Norðurland


Norðurland - 19.12.1914, Síða 2

Norðurland - 19.12.1914, Síða 2
Nl. 188 Vindlar « jólanna langmest úrval og bezt verð á öllum tegundum í tóbaks vei zlun Jóh. Ragúelssonar. Hráolíumótorinn „V E S T A“ fyrir skip og fiskibáta, er hentugri, endingarbetri, áreiðanlegri og langtum ódýrari í notum en þeir mótorar, sem hingað til hafa þekst hér á landi. Undirritaður, sem hefir aðalumboð fyrir lsland á þessum viðurkenda, á- gæta, mótor, útvegar einnig með verksmiðjuverðí, mótora frá flestum öðr- um mótorverksmiðjum. Einnig mótorbáta )ón S. Esphólín. Talsími 41 Akureyri. llm láð og lög. Símfréttir í dag. — Um Músavíkurlœknishérað sækja hinn setti héraðslæknir þar, Guðmund- ur (Skúlason) Thoroddsen og Sig- urður Hjörleifsson héraðslæknir á Eskifirði. — Sjálfstœðismenn i Reykjavik ráð- gera að halda Sig. Eggerz ráðherra samsœti, þegar hann kemur heim úr utanförinni í virðingarskini og viður- kenningar fyrir „afrek“ hans í rikis- ráðinu. — Karl Finnbogason skólastjóri og alþm. á Seyðisfirði, kvæntist borg- aralegu hjónabandi á laugardaginn, ungfrú Vilhelminu Ingimundardóttir útvegsbónda á Seyðisfirði. — „Eimskipafélag íslands“ hefir ráðið L. Fanöe, umboðssala i Khöfn, fyrir afgreiðslumann félagsins þar. Afgreiðslumaður i Reykjavik er ráð- inn Sigurður Guðmundsson (áður afgr. „Thore“). Skipin eru ekki skirð enn þá. Suðurlandsskipið verður ferðbúið og leggur af stað frá Khöfn 17. marz. Skipherra á þvi verður Sigurð- ur Pétursson og yfirstýrimaður jón Erlendsson (báðir stýrimenn áður á „Austra“) Norðurlandsskipið fer fra Höjn 6. maí. Skipherra á því verður fúlius Júlíniusson og yfirstýrimaður Ólafur Sigurðsson, áður skipstjóri á Breiðafjarðarbátnum „ Varanger“. — Dómkirkjan í Rvík er orðin hin prýðilegasta eftir aðgerðina, er hetir kostað um 20 þús. kr. Miðstöðvar- hitun er í kjallara sem búinn var til undir kórnum. 3 höfuð-útidyr eru á kirkjunni. Á morgun verður fermt i kirkjunni og fjöldi fólks til altaris. — Hagstofan hefir gefið út 4 hefti af skýrslum sínum og er það um fiskiveiðar, fisksölu og fisknýtiag. — Alþingistíðindin 1914 verða sam- tals 25 hefti, og eru 23 komin út. Peim fylgir viðbætir eftir Einar Þor- kelsson skrifstofustjóra og er það þingmannatal o. fl. — Refarækt mikil er I Elliðaey á Breiðafirði. Þar eru nú um 100 refir. — Konsull Breta i Rvik, Mr. Cable, er að láta þýða á ensku, stjórnarskrá íslands, gamla sáttmála, og yfirleitt öll lagaboð og önnur gögn sem kunn eru, frá elztu tímum til þessa dags, sem snerta á einhvern hátt samband íslands við Danmörku og réttarfars- lega afstöðu þess fyr og síðar. Ýms- um getum er leitt að þvl syðra hvað búa muni undir því starfi. — Tvö bresk herskip eru á sveimí við suðurstrendur íslands. Fiskiskip úr Reykjavík hafa séð þau þar á ýms- um stöðum undanfarna daga. — Bjarni fónsson frá Vogi hefir gefið út bók sem heitir „ísland og ófriðurinn“. — Náttúrufræðisfélag íslands er að gefa út minningarrit með myndum, þar á meðal af aðalstofnanda þess Siefáni Stefánssyni skólameistara. 