Norðurland

Ataaseq assigiiaat ilaat

Norðurland - 18.10.1913, Qupperneq 2

Norðurland - 18.10.1913, Qupperneq 2
I5s Hlufhafafundur i Verksmiðjufjelaginu á AKureyri verður haldinn mánudaginn 17. nóvember n. k. kl. 12 á hádegi, á »Hotel Akureyri«, sem fram- hald af fundi þeim sem haldinn var þar í dag. Fundarefni hið sama. Mjög áríðandi að allir hluthafar komi á fundinn, Akureyri 18. október 1913. Framkvœmdarstjórnin. Jólagjafasjóður Chr. kaupmanns johnasson. Áður hefir hér í blaðinu verið laus- lega sagt frá hinni höfðinglegu sjóð- stofnun Chr. Johnasson. Hann aíhenti landritara Kl. Jónssyni f vor 3000 krónur, er hann bað landritara að setja á vöxtu, í því augnamiði, að fátækustu börnunum í barnaskóla Akureyrar yrðu gefin ný föt fyrir jólin. Skal 3/4 hlut- um vaxtanna varið til þess árlega og hvert barn fá 30 krónur, en hluta vaxtanna skal leggja við höfuðstólinn. Landritara (Kl. J.) bað Johnasson að sjá um ávöxtun sjóðsins og hafa alla stjórn hans meðan hann lifði, en að Kl. Jónssyni látnum, eiga bæjarfóget- inn og sóknarpresturinn á Akureyri að stjórna sjóðnum og úthluta jóla- gjöfunum úr honum til barnanna, eftir tillögum skólastjóra eða skólastýru. Svo var yfirlætisleysi gefandans mikið, að ekki var við það komandi, að kenna mætti sjóðinn við hann, og er oss ekki enn kunnugt um hvaða nafn landritari velur sjóðnum, en hann gerir það og semur skipulagsskrána eftir fyrirmæl- um gefandans. Chr. Johnasson rak verzlun hér á Akureyri um mörg ár. Orðlagt var jafnan hve hann var barngóður, og er óhætt að fullyrða, að margir sem nú eru fullorðnir, bera ávalt hlýjan hug til hans frá þeim árum. Og þessi barngæði hans hafa enn kotnið fagur lega í ljós, með því að hugsa til smæl- ingjanna og hlúa að þeim með stofn- un sjóðsins. — Hann hefir dvalið f Reykjavík undanfarin ár, en fór til út- landa í sumar og mun óráðið hvert hann kemur hingað til lands aftur. En hvar sem hann dvelur, munu fátæku börnin á Akureyri, sem njóta örlætis hans, ávalt minnast hans með þakk- læti og óska að hamingjan strái sól- argeislum á veg hans, eins og hann hefir gert á veg þeirra. X llm láð og lög. Símfréttir i dag. — /. P. Brillouin sem var sendi- konsúll Frakka i Reykjavik fyrir nokkrum úrum, en hefir fengist við að reyna að setja ýms fyrirtæki ó stofn syðra siðan hann lét af þvi starfi 1911 — er nú orðinn konsúll Frakka í Argentina. —Stœrsta vélaskipi, sem bygt hefir verið hér ú landi, hefir Garðar stór- kaupmaður Gislason látið hleypa af stokkunum í Reykjavik og er það ætlað til flutninga sérstaklega. Pað er 60 feta langt og hefir 38 hestafla vél. Aðalbyggingameistari þess hefir verið O. Ellingsen. Skipið heitir „Hera“. — Um Húnavatnssýslu sœkja: Ari Jónsson aðstoðarmaður í stjórn- arráðinu, Bogi Brynjóljsson i Khöfn, Björn Pórðarson settur sýslumaður Húnvetninga, Kristján Linnet yfir- dómslögmaður, Magnús Guðmunds- son sýslumaður Skagfirðinga, Sig- urjón Markússon yfirdómslögm. i Stykkishólmi. — Landsyfirréttardómur verður að sögn kveðinn upp i gjaldkera- málinu annan mánudag. — Bátstapi varð við Miðnes syðra á miðvikudagskvöldið, fórst þar vél- arbátur úr Reykjavik