Norðurland - 21.11.1914, Blaðsíða 3
Komið ætíð fyrst í »Hamborg«.
Allskonar P-R-J-O-N-L-E-S
Alsokkar, Hálfsokkar, vetlingar og hvít, góð
haustull er borguð
afar háu verði
í,Hamborg‘.
Bardaginn byrjar.
Verðlagsnefndin hefur ákveðið hámark útsölu-
verðs í Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaupstað
á eptirgreindum vörutegundum, sem hjer segir:
Hveiti .... 36 aurar kílógram
Bankabygg . . 38
Valsaðir Hafrar 50 — —
Verðið er miðað við smásölu og peninga-
borgun út í hönd.
Verðlagið öðlast gildi frá og með mánudegi
23. þ. mán.
Þetta birtist hjer með til eptirbreytni.
Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaupstaðar, 20. nóv. 1914.
9*áll £inars$on.
SKRA
yfir þá sem skatt eiga að greiða í Akureyrarkaupstað, samkvæmt
lögum um tekjuskatt, 16 desember 1877, fyrir árið 1914, lfggur
frammi til sýnis, um næstu 14 daga.
Bæjarfógetinn á Akureyri 18. nóv. 1914.
Páll Einatsson.
Vörur í Sápubúðinni
á Cddeyri
eru seldar með niðursettu verði:
Príma brúnsápa stjörnukrystal pd. 0.22
Príma brúnsápa — 0.19
Príma grænsápa nr. 1 — 0.18
Príma grænsápa nr. 2 — 0.16
Fmn og grófur sódi á — 0.5
Eingöngu beztu vörur með lægsta verði.
Hið íslenzka steinolíuhlutafélag
Akureyri.
Talsimi 96. — Hafnarstræti 100. — Simnefni: Steioolía
Póststaðan
til Siglufjarðar er laus frá næsta nýári.
Sjá nánar auglýsingu á pósthúsinu.
Páll Guðmundsson.
Dáinn 29. nóvember 1913 á almenna
spítalanum i Winnipeg.
(Ort fyrir ekkjuna).
Hljóðnuðu svásar sumar-raddir,
svalur vetur kysti grund,
feldi lauf af fagurlima,
fór um blómin kaldri mund.
Huldi sunnu svörtum skýjum,
svipaði mjöllu hæð og laut,
benti öllu að dauðans dyrum,
dug i striði sem að þraut,
Vöktu hjá mér von og ótti,
vinar mins eg þráði fund,
Sjafni minn á sjúkrahúsið
sveima nam i vöku og blund.
Par sem engill ástar minnar
inni særður hvila réð,
þar sem lif og helja háðu
hildarleik hjá þinum beð.
Vonin tjáði hrelldu hjarta,
,heim þú kæmir fyrir jól,
og á hugarhimni minum
hœkkaði lífsins gleði sól.
Eftir myrka mœðu daga
mætti’ eg una sæl hjá þér.
Frið i hjarta, frið i sálu,
friðar hátið veitti mér.
Pá kom sorgin dimm og döpur.
Drottinn! hvílikt reiðarslag;
Fregnin um þig látinn, liðinn;
lengi man eg slikan dag.
Hurfu sjónum sálar minnar
sól og jól á þeirri stund;
framtiðin varð fárlegt myrkur,
friðlaus, jafnt l vöku’ og blund.
Iðjusöm og hög var höndin,
hjartað blitt og glaðvær lund:
syndir lífs í svalviðrunum
sálarþrek á hverri stund.
Umhyggju og ástar þinnar
ei eg lengur njóta má.
Sonum okkar ósjálfbjarga
ertu lika sviftur frá.
Pegar eik til foldar fellur
fagurlimuð, traust og há,
blómgar greinar blikna, deyja,
brestur lifsmagn stofni frá.
Pó á heimur heldur rætur
harma sem að mýkja völd.
bjargað hafa mögum mínum
mannkœrleikans skyldugjöld.
Vinir þlnír hér og heima
harma sáran missir þinn;
syrgja llka son og bróður
systkyn tvö og móðurin.
Pó um hafsins bárur bláar
burtu flyttir langan veg
ástin Ufði.í hennar hjarta
himindjúp og ódauðleg.
Eg er sœl at sœlu þinni.
Sof i friði, hjartað mitt.
himinsunnu skin og skúrir
skreyti blómum leiðið þitt.
Fyrir lifsins nöprum nœðing
nú er fengið örugt skjól,
Einstœðings i úthverfinu
áttu land mót degi og sól.
Björn Pétursson.
■ *
Hermennirnir á vigveUinum vita
venjulega ekkert hvað fram fer
umhverfis þá. Þeir hlýða að eins
því, sem þeim er skipað.
Einn hermaður úr liði Breta, sern
barist hefir -á Fiakklandi, segir svo
frá:
»Við vorum nýkomnir í lítinn bæ.
Ferðalagið hafði verið erfitt og við
vorum þreyttir. Enginn okkar vissi
hvar við vorum. Næsta morgun
lögðum við á stað klukkan fimm. Sá
orðsveimur gekk á milli liðsniann -
anna, að bráðum yrði gert áhlaup
á óvinina. Landslagið var Ijómandi
fallegt og morguninn yndislega fag-
ur. Við vorum samt niðurdregnir
og daufir í bragði. Fáir brostu og
færri hlógu. Hugurinn var bundinn
við alvarleg efni. Hvað bar dagur-
inn í skauti sínu: líf eða dauða?
