Norðurland

Issue

Norðurland - 10.02.1916, Page 3

Norðurland - 10.02.1916, Page 3
NL *3 legt er. Vanalega eru vörur fluttar frá íslandi íyrir 15 miljónir króna en árið 1915 mun hafa verið flutt út þaðan fyrir nálægt 50 milj. kr. Af laltfiski sendum við til Spánar og ít- alíu tvöfalt við það sem vanalegt er. Síldin fer til Svíþjóðar og Rússlands. Þó kynlegt sé hefir aldrei verið neinn markaður í Þýzkalandi fyrir íslenzkar afurðir. — Það hlýtur að ríkja almenn á- nægja á íslandi yfir lífinu þar, sögð- um vér. — Já, auðvitað. Agóðinn skiftist nokkurnveginn jafnt milli alira stétta »Gullasch< þekkjum við ekki. Bændur græða sérstaklega vel á ullinni sinni, sem nú er borguð þrisvar sinnum hærra verði en vanalega. Þeir bæta lfka búgarða sfna, borga skuldirnar og leggja jafnvel dálítið í sparisjóð. — Verður ekki afstaða íslendinga til Danmerkur vinsamlegri þegar alt gengur svona vel ? — Oh, dálítið »vrövl< verðum við altaf að gera, en það er áreiðanlegt að það veltiár sem nú hefir verið, er enn ein sönnun þess að Danmörk er það land sem við græðum mest á að vera í félagi við um konung. Aftur munu miklar efnalegar framfarir okk- ar, smátt og smátt, efla sterka sjálf- stæðishreyfing meðal okkar. Við erum fátækir og háðir öðrum. En við get- um orðið rfkir og viljum verða öllum óháðir. Við erum nú farnir að hugsa um að notfæra okkur hin stórkostlegu öfl sem liggja ónotuð í stórám og fossum. Eg hefi sjálfur stofnsett raf- magnsstöð og það er alveg vafalaust, að eftir fáein ár baðar ísland sig 1 skínandi, ódýru, rafmagnsljósi.------- íslendingurinn kvaddi og fór inn til klæðskera, til þess að panta sér klæðnað, eftir nýju3tu tfzku, sem öll- um verði starsýnt á og sem geti vakið eftirtekt á höfuðgötunni á Akureyri. (Lausl. þýðing eftir »Politiken« 20. des f. á.) ekki býst eg við, að það lækki þennan hluta »kostnaðarins«. Mundi nú óbeini ábatinn jafnast á við þenna kostnað (og það, sem standa kynni eftir af beina kostnað- inum)? Eða mundi hann gera miklu meir, eins og þegnskyldumenn hljóta að áætla?— Hér er vafalaust komið að kjarna málsins. Og miklu mætti þar til kosta, ef ávinningur yrði eins mikill og menn hafa leyft sér að fullyrða. Tvent kemur hér til mála og at- hugunar: a) i hverju þessi (óbeini) hagnaður sé fólginn, og b) hvort hann næðist ekki með öðrum skap- legri hætti en lögboðinni þegnskyldu- vinnu, ef á annað borð eru sýnileg ráð til að öðlast hann. IV. Alment talað er »þegnskylduvinn- unni«, af formælendum hennar, ætlað að uppræta ýmsa þjóðarlesti, er þeir telja vera á ráði voru, og skapa eða efla þjóðarkostina að sama skapi. Mér virðist að setja megi aðalkjarnann fram í þrem orðum, það sem hún á að vinna á, sem sé að gera menn: stundvisari — verklœgnari — þrek- meiri. Fara þeir mörgum fögrum orðum um þá óöld, er nú ríki með þjóð vorri í þessum efnuin, og þá gullöld sem upp mundi renna, er skylduvinna þessi sé lögboðin. Sérstaklega verður þeim skraf- drjúgt um „agaleysið*, er nú sé, og agann, sem á verði í hvívetna. Það mun nú vera orð og að sönnú, að agaleysis kenni á ýmsum stöðum í voru þjóðlífi ekki síður en með öðrum þjóðum. En hvort það er hér sýnu meira, þegar öllu er ú botn- inn hvolft, skal látið ósagt, þótt fuil- yrt sé af þessum mönnum, er halda JAnas læknlr Jónasson frá Hrafnagili hætti viö að fara til Þýzkalands og er nú læknir við sjúkra- hús f Odense. Sönnun ódauðleikans. í júní þ. á. segir svo í hinu al- kunna prestablaði, Homilistic Review, á Englandi: »Hvað er að vita nema það kunni að vera ráðstöfun forsjón- arinnar, að ódauðleiki sálarinnar verði sannaður vfsindalega? Mörgum góðum fræðimönnum og öðrum liggur sá mögu- leiki mjög ríkt á hjarta. Og sá áhugi er síður en ekki að kenna forvitni einni; slík vissa mundi, að margra ætlan, hafa hin mestu áhrif til góðs á þá siðmenning, setn nú ræður mestu f