Norðurland


Norðurland - 20.03.1915, Blaðsíða 1

Norðurland - 20.03.1915, Blaðsíða 1
10. blað. XV. ár. Akureyri 20. marz 1915. Odyrar herpinætur til sölu. wmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmi A Seyðisfirði eru til sölu 2 brúkaðar herpinætur af venju- legri dypt og um 150 faðma langar. Önnur er ígóðubrúk- unarfæru standi, en hin er nokkuð rifin, en henni fylgir stórt nytt stykki til innsetningar í hana. Ennfremur eru til sölu kastnætur af fleiri tegundum. Petta er alt hægt að fá keypt með lágU verði og góð- um borgunarskilmálum ef fijótt um semst. Lysthafendur snúi sjer til konsúis St. Th. Jónssonar á Seyðisfirði. geta fengið vinnu við * ^ vegagerð á komandi sumri. Akureyri, 16. marz 1915. P á 11 / ó n s s o n. Hinn ágæti sjónleikur: Syradir annara, eftir Einar skáld Hjörleifsson, verður leikinn í leikhúsinu laugardaginn 20. og sunnudaginn 21. marz og svo næstu laugardaga og sunnudaga þar á eftir. „Hjúkrunarfélagið Hlíf‘. A konungsfund. Sjálfstœdislidið að klofna? Fyrra þriðjudag fengu þeir al- þingismennirnir Einar prófessor Arn- órsson, Ouðmundur prófessor Hann- esson og Sveinn yfirdómslögmaður Björnsson, símskeyti frá leyndarrit- ara konungs vors, Anth. Krieger kammerherra, þar sem hann mælist til þess, fyrir hönd konungs, að þeir komi til Kaupmannahafnar, snögga ferð, til skrafs og ráðagerða um stjórnarskrármálið, og séu gesíir konungs á meðan. Áður var Flannes Hafstein farinn utan eftir ítrekuðum tilmælum kon- ungs. Þegar athugað er, á hvaða tfma símskeytið barst þeim þrímenri- ingunum, ma giska á að stjórnar- skrármálið hafi eitthvað verið til umræðu á þá nýafstöðnum ríkisráðs- fundi meðal danskra ráðherra, og að kuhnugt hafi verið fyrir þann fund að Hannes Hafstein væri ófá- anlegur til að taka við ráðherra- dómí á íslandi, eins og málum er nú kotnið. Á fundi setn Sjálfstæðisþingmenn héldu í Rvík fyrra miðvikudag, er sagt að nokkrir þeirra hafi haldið því fast fram, að rétt væri að þrí- menningarnir færu hvergi og virtu málaleitun konungs að vettugi. Sem betur fór, lýstu þeir er skeytin Itöfðu fengið, yfir því í einu hljóði, að þeir ætluðu sér auðvitað að fara, og það þá þegar á „Vestu" er var nærþví ferðbúin í Reykjavík. Munu þeir nú vera í þann veginn að koma til Kaupmannahafnar. Nokkrir segja að hér sé um að ræða utanstefnur íslendinga á svip- aðan hátt og gerðist á Sturlunga- öld. Þeir er láta sér slíka heimsku um munn fara, skilja auðvitað ekki vitund í því sem nú er að gerast meðal Islendinga og konungs þeirra. Er að vænta þess, að vel ráðist nú fram úr þeim vandræðum sem Sjálf- stæðismenn (eða oddvitar þeirra) eru búnir að koma máiefnum vorum í, svo allir geti vel unað við Pegar meiri hluti „Sjálfstæðis"- þingmanna sá, að þeir gátu ekki spornað við því, að þessir þrír flokksbræður þeirra færu utan á kon- ungsfund, samþyktu þeir ályktun þess efnis, að utanfararnir hefðu ekkert umboð af hendi flokksins, og að það sem þeir kynnu að sam- Þykkja eða framkvæma, í þá átt er snerti þjóðmál íslands, væri einung- is á ábyrgð þeirra sjálfra. Er fullyrt að all-róstusamt .hafi-verið á þessari samkomu og komið hafi í ljós að að ýmsir höfðingjar „Sjálfstæðis"- manna, hafi ekki sem bezt traust hvorir á öðrum, til þess að annast um velferðarmál fósturjarðarinnar. Tíminn leiðir í Ijós, hvort þar er rétt hermt frá atburðum, en ekki yæri ólíklegt að svo gætnir menn og þjóðhollir séu þó ti! meðal Sjálf- stæðismanna, er ofbjóði það ofbeldi sem beitt hefir verið gegn þjóðinni í vetur af forkólfum flokksins, og að þeir vilji ekki allir fylgjast að og gerast samsekir í því níðings- verki sem virðist véra efst á baugi hjá ráðsmönnum flokksins, því níð- ingsverki að taka ráðin af þjóð- inni, rjúfa