Norðurland - 18.10.1913, Síða 3
*59
Nl,
G. Gíslason
&
M» Hay*m
Reykjavík
og Leith,
útvega ódýrastar,
og vandaðastar út-
lendar vörur og
selja langbezt ís-
lenzkar vörur.
Sápuverksmiðjan í Glasgow.
Kaupmönnum og
kaupfélögum er
bezt að skifta
við þd.
Hreinlæti er öllum
nauðsynlegt.
Sdpa. Sápa.
Hreinlæti og þrifnaður er ávalt talið
hið augljósasta merki um sanna menn-
ingu hjá þjóðunum. Því meira hreinlæti,
þess meiri menning. Pví meiri sáþueyðsla,
þess meiri þrifnaður. Þetta helzt alt í hend-
ur. Við höfum nú látið rannsaka nákvæm-
lega og bera saman, hvaða sáþugerðarhús
búi til bezta, drýgsta, en um leið ódýr-
asta sáþu og komist að þeirri niðurstöðu,
að það er hin nafnfræga, nær 200 ára
konunglega sápuverksmiðja þeirra
Ogston & Tennants.
Til þess því að gera íslendingum hægt
fyrir með að geta fengið verulega góða
sápu, sem að öllu leyti svari kröfum nú-
tímans, sé drjúg, góð en ódýr, með þægi-
legum ilm og bæti hörundið, höfum við
útvegað okkur söluumboð á íslandi fyrir
þessa ágætu verksmiðju. Sýnishorn og
verðlistar eru til reiðu á skrifstofum okk-
ar í Reykjavík og Leith og fjölgar þeim
altaf jafnt og þétt er biðja okkur að senda
sér nokkurar tegundir af hinum ágætu
sápum frá
Ogston & Tennants.
Sápuverksmiðjan i Aberdeen.
Sápa frá G.
Gíslason & Hay.
NÝJAR BÆKUR
(sendar „Norðurlandi").
Skýrsla nm 'gagnfræða-
skólann í Flénsborg 1912
-1913.
Það ver fáskrúðugasta skólaskýrslan,
sem »N1.« hefir verið send. Nemend-
ur voru 71 yfir skólaárið, skift í þrjár
deildir. Kennara. eru þrír og auk þess
tveir lánaðir frá barnaskólanum í Hafn-
arfirði til að kenna söng og leikfimi.
Ilt er að átta sig á, hvernig ýmsar
greinar hafa verið kendar, því óná-
kvæmt er skýrt frá því í skýrslunni,
og víða vísað í eldri skýrslur. Ekkert
er skýrt frá skólalífinu og yfirleitt fá
menn litla hugmynd um skólann af
skýrslunni. Sjóði á skólinn tvo; standa
í þeim rúmar 800 kr.
* *
*
Annáll nítjándu aldar.
Safnað hefir séra Pétur
Guðmundsson frá Gríms-
ey. Akureyri 1913
Þetta er annað heftið, sem út hefir
komið af »Annál« séra Péturs. Það
nær yfir árin 1807—1814. Margskon-
ar fróðleikur er í bókinni og lýsir
hún vandvirkni og nákvæmni höfund-
arins á frásögnunum. Málið er gott
yfirleitt. Prentun og pappír er f góðu
lagi og frágangur bókarinnar yfirleitt
góður. Menn ættu að kaupa bókina,
hún verður fróðlegt verk, þegar hún
er öll komin út.
Utan úr heimi.
Stórbruni varð f Hróarskeldu 10. f.
m , brann þar til kaldra kola á skömm-
um tíma geysistór hermannaskáli ný-
bygður. Um 800 hermenn höfðu þar
aðsetur en vopn og búningar handa
3000 hermönnum voru geymd þar.
Ekki gekk sem bezt að ná í slökkvi-
lið bæarins, kom það til brunastöðv-
anna IÚ2 kl.tíma eftir að því var gert
aðvart og gleymdi þó að koma með
brunastiga. Slökkvitilraunir gengu yfir-
leitt í handaskolum. Afarmikil spreng-
ing varð þegar eldurinn náði til efri
hæða hússins, því þar voru geymd
sprengiefni og 70,000 patronur hlaðn-
ar. Skaðinn er metinn 500,000 kr.
Loflslys. Tvö þýsk loftskip hafa ný-
skeð farist, undir heræfingum. Orsök-
in talin sú að ofmargir menn hafi ver-
ið í þeim. Alls fórust þar 17 menn,
en allmargir særðust.
X
Eimskipið .Helai masrri'
lagði af stað héðan í dag áleiðis
til Noregs til þess :.ð stunda þar
sfldveiðar með reknetum í vetur. Skip-
stjóri og meðeigandi skipsins, Stefán
Jónasson, fór sjálfur með það og stýr-
ir því í vetur. Stýrimaður er Sigtr.
Jóhannsson, vélameistari Guðlaugur
Halldórsson og skipverjar flestir héð-
an úr nágrenninu. Ennlremur fóru ýms-
ir sjómenn með skipinu til að stunda
síldveiði við Noreg fram undir vorið
(meðal þeirra Þórarinn Dúason á Odd-
eyri og Mikael Guðmundsson úr Hrís-
ey). Alls voru 21 á skipinu.
