Norðurland - 13.02.1915, Side 1
NORÐURLAND.
Akureyri 13. febrúar 1915.
XV. ár.
Tilboð óskast
í byggingu leikfimishúss úr steinsteypu áfast við barnaskólann á Siglu-
firði, lengd 24 ál. 13 p., breidd 13 ál. 6 þ., vegghæð 7 ál. 4 þuml. Verk-
ið sé unnið á næsta sumri og farið í öllu eftir teikningum og lýsingu
Rögnvaldar Ólafssonar, en þær liggja til sýnis hjá skólanefndinni á
Siglufirði og hjá kaupmanni Kolbeini Árnasyni á Akureyri. Tilboðin
séu tvenns konar, eftir staflið a og b í lýsingunni og séu send skólanefnd
fyrir 1. marz.
Siglufirðl, 8. jan. 1915.
Skólanefndin.
6 blað. j
Innilegasta þakklæti til allraþeirra,
er sýndu mér hluttekning i veikindum
og dauða manns mins, Benedikts pró-
fasts Kristjánssonar.
Húsavík, 9. febr. 1915.
í nafni minu, barna minna
og tengdabarna.
Ásta Þórarinsdóttir.
Framtíðarbyggingar.
Mikilsháttar framfara-nýmæli.
Öllum er kunnugt, hve miklu ó-
grynni fjár er kastað á glæ árlega,
meðal íslendinga, til ónýtra húsa-
bygginga, og að það er eitt af mestu
áhugamálum margra beztu manna
þjóðarinnar, að komast að fastri nið-
urstöðu um hvernig og úr hvaða
efni, hentugast og ódýrast sé fyrir
þjóðina að byggja íbúðarhús sín. Á
síðustu árum hafa steinbyggíngar
rutt sér allmikið til rúms, en sá
galli þykir á þeim víða, að ekki
hafi hepnast að gera þær saggalaus-
ar, þótt ýmsra bragða hafi verið leit-
að til þess. Eina óbrigðula ráðið
telja menn alment vera svonefnda
„holveggi", en ekki hefir enn tekist
að gera þá veggi svo úr garði, að
fult gagn sé að, nema með svo mikl-
um kostnaði, að mörgum þykir frá-
gangssök.
Holveggir er ætlast til að séu sem
bezt loftheldir svo þeir leiði ekki
kulda utan að eða hita að innan.
Eðlilega verður brestur á því að
veggir verði fyllilega þéttir, en þó
svo að gott gagn getur orðið að.
Slíkum veggjum hefir verkfræðingur
Jón Porláksson fyrstur stungið upp
á eða gert kunna hér á landi, og
var eitt hús þannig bygt á Austur-
landi, eftir hans fyrir sögn. Vegg-
irnir voru hlaðnir úr stórum steypu-
steinum, en húsið reyndist ekki vd,
sjálfsagt vegna þess, að veggirnir
hafa eigi verið nógu vandlega gerð-
ir, ekki loftheldir. Síðan hefir verið
reynt, eftir tillögum Ouðmundar
Hannessonar, læknis, að steypa ytri
vegghelminginn en hlaða innri vegg-
helminginn úr steypusteinum; vegg-
holið átti þar að verá víðara og
troða mómold eða öðru hentugu
efni í holrúmið. Eitthvað hefir verið
bygt af steinhúsum síðustu ár með
slíkri veggjageið, en ekki er „Nl."
vel kunnugt um, hvernig þau hús
hafa reynst, enda eru þau nýlega
bygð. Hætt er við, að veggtróðið
dragi raka í sig með tfmanum eða
jafnvel strax úr hinum nýgerðu
veggjum.
Holveggir hafa og verið gerðir á
þann hátt að steypa vegghelming-
ana í tvennu lagi í tveimur mótum
(vanalega kallað ,uppsláttur‘), og þeir
svo á ýmsan hátt bundnir hvor við
annan.
Nýlega komst „Nl.“ á snoðir um
Sð Friðrik Möller, póstafgreiöslu-
Vefnaðarvöruverzlun
Gudmanns E f t e rfl.
Stærst úrval. Lægst verð.
