Norðurland - 15.07.1915, Blaðsíða 1
XV. ár,
NORÐURLAN D.
28. blað. j Akureyri 15. júlí 1915. j
A\s KÖBENHAVNS MAROARINEFABRIK
framleiðir hið vandaðasta smérlfki sem unt er að fá, notar aðeins hreint og
óskemt efni, ög litar alls ekki margarfnið, en selur það hvftt eins og ásauða-
smér, svo allir geti fullvissað sig um að engu misjöfnu sé blandað í það. —
Margarínið fæst í i og 2 punda skökum, 5 og 10 punda öskjum og stærri
dunkum og er þrátt fyrir gæði sín hið ódýrasta smérlíki sem flutt er til lands-
ins, enda fer neyzla þess vaxandi ár frá ári. Areiðanlegir kaupendur fá lang-
an gjaldfrest. Pantanir sendist annaðhvort beint til verksmiðjunnar, Brclægg-
erstræde 9 Köbenhavn, eða jóns Stefánssonar Akureyri.
V ö k u 1 j ó ð.
Morgunbjarmi, morgunbjarmi
mildur strýkst af himinhvarmi,
upp úr bláum legi litur
Ijósrík sól og húmi slítur.
Ljósdýrð hverja lilju krýnir,
Ijóma köldum stjarnan týnir.
Syngi, syngi svanir minir!
Úti glaðir geislar skina,
geislar verma sálu mina;
eins og húm og daggir dvina
draumaböndin rakni.
Syngi, syngi svanir mínir, svo að Hlini
vakni.
Ástvinur, fyrst ertu fundinn
er mér dýr og sœl hver stundin,
sem eg för þín raunmœdd rakti
rík er von, sem að eins blakti;
hljótt, sem skugginn, harmar mínir
hörja fjœr við bjartar sýnir.
Syngi, syngi svanir mínir!
Sál mín eins og svanur jlýgur
'scel er hún, ej vakin stígur
þín, er sól i hafið hnigur
hamrairöll þín sakni.
Syngi, syngi svanir mínir, svó að Hlini
vakni.
Sœri eg þig við hjartans harma,
heitþung tár, sem brendu hvarma
einveru. í eyðilandi,
ótal för á brunasandi,
und, er síðla ári týnir,
urð, hvar blœddu fætur minir. —
Syngi, syngi svanir minir!
Að þú varpir djúpum draumi,
dulinn sért ei logastraumi
lifsins sjáljs — i töfrataumi
trölla-þœttir slakni.
Syngi, syngi svanir mínir, svo að Hlini
vakni.
Manstu lundinn, manstu lundinn? —
mörg þar vakti sœlustundin,
meðan okkur blómsturböndum
bundu dísir hvítum höndum.
Bið eg, minning, skœrt þú skínir,
skuggann sigri geislar þinir.
Syngi, syngi svanir mínir!
Stjarna yfir auðu ríki
okkar skln í björtu líki;
annarlegar ástir víki!
Önd þín hennar sakni.
Syngi, syngi svanir mínir, svo að Hlini
vakni.
Alt, er bœtir, alt, er bœtir
auðn og tóm og heiftir grœtir
þýði hjarta þitt og vermi,
þrunginn huga geislum fermi.
Svifi fagrir farmar þínir
fram um haf, sem engu týnir.
Syngi, syngi svanir mínir!
Bjartast gtóa geislar Ijósir,
glói á móti anganrósir; —
skini þeirra heill þú hrósir
hinstur fjötur rakni!
Syngi, syngi svanir minir, svo að Hlini
vakni.
HULDA.
Brezkt beltiskip
stöðvaði vélarskipið »Henning« (eign
J. V. Havsteens etazráðs) úti á Gríms-
eyjarsundi á laugardaginn. Komu io
vopnaðir hermenn og 2 yfirmenn um
borð í »Henning», athuguðu skipið og
það sem það hafði meðíerðis og varð
sérstaklega starsýnt á tvö steinolíuföt
á þilfarinu. Þeir spurðu skipstjórann,
Jón Björnsson, hvort hann áliti að
tnikill hafís væri á Ieiðinni norðvestur
um land og hvort svo mikill ís væri
hér vanalega sem nú. Bretarnir voru
kurteisir að öllu og vinsamlegir f við-
móti.
Stjórnarf rumvörp.
Þau eru 22 að þessu sinni:
Frv. til fjárlaga fyrir árin igiö og
1917.
Frv. til fjáraukalaga fyrir árin 1914
og 1915.
Frv. til fjáraukalaga fyrir árin 1912
og 1913.
Frv. til laga um samþ. á lands-
reikningunum fyrir árin 1912 og 1913.
Frv. til laga um ullarmat.
Frv. til laga um rafveitur.
Frv. til laga um sparisjóði.
Frv. til laga um framlenging á gildi
vörutollslaganna.
Frv. til laga um heimild fyrir ráð-
herra íslands til þess að leyfa íslands-
banka að auka seðlaútgáfu sína.
