Norðurland


Norðurland - 17.10.1914, Blaðsíða 1

Norðurland - 17.10.1914, Blaðsíða 1
NORÐURLAN D. Akureyri 17. oKtóber 1914. Góða og hieina Haust- ull kaupir hœsta verði í alt haust Carl Höepfner! 0 verzlun. Q 40. blað. | Gjalddagi »norðurlands« var fyrir I. maí. Kaupetidur eru beðn- ir að muna eftir að borga biaðið. Sérstaklega eru þeir sem enn skulda fyrir síðasta árgang ámintir pm að láta það ekki dragast lengur. Kraftakvœði til Hannesar Hafsteins. Heyrði eg storminn sterka, Straumanna kviku röst — Laxana stökkva, stikla — Strenginn, með sporðaköst. Heyrði' og Geysi og Gullfoss: Gleiturnar við og við — — Samhljóma mátt og mildi, Munklökkvi’ og hjartafrið. Svo var þinn óður endur Og enn jyrir skamri síund Söngstu svellin aj vötnum, Sólbráð og Vor i lund. Siðast sló hörpuhjartað i Hafísnum sterkast, mest, Par heyrði’ eg svan þinn syngja — í sárunum kannske bezt. Ekki’ er í hjarta hlátur, Pó hlœgir mig nú að sjá Svanvœnginn sárum gróa, Svifa’ yfir fjöllin blá. Skaflinn var háll og harður t Heljarbrekkunni efst — En þar sem eggjarnar enda Upploftið frjálsa hefst. Sigurður Sigurðsson. k Súrheyshlöður. Grein þessi er hér prentuð eftir »Lög- bergi« 26. febr. 1914, samkvæmt beiðni hr. Aðalsteins Kristjánssonar frá Winni- peg, og væntir hann að bændur á íslandi lesi hana með athugalli eftirtekt.) Forðabúr þau, er á hérlendu máli eru kölluð silós, en á íslenzku mætti kannske nefna súrheyshlöður, eru nú asðimikið farin að tíðkast í Bandaríkj- Um og víðar. Hefir margt og mikið verið um nytsemi þeirra jkráð í ýms tímarit hérlend, og hafa sumir búfróðir menn talið hlöður þessar traustustu stoðina Undir búpeningsrækt, er hveitiræktin tekur að þverra. Hér í Canada eru súrheyshlöður, að því er oss er kunnugt, tiltölulega lítið brúkaðar enn. Þó má ganga að því Vísu, að þær »komist í móð« hér líka, við vaxandi reynslu, og jafnvel ekki ósennilegt, að þær súrheyshlöður, sem svo vel hafa gefist í Bandaríkjum, mætti og nota á íslandi, með ein- hverjum breytingum. Væri það ekkert Smáræðis hagræði, ef það tækist. Það yrði, einkum á Islandi, stórvægilegur Verksparnaður og óþurkatjónið hlyti *ð miklu leyti að hverfa. Vér höfum átt tal um súrheyshlöður Víð nokkra bændur úr Bandaríkjum, eh sérstaklega við Stíg Thorvaldsson ftá Akra í Norður Dakota, sem er hafnkendur dugnaðarmaður og fyrir- •hyndar bóndi, austfirzkur að ætt. Hann hefir komið sér upp súr- ^eyshlöðu, og mæltumst vér til við Jjann að segja frá hans reynslu og Pekkingu á hlöðum þessum í Lög- bergi Nú hefir hann sýnt oss þá velvild, að senda greinagóða ritgerð um þetta Isfni, sem vér birtum hér á eftir. Væntum vér að hún geti orðið þörf hugvekja bændum hér nyrðra, og ef til vill vísbending einhverjum áhugasömum löndum austanhafs. Greinin er þannig:. Akra N. Dak. 8. Febr. 1914. Heiðraði ritstjóri Lögbergs Stefán Björnsson. Eg þakka kærlega fyrir góðvildina er þú sýndir mér, þá er eg var í Wpg. { haust, en skammast ætti eg mín að hafa ekki enn sýnt neinn lit á að efna loforð mitt við þig, að segja þér um mína reynslu á »siIos« og súrfóðri handa gripum, og skal eg nú með fám llnum gera það. Þetta er þriðji veturinn, sem eg fóðra á þessari fóðurtegund, og í sannleika er þetta fóður betra í ár, en hin tvö undanfarin; sem kemur til af því, að þetta næstliðið sumar þroskaðist mafsinn betur en áður, en það orsakaðist að nokkru leyti af þurru og heitu tíðarfari á þeim tíma, sem helzt 4>urfti með, og að nokkru leyti reynslu minni og þekkingu á, hvað útheimtist til að geta ræktað þroskað »corn«, hefir aukist dálítið í seinni tíð. Bygging og tilhögun. Eg bygði mitt »silo« úr holum steinsteypu-»blockum« fyrir ofan jörð, en niðri í jörð steypti eg steinsteypu- hólk innan í jörðina. Það er 12 fet niðri í jörð og 18 fet upp úr jörð, alls 30 fet að hæð, og 12V2 íet að þvermáli að innan, hringmyndað einsog strokkur, og jafn vítt frá botni og upp í topp, með þaki úr borðum og pappa Að sjálfsögðu eru þessar steinsteypu-blokkir lfmdar hver í aðra með »mortar« og á milli hverra blokka raða er lagður gadda- vír, til að styrkja hleðsluna, því að þrýstingurinn að innan er mikill, þegar í flátið er komið; tugir tonna af hálf-blautu, söxuðu »corni«, grænu af akrinum, og á stundum með regn- vatni eða náttfalli í ofanálag við vökvann úr korninu. Á þeirri hlið á ílátinu, sem að fjósinu snýr, eru op hvert upp að öðru, með 4 feta milli- bili, og eru þau svo útbúin, að hent- ugt er að loka þeim, með til þess gerðum hlerum úr borðum. Út um þessi göt er fóðrið