Norðurland


Norðurland - 10.07.1915, Blaðsíða 2

Norðurland - 10.07.1915, Blaðsíða 2
Nl. 84 Með »GOÐAFOSSI« fékk verzlun undirritaðs, frá heimsfrægri kon- unglegri verksmiðju, mikið úrval af alskonar ilmvötnum handsápum frá ódýrustu tegundum og upp að dýrustu eftir því sem hver kann að óska. KOMIÐ ! SKOÐIÐ ! KAUPIÐ ! Lái us Thoi ai ensen. Góða vorull kaupir hæsta verði Catl Höepfneis verzlun. Cement á 11 kr. tunnan f Carl Höepfners verzlurj. laun fyrir fegurðarskrift, þar sem kept var um verðlaunin af öllu »unga ís- Iandi«. Úm þetta tvenskonar atgerfi gæti eg nú fjölyrt á ýmsa vegu. En læt það þó ógert. Eg kem hér fram ryð- gaður úr annríki vortíðarinnar fram fyrir ykkur sem eruð einnig ryðbrunn- in af baráttu lífsins. Og þó er okkur öllum veittur skilningur til að skilja það og sjón til að sjá það, að lista- mannseðlið er guðsgjöf. Og hvað er um það að fást, þó að þeir menn séu fátækir, séu ekki fallnir til fjárafla, sem þegið hafa listamenskuna í vöggu- gjöf og tannféf En þó að við skiljum þetta, þá er þó eins og sá skilningur verði fyrst skýr, þegar maðurinn er dáinn. Hann er vel gefinn, segjum vér meðan mað- urinn lifir. En þessu er þá bætt við: En hann getur ekki bjargað sér — getur ekki lifað. En skilningurinn skýrist á mannin- um, þegar eftirsjáin kemur til sög- unnar. Þá hillir undir hann. Þá kemst hann undir friðarbogann — þegar höndin haga er stirðnuð og augað list- fengna brostið. Það er .gott. Betra er seint en aldrei. En væri hitt þó ekki betra, að dást að manninum meðan hann lifir og rétta honum þá bjálpar- hönd? Ef það er rétt, að þeir menn megi ekki vera í grjótvinnu eða klaka- höggi, sem binda skulu um sár mann- anna, þá mun hitt sanna sig sjálft, að listamaðurinn má ekki hafa hend- ur sfnar f barningi eða torfristu, ef hann á að geta haldið í list sfna og þroskað hana. Dagurinn, þegar vér kveðjum vini vora við sáluhliðið er að sjálfsögðu sárinda dagur, æfinlega. í þetta sinn stend eg hér með óvenjulega miklum sársauka. Mér finst liðin tfð koma á móti mér og ganga fram -hjá okkur með óteljandi kvikmyndasýningum. — Listamannaefni landsins eru f þeirri sýningu, þeir sem lifað hafa á um- liðnum öldum og ekki fengið annan jarðveg fyrir list sína en að krafsa í klakann. Og enn.er sá sorgarleikur ekki kljáður á enda. Hérna er nú borinn til moldar sá maður, sem alla æfi hafði fram undan sér öll sundin lokuð. Austmaðurinn kom til Þórarins Nef- jólfssonar og bauð honum með sér utan og þeir lögðu lag sitt saman — Þeir sóttu á konungsfund, þess er kunni að ir.eta fþrótt og snild. Þar þótti Tjörnesingurinn svo vitur, að sonur Erlings á Sóla fól honum það vandamál á hendur, að sjá ráð til þess, að frændi sinn yrði ekki tekinn af Hfi meðan þrjár sálir væru á lofti. Hann var prðinn fyrir konungsreiði og var dauðasekur. Maðurinn frá út- skerinu fann ráðin. Og þó þurfti mann til þess, að vefja um fingur sér Ól- afi konungi digra. Þetta er fornsaga og nærri því þúsuncl ára gömul. En hún er þó ný og fersk enn þá. Hún sýnir þann sannleika, að íslendingur- inn þarf að fá brýninguna, þarf að fara utan, sjá sig um, fá viðfangsefni. Hann þajf að sækja á fund kon- ungsins í andans ríki. Eg get ekki tára bundist, þegar eg hugsa um það, hve margir atgerfis- menn hafa frosið til bana í landi voru, orðið úti — þ e