Norðurland


Norðurland - 10.07.1915, Blaðsíða 1

Norðurland - 10.07.1915, Blaðsíða 1
NORÐURLAN D. 27. blað. j Húsmæðraskóli á Norðurlandi. i. Kvennaskóli Eyfirðinga varð ekki langlífur eftir að hann flutti frá Laugalandi, þar sem frú Valgerður Porsteinsdóttir hafði hafið hann til vegs og virðingar og stýrt honum með mesta dugnaði og fyrirhyggju frá því hún kom honum á fót. Skólinn flutti til Akureyrar haustið 1896, sama ár og frú Valgerður sagði af sér stjórn hans, og var hér við lýði til vorsins 1906, að hann hætti og lagðist niður að fullu. Rekstur skólans hér á Akureyri, þötti ýmsum vera gott sýnishorn þess, hv.e óheþpilegt væri að hafa kvennaskóla í kaupstað og sögðu það hafa verið auðvitað, að hann gæti ekki þrifist hér. í þetta sinn skal ekki farið að rekja þær orsak- ir, sem mest voru þess valdandi, að skólinn hætti, en það er víst, að þær voru þess eðlis, að þæi hefðu eins, og engu síður, valdið því að skólinn hefði orðið að hætta, þó hann hefði verið í sveit, og að þær sönnuðu als ekkert um að skólinn væri ver settur í kaupstað en í sveit. Ýmislegt hefir verið ritað, og þó meira rætt, meðal áhugamikilla norð- lenzkra kvenna, um að ekki væri unandi við, að hér væri enginn kvennaskóli. Raunar hafa þær vit- að, að ungar stúlkur gátu fengið bóklega kenslu á gagnfræðaskólan- um. En það var ekki nægilegt. Og þar að auki þótti mörgum óþarfi, og lítt verjandi löngum tfma og miklu fé tii pess, að stúlkur færu að bisa við þær námsgreinar á gagnfræðaskólanum, sem lítil lík- indi væru til að yrðu þeim að veru- legu gagni sfðar á lífsleiðinni. Því var það, að hugsun als þorra þeirra kvenna, sem mest báru þetta mál fyrir brjósti, hneigðist að því smátt og smátt, að sérstaklega væri tilfinnanieg vöntun á kvennaskóla er kendi námsgreinar er hefðu wpraktiska" þýðingu fyrir námsmeyj- arnar og byggi þær undir hið verk- lega starf, sem þær ættu fyrir hönd- um, þegar þær væru orðnar hús- mæður. Það var húsmœðraskóli eða hús- stjórnarskóli sem mest var þörf á. Um miðjan síðastl. vetur kom fyrir alvöru hreyfing á þetta mál hér í bænum, er hófst með því að rúmlega 300 kvenmenn skrifuðu bæjarstjórn Akureyrar og sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu skorinort erindi og skoruðu á þau stjórnarvöld að veita málinu fulltingi. Eftir beiðni helztu forgöngukvenna þessarar hreyfing- ar, skulu hér ekki nefnd nöfn þeirra, en þess má geta, að föst nefnd, sem 15 konur hér í bænum skipa starfar nú örugglega að því að hrinda málinu áleiðis, Ákureyri 10. júli 1915. XV. ár. í Sápubúðinni á ODDEYRI fást enn þá fáeinir tómir sápubalar. Enn fremur miklar birgðir af flestum vanalegum varutegundum. Bæjarstjórnin og syslunefndin tóku málinu vel og kusu sameigin- lega nefnd til þess að athuga það. Bæjarstjórnin kaus Kristján Sigurðs- son kaupmann og Otto Tulinius konsúl, en sýslunefndin Ouðmund Guðmundsson hreppstjóra á Þúfna- völlum og Stefán Stefánsson alþm. í Fagraskógi, en báðar kusu þær Pál Einarsson bæjarfógeta og sýslu- mann fyrir oddamann og formann nefndarinnar. X Bráðabirgðalög. Þessi lög hlutu konungsstaðfestingu 19. f. m. og mun tilgangur ráðherra með þeim, aðallega vera sá, að tryggja það, að leyfi fáist framvegis, til þess að flytja vörur út frá Bretlandi til ís- lands. — En ill áhrif og afleiðinga- mikil hafa lögin hér við Eyjafjörð, ef ráðherra telur sér ekki fært að veita neina tilslökun á þeim. Eimskip þau, norsk. sænsk og dönsk, er hafa stund- að síldveiði undanfarin sumur hér frá Eyjafirði og Siglufirði, hafa flest keypt kolin er þau hafa þurft að nota, hér á Akureyri, en þessi lög gera þeim skipa- fjölda öllum ómögulegt að stunda veiðina, nema því aðeins að þeim tak- ist sjálfutn að afla sér kolabirgða frá útlöndum, ef þetta sölubann verður óhaggað. En hve gífurleg og víðtæk áhrif það hefir aftur fyrir alt Norður- land, ef síldveiðin bregzt, af einhverj- um orsökum, er aftur öllum svo ljóst, að ekki þarf um að ræða. 1. gr. Bannað skal að flytja út frá íslandi vörur, hverju nafni sem nefn- ast, sem þangað eru fluttar frá Bret- landi. Tekur bann þetta til hverrar þeirrar vöru, sem flutt er á land á íslenzkri höfn eftir að lög þessi öðl- ast gildi. Þó er heimilt að birgja upp skip, er sigla frá íslandi til næstu erlendr- ar hafnar, sem það ætlar að koma á, svo og fslenzk fiskiskip meðan þau stunda fiskiveiðar við ísland. Nú breytist ást^ndið svo, að stjórn- arráð íslands telur banns þessa ekki þörf lengur, og er þvf þá heimilt að létta banninu af með auglýsingu, að einhverju leyti eða með öllu. 2. gr. Samskonar útflutningsbann og getur um í i. gr. er stjórnarráði íslands heimilt að leggja með reglu- gerð á vörur, sem til íslands flytjast frá öðrum löndum, ef það telut hættu á, að ella taki að einhverju leyti eða öllu fyrir vöruflutning frá þeim lönd- um til íslands. 