Norðurland


Norðurland - 14.11.1914, Síða 1

Norðurland - 14.11.1914, Síða 1
NORÐURLAND. 44. blaP. j Akureyri. 14. nóvember 1914. XIV. ár. Merkileg bók er nýkomin úí hjer á Akureyri: Heilsufrœði eftir Steingrim Matthi asson héraðslækni, alþýðubók og skólabók. — Þessi bók er svo úr garði gerð, að jeg hika mjer ekki við að telja hana hina ágætustu, þörfustu og prýðilegustu bók, sem út hefir komið í þessum litla bæ, höfundinum, prentaranum og bæn- um til stóisóma og í fremstu röð íslenzkra fræðibóka yfirleitt. í sinni grein er hún tvímælalaust bezta og fullkomnasta bókin, sem rituð hefir verið á fslenzku og fer með það eitt, sem vísindin vita nú sannast og rjettast. Sjerstakar rit- gerðir um heilsufræðisleg efni hafa læknar vorir ritað fyr og síðar, en almenn heilsufræði frumsamin hefir eigi verið til á voru máli fyr en nú. Þær bækur íslenzkar, sem einna helst eru berandi saman við þessa nýju bók Steingríms eru hinir merki- legu bæklingar, er vísindamaðurinn Sveinn Pálsson íslenzkaði og lagaði eftir íslenzkum staðháttum: „Eðlis útmálun manneskjunnar“ * er svarar til fyrri hluta Steingrímsbókar Mannslíkaminn og „Spurningakver heilbrigðinnar“ **, er svarar til hins síðara hlutans, Heilsutjón og heilsu- verndun“ og svo bæklingur Dr. /ónassens landlæknis, „Eðli og heil- brigði mannlegs likama ***“, sem líka er að mestu leyti þýddur. Eins og nærri má geta eru ritlingar þess- ir löngu úreltir, ekki sízt tveir hinir fyrstu, þó ágætir þættu á sinni tíð. Síðan eða um 35 ára skeið hefir engin bók komið út hér á landi Sem fræddi þjóðina um hinar stór- stígu framfarir er iieilsufræðin hefir tekið á síðustu áratugum og kendi henni að færa sér í nyt hin mikil- Vægu sannindi er vísindin hafa leitt í Ijós nú upp á síðkastið í þeirri grein, pví varla er litla barnaskóla- kverið norska eftir Utne teijandi, er 'slenzkað var hjer um árið þó það sé gott, það sem það nær. F*ótt eigi verði nú tekið undir Það, sern hinn stórvitri maður Sveinn í'álsson segir í formálanum fyrir '•Eðlisúlmálun manneskjunnar", „að htúgi manns hér í landi hafi ekki a't til þessa haft önnur hjálparmeð- til að þekkja mannsins skapnað ^feðli, en afskræmt og illa valið fUgl úr eldgömlum lækningaskrudd- Þá verður því eigi neitað að Hkingu allrar alþýðu er mjög á- ^ótavant í þessum efnum og „hjálp- ^tneöulin", sem hún hefir haft til ^ss að afla sér þessarar þekkingar, b*ði fá og ófullkomin. Svo mikil og góð bót er nú á pssu ráðin með bók Steingríms að e*Í* má hvern þann mann, er veit Leirárgörðum 1798. t, Kaupmh. 1803. Reykjavík 1879. Selabyssur. Undirritaður tekur að sér þöntun á selabyssum Cal. 8, reyndum og viðurkendum verk- færum. Menn ættu að koma með pantanir sínar áður en „Ceres" og „Ingólfur" fara til útlanda, pví pá geta byssurnar Romið í janúar. Sýnishorn af alskonar byss- um geta menn fengið að sjá. Oddeyri, n. nóvemb. 1914. J. H. Havsteen. það sem í henni stendur, vel að sér í heilsufræði og fróðan um lík- ama sinn og lífseðli. Og svo kunn- ugt er mjer um mentunarlöngun al- þýðu manna hér á landi að jeg má fullyrða að sá mikli og gagnlegi fróðleikur, sem í bókinni felst, ver i eigi látinn ónotaður heldur verði bókin keypt og vandlega lesin um land alt. Þess mun heldur engan iðra Mjer hefði verið ljúft að rita langt mál og ítarlegt um þessa merkilegu bók, en rúmið leyfir það eigi Eg verð því að láta mér nægja það eitt að benda mönnum á hana. Þess verð eg þó að geta að bók- in er skipulega samin, framsetning- in Ijós og lipur, málið yfirleitt gott og auðséð að höf. hefir gert sér alt far um að vanda það sem bezt. Þó felli eg mig ekki við orðaskipun og orðaval á stöku stað, en um slíkt má lengi deila, enda er það að miklu leyti komið undir smekk hvers eins hvað bezt fer í þeim efnum og um smekk tjáir eigi að þrátta. - Óþarfi var að taka upp f bókina sóttvarnarreglur Quðmundar land- læknis því þær eru í hvers manns höndum, enda eiga þær ekki heima í svona bók, þó ágætar séu og vel samdar eins og alt frá hendi þess merka manns. Nýstárlegt er margt í bókinni sem alþýðu og skólabók. Höf. dregur t. d. eigi fjöður yfir alt það er lýtur að æxlun manna, eins og títt er í þesskonar bókum, heldur lýsir all- nákvæmlega æxlunarfærunum, upp- hafi mannsins í móðurlífi og öllum aðdraganda að því, þroskun fóst- ursins og íæðingunni, samræðissjúk- dómum og vörnum gegn þeim og talar um alt þetta svo hispurslaust og blátt áfram, eins og vísinda- mönnum er lagið, að engir nema afglapar geta á