Frv. til laga um framlenging á gildi
laga 2. ág. 1914, um ráðstafanir á
gullforða íslandsbanka o. fl.
Frv. til laga um heimild fyrir ráð-
herra til að skipa nefnd til að ákveða
verðlag á vörum.
Frv. til laga um ógilding viðskifta-
brjefa og annara skjala með dómi.
Frv til laga um atvinnu við sigl-
ingar.
Frv. til laga um stofnun vélstjóra-
skóla f Rvfk.
Frv. til laga um atvinnu við vél-
gæzlu á gufuskipum.
Frv. til laga um breytingu á lög-
um um stýrimannaskólann í Rvík.
Frv. til laga um afhending á landi
til stækkunar kirkjugarðsins í Rvík.
Frv. til laga um mat á lóðum og
löndum í Rvfk.
Frv. til laga um breyting á lögum
um bæjarstjórn í ísafjarðarkaupstað.
Frv. til laga'um stofnun annars ráð-
herraembættis.
Frv. til laga um að bæta við ein-
um bankastjóra við Landsbankann.
Úm stofnun annars ráðherraembætt-
is segir svo í aths. við frv.:
Fra því að s.érstakt stjórnarráð
handa íslandi var sett á stofn, sjá
kgsúrsk. 14. júlí 1874, og þar til nú,
hefir að eins einn maður átt að standa
fyrir allri æðstu stjórn landsins. Þó
að þessi skipun kunni að hafa verið
sæmileg í öndverðu, er hún það trauðla
lengur. Störf þau, er undir stjórnar-
ráðið heyra, eru svo margvísleg, að
enginn einn maður er til hlítar fær
um að leysa þau vel af hendi. í stjórn-
arráðinti sameinast allar greinar fram-
kvæmdarvaldsins, dómsmál, kirkjumál,
kenslumál, fjármálefni öll, þar á með-
al hin umboðslega endurskoðun, eftir-
Iit með öllum embættis- og sýslunar-
mönnum landsins, atvinnumál, svo sem
landbúnaðarmálefni, samgöngur, síma-
mál, póstmál, siglingar, verzlun, iðn-
aður, fiskiveiðar, vegamál, sýslu- og
sveitarstjórnarmál, eftirlit og umsjón
fasteigna landsins o. s. frv., o. s. frv.
Einn maður getur eigi kynt sér þessi
mál öll eins og æskilegt væri. Hér
við bætist það auðvitað, að þingið
ætlast til þess og þjóðin einnig, að
stjórnin eigi frumkvæði til cndurbóta
á löggjöf landsins milli þinga og leggi
árangur þeirra starfa undir þingið. Og
er stíkt eigi nema sanngjarnt og sjálf-
sagt, ef stjórn landsins er svo fyrir
komið, að þess sé kostur.
Vefnaðarvöruverzlun
Gudmanns E f t e rfl.
Stærst úrval. Lægst verð.
Saumastofa Oudm. Efterfl.
saumar allan klæðnað handa körlum
og konum eftir nýjustu tízku.
Menn hafa fundið til þess, að eigi
væri heppilegt skipulag að hafa að
eins einn ráðherra. Auk þess. sem áð-
ur hefir verið tekið fram, ber enn-
fremur það til þess, að það sýnist
fullmikið að leggja alla stjórn lands-
ins í hendur eins einasta manns. Það
er og ábyrgðarmeira fyrir hann að
stjörna landinu einn án þess að hafa
nokkurn mann með stjórnskipulegri á-
byrgð til þess að bera sig saman við,
enda líkur til, að ýmislegt yrði betur
ráðið, ef tveir fullábyrgir menn starfa
að því, heldur en ef það er falið að
eins einum manni. Loks má geta þess,
að stjórnin er styrkari gagnvart öðr-
um embættismönnum landsins, ef tveir
menn skipa hana, heldur en ef að
eins einn er ráðherra.
Kostnaðarauki af þessu fyrirkomu-
lagi, sem hér er farið fram á, mundi
lítill eða alls enginn verða frá því sem
nú er. Jafnskjótt sem stjórnarskrár-
breyting sú, sem samþykt var á al-
þingi 1913 og 1914, er komin til fram-
kvæmdar og lagafrumvarp um afnám
ráðherraeftirlauna frá þinginu 1914
hefir hlotið staðfestingu, hverfa ráð-
herraeftirlaunin framvegis. Og þarf
því eigi að óttast eftirlaunabyrði úr
þeirri átt. Samkvæmt áðurnefndu
stjórnskipunarlagafrv. og frumvarpi
því, sem hér greinir, legst landritara-
embættið niður jafnskjótt sem lög um
fjölgun ráðherra koma til framkvæipdar.
