Norðurland


Norðurland - 06.11.1915, Qupperneq 2

Norðurland - 06.11.1915, Qupperneq 2
Nl. 128 frá Litluströnd. Ei hikar við flugstraum, þó belji um brjóst, sá er bezta vill dýrgripi fanga; á yztu nöf þá, sem við hyldýpin hefst, er hetjunnar einkenni’ að ganga. Að fága sinn skjöld jafnt i fámennis vörn og i tjölda var afreksmanns siður. Og þegar að val er um flótta og fall, þá fellur hans skilgetni niður. Svo sjaldan, svo sjaldan má fang á þvi fá og fagna — því bjarta og hreina. Einn varstu’ l þeim flokki, sem vissi það vel, að það var þó i nauðsyn hið eina. Pú barðir á hrœsni og hugleysistöf og horfðir með djörfung við elli. Pu fágaðir skjöld þinn i fámennis vörn og á flugstigu hélzt þínum velli. Oft greip mig sem frostbitur, feigðarköld hönd að sjá fjöldann í skjalarans taumi. En er sé eg þá fáu, er fara sinn veg og fljóta’ ekki sjónlaust með straumi, þá horfi’ eg með von út i vorbjarmans rönd og hann vaknar, minn gróðrarlifs ylur. Pvi rétii eg nú eftir þér hendur og hug út á hafið, sem veraldir skilur. Og þó, er eg sendi nú söng minn til þin, þá svellur i hjarta mér treginn. Með afreksmanns vonir og afreksmanns þrát í œsku þú lagðir á veginn. En vængirnir stýfðust i veraldar önn og þótt vandlega dyldurðu særin, gekstu spyrjandi’ um réttlæti, sannleik og sól, að siðustu út yfir mærin. Pér mistókst með viðurnafn, varst einn af þeim, sem vorljóð i huganum sungu; en þöglin var öflugri innræn og dul; hvert orð var þér bundið á tungu. En satt var þú þektir þann sársauka vel, er sjálfræðið tapar af stundum, og ómar í björgum frá hafi til hafs — og helzt hjá þeim lokuðu sundum. Pú fyrirleizt kapphlaup um krónur og glit, þitt kapp var að reynast sem drengur; og þegar þú skildir hvað flestum er fyrst hjá fjöldanum, stóðstu’ ekki lengur. En ei var þér siður það góðverk um geð, sem gjörandans hagsmunir stýra. Ug þvi fór það svona, að hugur þinn hneig til hornunga, smœlingja’ og dýra. Sú samúðar kend varð þér lifandi lind, sem listamanns eðli þitt fæddi, er sjálfsblekking annara’ og singirnis frost um sál þina beisklegast næddi. Pví varð heldur aldrei í huga þér haust, þó hikandi’ og föl yrði þráin. Við vordísar arm þú á götuna gekst, sem gengin er síðast i bláinn. — — Um löndin fer störsjór af hatri og heift; sem hafgný ber tiðindin þungu. En upp yfir hörmungar leiftra þau Ijós, sem leið eiga’ um sjáandans tungu. Og Fróða tíð ris eftir ferlega stund; um fold þróast gróðrarlifs ylur. Pá re'ttir þér margur sinn hlýjasta hug út á hafið, sem veraldir skilur. S. F. Frú Hildur Bjarnadóttir. Fáein minningarorð. Hinn 21. júlt' síðastl. andaðist í Stykkishólmi háöldruð kona, 80 ára gömul, móðir sýslumanns Páls V. Bjarnasonar, frú Hildur, dóttir þjóð- skáldsins okkar gamla, Bjarna amtmanns Thorarensen, góðkvendi og gáfuð vel og alíslenzk í anda. Avalt skein hetju- svipur á þessu fríða, fjörgamla and- liti. Oft undraðist eg það, því heilsan var löngu að þrotum komin. Þegar menn athuga starfið, sem hún inti af hendi gagnvart sonum sfnum, þá þurfa menn ekki að undrast tignarsvipinn, er hún bar. — Hugsum okkur ástríkt hjónaband. Maður hennar kemur heim úr ferð, heilsar konu sinni, og svo hnigur hann í faðm hennar og er þeg- ar örendur. Og þá er yngsta barn þeirra, Páll, þriggja ára. Allir vita hver hún var þeim. Allir fóru synir hennar í skóla og 2 urðu embættis- menn, annar sýslumaður, en hinn lækn- ir. Hversu