Norðurland - 04.07.1914, Qupperneq 2
Nl.
roo
þeir að játa, að það er margt, sem
spillir loftinu hérna, og eitrar það,
margt sem við gengst á því sviði,
sem hvergi á sér stað í stótborgum,
enda mundi þar brátt valda drepsótt-
um.
Eg hygg að allir, sem skoða mál-
ið með nærgætni, játi að við geturn
ekki veitt fátæklingum haganlegri hjálp
enþá,aðstyðjaað þvíað gerabörnin þeirra
hraustari og heilsubetri, enda sú hjáip,
er þeir ættu hægast með að þiggja.
Kvennféiagið »Framtíðin< hér í
bænum hefir nú f vor veitt dálitla
fjárupphæð til þess að gefa með 3
fátækum börnum í sveit 2 mán. tíma,
þetta er góð og lofsverð byijun.
En þegar farið er að leita að
hvar þörfin sé mest, þá er vandi úr
að ráða, því þörfin er margfalt meiri
en hægt er að fullnægja.
Hvernig á að fara að þessu? Mikils
metinn borgari hér í bæ kom fram
með þá uppástungu, er þetta bar í
tal, að fara að dæmi náunga okkar í
útlöndum, reyna að safna nokkru fé
með frjálsum samskotum, til þess að
geta komið fyrir þó ekki væri nema
öðrum 3 börnum á góð sveitaheimili
umtíma.Með leyfi borgarans sendi eg
hugmynd þessa áleiðis til athugunar.
Akureyri. H. B,
í
Alþingi
það var sett 1. júlí eins og til stóð.
Fyrst var gengið í kirkju eins og
venja er til og las síra Sigurður í
Vigur þar yfir þingmönnum. Eftir
að kjörbréf höfðu verið rannsökuð
var gengið til kosninga. Forseti
sameinaðs þings var kosinn síra Krist-
inn Daníelsson með 18 atkv. en
Jón Magnússon fékk 17. atkv. greiddi
sjálfur eigi atkv.
Varaforseti Sigurður þróf Qunn-
arsson. Skrifarar sr. Sig. Stefánsson
og Einar Arnórsson.
Þá voru kosnir til efri deildar
þessi 8 þingm. G. Ól., Hákon, Jóseþ,
K. E., K. F., Kr. D., M. P, Sig. St,
Forseti efri deildar var kosinn Stefán
skólameistari Stefánsson, varaforset-
ar Júl. Havsteen og Jóseþ Skrifarar
Stgr. og B. Þorl.
Forseti neðri deildar Ólafur Briem
og varaforsetar Pétur og Bened,
skrifarar E. P. og Ouðm. Hannes-
son.
Petta gerðist nú þingsetningardag-
inn síðan hefir lítið annað verið
starfað en kjósa í nefndir og eru
þetta þær helztu: Stjórnarskrárnefnd;
E. A. Pétur, Skúli, J. M, B. Vogi,
S.' St, G. H.
Fjáraukalög Hjörtur, Sig. búi, Jón
Hvanná, Björn Rangá, Guðm. E,
E. P, P. J.
Kosningalaganefnd: Magnús Kr,
Jóh. Eyj. B. Sv. Þórarinn, Sig Egg-
erz, Skúli Matthías. Nefndir í efri
deild: Siglingalög, Eiríkur, Sig. St,
K. E, Hákon, Kristinn. Varnarþing í
eiiikamálum Steingr. Björn Þorl, og
Jóseþ.
Skrifstofustjóri þingsins er Einar
Þorkelsson en skjalavörður Pétur
Magnússon skrifarar als 15 flest
stúdentar.
Ekkert samkomulag hefir enn
komist á hjá meirihlutanum um ráð-
herravalið, en sagt að margir séu
um hitann. v
STORT UPMPBOEr
verður haldið við húsið nr. 101 í Hafnarstræti föstudaginn þ, 10. júlí n. k-
kl. 11 f. h. og þar seldur ýmiskonar búðarvarningur svo sem allskonar
fatnaður, höfuðföt, hálstau, skótau og m. m. fl.
Einnig verða ýmisl. húsgögn seld t. d. stólar, borð, Divan, sængurföt o. fl-
Söluskilmálar birtir á uppboðsstaðnum.
Akureyri 3. júlí 1914.
Bald. Ryel.
Akureyri.
