Norðurland

Eksemplar

Norðurland - 18.12.1913, Side 1

Norðurland - 18.12.1913, Side 1
NORÐURLAND. 55. blað. Akureyri; 18. desember 1913. XIII. ár. J. V. HAVbTEENJi verzlun, Oddeyri hefir miklar birgðir af allskonar matvöru, jarðepium, kæfu, saltfiski og m. fl. Verð á Rúgméli 50 kg. 9,50, Bankabygg 50 kg. 13.50, Hafragrjón völsuð kg 0 32, Hrísgrjón »Caroline« 0.50, Heilhrís 035, Hálfhrís góður 0.25. Kaffi nr. I i.8o, Kaffi nr. 2 1.60, Melfs í toppum og kössum 0.55. Allskonar brauð: Kringlur 0.55, Tvíbökur 0.85, Hveitikafring 045. (Alt miðað við kilovigt). ÚTSALA: Fataefni margskonar með miklum afslætti frá 20—30 %, t. d. Hálfklæði svart í kvenföt, sem kostað hefir meterinn 1.80, er nú selt á 1.25. Munið eftir að engin verziun hér hefir jafn góð og fjölbreytt hvít léreft. Prjónapeysur handa fuiiotðnum og börnum o. m. m. fl. Skófatnaður góður. TIL JÓLANNA OQ NYÁRSINS: Kerti allskonar, Confect nr. 1, Hasselhnetur 1.25, Valhnetur 1.15, Confect-rúsínur nr. 1 1.50, Krackmöndlur 2.50 (hvert kilo). Lakrits, enskur, mjög ffnn. Salmiakspastiller. Niðursoðið syltetöi, allskonar fiskmeti, Sardiner, Ansjóser, Fiskeboller o. m. o. m. fl. Járnkítti óbrigðult í sprungur á ofnum og ofnpípum, eldstóm og pottum, nýkomið, dósin kostar 0.65 og 1.25 RjÚpur eru altaf keyptar til 15. febr. 1914 á 20 — 25 au. stk. Alsokkar gráir og hvftir frá 0.70—100. Sjóvetlingar 35—60 au. Fingravetlingar góði vel borgaðir. Jarðarför Fr. Madsens beykis, seni andaðist 11. þ. in. fer fram frá heimili hans. Strandgötu 27 a. næstkomandi laug- ardag og hefst kl. 12 á hádegi. Eftirmœli barns. Sölnuðu laufi bylur blœs og feykir, blágrdum skýjum upp á loftið hreykir; þröstur er flúinn, lóa lögð á flótta, Ijósmóðir fífils bleik af vetrarótta. Haust er i bygð en vetur úti á víði. Vonin er eins og báruhrakið skiði, þeirra, sem búa þarna út við sœinn. Þar biður ekki sólin góðan daginn Belgir sig hátt og blœs í stóran lúður breki, sem er að fjörugrjóti knúður. Kemur þd sumum klukknahljóð i eyra: hverft verður þeim, sem skapadóminn heyra. Enn meira þeir, sem undir verða að liggja afleiðing dóms og fram i sortann hyggja. Hjörtum, sem trega, verður fátt að verjum. Vökul er sorgin eins og bára á skerjum. Sorgin, sem man hinn fagra fífil horfinn. fallinn i val, er Ijáuð voru orfin, mœnir á hafið, dreymir inn í drungann drafnar, sem stynur langan bœði og þungan. Timinn þó grœðir sérhyert sár, er líður. Sunnan á vori dís í skýjum ríður. Föður og móður gejur gull í varpa. Guðar við fjöru siljurstrengjaharpa. Gióeyg i túni glókoll nýjan signir. Gulli við bœinn jram að hausti rígnir. Þá er að minnast barns með bros á vanga. Bláklceddar öldur. syngja út við dranga. Guðm. Friðjónsson. í SkipaferOir 1914. Otto Tulinius konsúli hefir fengið trá Höfn, skrifað uppkast að ferða- áætlun skipa Bergenska íélagsins næsta ár, hér við land, og hefir hann góð- fúslega sýnt »N1.« áætlunina. Fyrsta skipið fer frá Kristjanfu I. apríl, f Rvfk. 10. apr., frá Rvík. 13 apr.,ísafirði 15-apr., Akureyri 17. apr., Seyðisfirði 19. apr., og verður í Kristjaníu 28. apríl. Annað skipið fer frá þrándheimi 15. apr., Eskifirði 23. apr , Seyðisfirði 24. apr., Húsavík 24. apr., Akureyri 25. apr., Sauðárkrók 26. apr., ísa- firði 26. apr., Reykjavík 29. aprfl. Annars koma skipin til Akureyrar á leíðinni vestur og suður um land: 25. maí. 25. júní, 25. júlí, 25. ágúst, 25. september og 25. oktbr. En á leið austur um land til útlanda; 17. apríl, 17. maí, 17. júní, ij.\ júlf, 17. ágúst, 17. septbr. og 17. oktober. — Fulltrúi félagsins hér í bænum er Hallgr. Kristinsson kaupfélagsstjóri. Þá hefir ráðherra Hannes Hafstein gert samning fyrir hönd landsjóðs við Þórarinn Tulinius stórkaupmann í Höfn um að hann annist strandferðir við ísland árið 1914, fyrir 30 þús. kr. tillag úr landssjóði. Ætlar Tulinius að láta skip sem er á stærð við »Austra« annast þær, og á það að fara 7 hringlerðir umhverfis landið á tímabilinu april — oktober. x Akureyri. Látinn er hér í bænum 11. þ. m. Friðrik Madsen beykir, danskur mað- ur að ætt, en hefir starfað hjá Carl Höepfners verzlun um 40 ár. Hann giftist íslenzkri konu fyrir nokkrum ár- um og átti með henni eina dóttur, sem nú er 10 ára, en kona hans er dáin. Madsen sál. var vandaður mað- ur, reglusamur um alt og óhlutdeilinn. Síldarafli dálítill hefir verið hér á Pollinum síðustu dagana. Verðið á sfld mun vera um 7 kr. fyrir tunnuna til kaupmanna. <Helgi kongur« kom til Rvfkur f gærdag á leið hingað frá útlöndum. Söngskemlun ráðgerir hr. Kristján Möller að halda hér í bænum innan skamms. Hann hefir mjög góða söng- rödd og vill »N1.« ráða lesendum sín- um til þess að hlusta á hann, þvf þar mun góð skemtun á boðstólum. Kyikmyndaleikhúsið sýnir nú ágæta mynd úr þýzk-danska ófriðnum 1864, sem allir ættu að sjá, sem geta. >Mjölnir« heitir blað, sem farið er að gefa út hér í bænuin Ábyrgðar- maður og ritstjóri Guðmundur Guð- laugsson. Umslög með »firma« nafni, fást í prentsmiðju Odds Björnssonar. Skófatnaður mjög vandaður og ódýr er seldur með 10°|o afslætti til ársloka, í verzlun Sig. Sigurðssonar. ** ölubúð mín verður lokuð vegna vörukönn- unar frá 2. til 17. janúar n. k. Akureyri 12/i2 1913. Otto Tulinius. ♦ 4 Vandaður, vel unninn prjónasaumur er borgaður með langhaesta s verði í Gi an ufélags vei zlun. Oddeyri 5/ia 1913. Pétur Pétursson.

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.