Norðurland - 14.11.1914, Page 3
ni;
165
Með síðustu skipum er nýkomið:
Fjölbreytt úrval af
alskonar fatnaöi
sem nöfnum tjáir að nefna, selt með hinu viðurkenda lága verði, án verð-
hækkunar þrátt fyrir stríðið.
Suöuvélin „P-H-0-N-I-X“ mjög ódýr og svo handhæg að eng-
in húsmóðir vill án vera, sem reynt hefir. Tekur fram öllum oiíuvélum og
„Primus„-suðuvélum sem áður hafa þekst.
Allar íslenzkar vörur eru keyptar hæsta verði.
»Verzlunin París«
Sigv. E S Þórsteinssor).
Prónles«haustull
er hvergi beiur borgað en í verzlun
J. V. Havsteens, Oddeyri
Vörur í Sápubúðinni
d Oddeyri
eru seldar með niðursettu verði:
Príma brúnsápa stjörnukrystal pd. 0.22 I
Príma brúnsápa — 0.19
Príma grænsápa nr. 1 — 0.18
Fínn og grófur sódi á — 0.05
^^^^^^5ý)ngu beztu vörur með lægsta verði.
'•SPfe- Hið íslenzka steinolíuhlutafélag
Akureyri.
Talsími 96. — Hafnarstræti 100. — Simnefni: Steinolía.
Kvenfélagid ,Framtiðin“ hefiráform-
ánsdóttur frá Heiði í Gönguskörðum,
systur þeirra bræðra sr. Sigurðar í
Vigur og Stefáns skólameistara. Var
hann elztur af 10 systkinum sínum
er upp komust, enda líka sá fyrsti
sem hvarf úr hópnum. Hann ólst upp
hjá foreldrum sínum þangað til hann
fór í Möðruvallaskólann Utskrifaðist
hann þaðan vorið 1900. — Um skeið
stundaði hann nám á Hólaskóla.
Hneigðist hugur hans allur að búnaði
og halði hann snemma brennandi á
huga á öllu sem að búnaðarframförum
laut. Ungur gekk hann að eiga Ingi-
björgu Guðmundsdóttur írá Skíða-
stöðum og reisti þar bú. Gjórðist
hann þegar búsýslumaður hinn mesti.
Stórhuga var hann og atorkumaður
með afbrigðum eins og hann átti kyn
til f báðar ættir. Græddist honum
þegar nokkurt fé og alt lék f lyndi.
En hann átti skamma stund þessu
láni að fagna. Konan sýktist brátt af
tæringu, sjálfur lagðist hann í sulla-
veiki og var skorinn upp hér á spít-
alanum af Guðm. Hannessyni. Meðan
hann lá hér í sárum, frétti hann lát
konu sinnar, sem hann unni hugástum
og harmaði hann hana mjög. — Þó
hann næði aftur heilsu að því er virt-
ist, þá hafði sullaveikin þó ekki yfir-
gefið hann, eins og seinna kom á
daginn, og tæringin hefir þá Ifklega
verið búin að merkja sér hann, þó
líkamshreysti hans og þrek héldu
henni svo í skefjum að hennar yrði
eigi vart. — Eftir konumissinn brá
hann búi, var á lausum kili um skeið,
en keypti svo hálfa Sjáfarborg, reisti
bar aftur bú og hugsaði gott til bú-
skaparins, því heyskapur er þar mikill
og agnsemi nokkur, en votlent
er þar mjög og heyskaparvinna því
erfið og óholl Vann hann nú eins og
vfkingur og græddist fé á ný. Gaf
hann sig nú all mjög að félagsmálum
En eigi leið á löngu áður en hann
kendi veilu fyrir brjósti. Fór hann þá
á Heilsuhælið og batnaði þar svo að
hann sneri heim þaðan og var talinn
albata. Tók hann þegar til óspilltra
málannna er heiin kom og gekk fram
af sér með vinnu. Lagðist f brjóst-
himnubólgu í ágúst 1912 0g var þungt
haldinn og nú tók sullaveikin alvar-
*Cga að gera vart við sig aftur. í
^esember sama ár kom hann hingað
^ spftalann og hefir síðan eigi stig-
'5 á fætur. Var gjörður hér á honum
5tór sullskurður. Veiklaðist hann svo
sullaveikinni að tæringin náði nú
* honum föstum tökum, en seinf
S^tist henni að buga hann til fulls;
S^aðlyndi hans, áhuga og framsókn-
arhá bugaði hún aldrei. Vonandi er
þeim engin aldur skapaður, að öðrum
kosti væri óbærilegt að horfa á eftir
slíkutn mönnum og Stefáni, á bezta
aldri, veg allrar veraldar Engu að
sfður er landinu eftirsjá að honum í
blóma lífsins og vinir hans allir og
vandamenn harma hann sáran, það var
svo mikið og gott í hann spunnið,
vonirnar svo margar og miklar sem
við hann voru bundnar. Framsæknu at-
orkusömu drengskaparmennirnir eru
altaf of fáir, skaðinn því tilfinnan
legri, þegar einhver af þeim fellur í
valinn. En í þeirra fiokk verður Stefán
Björnsson jafnan talinn af öllum, sem
þektu hann. y x
X
Maður hrapar til bana.
