Norðurland - 21.11.1914, Blaðsíða 2
i68
m,
Símfréttir af stríðinu.
London mánudag 16. nóvbr..
Símað er frá París: Eftir að Þjóð-
verjar tóku Dixmuyden gerðu þeir
hvert áhlaupið öðru harðara á her-
línu Bandamanna. Einstaka herdeild-
um hefir tekist að rjúfa herlínuna í
svip en þær svo orðið eyðilagðar
samstundis að síðasta manni. Mann-
tjón Pjóðverja er hræðilegt síðustu
sólarhringa. Vilhjálmur keisari kveðst
vilja offra hálfri miljón hertnanna
til þess að ná Calais með virkjunum
á sitt vald. í gær voru Þjóðverjar
hraktir gersamlega frá öllum norður-
bakka Yserskurðarins.
Símað frá Petrograd: Framsókn
Rússa til Krakau heldur áfrarn. Her
Austurríkismanna sem var við
Weichsel flýr undan á öllu svæðinu
frá Kalich til Wielun. Rússar vinna
áfram við Soldau. Brezk beitiskip
skutu í gær á kastalavígin við
Sheiksaid (við Rauðahafið) settu þar
indverskt lið a land. Pað lagði til
orustu við her Tyrkja vann mikinn
sigur tók marga fanga og náði virk-
junum á sitt vald.
London, þriðjudag 17. nóv.
Allar hreyfingar aðalhers Pjóð-
verja, á landamærum Frakklands og
Belgíu, benda á að þeir ætli sér að
taka Calais hvað sem kostar. Enn
hefir öllum árásum þeirra verið
hrundið. Verkfræðingar Bandahers-
ins hleyptu vatni yfir landið, á 5
kílómetra löngu svæði, norðan við
Niexszhoote, svo engu er fært yflr
nema fljúgandi fuglum. Við Bíxhoote
var þýsk hersveit, sem í voru í 3500
manns, skotin niður mann fyrir
mann, svo enginn stóð eftir. Banda-
herinn hefir náð mjög góðum víg-
stöðvum á ýmsum hæðum orustu-
svæðisins, en veðrátta hefir verið
mjög hörð síðustu sólarhringana og
þjáð hermennina afar mikið.
London, miðvikudag 18. nóv.
Prinsinn af Wales er farinn til
Frakklands og kominn í sveit brezka
herforingjaráðsins.
Símað er frá Róm, að Rússaher
sé seztur um Krakau og hafi byrj-
að skothr^ð á borgina svo hún standi
í björtu báli á ýmsum stöðum.
Þjóðverjar tilkynna opinberlega,
að þeir hafi unnið mikinn sigur á
Rússaher við Thorn.
Khöfn miðvikudag 18. nóv.
Blöð Danmerkur, Noregs og Sví-
þjóðar lýsa eindreginni ánægju, yfir
ræðu sem Asquith forsætisráðherra
Breta, hélt í neðrimálsstofunni
snemma í þ. m., um að Bandaher-
inn mætti ekki teppa verzlunarvið-
skifti hlutlausra smáríkja við fjand-
mannaríkin, þrátt fyrir það þó að
Bandamönnum væri afar-ánðandi að
matvöruflutningur til fjandmannanna
yrði sem alira minstur.
London, fimtudag 19, nóv.
Símað frá París. Þjóðverjar gerðu
í gær æðisgengis áhlaup í grend
við Ypres en urðu hraktir aftur með
gríðarlegu manntjóni. Bandaherinn
vann á í nokkrum stöðum. Brezk
flotadeild hefst við í Ermasundi til
aðstoðar Calais-borg ef á þarf að
halda.
Frá Petrograd. Þjóðverjar hörfa
óðfluga undan í Austur-Prússlandi
Enn halda þeir aðstöðu sinni við
Mazurisku vötnin cn Rússar sækja
á. Orustan við Weichsel heldur á-
fram í algleymingi.
Brezka beitiskipið „Olasgow" sem
barðist í sjóoiustunni við Chile er
komið heilu og höldnu til Valpar-
iso.
London, föstudag 20. nóvb.
París: Engin breyting að ráði á
víglínunni. Bandaherinn hefir unnið
á nálægt Bixshoote og tiáð þar
mjög rnikilsvarðandi afstöðu.
Petrogiad: Framfylkingar Rússa-
hers, þess er barðist við Þjóðverja
á Weichselbökkum, er í hröðu und-
anhaldi á svæðinu milli Weichsel
og Warta og stefnir til Byura. í
Austur Prússlandi vinna Rússarstöð-
ugt á. Þjóðverjar verja þó beina
herlínu milli Oumbinnenog Anger-
burg
I Berlín er opinberlega tilkynt um
mikinn sigur Þjóðverja á Rússum er
þeir telja þýðingarmikinn fyrir úr-
slit ófriðarins.
Þýzkur herskipafloti sem lengi
hefir verið á sveimi í Austursjónum
lagðist fyrir utan Libau og hóf á-
hlaup á borgina með stórskotabyss-
um og sprengikúlum. Borgin brenn-
ur víða.