því hneykslast. Tel eg þetta meðal hinna mörgu kosta bókarinnar, því eigi er mönn- um hve sízt áríðandi að vita nokkru gjörr um þessa hluti. Hefir mörg- um orðið það til hins mesta ógagns hve fáfróðir þeir fóru í þessum efn- um út í lífið frá foreldrum sínum og kennurum. — En ekki er það vandalaust að tala um þetta við unglinga svo vel fari og ekki öll- utn lagið. Sjálfsagt tel eg að bók þessi verði höfð við kenslu í öllum skól- urn þar sem heilsufræði er kend á annað borð. — Hún ætti helst að komast „inn á hvert heimili" og í hv§rn skóla á landinu. Stefán Stefánsson. % Heilsa og langlífi. Morgunkaffi. Sú venja er orðin gömul og rót- gróin hér á landi að drekka kaffi, jafnskjótt og menn hafa lokið upp augunum á morgnana. Fyrir mörgum er kaffikvarnarhljóðið fyrirboði dagsins lfkt og hanagal, en lætur ólfkt þægi- legar í eyrum. Víðast hvar neyta menn kaffisins í rúminu og margir telja það hreina frágangssök að fara f fötin fyr en kaffið er komið f magann. Þetta er lúalegur og letilegur ósið- ur, sem ætti að leggjast niður hið allra fyrsta. Engum er vorkunn að komast á fætur kaífilaust, því það er hreinn kveifaraskapur að þurfa á hress- ingarlyfi að halda til að geta skreiðst úr bælinu. Og hvaða hressing er f kaffinuf Það örvar í bili hjartað og taugarnar, en veiklar þær á eftir Það er að svíkja sjálfan sig að nota þess- konar ráð til að hressa sig. — Menn eiga að hressa sig á öðru, sem er langtum rneira hressandi og holiara en kaffi og »betra en brennivín að morgni dags« — en það er: köld böð og likamsiðkanir. »Það er alveg satt,* sagði ein sveitakona, »morgunkaffi er mesti ó- siður, og eg vildi fegin leggja þann ósið niður, en eg þori það ekki; vinnufólkið verður óánægt, fer úr vistinni og eg fæ ekkert fólk í stað- inn.« »Það er andsk . . . hart«, hugsaði eg, »að láta vinnufólkið stjórna heim- ilunum og halda uppi heilsuspillandi ósiðum*. — En satt að segja, þetta er ekki vinnufólkinu að kenna, og það er ekki verra en fólk flest; það má sannfæra það eins og aðra, um það sem miðar til að vernda heilsuna. Kaffi gerir menn ekki hraustari og allra sízt á morgnana. Menn eiga einkis að neyta i rúminu, heldur fara á fœfur, liðka skrokkinn með líkamsœfingum, húðnuggi og loftbaði eða vatnsbaði, en því ncest neyta lít- illar morgunmáltíðar og ganga til vinnu. Stgr. Matthíasson. % Borgið »Norðurland«. Bókmentafélagsbæk- urnar fyrir árið 1914 eru komnar. — Félagsmenn geri svo vel að vitja þeirra sem fyrst. Umboðsmaður Bókmentafé- lagsins á /Mcureyri Kr. Guðmundsson bóksali. Símfréttir af stríðinu. London, þriðjudag 10. nóv. Á vestur-herlínunni er hvíldarlaus orusta, er sennilega verður hin stór- kostlegasta, sem sögur fara af. Við Armentier og Soisson hefir Banda- herinn unnið talsvert á, þó Þjóð- verjar sendi hersveitir sínar, hverja af annari, móti eldspúandi fallbyss- unum og hirði ekki um líf né dauða. Rússar hafa unnið mikinn sigur á Þjóðverjum við Virballen. Eru þeir komnir inn í Þýzkaland við Fdallnon. Rússneskt riddaralið eyddi járnbrautinni við Ploefchen fyrir norðvestan Kalisch. Höfuðher Rússa sækir á til Krakau. London, miðvikudagskvöld 11. nóv. Þjóðverjar virðasthafa gert þrautar- áhlaup í dag á fylkingar Bandahers- ins við Ypres og Dixmuyden. Á báðum stöðum voru þeir hraktir aftur með geysilegu mannfalli. Frétta • ritarar hollenzkra blaða segja, að fjöldi hersveita hafi verið fluttur á járnbrautum, austur Belgíu, þessa dagana. Rússar hafa tekið Qoldap aftur. Þjóðverjar veita viðnám við Torn- víggirðingarnar (við Weichsel-fljótið á landamærum Póllands og Þýzka- lands). Tyrkir bíða mikinn ósigur fyrir Rússum í Kákasus. Rússnéskt herlið er komið til Erzeroum. London miðvikudagskvöld 11. nóv. Áhlaup Þjóðverja á herlínunni umhverfis Dixmuyden eru djöfulóð. Þeir gera varnargarða nr líkum liðs- manna sinna og hersveitirnar æða fram eins og vatnsflóð þó hrað- skotafallbyssur Bandahersins strá- drepi hverja fylkinguna á fætur ann- ari. Beitiskipið „Sidney" úr herskipa- flota Ástralíu, fann þýzka víkinginn „Emden" á sunnudaginn, við Kok- oseyjar. Eftir harða orustu rak „Em- den« á grynningar og brann þar upp. Af skipverjum féllu rúm 200 manna. Yfirmaður skipsins og Franz prins af Hohenzollern voru teknir til fanga. Á vestur herstöðvunum hefir ver- ið barist hvíldarlaust dag og nótt milli Ypres og Armentier, síðustu fimm sólarhringa. Bandamenn hafa unnið talsvert á og hrakið Þjóðverja

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.