heiminum. Mun eigi óhætt að full- yrða, að sú sönnunar-vissa mundi stórum auka sjálfsmetnað manna ? Og á því er enginn efi, að það mundi stórum létta þvf dauðafargi, sem slig- að hefir svo átakanlega margar hinar göfgustu mannsálir. Það mundi inn- blása þeirri skoðun í hjörtu allra manna, að alfaðirinn ætli oss borgar- rétt í alheiminum, og eigi á jörð þessari einni, ætlað oss vöxt og við- gang um aldir alda. Eigi heldur mundi sú vissa draga úr þörf vorri á trú á guð fremur en hin vísindalega sönn- un þess, að vér séum til á þessari jörð, rýrir þá trú vora. Lífið má vel hugsa alveg eðlilegt, jafnt beggja meg- in grafar, og þau lög, sem hér drotna, kunna, að mestu leyti, að vera hin sömu hinu megin, þar eð hinn sami guð skapar báða og stjórnar báðum heimum.* fram þegnskylduvinnunni. Allir vita, að póttur er brotinn í öllum lönd- um, og margan þjóðfélagsósómann mætti til tína annars staðar frá — einnig frá þeim »hásiðmentuðu«, sem vér að hinu leytinu engan veg- inn getum staðið á sporði. En hvað um það, ef menn sjá galla og þyk- jast munu geta ráðið bót á þeim, er það gott og æskilegt að svo verði. Aðeins er að athuga, hvort gallarnir eru fundnir og hvort »bótin« kemur að haldi. Yms «dæmi«, sem þegn- skyldumenn hafagreint um »agaleys- ið« á ýmsum sviðum þjóðlífs vors bera nú á hinn bóginn vott um, að þeim muni ef til vill sjálfum ekki sem Ijósast umræðuefnið; svo óákveðið er tal þeirra, sumstaðar óviðkomandi málefninu og jafnvel út í hött. Má leiða að því rök, ef þörf gerist. — Um stundvísina má margt segja. En að allir gerist stundvísir í öllu fyrir það, að vinna í 3 mánuði af æfinni erfiðisvinnu í »þarfir hins opinbera«, þótt reglubundin væri og undir sæmilegri stjórn, — það er fullyrðing, sem ekki verður sönnuð, býst eg við. Vitnað er í »herskyldu« (að því verður vikið hér síðar), en með henni telja þeir þessa dygð hafa áunnist þar. Af öðrum (E. H.) hefir verið réttilega bent á það, að alt annað en herskyldan hafi eflt stundvísina hjá þjóðunum (að svo miklu leyti sem hún héfir þroskast), sem sé framfarirnar, einkanlega hin breytta tillögum samgöngufœranna (járnbrautir, eimskip o. s. frv.), þar sem öllu er svo fyrir komið, að gerast verður á fastákveðnum tíma (tiltekinni mínútu svo að segja), hvað eina, að öðrum kosti rekst hvað á annað og fer úr skorðum í »vél« þeirri, sem þjóðfélögin nú eru orðin. Eg hygg og, að það sé sönnu næst, Ritstjóri blaðsins Light (d: Ijós) bætir við eftirfylgjandi athugasemd: »Þetta er nú vel og viturlega mælt; en spíi itúalistinn segir að lífið sé eðli- legt beggja megin, og að hin sömu lög, siðferðisleg og andleg, drotni f báðum tilverum. Vér þekkjum og vit- um þetta, því að bæði hlutlegar og sálfræðilegar sannanir um »tffið hinu megin* hafa þegar verið gefnar mann- kyninu « M. J. Akureyrarvísu r. Þig Akureyri eg elska má og að þér hlynna, að þér hlynna, þvf flesta hamingju’, er heimur á, er hér að finna, hér að finna, og stórvitra bæjarstjórnara og stríðalda barnakennara, »sem ekkert vinna, ekkcrt vinna«, tra la la la. Og hér er garaan og gleði flest á góðum vegi, góðum vegi, en bróðurkærleiki’ og blíða mest, þá bregður degi, bregður degi. Hjá kátum strákum og stelpunum er standandi »ball< á knæpunum, þó Ijósin — deyi, Ijósin — deyi, tra la la la. En hæst er gleðin, þá hlaðinn knör til hafnar rennir, hafnar rennir. Þá út á bryggjuna flýtir för það fólk, scm nennir, fólk, sem nennir, með tóma kúta und kápunum. — Menn kjamsandi smella skoltunum. Jú, þorstinn brennir, þorstinn brennir, tra la la la. í vetur Bárður í »Fossinn< fór, segir fólkið, segir fólkið, Þá var hann sloppinn og mittismjór, segir fólkið, segir fólkið. En þegar hann kom úr »klefanum«, sá karl hafði tekið breytingum, segir fólkið, segir fólkið, tra la la In. að allsherjar stundvísi lærist þá fyrst einstaklingum þjóðanna, er