London, laugardag 21. nóv.
París: í gær og fyrrinótt var á-
köf stórskotaliðsorusta f nyrzta armi
vígstöðvannu, en fótgönguliðið hafð-
ist ekki að. Aðstaðan óbreytt.
Petrograd: Æðisgengin orusta
geysaði allan síðasta sólarhring og
heldur enn áfram, milli Rússa og
hins sameinaða hers Austurríkis-
manna og Þjóðverja, á svæðinu
milli Weichsel og Warne. Hörðust
ej orustan á línunni Czenstochowa.
—Kiakau, Þjóðverjar hafa víggirt
aðstöðu sína í Austur-Prússlandi
mjög rammlega. Rússar sækja stöð-
ugt á í vesturhluta Oaliziu.
Rússnesk flotadeild mætti í gær-
dag þýzku beitiskipunum
„Ooeben" og „Breslan" í Svartahaf-
inu og réðu þegar á þau. Skot frá
foringjaskipi Rússa, kveiktu í «Ooeb-
en" og löskuðu það mikið. Sótsvört
þoka skildi skipin og vita rnenn
ekki um hvert þýzkuskipin hafa
sloppið undan eða sokkið.
X '
yvkureyri.
Eggerf M. Laxdal fer til Kaup-
mannahaínar á »Douro« til þess að
ganga þar á teikni- og máiaraskóla.
Hann hefir teiknað ýmsar mjög góðar
myndir og hefir ,þó ekkert lært til
þess enn þá. Þykir ýmsum útlit fyrir
að hann sé efni f listamann á þeirri
braut og spáir »NI.« að svo muni
reynast.
Pórarinn Guðmundsson fiðluleikari
fór með »Irma« alfarinn til Reykja-
víkur, sömuleiðis unnusta hans, ung-
frú Anna ívarsdóttir.
Sveinn Árnason bæjarfógetaskrifari
er nýkominn heim úr kynnisferð vest-
ur um Skagafjörð.
Aðkomumenn: Jón Arnason óðals-
bóndi á Vatni á Höfðaströnd, Jónas
Sveinsson óðalsbóndi á Uppsölum í
Skagafirði, Páll Bergsson kaupmaður í
Ólafsfirði, séra Björn Björnsson í Lauf*
Forspjall
heldur Frímann B Arngrímsson í
húsi Sigurðar Fanndal, sunnudags-
kvöldið 22. þ m. kl. 6. Umrœðuefni:
Akureyrarbúar, Félagfsmál
og: framtíð.
ási, Friðbjörn Níelsson kaupmaðu frá
Siglufirði.
Hjúskapur. Á laugardagskvöldið
giftu þau sig Finnur Jónsson póstassi-
stent og ungfrú Auður Sigurgeirs-
dóttir, Jóhann Jónsson útvegsmaður
og ungfrú Aðalbjörg Helgadóttir.
Hljómleika hélt Þórarinn Guðmunds-
son fiðluleikari á laugardagskvöldið
með aðstoð þeirra Jóns ívarssonar er
Iék á slaghörpu og Sigurgeirs Jóns-
sonar er lék á harmonium. Hljómleik-
arnir voru skammarlega illa sóttir og
fóru bæjarbúar þar á mis við mjög
góða skemtun. Þórarinn Guðmunds-
son er ósvikinn — ef ekki listamað-
ur, þá listamannsefni og þætti oss
ekki ólíklegt að hann ætti mikla og
góða framtíð fyrir höndum. Er það
vafalaust, að slíkum tónum úr fiðlu,
hefir enginn náð hér á Akureyri, sem
hann náði á laugardagskvöldið. Má t.
d. geta þess, er hann lék lagið ,Aases
Död‘ eftir Grieg, að svo var, sem
heyrðist gráturinn í tónum fiðlustrengj-
anna og hafði einn áheyrenda, sem
sérstaklega hefir vit á »musik« (V.
S) orð á því, að þar væri sönn list
á ferðinni.
Slysfarir Jón Björnsson á Oddeyri
skot úr byssu í rist sér á laugardag-
inn var. Hann var tafarlaust fluttur á
sjúkrahúsið og vonar Steingrímur lækn-
ir að hann verði jafngóður.
X
Forspjall
það, sem hr. Frímann B. Arngrfmsson
hélt á föstudagskvöldið, 13. þ. m.
var dável sótt, þrátt fyrir kalt og
gjóstugt veður; nálægt 70 manns voru
viðstaddir.