1 þvi er einnig ritgerð eftir Stefán er heitir: — Ný kirkja verður vigð i Hafn- arfirði á morgun. — Dr Sig. Júl. fóhannesson skáld og frv. ritstjóri „Lögbergs“ kemur heim til íslands í vor og hefir fengið hér loforð fyrir læknishéraði, óráðið enn hvaða hérað það verður. — Norðlingamót var i gærkveldi á „Hótel Reykjavik“ og sátu það um 150 manns, karlar og konur. —Höfuðbólið Brautarholt á Kjalar- nesi hafa þeir bræður Friðrik og Sturla Jónssynir í Reykjavík selt Jóhanni Eyj- ólfssyni alþingismanní í Sveinatungu. förðin er seld með öllum hjáleigum, allri áhöfn, öllum 'búsmunum og 37 ásauðarkúgildum, og er kaupverðið 85 þús. kr. —I ,,/ónasarnefnd“ (Hallgrimssonar) voru kosnir á laugardaginn Hannes Hafstein og Jón Helgason prófessor. Formaður Stúdentafélagsins í Rvik er sjálfkjörinn. Nú skipar það sæti Matt- hías Þórðarson fornmenjavörður. —Snjóflóð hljóp nýlega skamt frá bænum Hjarðarhaga á Jökuldal eystra og drap 3 hesta, er fundist hafa dauð- ir, en haldið er að í því hafi farisi fleiri hestar og nokkuð af sauðfénaði. — Látinn er á Seyðisfirði Ólafur Þórðarsonfiskiundirmatsmaður, nálægt sextugu að aldri. — Dómur er nýlega fallinn i landsyfirrjetti i máli Páls Einars- sonar bæjarfógeta gegn Oddi Gisla- syni yfirréttarmálaflutningsmanni. — Dómur undirréttarins var staðfestur og Oddur Gislason dœmdur i sekt og málskostnað. ýtkureyri. Kirkjan: S ðdegismessa á morgun kl. 5. e. m. Messur um hátiðirnar: Aðianga- dagskvöld á Akureyri kl. 6 e. h. Jóladaginn á Akureyri kl. 12. Annan í jólum á Lögmaunshlíð kl. 12. Sunnu- daginn milli jóla og nýárs á Akureyri kl. 5 e. h. Gamalárskvöld á Akureyri kl. 6 e. h Guðmundur Friðjónsson skáld og rithöfundur frá Sandi, kom hingað um síðustu mánaðamót og dvaldi hér hálfa aðra viku. Guðmundur hefir orkt mikið síðan hann kom hér síðast, (í fyrravetur um sama leyti) og er það alt vel gert. Lét hann kunningja sína heyra nokkuð af því, en ekki þorir »Norðurl.< að segja nánar frá þeim skáídskap hans um sinn. Meinlaust vonar það þó að skáldinu sé, þótt getið sé, að eitt af kvæðunum voru erfiljóð eftir Þorstein skáld Erlingsson, míkið kvæði og e nkennilegt, og birt* ist það á prenti í einu höfuðífmariti voru bráðlega. Guðmundur fiutti hér tvö erindi í leikhúsinu, í þetta sinn, hét annað þeirra : »íheldni«. Voru þau bæði vel flutt og hvortveggja þarfar hugvekjur. Húsfyllir áheyrenda var í bæði skiftin, eins og vant er að vera hér hjá Guðmundi, og guldu þeir honum skemtunina með glymjandi lófaklappi, er hann halði lokið máli sínu. Um Siglufjarðarpóststarfið hafa 7 menn sókt. Óvíst enn hver hnossið nreppir. Hákarlaveiði hefir verið dálítil upp um ís á »Pol!inum« þessa viku, enn- fremur litilsháttar síldarreytingur. Steingr. Matthíasson héraðslæknir hélt fróðlegan íyrirlestur á Stúdenta- félagsfundi á fimtudagskvöldið, er hann nefudi »Sár í hernaði«. Ekkert er ráðið enn, hvort nokkuð verður um (ramkvæmdir á því, að Stúdentafélagið haldi uppi alþýðulyrir- lestrum hér í bænum í vetur. Effirmœli. 