Þegar minst _ varði, heyrðum við
dyn yfir hófðinu á okkur. Voru kúl-
Ur fjandmannanna á ferðinni? Nei
Það var flugvél; hún þaut með
leiftur hraða fram hjá okkur og
hvarl á svipstundu. í vestri sáum
við að rykmóða lá yfir landinu. Ein-
stöku sinnum sáum við blika á vopn
og heyrðum vopnaglam; okkur grun-
aði, að þarna væri riddarasveit á
ferðinni. Maður kom á fleygiferð á
mótorhjóli og rétt á eftir þrjár stór-
ar bifreiðar, hlaðnar liðsforingjum.
Afram, áfram, stöðugt höldum við
áfram. Hver skipunin rekur aðra.
Við hlustum Og skimum og
hjartað berst í ákafa. En sólin skín
mild og blíð og fuglarnir svffa í stór-
um hópum áleiðis að skóginum; þar
virðist rfkja friður og engin hætta
vera á ferðum.
Búm, búm og aftur búm. Fall-
byssurnar eru teknar til starfa. Eru
það okkar fallbyssur eða óvinanna?
Enginn veit það. Svo heyrum við
sama hljóðið aftur. Þá komumst við
loksins að raun um, að það er okkar
eigið stórskotalið.
Þá sjáum við lítið, hvítt ský líða
út frá skógarbrúninni, annað til, enn
þá eitt og svo hvert af öðru. Kúl-
urnar þjóta eins og högl í Ioftinu og
springa með braki og brestum.
Foringinn, sem stendur við hliðina á
mér, horfir f sjónauka. Því næst
réttir hann mér hann. Þegar eg lít í
hann sé eg að alt er á iði og kviki við
skógarbrúnina og eins langt og aug-
að eygir um akra og engi.
Það gellur og gnestur og brakar
og brestur og aur og sandur rjúka upp
í loftið. Klapp, pfff, paff dynur frá
byssum okkar og helliregn af blý-
kúlum steypist yfir óvinina; við sjá-
um þá að eins einstöku sinnum, einn
og einn mann. 4ð öðru leyti skjót-
um við í blindni. Það hvín og þýtur
og suðar og kúlurnar detta eins og
dynjandi regn.
Hermennirnir segja eitt og eitt orð
á stangli, reka upp smá óp, iða, blóta.
Að öðru leyti erum við eins og peð
á skákborði.
Frá Calgary er ritað 5. þ. m.: —
• Héðan fór þann 27. Ag. með sjálf-
boðunum í brezka herinn Jón Þor
steinsson, fæddur í Calgary fyrir
rúmum 24 árum, sonur Gríms sál.
Þorsteinssonar frá Hermundarfelli í
Þidtilfirði og Jónínu Jónsdóttur frá
Blikalóni á Melrakkasléttu; hann
heyrir til 103. Calgary Rifles Bat-
taliori No. 10, C Company. — Hann
kallar sig John Thurston.*
bíðastliðið haust var mér undirskrifuð-
um dregið hvítt hrútlamb, með mínu
fjármarki: Gagnfjaðrað h., og tvístýft
aftan og biti framan v. i_amb þetta á eg
ekki; réttur eigandi getur því vitjað þess
til mín, borgað áfallin kostnað og samið
við mig um markið.
Sunnuhvoli, Akureyri, 21. nóv. 1914,
Kr. Guðmundsson,
Effirmæli.
Þann 25. sept. s. 1. andaðist að heimili
sínu, Kálfsstöðum í Hjaltadal, ekkjan Guð-
rún Jónsdóttir, fsedd 17. febr. I836 að
Skriðulandi í Möðruvallasókn og ólst þar
upp hjá foreldrum hínum. Giftist Jóhanni
Jónssyni frá Syðri-Bakka f sömu sveit.
Bjuggu Þau hjón þar i sveitinni um 40 ár
og eignuðust 5 börn, sem öll komust til
fullorðnisára Jón dáinn 1905, Aðalsteinn
búsettur í Ameríku, Flóvent verslunarm.
á Siglufirði, Sigtrygg skipstjóra og Stein-
unni hósfreyju á Kálfstöðum.
Guðrún sál var framúrskarandi vel lát-
in kona. Hún var ein af þsssum gömlu
íslenzku mæðrum og húsfreyjum,. sem í
kyrþey og án þess veröldin viti af, hafa
unnið sitt þýðingarmikla starf í þarfir þjóð-
félagsins með einlægri alúð og ósérplægni
án þess að hirða um metorð eða góða
daga. Hún var greindarkona, glaðvær og
skemtin á heimili, unni fróðleik og fram-
förum og fylgdist þar vel með fram að
síðustu stundu. Gjafmild og góðsöm svo
hún mátti aldrei aumt sjá og sá ekki
eftir sínum síðasta eyri handa öðrum þó
hún væri sjálf alls þurfandi. Trúuð var
hún og sýndi það daglega, og ekki sízt
í banalegunni, að sannur guðs friður bjó
í sálu hennar. Minning hennar lifir því
sem bjartur sólargeisli í hugum vina og
vandamanna og allra sem til hennar þektm
Það er guðsgjöf að eiga slíkar manneskj-
ur á heimili sínu.
Eian af vinum hinnar látnuy