Norðurland


Norðurland - 18.07.1914, Blaðsíða 2

Norðurland - 18.07.1914, Blaðsíða 2
Nl. 108 Alþingi 1- Frumvarp, til laga um: Afnám fátækratíundar, féll með 17 atkv. gegn 6 atkv. Frumvarp um: Sjódóma og rétt- arfar í sjómálum. Nefnd Matthías, M. J. Kr., E Arnórsson, Þorleifur, Guðm. Hannesson. Fánanefnd: E. d.: Sig. Stef., Jósep, Karl. Finnb., M. Pétursson, Guðm. Björnsson, Stjórnarskrárnefnd, E. d.: Steingr., Kr. Dan., Sig. St., B. Þorl, K. Ein- arsson. Veganefnd, E. d.: Júl. Havsteen, G. Ól, G. Bj, Jósep, Kr. Dan. Ráðherra (H. H.) flutti frumvarp um strandferðir, í nefnd kosnir, N. d. M J. Kr, Sv. Bj, Þorleifur, B. Kr, Matth. Ól, St. St, Hj. Sn. Sama mál í E. d. Nefnd: G. Bj, Bj. Þ, Jósep, Hákon, Guðm. Ól. Skipsbruni á Siglufirði Flutningaskipið „Úranía“ brennur þar á höfniqni og brytinn ferst í eldinum. Morguninn 13. þ. m., um kl. 4. urðu menn þess varir á Siglufirði, að eldur var kominn upp í flutningaskipi, er lá þar á höfninni og »Úranfa« hét, frá Noregi. Var eldurinn þá orðinn svo mikill, að ekki náðist tii inngöngu í káetu skipstjóra og bryta. Fyrst voru brotnar þiljur ofan af skipstjóra- káetunni og náðist skipstjóri. Var skegg og hár nokkuð brunnið og brunasár hafði hann, en ekki alvarleg. Þá var brotist á sama hátt niður í káetu brytans, en hún lá rétt hjá hinni. þegar gat var komið á þiljur, rétti brytinn hendina upp, hafði heyrt rifrildið og stigið upp á stól, en f því að björgunarmenn gripu í höndina, sem upp kom, gaus þar með upp eld- súla, og mistu þeir handarinnar. Var nú alelda í káetu brytans og engin tiltök að bjarga honum, brann hann þar inni. Skipið var svo að brenna allan daginn og kl. 9V2 um kvöldið var Helgi Magri (botnvörpuskip), feng- ið til að draga það brennandi inn á »leiruna«, en skipið er úr stáli og mjög ilt að það sökkvi á Iegunni. »Úranía« var nýkomin til Siglufjarðar og hafði útgerðarféiagið »Kveldúlfur« (Richard Jensen) tekið það á leigu yfir sumarið. Ekkert er uppvíst um, hvernig eldurinn hefir komið upp, þó helzt sé giskað á, að kviknað. hafi í kolum á skipinu. O. C. Thorarensen konsúll Norð- manna og Páll Einarsson bæjarfógeti, fóru til Siglufjarðar á fimtudaginn var til þess að halda próf f málinu. Þorvaldur Guðnason. Hann andaðist 18. þ. m. af sorg- legu slysi; fór kl. 51/2 þá um morg- uninn, einn á bát, fram f þilskipið »Henning«, til þess að »pumpa« hann, hefir svo fallið út af skipinu, þegar hann ætlaði að fara niður í bátinn aftur, og fanst druknaður við skips- hliðina um kvöldið, með nokkurn höggáverka á enninu, er þykir benda á að hann hafi dottið af skipinu nið- ur á bátsborðstokkinn. Þorvaldur heitinn var utn 55 ára gamall. Kvæntur Marfu Jónasdóttur, valkvendi og dugnaðarkona og ólu þau hjón upp 3 fósturbörn. Þorvaldur var sérlega duglegur og áreiðanlegur maður, enda