margar konur mundu eigí hafa látið sorgina yfirbuga sig, eikum þar sem ástin var á svo háu stigi sem hún var milli þessara hjóna. Ætli hún hafi ekki hugsað lfkt og faðir hennar, konan sú, þegar hann kvað eitt sinn, er illa lá á honum: »Sker hefir skrölt á firðic o. s. frv. Einkum mun hún hafa hugfest seinni part vísunnar: Minkun er manni að vera, — minni kletti auðum | og brjóst sitt bilast láta — af boðum mót- lætis«. Hún var trúkona mikil, og því er engin furða þó alt færi vel fyrir henni. Þessi heiðursfrú var jarðsungin á hinu forna höfðingjasetri, Staðarfelli á Fellsströnd í Dalasýslu, þar sem allur ættleggurinn að heita má, er jarðaður. Þar gefur að Ifta marga bautasteina, bæði gamla og nýja. Keypt hafði sýslumaður og Brynjólfur bróðir hans flóabátinn til að flytja lfk móður þeirra inn að Staðarfelli. Lét sýslu- maður það berast um bæinn að allir væru velkomnir að fylgja — æðri sem lægri, enda var það þegið, og fylgdi margt manna, og mun sölubúðum hafa verið lokað þann dag. Þegar á skips- fjöl kom var farrýmið alt of lítið fyrir slíkan kvennafans, og var okkur þá boðið að fara ofan í lest, og var ekki í kot vísað — sýslumaður hafði séð fyrir því að gera hana vistlegri; hvítt gólf hafði verið lagt í hana og allir veggir tjaldaðir. Þar leið manni vel, þeim, er ekki gátu, sökum kulda, setið á þiljum uppi. Bekkir voru sett- ir á þilfarið, Austan kaldi var tölu- verður og vorum við því 4 tíma áleið- is, en vel stóð á sjó og gott að lenda á Staðarfelli. Nú var líkið borið til kirkju, og sfðan var öllum boðið til stofu. Þrjú borð höfðu verið reist f stof- unni og sátu þar um 40 manns. Var þá framborið súkkulaði, kaffi og marg- ar tegundir af kökum. Að þvf loknu var farið í kirkju, sungið og leikið á harmonium. Síðan flutti síra Lúðvfk Knudsen frá Breiðabólsstað í Vestur- hópi hugðnæma líkræðu, sagði nokkuð frá æfiferli hinnar látnu heiðurskonu og starfi þvf, er hún hafði int af hendi, bæði gagnvart sonum sfnum, hjúum og héraðinu í heild sinni. Hann er ekki slakur ræðumaður sá. Síra Loð- vík er hispurslaus maður og kemur til dyra eins og hann er klæddur, virtist mér. Eg hefi aldrei séð hann fyr, en þekti hann1 af ættarsvipnum frú Sve/nbjörnsen og bróður hennar Loðvík, því þau þekti eg fyr meir. Auðséð var það á útliti bræðranna Páls og Brynjólfs, að ekki hafði prest- ur offlofað móður þeirra, þvf það leyndi sér eigi að þeir treguðu hana mjög, þó gömul væri. Þeir voru enn á þess- ari stundu blessuð börnin hennar, eins og hún sjálf oft komst að orði. Þeg- er komið var að gröfinni, brá manni heldur í brún, þvf í henni voru stein- lfmdir múrveggir. Hafði sýslumaður látið gera gröf þessa svo veglega sem unt var. Ofan í þessa hvítleitu gröf var kistan látin síga. Kistan var máluð hvít með útskornum pflárum kringum lokið, og efst uppi aðrir píl- árar, og öll var hún skreytt gyltum rósum og englamyndum. Mikið af blóm- sveigum var á henni, sem ekki kom- ust fyrir á lokinu. Hún var að öllu hin prýðijegasta líkkista, seui eg hefi séð. Nú var gengið heim frá greftr- un. Var þá allri lfkfylgdinni boðið til stofu og frarnreiddur heitur matur á- samt »desert«. Eg hefi aldrei verið við jarðarför jafntigna þessari, og hefi eg þó staðið yfir moldum biskupa og annara stórmenna. Að loknu borðhaldi var komið veður hið bezta, og var þá lagt af stað kl. 10 síðdegis. Á þeimleiðinni voru altaf veitingar. Enda eg