Ritsjóri Norðurlands hefir verið
beðinn að veita móttöku samskotum
ef bæjartúar vilja styðja að því að
fátækum börnum úr bænum verði
komið á góð sveitaheimili tíma úr
sumrinu. Oss er ánægja í að verða
við þeim tilmælum og er vonandi að
bæjarbúar taki vel í málið. Samskot-
unum þyrfti að vera lokið fyrir 15.
þ. m.
Jóh. Christensen kaupm. og frú hans
fóru til Ameríku með »Vestu< í gær.
Bald. Rvel verzlunarstjóri fór á
»Ceres< til Rvíkur um daginn en kom
aftur heim á »Veslu« í gær.
P. Bernburg í Rvík er væntanlegur
hingað með hljómleikaflokk sinn á
»Botníu« næst. Ráðgerir hann að efna
hér til hljómleika um næstu helgi.
X
Símfréttir frá útlöndum.
Símfrétt i dag.
— Krórtprinshjónin i Austurríki
voru skotin til bana á götu i höf-
uðborg Bosniu; Serdjevo 28. f. m.
— Bandarikin og Meksikó hafa
samið um Jrið með sér. Bandamenn
áskildu að Huerta forseti legði nið-
ur völdin.
X
Bækur.
Tvö smárit voru mér send af höf-
undum þeirra, sem eru svo mikilsverð
og vel samin, að öll landsins blöð ættu
með þeim að mæla, þótt sérprentan r
séu úr tfmaritum.
Annað er fyrirlestur Ágúst Bjarna-
sonar, doktors 1 heimspeki og háskóla-
kennari:
Unt rannsókn dularfullra fyriibrygða.
Höf. fer þar vel og gætilega með
vandasamt rannsóknarefni; því fyrst er
hreyfingin afar margbreytt og erfið,
enda annað tveggja langt of skamt
komin, ellegar ofar og neðar öllum
vísindum. Höí. sýnir tilraunir nokkurra
frægra sáifræðinga að skýra fyrirbrigð-
in, gerir það óhlutdrægt og furðu
skiljanlega fyrir ólærða menn en þeir
herrar eru skamt komnir, eins og hann
játar, enda liggur sú skoðun nær og
nær, að náttúrufræðingar, sem beita
þekkingaraðferðum efnishyggjumanna
standa jafn illa að vígi gagnvart hinna
ótrúlega víðtækju hreyfingu, eins og
maður, sem ætlaði sér að flysja fert-
ugan hval með pennahnífi sínum. En
reyni menn samt alt hvað jæir geta.
Mun eigi alt vera núttúrlegt? eða yfir-
náltúrlegt? eða máske alt hið yfirnátt-
úrlega náttúrulegt?
Hitt ritið heitir: Nýju skólarnir enskux
eftir Jónas Jónsson, kennara, frá Hriflu.
Fyrirlestur þessi er bæði fróðlegur og
skemtilegur, enda er höf. manna fær-
astur að rita fyrir alþýðu, og er þó
hitt meira, að hann er heitur og
hræsnislaus framfaravinur, sem reynir
að orða svo hverja málsgrein, að menn-
ingin komisl inn íjólkið Það er stefna
hinna dönsku Grunnvíkinga. Hinsveg-
ar er Jón Boli sá karl, sem ekki skort-
ir textana. Ilann er maður svo ríkur
og auðugur, að ekki helzt við hvergi
er hann beitir hornum sínum. Það eitt
má finna til foráttu hinum mikla
nýja Kríteyjar-bola, að helzti skamt er
hjá honum öfganna milli. Veldur því
margt, og. eigi minst það, að hans
innræti er reglan, *fair play«, sem
þýðir, að láta menn sjálfráða meðan
heildina sakar eigi til skaða.
Eg vil því mæla með báðum þess-
um ritkornum; hið fyrra birtist í
Skírni en hið síðar nefnda í nýju tíma-
riti, sem nefnist Skinfaxi. Jafnvel í
skömmunum erum vér mörlandar að
magnast, að í afturförunum er oss að
faia fram!
M. J.
Leiðrétting: í grein í síðastabl.
umfellirinn stendur: að hlaða drekann,
en á að vera: hlaða drekanum. Það
var ekki verið að tala um dreka —
skip. Aðrar prentvillur í sömu grein
má lesa í málið.
M. J.
X
Utan úr heimi.