a. s. fúnað niður f umkomuleysinu Með þeim sársauka stend eg nú yfir þér látni vinur og mæni eftir þér inn f ókomna landið. Og þó hefi eg tiltölule^a litla ástæðu til að sjá eftir þér í samanburði við þá, sem áttu þig einan og allan til forsjár og hlýinda Nú er það rúm autt. En yfir þvf ijómar minningin um góða manninn listfenga — ljómar eins og friðarbogi við hafsbrún, glóir eins og stjarna í heiðríkjunni. Og með þeim huga berum við þig héðan inn í land kvöldgeislanna, inn f skjólið undir fjallinu, þar sem haf- golan blæs og brunar fyrir framan. Þar, f hinu þögula þéttbýli, kemur aftangeislinn sjálfkrafa og breiðir sjálf- boðinn pell sitt og purpura ofan á högu hendurnar og skýru augun. Þangað hefir mér verið starsýnt oft á kvöldin, þar sem eg hefi staðið heima hjá mér f forsælunni og mænt inn í Ijósalendið austur frá, sem kvöld- sólin Ijómar. Eg hefi staðið ( skugg- anum heima hjá tnér og mun enn þá standa. Eg hefi verið spurull í ein- rúmi, og eg mun þó vetða spurulli um þetta sama: flæðarmál lífsins og fjöruborð dauðans. Hvaðan ert þú kom- inn, maður? Hvert fer þú ? Getur guðsgjöfin — listin — orðið að mold? Hafgolan blæs utan af firðinum og inn um dalinn — blæs um mig þang- að til eg fer sjálfur inn f forsæluna. Og yfir okkur báðum kveður hafgol- an sama sönginn: »Þar máninn skfn á kaldan kirkjumúr, og kumlin yfir, fölvan geisla leiðir — þar sefur fölur nárinn dauðadúr. Og dvalarheimsins brim þar yfir freiðir.« « Skemtisamkoma á Hólum. Eins og áður hefir verið auglýst í »Norðurlandi« héldu nokkrir búftæð- ingar frá Hólaskóla, 5 ára afmæli sitt hátíðlegt þar, dagana 17. —20. júní s. 1. til minningar um skólaveru sfna. Síðasta daginn var haldin héraðssam- koma í sambandi við þetta búfræð- ingamót og var hún vel sótt af fólki víðsvegar að. Aðalskemtanirnar voru: Ræðuhöld, knattspyrna og dans. Minni Skaga- fjarðar flutti Pétur Hannesson, minrfi æskulýðsins Pétur Jónsson, minni bænda Hólmjárn Jósefsson, rr.inni Hóla Jón Pálmason, minni kvenna Einar Jónasson. Ræðurnar voru skörulega fluttar og yfirleitt fór skemtunin vel fram, svo menn fóru ánægðir heim til sfn og með góðum endurminningum um samfundina. »NórðurIand« er beðið að flytja þakklæti til stofnenda samkomunnar og til Sigurðar skólastjóra fyrir góð- ar viðtökur. Viðstaddur Hverqig á að sigra kuldann? Fyrirlestur um ofangreint efni og um rafhitun, raflýsing og rafiðju á Akureyri og norðanlands, heldur F. B. Arngrímsson 14. þ. m. í húsi Sig. Fanndals. Aðgangur 50 aurar. Ná- kvæmar á götuauglýsingum. Skilvindusmjör nýtt og vel með farið kaupir hæzta verði í sumar /. V. Havsteens verzlun Oddeyri. K á 1 f s k i n n kaupir háu verði eins og að undan- anförnu verzlun I. V. H a v s t e e n s. Sfeinolíuföf kaupir stöðugt og borgar tezt I. V- HAVSTEENS verzlun Oddeyri. Alþingistíðindi. Flokkaskifting. Það varð að sam- komulagi með Sjálfstæðisflokknum í þingbyrjun að þeir íélagar skyldu gera tilraun til þess að halda flokknum saman, og fóru forseta-og skrifara kosningar fram eftir þvf, eins og áður er sagt. Var svo haldinn fundur í Sjálfstæðisflokknum á föstudagskvöld- ið, er varaði lángt fram á nótt, og voru þar staddir allir þeir 24 þing menn, er töldu *'g til flokk ins á síðasta þingi, og sem þá héldu saman »í blíðu og stríðu« — Hófust nú um- ræður á þessum »sáttafundi« en höfðu ekki varað lengi, er auðsætt þótti að vonlaust mundi um samkomulag. Varð hinn harðasti atgarfgur, og skorti þar ekki fallegt orðbi agð né göfugar mann- Iýsingar, en báðum aðilum þótti sem velferð föðurlandsins mundi betur borgið undir sihni umsjá og hand leiðslu, en mótpartsins. Lauk svo, að liðið skiftist, og lýstu báðir hlutar Sjálfstæðisflokkinn liðinn undir lok. Er mælt, að hvorugir telji það nafn nú giftusamlegt til frambúðar, en séu emhuga um að halda því lítt á lofti. Ráðherra gekk sigri hrósandi af »sáttafundinum« og eru nú þessir 13 eindregnir stuðningsmenn hans, auk allra Heimastjórnarmanna er studdu hann þegar í þingbyrjun: Sveinn Björnsson, Hjörtur Snorrason, Sig- urður Gunnarsson, Hákon Kristófers- son, Magnús Pétursson, Guðm. Hann- esson, Guðm. Olafsson, Björn á Rangá, Jón á Hvanná, Karl Einarsson, Björn Þorláksson, Jón Þorkelsson og ráð- herra E. A. hinn þrettándi. Fylgjast þessir 13 og Heimastjórnarmenn nú allir að kosningum f báðum deildum sem einn flokkur. Beinir mótstöðumenn ráðherra, er gæfu honum tafarlaust vantraustsyfir- lýsingu ef færi gæfist, eru taldir þess- ir 8 þingmenn: Bjarni frá Vogi, Skúli Thoroddsen, Bened. Sveinsson, Guðm. Eggerz, Sig. Eggerz, Þorleifur f Hól- um, Björn Kristjánsson og Kristinn Daníelsson. — Þá eru fjórir þingmenn sem ekki hafa enn getað áttað sig' á hvar réttast sé að vera: Ólafur Briem, Jósef Björnsson, Karl Finnboga- son og Þórarinn Benediktsson, en fullyrt er að þeir muni frekar hallast í flokk ráðherra. Fjárlaganefnd neðri deildar skipa: Pétur á Gautlöndum, Eggert Pálsson, Sveinn Björnsson, Björn Kristjánsson, Skúli Thoroddsen, Sig. Sigurðsson og Þór. Benediktsson. 5 y\kureyri. Jón Davíðsson verzlunarstjóri á Fá- skrúðsfirði og frú hans komu land- veg að austan f vikunni, f kynnisferð á fornar stöðvar f Eyjafirði. Með þeim kom og að austan faðir Jóns, Davíð Ketilsson verzlunarmaður, er fór aust- ur snögga ferð f vor. Konsúlsfrú Jónína Arnesen frá Eski- firði, var meðal farþega á »Goðafossi« um daginn, í kynnisferð hingað. Láiin er úr lungnabólgu Rakel Sig- urðardóttir, bóksala Sigurðssonar, efni- leg stúlka, aðeins 14 ára gömul. — Jarðarför hennar fór fram á þriðjudag- inn og var fjölmenn. Faðir hennar hafði afbeðið kranzagjafir, en óskað eftir að menn létu heldur Vífilsstaða- haelið njóta þess sem annars hefði verið andvirði þeirra, og ætti það að takast upp almennara en gerist. Hjúskapur: Viggo Larsen klæðskeri og ungfrú Jóseffna Stefánsdóttir. Kplaskip Þrjú seglskip hafa komið þessa dagana, hlaðin kolum til Jóh. Þorsteinssonar kaupmanns (»Ham- borg«) og eimskip með kol til »Tord- enskjold«. Aðkomumenn hafa verið margir und- anfarið : Þórarinn prófastur Þórarins- son á Valþjófsstað og frú hans — (f heimsókn hjá mági sfnum Stefáni kaupm. Sigurðssyni) Ýmsir kaupfe- lagaforkólfar á sambandsfundi kaupfé- laganna, svo sem: Jónas Bjarnason í Litladal, Jón Hannesson á Undirfelli, Albert á Pávastöðum, Jón Gauti á Héðinshöfða og fjöldi fulltrúa úr nær- sveitunum. Nýkomið í bókaverzlun Kr.Guðmundssonar íslenzk sönglög. Vit og strit eftir dr. Guðm. Finn- bogason. VEGGMYNDIR og litmyndir til hí- býlaskrauts, hentugar til tækifærisgjafa. Ritstjóri jón Stefánsson. Prentsmiðja Odds Björnssonar,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.