svo þessa frásögu, sem ekki er ems ful komin sem hún aetti að vera, því sú rausn e: sjaldgæf sem á öllu var, og margir af þeim, er fóru í þessa íör, munu minnast hennar með óblandaðri virðingu. //. Q. % Rösklesra irert. Rut Wordsworth, dóttir W. biskups í Salísbury, var ein þeirra, sem kom- ust af þegar »Lusitania< sökk; var sundkona mikil, en varð skorðuð milli báta og óðara er hún gat losað sig (með djúpkafi) varð fyrir henni barn á floti er hélt sér uppi á spftu; bátar allir voru þá lagðir frá skipinu. Eftir harða skorpu náði hún þó í síðasta bátinn, sem bjargaði henni og barninu. Þótti það afar rösklega gert af ungri stúlku. (Eftir »The Chr. Liíe«.) M. J. Tveir fallegir hvolpar til aölu nú þegar. Hjalti Sigtryggsson, 34 — Pú segir líklega sitt, andvarpaði eg. Væri hægt að komast af án ófriðar og hermanna mundi hvortveggja vera úr sögunni fyrir löngu. — Eg skil þig víst ekki vel. Eg skal segja þér, að raunar er eg ánægð yfir þessum ófriði. Eg vona að bæði Lúðvíg minn og bræður mínir fái tækifæri til þess að vinna sér eitthvað verulegt til frægðar, svo þeir hækki að metorðum og fái hærri árslaun. Annars verður langt þangað til röðin kemur að þeim, til þess að hækka í metorðastiga hersins og leiðinlegt eftir því að bíða. Ófriðurinn opnar þeim þó möguleika. — Hefir þú heyrt nokkuð frá þeim nýlega? Eru þeir allir heilir á húfi? spurði eg. — Eg veit ekki. Onei, það er orðið langt síðan eg hefi fengið bréf frá þeim, en þú getur skilið, að þegar þeir koma þreyttir heim í tjöld sín á kvöldin, annaðhvort úr orustu eða frá æfingum, þá muni þeir ekki viljugir til þess að fara að setjast við bréfaskriftir. Eg er alveg óhiædd. Þeir bera allir verndargripi, sem mamma hefir sjálf hengt um háls- inn á þeim. — Heyrðu Lori, hvernig heldur þú að færi í bardaga þar sem hver einasti hermaður hefði vernd- argrip um hálsinn? Heidur þú að kúlurnar mundu hverfa upp í skýin, eðs falla máttlausar til jarðar framan við byssuhlaupin? — Fyrirgefðu að eg skil þig ekki. En það er 35 satt . . . eg var búin að gleyma því að þú ert vfst trúlaus. — Því svarar þú mér ekki? — Vegna þess að með spurninugnni dregur þú dár að því sem mér er heilagt málefni. — Langt frá því? Eg reyni aðeins að draga senni- lega ályktun af því ef verndargripirnir gera það gagn, sem þú trúir að þeir geri. — Martha! Pú veizt þó, að það er synd að dæma um þá hluti, sem heyra til guðs ríki, og heimsku- legt að treysta á sjálfan sig og tilviljunina, að mað- ur sleppi ósærður úr orustunum. — Ef til vill hefir þú rétt fyrir þér. Pað er þýð- ingarlaust að tala um þessi efni. En hræðslan um þá sem eru mér kærir og sem eru í þessu stríði. .. hún kvelur mig stöðugt. — Við skulum nú tala rólega saman um þetta Martha mín. Pú hugsar alt of mikið um orusturnar og hætt- una sem þú heldur að Arno sé alt af í. En það er ekkert vit í að ergja sig stöðugt með þeim hugleið- ingum og þú átt að reka hræðsluna út úr hug þín- um og vera kát og ánægð. Ófriðinum verður nú fljótlega lokið og þá koma mennirnir okkar beggja heim og hafa báðir hækkað í tigninni. Hugsaðu um það. Pá ætla eg að fá Ludvig til þess að biðja um lausn frá herþjónustunni í fimm eða sex vikur og svo förum við til einhvers baðstaðar til þess að skemta okkur og hvíla okkur, hann eftir allan flæk- inginn fram og aftur á vígvellinum og eg eftir alla

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.