3. gr. Brot gegn lögum þessum og reglugerðum j>eim, sem út verða gefn- ar samkvæmt lögunum, varða sektum til landssjóðs alt að iooo kr. eða fangelsi, ef brot er stórvægilegt eða ítrekað, og fer um mál út af brotum þessum sem um almenn lögreglumál. 4. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. X •Nlður meS vopnin* sagan sem nú er að koma út neð- anmáls í »NorðurIandi“ er byrjuð að koma út, á dönsku, neðanmáls í stór- blaðinu »Politiken«, og getur blaðið þess, að lesendum sínum þyki mikið til hennar koma. + Jón JaKobsson Tjörnesingur. Ræða eftir Guðm. Friðjónsson. Flutt við jarðarfðrina. „Þvl skal ei bera höfuð hátt t heiðurs Játœkt, þrátt fyrir alt? . . . Prátt Jyrir alt og þrátt fyrir alt, þreytuna, stritið og baslið alt, alt hefðarstand er mótuð mynt, en maðurinn gullið, þrátt fyrir alt.“ Eitt höfuðskáld kveður svo að orði — sonur auðugrar þjóðar og voldug- rar. Annað skáld sömu þjóðar fellur í djúpar hugsanir við kirkjugarð nokk- urn. Sá maður horfir yfir leiðin og rýnir niður í moldina. Þar sér hann hvfla ónafntogaða menn, sem fátækt og umkomuleysi hafa gert að gröfnu pundi í Hfinu, en sem voru svo vel gefnir, að í þeim bjó andi Miltons og Cromwells. Annar þeirra manna var stórskáld. En hinn. var stórmenni stjórnarfars og athafna. Þetta kvæði hefir Einar Benediktsson þýtt og er það í »Hrönnum«. Þessum skáldum birtist sá sann- leikur, að ætterni, fjármunaerfð og til- viljun valda þvf stundum, hvort mað- urinn kemst áfram eða ekki, hvort hann kemst á þá hillu, sem honum veitir aðstöðu til að njóta sfn. Og ef þetta er rétt athugað í menn'ngar- löndunum, mundi fara fjarri, að sömu sögu sé að segja í voru landi, sama kvæðið að syngjaf Hérna, þar sem fátækt og einangrun smíða óteljandi fótakefli og hafa smíðað í iooo ár vel gefnu mönnunum til munns og handa, þeim til falls, eða þá farar- tálma. Eg gat um tilviljun áðan, að hún væri þess valdandi stundum, að einn maður risi á legginn. Sumum er illa við það orð og þá hugmynd, sem felst í því. Þeir segja, að hver maður sé smiður gæfu sinnar. Þó eru dæmi til þess, að hamingjan kemur til einstakl- ingsins af tilviljun. Svo bar til í Bret- landi fyrir fáum árum, að ungur mað- ur var valinn til að þakka ræðumanni fyrir erindi sitt. Ræðumanninum fanst svo mikið um unga manninn, að hann kvatti hann til þingmenskuframboðs. Ungi maðurinn tók brýningunni og bauð sig fram við næstu kosningar. Hann sigraði í þeim bardaga. Og nú er hann á þingi Breta. Hann er fjár- málaráðherra Bretaveldis. — Hann er einn af mestu mönnunum sem nú eru uppi. Þessi maður fann sjálfan sig af til- viljun. Hann var hvattur fram, fékk vakninguna utan að, — En hérna? — Hér er dregið úr þeim mönnum, oft- ar en hitt, sem mannsefni er í og þeir brotnir á bak aftur með mis- skilningi og tortryggni, eða þá Iftils- virðingu. Það hefir lengi þótt við brenna í landi voru, að fjölmennast sé við jarð- arfarir efnamannanna og þeirra, sem mannvirðingu hafa hlotið. — Nú er- um við samankomin til að fylgja til moldar fátækum manni og metorða- Iitlum og er þó svo fjölment kring- um hann, sem fallinn væri frá mikils- háttar maður að tign og fjármunum. Var hann frændmargur, svo að það- an stafi fjölmennið? Nei. Hann átti fáa aðstandendur. Tengdafólk er sumt í fjarska. Frænd- urna má telja á fingrum sér. Og vin- ir urðu fáir til, vegna dulleika manns- ins og svo þess vegna, að hann »bjó hið útsker norður á Tjörnesi* eins og sagan segir um Þórarinn Nefjólfsson, hinn djúpvitra fornmann. En því er þá svona fjölment hér? Eigi var skrauts að vænta, sem lokk- andi væri fyrir augun, né fágætra lof- mæla, sem eyrun mundi kitla til þókn- unar. Orsök fjölmennisins er augljós. Sveitin vill sýna virðingu sína þess- um vandaða manni og vel gefna, sem varla átti sinn lfka að listfengi svo vítt sem vötn falla til fjarðarins. Hann var dvergur í höndunum. Út- skurður var honum svo tiltækur, að hann lék sér að því að telgja til dýr og fugla með einum saman hnffsoddi og var listabragurinn á þeim gripum alveg tvímælalaus. Og hann var svo ágætur skrifari, að hann vann verð- Bezt kjöi, við sildveiði með herpinót, geta duglegir menn fengið, með þvf að snúa sér nú þegar til undirritaðs. Oddeyri 10, júlí 1915. |, H. Havsteen.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.