Á mánudaginn var, fór unglings
piltur frá Þórustöðum í Kaupangssveit
til rjúpnaveiða Hann hét Jón, sonur
Stefáns, er bjó • á Króksstöðum um
hríð, en nú er dáinn fyrir nokkrum
árum, og konu hans, Rósu er enn lif
ir. Jón var vinnumaður hjá Páli bónda
á Þórustöðum Þegar skyggja fór á
mánudaginn, var hans von heim aítur
en svo leið kvöldið og nóttin að hann
kom ekki. Að morgni þriðjudagsins var
safnað mönnum og leit hafin er var-
aði, þegar leitljóst var, til þess á mið-
vikudag. Fundu leitarmenn þá Ifk Jóns
f svonefndu Grjótárgili í austurbrún
Vaðiaheiðar, upp aí Grjótárgerði i
Fnjóskadal. Hafði hann runnið eftir
svelli, að gilbarminum, en ekki getað
stöðvað aig á brúninni og fallið niður
fyrir klettana. Líkið var mjög lemstr-
að og byssan er lá hjá þvf niðri í
gilinu var brotin. Fallið var svo hátt
að hann hefir látið lífið á því augna-
bliki er hann kom niður og sennilega
án þjáninga —Jón heitinn var mann-
vænlegur piltur og vel látinn.
S
Akureyri.
Verzlunarmannafélagið hélt fyrsta
fund sinn á þessum vetri á laugar-
daginn var. Aðalmálefni fundarins var
út af erindi frá »Kaupmannaráði Rvíkur«
um skifting stjórnarinnar á Ameríku-
vörunum. Kosnir voru í nefnd til að
athuga málið og koma með ákveðnar
tillögur í því, þeir kaupmennirnir
Ragnar Ólafsson, Pétur Pétursson og
Magnús Kristjánsson.
Þórður Flóventsson, óðalsbóndi í
Svartárkoti í Bárðardal, kom írá Reykja-
vík á »Pollux« um daginn. Hafði verið
gerður á honum mikill holdskurður til
þess að lækna innvortis meinsemd, og
var hann hinn hressasti eftir.
að að sýna tvö smá-leikrit bráðlegan
hér í leikhúsinu, og er byrjað að
undirbúa það. Peir sem hafa tækifæri,
á einhvern hátt, til þess að styðja að
því, ættu ekki að láta standa á sér,
því margt góðverkið hefir þetta félag
unnið.
Studentafélagið hefir ( hyggju að
koma á alþýðufyrirlestrum hér í vetur
og væri vel að það gæti tekist. Fé-
lagið á ýmsum þeim mönnum á að
skipa sem eru færir til þess starfs ef
að þeir geta gefið sér tíma til slíks
fyrirlestrahalds vegna annara starfa
sinna.
Aflalaust er með öllu hér á Pollin-
um. Verzlun Sn Jónssonar fekk nýlega
nokkuð af nýjum fiski frá Siglufirði
og seldi bæjarbúum og væri gotU að
framhald yrði á
X
Skólahús
og samkomuhús hefir verið bygt á
grundunum við Restará í Arnarnes-
hreppi. — Ungmennafélag sveitarinn-
ar lagði Soo krónur til byggingarinnar.