Saumastofa Oudm. Efterfl.
saumar allaii klæðnað handa körlum
og konum eftir nýjustu tízku.
maður hér i bænum, hefði fundið
upp einkar óbrotna og ódýra að-
ferð, tii þess að gera góða holveggi,
er svari að fullu þeim kröfum, er
gera verður tíl þeirra. Sögðu bygg-
ingameistarar, er blaðið talaði við
um þetta, að þeír teldu uppgötvun
hans mjög merkilega og hún hlyti
að hafa stórmikla þýðingu til bóta
í byggingarlist þjóðarinnar. Sneri
blaðið sér þá til hr. F. M. og bað
hann upplýsinga er hann varð fús-
lega við. Sýndi hann tíðindamanni
þess, tæki sín við steypuna, enn-
fremur steypuveggi sína og annað
er að þessum tilraunum hans lýtur
og leist „Nl." mjög vel á það alt,
en hefir auðvitað ekki sérþekking í
málinu. Bréf það, er hr. F. M. skiif-
aði blaðitiu, birtist hér á eftir, því
það lýsir betur tilraunum hans og
uppgötvun, en aðrir mundu gera:
Herra ritstjóri.
Þér biðjið mig að lýsa þessu ný-
mæli með steinsteypu veggjagerð sem
eg hefi stofnað til; og vildi eg gjarn-
an gera það, en á því eru vankvæði
að lýsa svo vel sé og skiljanlegt verði,
án uppdrátta, eður sjá það tramkvæmt
í smáum stíl verklega. En í stórum
dráttum skal eg gera það eltir því
sem unt er.
Holveggir þeir er eg hefi stungið
uppá, eru þannig gerðir að báðir
helmingar veggsins eru steyptir í
móti jafnhliða, og bind eg þá saman
með steinsteypuböndum jaínóðum og
vegghelmingarnir hækka, þessa bind-
inga er efti. vild hægt að setja hvar
sem er, yfir veggholið, þþ það sé ekki
fyrirtram ákveðið Veggbindingarnir
eru ekki settir hver upp yfir öðrum,
heldur í hornstelnu hver við annan,
svo veggurinn sé jafnt bundinn um
alt veggholið. Veggholið myndast á
þann hátt að borð, flekar og fjalir trá
4 til 18 þml. breiðir, sem standa lóð-
rétt I veggnum halda steypunni á
báðar hliðar veggholsins. Bindinga-
steinarnir festast með steypunni jafn-
óðum og steypt er, og gerir enga
töf við verkið, því það er á svo ein-
(aldan hátt gert, og er þó öruggur
bindin'gur. Lýsa því hér er ot langt
mál að skýra án uppdrátta, og yrði
líklega torskiljanlegt, nema tæki þau,
sem viðhöfð eru væru um leið sýnd.
Eg sé ekki ástæðu til að fara að tala
hér um hlutföll veggja eða holrúms-
ins, en skal þó geta þess hvað verkið
sjálft snertir, er það er unnið, að vegg-
urinn er steyptur í einu, báðir helm-
ingarnir og holrúmið er í sama mót-
inu, og sparar að steypa í tvennu lagi
eða hlaða annan vegghelminginn og
hin auðvelda aðferð við að koma fyrir
bindingum gerir það að verkum að
lítið meiri fyrirhöfn er á þenna hátt
að steypa báða vegghelmingana held-
ur en einn almennan hollausan vegg.
Mér vitanlega hefír ekki slfk aðferð,
sem eg hefi hér stungið upp á áður
tíðkast eða verið notuð hér á landí,
og heldur ekki annarstaðar svo eg tii
viti, og vona því, að með þessu ný-
mæli mínu sé stigið nokkurt spor f
þá átt að bæta hina hingað til tíðkuðu
gerð steinsteypu fveruhúsa.
Eg get hugsað mér að bæði þér
og aðrrr muni vilja komast að niður-
stöðu um hvað sé unnið við húsagerð
með þessu byggingarlagi og er það
frá mínu sjónarmiði þetta: Fyrst er
það að sli'kt hús þarf ekki að þilja
innan, að eins gólf, loft, bitar, laus-
holt, þak, gluggar og hurðir væru úr
timbri, stoðir og þiljur falla burt; slík
óþiljuð hús mundu verða undirorpin
lítilli brunahættu, og fást vátrygð fyrir
lágt gjald. Húsin mundu hlýrri og
heilnæmari, en önnur hús, og hinir
sléttu og ákomulausu veggir mundu
verða fult svo fallegir útlits, sem
gisnu þiljurnar í timburhúsunum eða
hinum þiljuðu steypuhúsum, mikið fé
rnundi sparast með minni viðarkaup-
um en nú gerist, og megin efni hús-
anna væri innlent eini, sandur, möl
og grjótmuiningur.
