giftir séu og eigi 3 — 4 börn. Auðvitað er það ekkert auðmannalíf, en það mun heldur ekki ætlast til að embættis- mennirnir lifi slíku lífi. Samkvæmt því ættu meðallaun þeirra embættis- manna sem í kaupstöðum búa að vera 2000 krónur og þyrfti vel að athuga hverjar ástæður væru fyrir hendi ef launin ættu að fara mikið yfir þá upphæð. í sambandi við þetta er fróðlegt að benda á hve mikið allur fjöldi manna í kaupstöðum hefir til að lifa af árlega, og verður undir öllum kringumstæðum að láta sér nægja. Það mun hátt reiknað, að þeir sem stunda sjó á vorin og sumrin og eru sér svo úti um alla þá atvinnu sem fáanleg er, á öðrum tímum árs Á saumastofu Qudmanns Efterfl. (þar sem verzlunin Edinborg var áður) eru karlmannsföt saumuð fljótast og bezt. — Verzlunin fær með hverri ferð mik- ið af fatatauum af nýjustu gerð. — að þeir beri úr býtum 800—1000 krónur árlega. Iðnaðarmenn sem vinna hjá öðrum, munu hafa um 1000—1200 kr. árslaun. Sama er um verzlunarmenn, og þykir jafn- vel mjög hátt að þeir fái 1200 kr. Bændur segja og, að gott meðalbú og fjárstofn þurfi í sveitum, til þess að afurðir af rekstri þess, til fram- færzlu þeirra sem að því vinna, nemi 1000 kr. Allir þessir menn vinna margfalt örðugri og þyngri vinnu en hinir svonefndu „lærðu menn" þó launin séu helmingi minni. Sýn- ist því alls ekki ósanngjarnt, þó því sé haldið fram í fullri alvöru, að þeir góðu herrar, sem eru í þjón- ustu hins opinbera, og geta gengið þar að launum sínutn vísum, ættu að geta verið ánægðir með að hafa helmingi meira fé til að lifa af, en allur þorri meðbræðra þeirra hefir, auk heldur þá þeir »höfðingjar" (!!), sem hafa tvöfalt, þrefalt og ferfalt meira í árstekjur. Því er haldið fram af mörgum, sem eru í opinberri stöðu, að það, að vera embættismaður, staðan sjálf, valdi því, að menn verði að eyða meiru en ella, verði að geta komið „sómasamlega fram", „samkvæmt stöðu sinni" o. s. frv. Heyr endemi! Ætli þeir þurfi endilega að éta í- burðarmeiri mat en óbreyttir alþýðu- menn, þessir embættlingar sem flestir eru aldir upp meðal alþýðu fram að fullorðins aldri? Er nauðsynlegt að þeir hafi efni á að fara oftar á fyllirí í góðum drykk, reykja dýrari vindla en hinir? Ekki eyða þeir eða þyrftu að eyða meiru í fatnað, því þó þeir gangi betur til fara en aðrir, er auð- sætt að ekki fara föt þeirra eins fljótt forgörðum eins og föt þeirra manna sem ganga í hvað sem er og vinna misjafna stritvinnu allan ársins hring. Á síðustu árum hefir mikið verið rætt um laun íslenzkra embættis- manna og enginn vafi er á að breyta þyrfti launalöggjöfinni frá upphafi til enda. Sýslumenn og toll- heimtumenn landsjóðs margir, eru t.d, vitleysislega hátt Iaunaðir. Enein- mitt sú stétt togar sinn skækil einna freklegast á þingi ár frá ári. Bænd- ur sem heima í sveitum predika að «kjósa þurfi bændur á þing til þess að verjast(U) yfirgangi embættismanna þar" eru ekki eins gleiðir þegar þangað er komið, heldur verða vanalega «að sméri" og samþykkja allra auðmjúklegast alt eins og «höfð- ingjarnir" vilja vera láta. Þetta geta menn séð og sannfært sig um af- þingtíðindunum ár frá ári. Og menn ættu að gera það, sérstaklega kjós- endur, því hér er um það mál að ræða er alla varðar miklu og hlýtur að koma til umræðu og ítarlegrar meðferðar á alþingi innan skamms tíma. Embættismennirnir halda sínu máli altaf vakandi og hafa allar klær úti. Því verða fulltrúar þjóðar- innar einnig að hafa fulla einurð á að hdda fast í tauminn og segja: Hingað og ekki lengra! X t SUdaraflinn 1913. Síldveiðinni tyrir Norðurlandi er nú að fullu lokið. Alls hefir verið saltað til útflutnings 198,090 tunnur en auk þess hafa síldarolíuverksmiðjurnar keypt mjög mikið af síld til bræðslu og er gizkað 4 að það hafi numið nálægt 125,000 tunnum samtals. Af þeirri síld sem söltuð hefir verið til útflutnings hafa INUIUIIICIIII VClL! ísiendingar — Svíar — Þjóðverjar — Danir — 56,243 — 17,144 — 10,992 — 7,540 — Þessa skýrstu um hina söltuðu síld hefir ræðismaður Norðmanna á Akur- eyri, O. C. Thorarensen lyfsali, góð- fúslega látið »Nl.< í té. Taða brennur. í þessari víku kviknaði í töðuheýi í Skógum á Þelamörk og brann það upp. Töðuna átti ekkja, er býr þar. Sóknar- og Hreppsgjaldaseðlar fást í prentsmiðju Odds Björnssonar,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.