með þremur mönnum er hétu Magnús Guðmunds- son, Baldvin Kristjánsson og Guð- jón Bjarnason. — Sig. Júl. fóhannesson er kom- inn til Ameriku. Hann sendi kvœði mikið til Reykjavikurblaðanna, þeg- ar eftir heimkomu sína. — / Brautarholti brann 20. hesta töðuhey um siðust helgi. — „Kamelíedamen“ hejir verið leikin fjórum sinnum i Rvik fyrir fullu húsi. X Mannskaði enn vestra. ísaýirði í dag. Vélarbátur fórst i gœrdag. Var á leið úr Súgandafirði til Önundar- fjarðar, til þess að sækja lœkni. Veður var vont, norðvestansjór og dimm éljadrög. Báturinn var stór og vandaður en alveg nýr og ó- reyndur og vélin sömuleiðis. Haldið er að báturinn hafi farist við svo- nefnt Sauðanes, hafi farið nærri landi vegna óveðursins, en lent ef til vill á sker eða jafnvel hrakið ai- veg að landi og farist i brimgarð- inum. Fjórir menn voru á bátnum og fórust allir. Peir hétu: Ásgeir Kristjánsson, Jón Friðriksson, Bjarna- sonar Jrá Mýrum, Benedikt Guð- mundsson og Halldór Gunnarsson, allir úr Súgandafirði og menn á bezta aldri. X Símfréttir frá útlöndum. — Panamaskurðinum er bráðum lokið. (Aðgerðinni og uppgreftrinum á þeim svæðum er skriður höfðu Jallið i hann.) Siðasta hajtið var sprengt sundur á laugardaginn. — Maður sá sem fundið hejir upp „Diesel“-vélina, var á ferð til Eng- lands í siðustu víku, en hvarf á skipinu og veit enginn hvað af hon- um hefir orðið. — Loftherskip þýzkt, með 24 mönnum, sprakk i skemtijerð yfir Berlín i jyrradag. Brotin og tætlur af líkunum féllu niður i borgina. — Eldur kom upp i stærstu kola- námu Englands um siðustu helgi. Fjöldi vetkamanna er þar innibyrgð- ur. Unnið af öllum kröftum að björgun þeirra, en óhjákvœmilegt talið að fjöldi þeirra láti lifið. —Eldur kom upp á farþegaskipinu „Volturno“ stærsta skipi „Holland- Amerikalinan“ á þriðjudaginn var Skipið var þá úti á miðju Atlanz- hafi. Loftskeyti kölluðu næstu skip til hjálpar. „ Volturno“ brann til kaldra kola og allir um borð fóru í bátana. Af þeim er nú bjargað 521 mönnum, 136 menn vantar enn. X Eimsklpafélaarlð. Sfmað er frá Winnipeg til Reykja- víkur að vinir eimskipafélagsins vestra hafi haldið fjölmennan fund um málið í Winnipeg og hafi þar verið ákveðið að taka rnjög tíflega hlut í stofnun félagsins með almennum hlutabréfa- kaupum. Jafnframt er þess látið getið að Vestur-íslendingar vilji gera þetta fyrst og fremst til að sýna þjóðrækni sína og velvildarhug til íslands. Verði þeim vel fyrir. Stjórnarskrármálið. Umrœður í Danmörku. Símfrétt. Dönsk blöð ræða tnikið um stjórn- arskrárbreytingarfrumvarp alþingis, og flest heldur óvingjarnlega. Knud Berlín hamast móti því og er ríkis- ráðsákvæðið, eða breytingin frá nú- verandi orðalagi, honutn sérstaklega þyrnir í augum. Getgátur eða orða- sveimur er og um, að ráðherrarnir dönsku leggi mjög eindregið rríóti málinu við konung. Sagt að Hannes Hafstein eigi við mikla örðugleika og mótspyrnu að etja í Kaupmanna- höfn um öll íslenzk mál. Danir með- al annars mjög ergilegir yfir gufu- skipaferðaúrslitunum á alþingi. x /\kureyri. Oddur Björnsson prentsmiðjueigandi fór til Reykjavíkur á »Flóru« og kem- ur heim aftur á henni. Ragnar