Vel getur verið að líkt byggingar-
lag sé þekt annarstaðar í útlöndum.
Eg er ekki svo víðlesinn í þessum
fræðum, að eg geti sagt um það með
vissu, og þó að t^ekist með ein-
hverju etni að gera steinsteypuna svo
þétta að eigi dragi vatn í sig, þá
þarf ætíð holrúmið að vera til að
fyrirbyggja raka, ef ekki á að gera
veggina svo þykka að þess þurfi ekki
við. Árlega eru hér á landi bygð
mörg steinhús, virðist mér því rétt að
taka alt til greina, sem byggingarlag-
inu er tii bóta og það vona eg að sú
aðferð sé, sem eg hefi bent á,
Það skal tekið fram, að þessar
»amatör« steinsteyputilraunir mínar,
sem eg hefi varið til mörgum naum-
um tómstundum mínum, eru ekki í
þeim skilningi gerðar, að eg viti ekki
fullvel að þegar til (ramkvæmdanna
kemur verði verkfræðinganna að taka
við.
Eg hefi synt nokkrum bygginga-
meisturum, og steinsteypusmiðum að-
ferð mfna og verkfæri og hafa þeir
látið vel yfir, að verklega yrði þessi
aðferð mín auðveldlega framkvæmd.
Einnig hefi eg búið til nokkur smá-
gerð sýnishorn (model) af umræddri
veggjagerð, sem mönnum er velkomið
að sjá og athuga, eins og einnig tæki
þau, sem eg hefi til að mynda ho;
veggsins og koma fyrir bindingum.
Enn skal tekið fram, að ef hallast
væri að því að binda vegghelmingana
saman með járnbindingum, eður hafa
veggholið rúmmeira fyrir tróð, þá
leyfir mín aðferð og þetta hvorutveggja.
Friðrik Möller.
X
llm íáð og lög.
Ndttúrufrœðisfélagið hélt aðalfund
sinn 6. þ. m. og jafnframt 25 dra
afmœli. Aðalstofnandi þess, Stefdn
skólameistari Stefdnsson, var kjörinn
heiðursfélagi í einu hljóði en œfifé-
lagi var kosinn Sigurður kennari frd
Mýrarhúsum.
Kolanáma er fundin t Bolungarvlk
vestra. Kolin þykja ágœt iil eldsneyt-
is og er áköf eftirsókn. Námueigend-
ur farnir að selja þau í stórsölu.
—■ „Syndir annara“, hinn nýi leik-
ur eftir Einar Hjörleifsson, hefir ver-
ið leíkinn hvað eftir annað i Rvik
fyrir fullu húsi áhorfenda.
— Stúlka úr Árnessýslu, Guðrún
Þorsteinsdóttir að nafni, drekti sér i
Ölfusá á mánudaginn.
— Skarlatssótt geysar viða syðra
og legst þungt á marga.
— Skúli Skúlason jarðfrœðingur
frá Odda á Rangárvöllum er farinu
vestur til að rannsaka kolanámurnar
i Bolungarvik og Dufansdal.
—Frú Ágústa Svendsen i Rvlk
varð áttrœð að aldrei 9. þ. m. og
hafði þá rekið verslun i 30 ár. Hún
fékk verzlunarleyfi fyrst allra kvenna
á íslandi. t minningu þessa var
henni haldið fjölment samsæti og
töluðu þar fyrir minni hennar Einar
skáld Hjörleifsson, Haraldur pró-
fessor Nielsson og Briet Bjarnhéð-
insdótlir. E. H. flutti henni enn-
fremur kvœði.
X
Af ófriðinum
er ekkert að segja er hafi neina úr-
slitaþýðingu. Þjóðverjar hóta Bretum
að utnkringja England, Skotland og
írland með tundurvélum og neðan-
sjávarbátum, svo ekkert sleppi gegn
um þá girðingu, en Bretar segja það
einungis gort Þjóðverja,