En landritaraembættinu fylgia 6000
kr. árslaun. Mismunurinn á ráðherra-
laununum og landritaralaunum er því,
eftir því, sem hér er farið fram á, að
eins 2000 kr. á ári. Og ætti landinu
þvf í raun og veru,, er ráðherraeftir-
launin hverfa, ' enginn útgjaldaauki að
verða til frambúðar að skipulagi því,
sein hér er farið fram á. Og þótt hann
yrði þessar 2000 kr. á ári, virðist eigi
f þá fjárhæð horfandi, ei verulegar
bætur fengjust með því ráðnar á stjórn-
arfari landsins, en slfkt þýkir mega
ætla.
>Öoðafoss“
er fyrsta skipið, af hinum stærri
skipum, er hefir komist vestur um
land, sfðan að haffsinn lagðist að
landinu í vor og tókst þar giftusam-
lega fyrii Júlíusi skipherra. Er og
ánægjulegt að vita til þess, að ís-
lenzkt skip, undir íslenzkri stjórn,
komst leiðar sinnar, þar sem erlend
skip höfðu hörfað frá, hvert á fætur
öðru. — Þegar til Reykjavíkur kom,
voru »Goða« sýndar veglegar fagn-
aðarviðtökur, fór fjöldi skipa og báta
móti honum út í Faxaflóa þar á með-
al eimskip með alla alþingismenn
innanborðs. — »Goði« hrepti stórviðri
og ósjó úti fyrir Hornströndum en
reyndist hið bezta sjóskip.
Frá Suður-Þingeyingum.
2. júlí.
Brúðkaup mikið var haldið að Græna-
vatni í síðustu viku og giftust þar Jón-
as sonur Helga bónda Jónssonar á
Grænavatni og Hólmfríður dóttir Þórð-
ar bónda Flóventssonar í Svartárkoti.
Voru boðsgestir rúmlega 200 og sátu
100 manns, konur og karlar að mat-
borði í senn og kalla eg það góð
húsakynni uppi við öræfi íslands, er
slfkt leyía. Var vel veitt og kappsam-
lega og glaðværð góð, enda sat alt
mannval um miðbik sýslunnar að veizl-
unni, en samt lagði skugga á gleðina
af hinu sviplega fráfalli Þorgils gjall-
anda (Jóns á Litluströnd). Sfra Arni
á Hólmum, föðurbróðir brúðgumans
gifti, en aðalræðuna fyrir minni brúð-
hjónanna flutti Steingrfmur sýslumaður
vel og skörulega að vanda.
Opinberunarbðk kallar »Norðurl.«
minnir mig trúlofana-frásagnir. Þessar
eru hér kunngerðar nýlega: Jón Jóns-
son f Brekknakoti og ungfrú Snjólaug
Egilsdóttir á Laxamýri. — Marteinn
Sigurðsson í Ystafelli og ungfrú Kara
Arngrímsdóttir á Ljósavatni. — Ein-
hverjar fleiri er sagt að séu í aðsigi,
eins og við gengst hjá unga fólkinu á
vorin — og raunar á öllum ársins
tíma.
Héraðshátiðin okkar á Breiðumýri
tókst að almannadómi vel. Handavinna
kvenfólksins, sem sýnd var þar á sýn-
ingunni þótti yfirleitt góð. En af því
að eg hefi heyrt, að »N1.« muni sér-
staklega skrifað um sýninguna og sam-
komuna í heild, sleppi eg því.
Fágœtur maður andaðist s. 1. vor úr
lungnabólgu I Mýrarkoti á Tjörnesi,
Jón Jakobsson, hreppsnefndarmaður,
fertugur að aldri. Hann var heilsulít-
ill maður og félítill, en einstaklega vel
gefinn, — safnaði fágætum orðum og
tækifærisvísum, og mjög bókhneigður.
(Sbr. það sem hans er minst í ræðu
Guðmundar skálds á Sandi hér í sfðasta bl.
Ritstj. )Jón sál. var kvæntur Sigurlaugu
Jóhannesdóttur fyr bónda í Fellsseli
Guðmuncisonar og lifir hún hann á-
samt fjórum ungum börnum.
Mannalát. Sjúkleiki hefir vierið mik-
ill í vor, kvefsótt og lungnabólga, og
ýmsir dáið. Nafnkendastur þeirra er
Baldvin homoöpathi Sigurðsson í Garði
í Aðaldal, og geri eg ráð fyrir að
einhver kunnugur minnist hans nánar
og biðji Norðurland að flytja. Enn-
fremur hafa dáið: Arni Sörensson
bóndi á Tjörnesi er áður bjó lengi f
Reykjahverfi, Sigtryggur Hallgrímsson
á Hú'savík sem lengi var á Hóli í
Kinn og Kristján Arnason á Hall-
dórsstöðum sem lengst bjó á Ófeigs-
stöðum. Allir þessir menn voru komn-
ir á efri aldur, um sextugt og yfir,
dugnaðarmenn og vel látnir, og áttu
allir sammérkt í því að þeir höfðu
átt fjölda barna og alið upp og því
verið -hinir þörfustu menn ættjörðu
sinni. Eru það sannindi sem ekki
verða hrakin að þeir ,eru þarfastir
borgarar þjóðfélagsins sem afla því
flestra meðlima, karla og kvenna.