Sameinaða félagið helir nú fyrir
skömmu sent út ársieikning sinn fyr-
ir s. I. ár. Tekjuafgangur þess varð
8 miljónir 378 þús. kr., er skift var
þannig: Nálægt 4 milj. alskrifuð íyrir
rýrnun á skipunum. 443 þús. kr. á-
góðahluti til starfsmanna. 1 miljón 500
þús. kr. lagt í varasjóð, hluthöfum
borgað 8 af hundraði í vexti og af-
gangurinn eða 281 þús. kr. fært til
næsta ársreiknings.
Yngsla dóttir Wilsons forseta, 23
ára gömul giftist nýskeð skrifstolu-
stjóra I ráðaneytinu í Wasthington
sem var rúmlega fimmtugur að aldri
og átti bæði börn og barnabörn, þyk-
ir Ameríkönum sá ráðahagur skrftinn.
Stœrsta herskip heimsins var sett á
flot 14 f. m. í Newport. Það heitir
»Texas«, fer 21 sjómílu á klukkustund
og hefir 35 »stórfallbyssur«.
Áœtluð gjöld til enska hersins eru
næsta ár 947 miljónir kr.
flinrik Thorarensen
stud. med. kom hingað með ,Vestu‘
og dveldur hér hjá foreldrum sínum í
sumar.
Brynjóifur Arnason
stud. jur kom með síðustu ferð Vestu
frá Höfn dvelur hér um tíma. —
I fjærveru minni hefir K?
verzlunarstjórií*01
uin Ryel ótakmarkað umboð til PeSS
fyrir mína hönd að innheimta
standandi skuldir, sjá um húseign
mína hér og í heild sinni annasD1*
mér viðvíkjandi.
Akureyri 3. júlí 1914.
Jóh. Christensen.
Samkvæmt ofanskráðu er hérrtieð
skorað á alla sem skulda Jóh. Chri^'
ensen að hafa greitt skuldirnar ti!
mín fytir 1. okt. næstkomandi e^a
að öðrum kosti að semja við rnté
um greiðslu þeirra sem fyrst.
Akureyri 3. júlí 1914.
Bald. Ryel.
Embættispróf
við háskólann í Rvík hefir nýstce^
tekið
í
I guðfrœði Jakob Kristinsson die
fyrstu einkun og er hann nú ráðinn f*
Winyard f Ameríku sem prestur í sta
síra Ásmundar Guðmundssonar ér þjeíl
að hefir þar tvö síðastliðin ár.
X
Pistill frá Jótlandi.
26. maí 19'
Bardagi í Meksikó — Svíakonufle
batavegi — Vinnulýðsófriður —
vallarlög Dana — Ferðalag kongsins
ar — »Dótturlandið« — Steinolíuk0,lUg]U.
urinn—Séra Arboe Rasmussen — ^6U^]jg
kona og Hvalseyjarprestur — BafIlUl'
í Svíþjóð,« —
— í útlöndum skeður nú fátl’ sC
í frásögur sé færandi. MeksikóupP1113^
ið, sem leyt illa út, er nú svo
búið, fyrir milligöngu stórvel“3
mest Ameríkumanna. ÓróinnfA'*53
i bata'
líka. Gustaf Svíakonungur er 3 ___
vegi, eftir hættulegan uppsk0^' j
Smáskærur víða í veröldinn'
verkföllum; eitt núna t. d. (
^jTríhöff'
inni« f Khöfn. Vinnufólkið beit,r
óspaI
þeim vopnum, til að fá hsekkn^
sín- iíJSÍ
Loksins ætlar þó dönum a°
að grundvallarlögin þeirra, gatl%' ^ því
um þingið, þó með breydD§!UI,1l.g J,
hægrimenn þvælast fyrir og e'°.^sCfi'
C. Christensen með sinn stóra
mannaflokk. Hann haltrar á bá^a fldí,
ar, eins og vant er. Hér út
brosa bændur að þessu stf ( fjestr
þrasi. Þeir hugsa meira ud1 ^efnjlega
og sitt smér og sitt két> að þeif
d ^ ’ - seg'
framleiðsluna. Þeir vita a'
eru kjarni og kraftur rfk1
jast vel geta lifað án
Khöfn ekki án sín!
sins
og
K.hafo»r’
en
r búi00 '
Konungurinn er nú þe8a ^
iúka sinni euróniskU hring
firásog0 {
AttöfcUÍ,n1,
dýrðina og dálætið á 111 fallcg*f
ljúka sinni evrópisku
on — París — Belgia "
eru nú öll blöðin fuú a*
París þótti kveníólk,nU
SV0