græddist honum nokkurt fé, þó hann réðist ekki sjálfur í nein framleiðslu- eða fjárglæfrafyrirtæki. Eg var samverkamaður hans síð- ustu árin er eg var við verzlun etaz- ráðs Havsteens (nú fyrir 9 árum), hann var þar þá pakkhúsmaður og verkstjóri og hefir verið það síðan, eg hefi varla þekt samvizkusamari og húsbóndahollari mann en hann var og var hann þó mjög vel liðinn af verka- mönnunum. Með Þorvaldi er hnigin í valinn góður og heilbrigður en yfirlætislaus borgari þessa bæjar. 6. S/. VORULL. Kaupir undirritaður gegn peningum og vörum, greið viðskifti. Verzlan St. Sigurðssonar og E. Gunnarssonat■ Stefár) Sigurðssofl- Reynið Gyllenhamars íslendingar erlerjdis. — Jónas Guðlaugsson skáld hefir samið skáldsögu »úr íslenzku bænda- Iífi« segja dönsk blöð, er heitir ,Mon- ika‘. Gyldendal hefir gefið út. — Saga Gunnars Gunnarssonar »Gestur eineygði* er komin út í annari útgáfu og fær mikið lof hjá nafnkend- ustu ritdómurum Dana. — í dánarskýrslu Kaupmannahafnar 15. apríl, eru tvær konur nefndar með islenzkum nöfnum: Ingibjörg Marfa Jónasdóttir, gift manni er Ekström heitir, og Anna, gift E. Jóhannessyni verkamanni. Sfldarafli allgóður er nú byrjaður hér tvo síð- ustu dagana. Allmörg skip hafa kom- ið inn með frá 3—4 hundruð tunnur. Verksmiðlan -Æalr* í Krossanesi er að taka til starfa, Kaupir síld af 18 skipum í sumar. Yfirmaður er þar sami og í fyrra, hr. Holdö. B ezt allra orjfar ætíð vúkUð )S fpfrner^j Finnur Jónsson, Pósthúsinu á Akureyri. Símfréttir frá útlöndum. N-ó-t-u-r Símfrétt i dag. Huerta Meksikóforseti er farinn frá völdum. Carbaajal hershöfðingi gegnirfor- setaembœttinu þangað til nýjar kosn- ingar hafa farið fram. fyrir piano og orgel, mikið úrval, ný^omið í bókaverzlup Kr. Guðmundssonar. Fjármark Freysteins Sigurðssonar Efsta- landi Oxnadal er: Hamarrifáð hægra, stúf- rifað og gagnbitað vinstra. Brennimark: Freyst. hafragrjón Þeir sem einu sinni hafa reynt þau, kaupa aldr' ei önnur hafragrjón. Miklar birgðir nýkomnar 1 uerzlurt Ötto Gulinius. Okkar nýi verðlisti í er útkominn og er sendur ókeypis ef óskað er. A. E. G. Dansk Electricitets Hlutafélag CHRISTIAN IX GADE 5, KÖBENHAVN K- Ishús Sn. Jónssonar. ÞEIR, sem enn eiga geymd matvæli á íshúsi Sn. Jónssonar, verða $ gera aðvart deginum áður, en þeir þurfa að fá þau afhent af íshúsinU/ sökum þess, AÐ ÍSHÚSSTJÓRINN ER VIÐ ÖNNUR STÖRF BÚNP' INN, en með þessu móti er hægt að fá þau afhent á hverjum virk# ............ degi. .......... DiaboJd skilur 120 lítra á Kostar 75 kr. Reyn^af fengin fyrir því, er bezta skilvindan, se nú er seld. a > * hiíi Auk þess er nn til ný stærð, er l hingað með næstn 'tX um. Er hún af .s0l£ gerð, en skilur aðeins lítra á klukkustund. ^oS ar 55 kr. Aðalumboðsma^ur Oiio TuliniuS

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.