Húsið var vígt nýlega og hélt Einar
Guttormssou á Ósi þar ræðu af hálfu
ungmennafélaga um »lífið í sveitun-
um<- — Skóli verður f húsinu f vet-
ur og kennir þar Jón Kristjánsson
gagnfræðingur frá Glæsibæ sem er
ælður kennari og vinsæll.
X
llm láð og lög.
- Látin er i Reykjavik frú Soff-
ia Porkelsdóttir (prests Bjarnason-
ar á Reynivöllum í Kjósjkona /óns
Gunnarssonar samábyrgðarstjóra.
— Eggert Briem hefir aftur keypt
Viðey, á uppboði er haldið var á
ýmsum eignum Miljónarfélagsins.
Hann seldi félaginu eyna árið 1907
fyrir 150 þus. kr. en keypti hananú
fyrir 87 þús. kr. er hann átti enn
eftir hjá fjelaginu „Handelsbank-
en“ i Khöjn bauð 60 þús. krónur.
Viðey er nú bygð Páli bæjarfógeta
Einarssyni á Akureyri er hefir þar
stórbú.
V
%
Hinn mikli kirkjugarður.
Einn af þektustu blaðamönnum Eng-
lendinga, Philip Gibbs, skrifar á þessa
leið til blaðs síns;
Allan daginn hefi eg verið á ferð-
inni, fram og aftur um valinn, eftir
nýentan bardaga í 6 daga við Aisne,
Noyon og Soissons. Pað er mesta
orusta sem nokkurn tíma hefir verið
háð í Frakklandi. Leiðsögumaður minn
var frakkneskur bóndi, sem nú hafði,
ásamt fleirum, fengið þann starfa að
grafa fallna menn sambandshersins en
brenna lík Pjóðverja. Mikið var óunn-
ið af því verki, því yfir 3000 Pjóð-
verjar og 1000 Bandamenn voru falln-
ir þar á 20 kílómetra svæði. Fylgd-
armaðurinn greip í handlegg minn og
mælti: Þarna í gryfjunni er verið að
brenna líkin. Hann talaði eins rólega
um þetta eins og garðyrkjumaður sem
er að brenna fölnuð laufblöð á haustin.
Upp af gryfjunni lagði hvítan reykjar-
mökk upp í heiðbláan himininn. Og
eg vissi að það sem þarna var að
brenna voru blöð, fallin úr lífsins
stóru bók. Frakkar og Englendingar
voru grafnir saman eins og skyldmenni,
en mótstöðumennirnir voru fluttir sam-
an í hrúgur, síðan lagður hálmur,
vættur í steinolíu, ofan á líkin og svo
kveikt í og látið brenna þangað til
ekki er annað eftir en aska sem regn-
ið þrýstir niður í jörðina. Þetta er
réttlæti mannanna og er ekkert um
það að segja. En meðan eg stóð og
horfði á báiin, milli fagurra skógar-
runna og reisulega borg þar skamt
frá, með gnæfandi kirkjuturnum, alt
tákn friðarins, ætlaði sorgin að yfir-
buga mig, ýfir að sjá hina miklu ó-
hainingju og blóðsúthellingar sem nú
ríktu á hinni fögru, frakknesku grund,
að nauðsynjalausu. Fylgdarmaður minn
hafði hugann við annað. Hann byrjaði
á frásögum sínum um ýmsa atburði,
er fyrir hann höfðu borið. Sjálfur hafði
hann drepið einn þýzkan hermann.
Þegar hann, einn daginn, var á gangi
meðfram skógarjaðrinum, kom alt í
einu ríðandi þýzkur njósnari að hon-
um, lagði spjóti fyrir brjóst hans og
skipaði honum að segja sér til vegar,
en fylgdarmaður minn var gamall her-
maður og hafði hlaðna marghleypu í
vasanum. Og í staðinn fyrir svar,
sendi hann Þjóðverjanum tvö skot
gegnum vasann, tók síðan hest hans