Það var rétt af eigendum skipsins
(Asgeir kaupm. Péturssyni og Stefáni
Jónassyni), að nefna fyrsta botnvörp-
utiginn sem heimilslang á í Eyjafirði
»Helga magra«, eftir landnámsmanni
Eyjafjarðar. Er nú óskandi að þessi fyrsta
tilraun íslendinga, til þess að fara
að dæmi annara þjóða, og sækja gull
í greipar hafsins, víðar en rétt í kring-
um sitt eigið land, hepnist vel, svo
að framhald geti orðið á og fleiri út-
gerðaimenn komi á eftir í þessum
efnum.
Húsbruni i Qrenivik.
Á miðvikudaginn brann þar býlið
Þengilbakki ,eign Björns bónda Jóhanns-
sonar. Litlu sem engu varð bjargað og
brann þai allur vetrarforði bónda, fatn-
aður, búsmunir o. s. frv. Er skaðinn
honum mjög tilfinnanlegur þvf bæði
hús og munir voru óvatrygðir.
Góð herbergi :“k,:8
stofu inngangi, með eða án húsganga,
eru til leigu handa einhleypum. Ritstj.
vísar á.
Mér var í haust dregin hvft lambgimb-
ur, sem eg á ekki, með marki mínu
sneitt aft. h. og biti aftan v. Réttur eig-
andi gefi sig fram við mig sem fyrst.
Hallbjarnarstöðum í Reykjadal 14. okt, IgI3.
Örn Sigtryggsson.
Kaupendur
NorðurlandS
eru beðnir að muna eftir að gjalddagi
blaðsins var.
fyista júní
síðastl. Skrifa má inn andvirði þess
við flestar verzlanir á Norður- og Aust-
urlandi. Skuldir manna við blaðið
fyrir eldri árganga eru núverandi út-
gefanda þess óviðkomandi. Eyfirðing-
ar eru sérstaklega mintir á að borg-
un fyrir blaðið má skrifa inn og er
veitt móttaka í Kaupfélagsverzlun
Eyfirðinga.
J^orvaldur JPá
álsson,
læknir
sérfræðingur í meltingarsjúkdómum
Viðtalstími kl. 10—11 árd.
á Laugaveg 18 B.
Talsímar 334 og 178.
Vorvísa.
roðnar. is þiðnar.
Ár flæða. Snjár brœðist.
Tíð batnar. Féð fitnar.
Fold skreytist. Öld teitist.
Alt fegrast. Ilt megrast.
Önd vaknar. Bönd rakna.
Hagr lifnar. Hugr dafnar.
Hönd styrkist. Lönd yrkjast.
J. Ö. JÓNSSON.
X
+
Benedikt Sölvasorj,
hreppsnefndaroddviti á Ingveldarstöðum,
fæddur 1848, dáinn 22. júní 1913.
Því er svo hljótt? um hæstan sólar dag
er heróp lífsins syngur náttúran,
því er svo kalt? svo langt fyrir sólarlag,
sem leggi nágust yfir hvern einn rann,
á ásjónu hverja skyggja þrungin ský,
sem skjálfi þrútið neggið brjósti í.
Það er ei undur, þó að hér sé hljótt
og þjóti kaldur andi lýðum mót,
hér er á skollin niðsvört dauðans nótt,
náskuggar duna undir fjallarót.
Því þar sem að dauðans engill er á ferð
alvaran ríkir þung og mikilsverð.
Já, dauðans engill var hér víst á ferð,
og voða snögt hans komu nú að bar,
sem þjóti bylur eða sveiflist sverð,
svo hans áhlaup reginhart nú var
er sprota laust að höfði heiðursmanns,
höfðingja sveitar, sóma fósturlands.
Brotið er skarð í bænda strjálan hóp
brotið er skarð í fjelags lágan garð
hniginn er sá, er sveitar heiður skóp
í sveitunga fylking jafnan fremstur varð,
vandi mun skarð það skipa er autt er hér
því skapseinkenni hans svo fár á sér,
Djúpsetta hygni, gáfna glæstan krans,
geðprýði, ráðsnild, áreiðanlegheit
og margt, margt fleira prýddi hærur hans,
með hreinni sannleiksást á málin leit,
framtíðar skildi framsókn manna bezt,
þó fjölguðu ár og kendi heilsubrest.
* *
*
Við vonuðum að þú ættir nokkur spor
þó aldurinn væri þegar nokkuð hár,
ógengin hérna mitt á meðal vor
miðlandi ráðum, lækna félagssár. —
Nú ert þú hniginn grafarrúm í rótt,
raun var að sjá á bak þér svona fljótt.
Dáðríkt er endað æfi þinnar starf,
er nú fengin hvíldin Iengi þráð,
þú sveitungum skilur eftir dýran arf,
þín ítra minning seint mun hjá oss máð
ráð þín og framkvæmd, djúp og hlý og
hrein,
þau hafa reist þér dýrstan bautastein.
Þökk fyrir ráðin þín, eins forn og ný,
þökk fyrir störfin öll á meðal vor,
þökk fyrir atlot þýð og vinarhlý,
þökk fyrir gjörvöll æfi þinnar spor,
þökk fyrir alt, — Hinn þreytta hvílirnótt,
Þröngt er mér um hjarta. Sofðu vinur rótt,
Sigurj, Jónasson,