látið, þegar það er brúkað í fjósinu: byrjað að láta útum efsta opið, og þegar lækkar f flátinu, þá er fleygt út um það næsta, og svo koll af kolli; en á móti þessari oparöð er til þess gerð renna, að útum hvert opið sem fleygt er, þá rennur það ofaní þró í fjósinu og er þar mælt út á milli gripanna, en rið eða stigi liggur frá gólfi og upp f topp á ílátinu, sem þægilegt er að komast úr og inn í hvert opið sem er, til þæginda fyrir manninn, sem fóðrið á að sækja. Að utanverðu er aðeins eitt gat í gegnum þakið, rétt ofan við veggbrúna. Innum það er lögð 10 þuml. víð járnpípa »blower« og upp um hann og inn blæs maskín- an, sem sker upp fóðrið, jafnótt og hún saxar það upp. Þegar »cornið« er á bezta stigi, sem er að jafnaði rétt áður en fyrsta haustfrostið kemur, er það slegið með »corn bindara* og bundið f bindi, Þau bindi eru tek- in og hlaðið á vagna, helzt lága með flötum rökum og flutt heim að »silo- inu« eins og þau eru; gerir ekkert þó rignt hafi eða þó náttdögg sé mikíl á þeim. Þar er þeim ’fleygt f vélina, sem saxar þau uppí V2 þuml. stubba, og blæs þessari stubbapælu í gegnum 10 puml. járnpípu »blower« upp og inn í ílátið, eins og áður var minst á. Að sjálfsögðu er þessi söxunarvél knúð með gufu eða gas- afli, og er einkar hentugt að brúka til þess þreskingar katla á eftir rign- ingu, þegar stanz verður á þresk- ingu, eins og oft vill verða á þeim tíma árs, um og eftir miðjan sept. Eg hefi »silage cutter*, sem sker upp og blæs inn 10—12 tons á klukkustund, og eg renni honum með stórum gaskatli, sem eg brúka við plægingar og við fleiri vinnu á »farm- inum«, en miklu minni vél dygði, t. d. myndu maskínur, sem skæru upp 4—6 tonn á kl.st. duga vel, og 4—6 hesta gasketill mundi snúa þeim. XIV. ar. Það úir og grúir af þessum »silage« vetkfærum hér á verkfæramarkaði Bandarfkja, en hvað af þeim er bezt eða ódýrast, ætla eg ekki að segja um. Gott er að hafa mann inn í »siloinu« þegar það er fylt, til að jafna f þvf, jafnótt og inn kemur fóðrið, og troða niður með veggjunum, því sigið verður að tiltölu meira í miðju ílátinu, heldur en við veggina. Eftir fáa daga er orðið snarp heitt f ílátinu, og komið V4 parts borð á það. Þá er að fylla aftur, og ef til vill f þriðja sinn, ef það á að vera nokkurnveginn fult að haustinu, þegar byrjað er að gefa úr þvf. Og þá, þegar byrjað er að gefa úr því, er æfinlega lag, kringum 4 til 6 þuml- unga þykk skán, sem er svo mygluð og skemd, að það er óætt, og verður því að hreinsa það ofan af og fleygja því; þar fyrir neðan er fóðrið líkast rauðornaðri töðu, bæði að ilm og útliti, en smábreytist, eftir því sem neðar kemur. Þar verður blautara og grænna, en er alt bezta nauta, sauðfjár, svína og fugla fóður, en hestum hef eg ekki gefið af því. En eftir þvf, sem búnaðarrit þessa lands segja, er það gott fyrir þá líka, ef ekkí er gefið of mikið af því. Fóðurgjöfin. Þetta fóður úr »silos« er mjög leysandi, svo að ef mikið er gefið af þvf, þá verður tað skepnanna helzt til blautt, líkast eins og þegar gras er grænast og vökvamest í sumar- högum. Eg hef gefið fullorðnum nautum mest 35 pd. á dag, kálfum 10 til 12 pd. og virðist mér að það vera heppilegastur dags skamtur, og þá dálítið af heyi eða strái með. Fyrir mjólkurkýr virðist mér það betra en nokkurt það fóður, sem eg hefi haft, og ólíkt öllu því fóðri, sem eg hefi gefið skepnum, að því leyti, að það ber aldrei á að fóðurleiði eða lystarleysi geri vart við sig í þeim skepnum, sem það er gefið, þó þær hámi í sig öllu því, sem í þær getur komist og þær »beri baggana* af fylli, þá er æfin- lega lystin sú sama fyrir næstu gjöf, ef nokkurt rúm er í innýflunum. Og engri skepnu hefir orðið hið minsta meint af þessu fóðri hjá mér, þó þær hafi etið meira en sanngjarnt hefir virzt að vera gott fyrir þær. Ef eg gef kúna til mjólkur eða óðrum skepnum til fitunar, þó gef eg mél- fóður ofan á þetta fóður, og þá eftir því mikið, sem eg vil gera vel v'ið skepnuna, og verð eg að segja það, að trúrra fóður til mjólkur eða holda en þetta er til samans, þekki eg ekki. Nokkrar bendingar. Til þeirra, sem hefðu í huga að koma upp «silo«, vildi eg segja: 1. Hugsið vel um að setja það þar sem bæði er hentugt að láta inn í það og einnig að taka út úr þvf. 2. Byggja má »silo« úr mörgum efnum: t. d. »concrete« »block- um« eða eintómri steypu, múr- Kaupmenn, Kaupfélög og aðrar Verzlanir geta fengið öll eyðllblöð sín í prentsmiðju Odds Björnssonar á Akureyri.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.