Ræðumaður kvað þess brýna þörf
að Norðurlandaþjóðir, Danir, Norðmenn
og Svíar efldu nú meir en nokkru
sinni fyrr, innbyrðis félagsskap f iðn-
aði og verzlun, uppfræðslu og stjórn
til þess að verja sig og lönd sín
gegn ágengni og ofrfki hinna voldugu
granna sinna, sem nú heyja stríð við
frændur þeirra Þjóðverja |og Austur-
ríkismenn, og sem gætu sett þær
milli tveggja elda. Sömuleiðis ættum
vér íslendingar að tryggja oss vissari
verzlun og meiri viðskifti við frændur
vora á Norðurlöndum, því þaðan gæt-
um vér fengið því nær allar nauðsynja-
vörur fult eins ódýrar og oft vandaðri
en frá suðurlöndum, er oft flyttu hing-
að sviknar vörur og óþarfar. Og hins-
vegar ættum vér ekki að líða að fé
og matvæli og aðrar nauðsynjar vörur
væri fluttar héðan af landi til útlanda,
nema sem allra minst og fyrir nægi-
legt verð, meðan á stríðinu stendur,
né að fslenzkt fólk væri lokkað eða
narrað héðan til Ámerfku, Kanada, eða
til Bretlands mikla; þvf ísland gæti
framfært margfalt fleira fólk en býr
hér nú og Norðurlönd með nýlendum
þeirra gætu alið 100 miljónir manna.
Hvorki Þjóðverjar né Austurrfkis-
menn, sagði ræðumaður, væru fröm-
uðar strfðsins sem nú geysaði um
Norðurálfu ekki fremur en þeir hefðu
verið orsök stríðsins milli Frakka og
Þjóðverja fyrir 44 árum síðan, þegar
Napoleon þriðji réðist á Þjóðverja, og
stríðsins sem Austurríkismenn og Þjóð-
verjar háðu gegn Napoleon fyrsta fyrir
meir enn 100 árum síðan, frá 1805
til 1814 Tildrögin til yfirstandandi
ófriðar lægi alt dýpra; þau ættu rót
sína að rekja til kynbálka haturs, í
Norðurálfu; til ofríkis og ójafnaðar
okurkarla og gullvalda er vildu þar
með fyrirbyggja að skuldlaið þeirra í
ofangreindum stórveldum takmarkaði
auð þeirra (gullvaldanna) með lögum,
og til æsinga og óstillingar, já stjórn-
leysis hins kúgaða, niðurbælda og
blásnauða vinnulýðs, sem |_þráði um-
byltingar og ófrið, alment stríð, til að
losa um og sundurslíta álaga fjötra
þá sem kvelja og pína margar miljónir
manna ár eftir ár í djúpi eymdar^og
spillingar, — ellegar að öðrum kosti
endaði lífdaga þeirra; og þessir
umbyltingamenn, óróaseggir og lög-
leysingjar og lagaféndur væru fleiri
og voldugri á Frakklandi og Bret-
landi mikla og írlandi og í Rússlandi
en í Austurríki og á Þýskalandi, —
þrátt fyrir mikinn herbúnað og all-
þungar ríkisskuldir þessara tveggja
síðastnefndu þjóða.
Verkefni vort íslendinga væri að
byggja ísland, vort eigið ættland, og
vernda eignir vorar og óðul, mál og
þjóðréttindi hér á íslandi, í stað þess
að flytja^ héðan búferlum eða flýja til
útianda. Vor fegursta, auðnurfkasta
og þýðingarmesta framtíð yrði, mundi
upprenna, hér á íslandi fremur en f
öðrum löndum, ef vér færum nú sjálf-
ir að nota hina mörgu og miklu kosti
lands þessa og leyfðum ekki eigin
kæruleysi og léttúð að blinda augu
vor, né létum illgresi ofrfkis og ó-
jafnaðar, útlendrar kúgunar og flátt-
skapar og munaðar, festa hér rætur
og hneppa oss f óþrjótandi og óþol-
andi skuldir. — En til þess að tryggja
oss sigur í stríðinu fyrir eigin við-
reisn og vellíðan og frelsi, yrðum vér
að vinna héreftir. sem einn maður, að
verklegum, vísindalegum og siðferðis-
legum framförum, hér á íslandi, og
þar að auki að leita oss fulltingis hjá
frændum vorum og verndarmönnum
austanhafs, og halda trygð við bræður
vora vestra, sem enn væru öðrum ó-
háðir; en ekki ganga útlendum á
hönd, né blanda oss að óþörfují þeirra
þrætumál, né láta gulivalda eða út-
sendara þeirra ógna oss eða tæla oss
til að segja skilið við Danmörk.
Þvert á móti, ættum vér að styrkja
og efla þau vináttubönd, sem nú tengj*
íslendinga við Dani (og við þegfl*
þeirra f Færeyjum og á Grænlandi)<
og um leið að auka viðskifti vor vi^
Noreg og Svíþjóð, svo vér yrðum ekk*
á ný aðskila frá frændum vorum Þar’
og rændir eignum og frelsi.
X
Fánamálið.
Blaðið »Ingólfur« í Reykjavlk 8a^ ut
fregnmiða í gærkvöldi þar *em sa^
er svo frá um fánamálið,
hafi að bláhvfti fáninn (Stúdentafá°inn^
sé nú fáanlegur* og mufl þaf V'
að konungur vilji aðhyllast Þa ^na
gerð. Ekki getur blaðið um’ ^va^a
heimildir það hafi fyrir þessari frásögfl
sinni, og ekki hefir ,NI.« Setað fe°8ið
sér neinar frekari upp*ýsin8ar UD1 ^* *