ekki þingið og svíkjast til þess að sitja að völdum í trássi við kjósendur, hver veit hve lengi. X Frú Margrét Valdemarsdóttir Kveðja frá æskuvinkonu. Úr minjum björtum bernsku-ára eg bind þér sveig við Ijóðsins hreim, eitt lauf i úða Ijósra tára á leiðið þitt eg sendi heim. Sem bresti strengur, hljóðni liljómur á hörpu, þýður, undurskœr, þú dóst, — en jagur endurómur er eftir hjá mér, vinan kœr! Og lið nú scel til sœlli heuna, þú sólargeislans dóttir blið! þig Ijóssins englar góðir geyma hjá guði, ojar rúmi’ og tið. Guðm. Guðmundsson. X Páll Hallgrímsson frá Möðrufelli andaðist hér á sjúktahúsinu 26 f. m. eftir mjög langvarandi sjúkleika og að aístöðnum miklum holdskurði er lækn- ir reyndi þegar vonlaust sýndist um Iff. Páll var fæddur 1. júlí 1843 sonur Hallgríms hreppstjóra Tómas- sonar á Grund og fyrri konu hans og ólst upp hjá foreldrum sínum. Ól hann allan aldur sinn f Eyjafirði og sagðist hvergi una sér annarsstaðar. Hann kvæntist 1872. Guðnýju Krist- jánsdóttir frá Litlahóli, mikil hæfri konu í hvfvetna og voru samfarir þeirra hinar beztu. Þau eignuðust 10 börn, en af þeim lifa nú aðeins 4 og er elzt þeirra Kristján máiari og bóndi að Ytragili. Páll sál og kona hans bjuggu lengst af I Möðrufelli og vai báðum vel sýnt um búskap, svo ávalt var myndar- bragur á heimili þeirra og þau vinsæl í héraði fyrir rausn og háttprýði. Var Páll og um langt skeið meðal fremstu bænda í Eyjafirði og hafði mörg trún- aðarstörf með höndum, var í stjórn kvennaskóla Eyfirðinga, sýslunefndar- maður o. fl. og rækti störf sín ætíð vel og með dugnaði Þjóðmál lét hann sig og miklu skifta. Var ávalt ein- dreginn og ákveðinn Heimastjórnar- maður og beitti sér t. d. mikið fyrir þvf, að Hannes Hafstein yrði kosinn til þingmensku af Eyfirðingum 1903. — Þess má og geta að hann var mikill hestamaður og tamningamaður með afbrigðum, enda átti hann ávalt góða hesta. liannes liafstein kom heim úr utanför sinni á »Bot- niu« á fimtudaginn. Styrjðldin mikla geysar stöðugt. Þýzk blöð, sem komu með »Ceres«, herma um stór- kostlégar ófarir Rússa í febrúar, sem aldrei hefir verið getið um í sím- skeytum. Meðal annars segjast Þjóð- verjar þá hafa tekið um 100,000 ó- særða Rússa til fanga f einu. « Akureyri. >Flóra< kom hingað sunnan um land á mánudaginn 8. þ. m. Á henni komu frá Rvík Ásgcir Pjetursson kaupm., Jón Bergsveinsson yfirmats- maður, Jakob Havsteen umboðssali, J. Lambertsen umboðssali, Júlfus Sig- urðsson bankastjóri, Magnús Krist- jánsson alþm., Oddur Björnsson prent- smiðjueigandi, Þorv. Sigurðsson kaup- maður o. fl. Guðrún fónatansdóttir, verzlunarm., Jóhannessonar, andaðist á sjúkra- húsinu f gærmorgun, hafði verið sjúk af botnlangabólgu nokkra daga. Hún var sérlega efnileg stúlka, aðeins 16 ára gömul. Sigrtður Magnúsdóttir, ekkja Óla Guðmundssonar snikkara, andaðist á heimili sfnu hér í bænum á fimtudag- inn. Hún og rnaður hennar höfðu ver- ið hér búsett nálega mannsaldur, og verið vinsæl og vel látin. Dætur þeirra eru: Ólína kona Guðbj. Björns- sonar veitingamanns, Sofía og Elín báðar ógiftar hér í bænum. — Sigríð- ur sál. var vel greind kona og bók- hneigð. dugleg húsmt'ðir, gestrisin og atkvæðakona í hvívetna. Ættingjum og vinum tilkynn- ist hérmeð að jarðarför okkar elskaðrar konu og dóttur, Að- albjargar Hallgrímsdóttir, fer fram frá heimili hennar, Strand- götu 13 Oddeyri, mánudaginn 22. þ. m. kl. 12 á hádegi. fón jónasson. Hallgr. Hallgrimsson. Porgerður P01 bergsdóttir. Hrein og óskemd steinoliufof kaupir á kr. 3,50—4,00 verzlun J. V. Havsteen Oddeyri. Kálfskinn og ýmisleg skinn kaup- ir hæzta verði eins og að undanförnu J. V. HAVSTEENS verzlun Oddeyri.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.