28 maí s. I. lést að heimili sínu, Sörlastöðum í Þingeyjarsýslu, Ólafur Guðmundsson fyrrum bóndi þar, fædd- ur 5 sept. 185 1 í Hjaltadal í Fnjóska dal. Faðir hans var Guðmundur bóndi Davíðsson, sem lézt háddraður í Fjósa- tungu í Fnjóskadal s. I suraar, er lengi hafði verið hreppstjóri og foringi f sinni sveit. Ólafur ólst upp f foreldrahúsum í Hjaltadal og kvæntist þar 29 febr. 1876, Guðnýju Jónsdóttur frá Vatns- leysu (f, 9 febr 1848, d. 30 jan 1911). Byrjuðu þau búskap i Hjalta- dal og bjuggu þar í 5 ár, síðan 8 ár í Fjósatungu og loks 22 ár á Sörla- stöðum. Börn áttu þau 6, dóu 2 þeirra í æsku en 4 lifa og búa f Fnjóska- dal: Jón á Snæbjarnarstöðum, Guð- mundur á Sörlaslöðum. Hjalti á Bakka og Guðrún á Sörlastöðum. Ólafur sál var með betri bændum sveitarinnar, enda naut hann góðrar hjálpar, þar sem kona hans var, sem var bæði ráðdeildarsöm og mikilvirk. Hann unni mjög bændastétt, og sá afburðavel um búpening sinn, enda var hann fjármaður f bezta lagi, og voru honum fá störf kærari en fjár hirðing. Hann naut mikils trausts hjá sveitungum sínum og hafði á hendi ýms trúnaðarstörf í sveitinni bæði f hrepps- og kaupfélagsmálum Kom hann þar jafnan fram með hógværð og ó- eigingirni. Ólafur sál. var sannkallað prúðmenni glaðvær, yfirlætislaus og gestrisinn og vildi jafnan láta gott af sér leiða. Hann lét ekki eftir sig auðsafn eða stórvirki, haldi minning hans á lofti, en hún mun þó lengi haldast, hlý og hrein í hugum þeirra, sem á leið hans urðu og kyntust honum. Ó. Menthoikarameller fást á Apótekinu, Minningarljóö. Stefán Björnsson frá Veðramóti. I. Þú elskaðir lifið og ylinn, og islenzka vornœtur friðinn. Þú horfðir i sœbláan hylinn, og hlýddir á svanakliðinn. En vordraum þinnfossinn við klettan a kvað eða hvíslaði gegnum niðinn. Þú elskaðir brosandi biómin, og blundandi lágnættis stundir. Svo heyrðir þú vormorgun hljóminn, sem hófst yfir döggvaðar grundir. Þú brostir til Ijóssins, en brjóst þitt var sárt, — því blœddu svo djúpar undir. Sorgir á leið þinni sátu, og svikust að vonunum þinum. Þœr gerðu þér lífið að gátu, og góndu á þig hornaugum sínurn. Mér syrtir i hug, því nú hjuggu þœr tré í hollvina skóginum minum. II. Á fjúkgráum haustdeigi fregnin kom. Hún féll eins og hagl á mina sál og kleíp mig i hjartað með kaldri hönd, — eða kom hún heit, eins og logandi bál? Eg veit það ekki, svo var hún sár og vinunum þyngri en nokkur tár. Hann er dáinn. Hann hvilir við kvelds- ins frið. og er kominn til guðs, eftir dagsins þraut. Hjá Ijósinu og ástinni lifir hann sœll, — það lýsti svo oft hans grýttu braut. Hann grét ekki af öllu, en hrygð hans var hrein Hann hló, og t brosum hans gleðin skein. í sál hans eg þekti svo lýsandi Ijós sem loguðu bezt, þegar dimdi af sorg. Það var trú hans og ást, það var trygð hans og von sem tildruðu aldrei upp skýjaborg. Það var klettur sem öldurnar klofnuðu á, svo karlmannleg hugsun og brennandi þrá. Eg veit hann er sœll eftir sorgir og stríð. Sólskinið lœddist um gluggann til hans og signdi hann kaldan, hið síðasta kveld — þá sátu þar englar ag bundu honum krans. En Ijósfjaðra svanurinn sveif yfir strönd og sorgþungar kveðjurnar réttu fram hönd. Pétur í. Hannesson. JWjög góð jai ðeþli fást í verzlun Sn. Jónssonar, Hinn alþekti góði Tjarnaplástur (Hólaplástur) fæst í verslun J. V. Havsteens. Æ

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.