Ólafsson kaupmaður fór snögga ferð til Skagafjarðar um helg- ina og kom aftur á »Ingolf«. Afmœli. Halldór Skaptason ritsíma- stjóri 20. október. Hjúskapur. Stefán Jóhannsson sjó- maður og ungfrú Kristjana Edílons- dóttir. Slysfarir. Kristín Sigurðardóttir kona Guðmundar Jónssonar í Glerárholti andaðist hér á sjúkrahúsinu í síðustu viku. Hún hafði fengið Htilsháttar á- verka innan í nefið er snerist í svæsn- ustu heilabólgu og var hún flutt á sjúkrahúsið aðfram komin. Hún lætur eftir sig sjö ung börn. Strœtagerð. Þessa dagana hefir ver- ið hækkaður upp og breikkaður að mun kafli af Hafnarstræti, frá Búðar- læknum og norður fyrir brauðgerðar- hús A. Scbiöth. Var það þörf og góð vegabót. Enn fremur hefir verið lagt holræsi frá sjúkrahúsinu og beint j sjó fram og var það einnig þarfaverk. Aðkomumenn. Ásmundur Gíslason prófastur á Hálsi, Kr. Eldjárn Þórar- insson prestur á Tjörn, Stefán Stef- ánsson alþm. í Fagraskógi. JVIenfhol- Haramellur fást á ApotheKinu. Barnaskólinn var settur á þriðjudag- inn í honum eru 135 börn. Kennarar hinir sömu og áður. Sa/nsœti héldu kennarar barnaskól- ans Páli rithöfundi og kénnara Jóns- syni, í leikhúsinu á jiriðjudagskvöldið, í tilefni af því að hann hefir kent 1' 30 ár í barnaskóla Akureyrar og ver- ið forstöðumaður skólans um 20 ár. Margir af lærisveinum Páls eru orðnir nýtir menn í góðri stöðu. „íslands Falk“ kom híngað á þriðju- daginn vestan um land og fór daginn eftir. Ætlaði að svipast um eftir út- lendum botnvörpungum nbrðaustan við landið, koma við á Seyðisfirði og fara til Reykjavíkur. Baðhús hefir lengi vantað á Akur- eyri, til mikilla óþæginda fyrir bæjar- búa og minkunar fyrir bæinn. En nú verður ráðin bót á þvf, eins og mörgu öðru, þegat vatnsleiðslan kemst í gott lag. Eru ráðagerðir um að bærinn byggi baðhús og láti reka á sinn kostnað, enda er enginn vafi á, að það mundi borga sig vel. Heyrst hefir og, að maður hér í bænum hafi í huga að setja á fót lítið baðhús og reka fyrir sinn reikning. X Síldarolíuverksmiðian »Æ*ir« í Krossanesi hættir störfum um þessar mundir, því hún hefir lokið að bræða aila þá síld er hún keypti í sumar er þó var nálægt 50,000 tunn- ur. Ur því er nú búið að vinna um 3000 föt af olíu og um 8000 sekki af »guano«. Næsta ár vill verksmiðj- an kaupa margfalt meira af síld, helzt svo nóg verði til að vinna úr allan veturinn. Annar forstjórinn, hr. Schrez- enmeier, sagði »N1.« nýlega, að næsta ár yrði reynt að haga bræðslunni á þann hátt, að ekki yrði vart við ó- daun þann sem lagt hefir af gufunni frá verksmiðjunni f haust, ög ollað hefir ólofti hér í bænum þegar andað hefir norðan fjörðinn. Mun Akureyr- ingum og Eyfirðingum þykja það góð tíðindi. 1 VerOlasr ■ Kaupmannahöfn, var svo sem hér segir, á vörum er komu með síðustu skipum, alt pr. 100 kilo.: Rúgur 12.75, Rúgsigtimél 17.00, Flormél 20.00, Hveitimél 17.50, Hafra- grjón 21.50, Baunir 22.50, Bankabygg 17.00, V2 Ris 18.00, 3U Ris, 21.00, Heilrís 24.50. Haildtaska með læknisverkfærum tapaðist nýlega hér í bænum. Finnandi skili til héraðslœknis- ius á Akureyri.

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.