þeimer nauðugur einn kostur til framkvæmd- ar störfum þeirra í »baráttunni fyrir tilverunni*. Slíkt getur auðvitað numist með kenslu og reglu (í skól- um t. d.) í ríkari eða rýrari mæli, en lífsnauðsynin verður þar drýgsti kennarinn, eins og í svo ótalmörgu öðru. Annars er langt frá, að framfara- þjóðirnar séu, þrátt fyrir jjetta, orðn- ar fullkomnar í stundvísi, er til alls kemur. — Mennirnir eru líka aila- jafna breyskir og þeim er gjarnt til að lofa »dygðinni« að hvíla sig þær stundirnar, sem þeir þurfa ekki nauðsynlega á henni að halda! Verklægnin var annað kjarna-at- riðið. Sannarlega væri það dýrmætt, ef hægt væri að gera alla menn »verklagna«. Halda þegnskyldumenn í alvöru að þeim takist það? Og hver á að kenna það, ef hér er ó- verklægni n'kjandi áður yfirleitt? Flytjast frá útlöndum? Ef svo er, þá verður þó væntanlega að eins um þá vinnu að ræða, er þar er kunn og framin. En auk þess, sem í þessu eins og öllu öðru er mis- jafn sauður í mörgu fé um heim allan, þá eru nú að minsta kosti upp á síðkastið farnar að heyrast raddir um það jafnvel frá höfuð- menningarlöndunum (í verklegri menning), að mjög sé verklægninni þar ábótavant! (Sbr. tilraunirnar, sem veður hefir borist af hingað til lands síðastliðið ár undir nafninu »vinnuvísindi«). Samt sem áður er það alls ekki óhugsandi, að bæta megi að einhverju verklag manna með reynsluathugun, þótt innlend væri, og kenslu. En ekki virðist geta náð nokkurri átt að lögbjóða Þá var hann digur sem kálffull kýr, fólkið sá það, fólkið sá það. En hausinn var þó að vonum rýr, til venju brá það, venju brá það. Hann hélt á töskum í hendinni og horfði kringum sig brosandi: »Þeir mega sjá það, mega sjá það,« tra la la la. »Þeir halda munni og mæla’ ei orð . um mínar flöskur, mínar flöskur, því sjálfir hafa þeir sótt um borð í sínar töskur, sínar töskur. Eg hræðist ei pólití heldur par, þau horfa altaf á stjörnurnar. en ekki flöskur, ekki flöskur,* tra la la )a. Og niður vatt sér á bryggju beint hann Bárður röskur, Bárður röskur, með fattan svíra, og fór ei leynt með fullar töskur, fullar töskur. Þar stóðu höfðingjar háleitir: >Hva4 hefurðu þarna? Eg bara spyr.« — >RjómaflIöskur, rjómaflöskur,« tra la la la. Þá glaðna andlitin á þeim hóp, og einum munni, einum munni í einni svipan ’ann hóf upp hróp svo hátt sem kunni, hátt sem kunni: »Eg kaupi rjóma í kaffið mitt, þá kemur þú, Bárður, í ríki þitt. Við höldum munni, höldum munni,< tra la la la. En Bárður gegndi og grönum brá: >Það kostar krónur, kostar krónur. Því hef eg lofað, sem held eg á, fyrir krónur, fyrir krónur. Mér erfitt verður um aðdrætti, og andskotans verð á flöskunni, átján krónur, átján krónur,< tra la la la. Svo hljóp ’ann-Bárður sem hundeltur til húsa sinna, húsa sinna. Þá grenjar óður og uppvægur einhver hinna, einhver hinna: >Þig taki fjandinn með flöskunum! — — Við fáum reseft hjá læknunum. — — Það kostar minna, kostar minna,« tra la la la. A. B. C. og setja á stofn til þess (allra sízt í hasti!) dýrt og viðsjált skyldubákn — / tilraunaskyni. »Uppeldisatriði« málsins getur það kallast einu nafni, sem hér er táknað sem hinn »óbeini hagnað- ur«. En um afstöðu slíkra mála gagnvart frelsi annarsvegar eða þvingun hins vegar, ætti mönnum að vera nokkuð kunnugt. Lögskip- uð nauðung er ekki sem bezt fall- in til þess að hafa bætandi, þrosk- andi, uppörfandi áhrif á ménnina, hvórki í andlegum né verklegum efnum, enda er reglan, að þjóðfé- lögin beiti ekki fyrir sig þesskyns ráðum nema við óvita. Hitt verður að vera undantekningar, tilorðnar af einhverri alveg sérstakri nauð- syn. Aðhlynning og upplýsing, með frjálslegum hætti, munu vera beztu »uppeldis«-tækin. Prek og orku hefir mér og skil- ist að þegnskyldumenn vildu láta aukast hjá þjóðinni með þessu fyr- irkomulagi, og drep eg þess vegna á það hér. Það er líka í rauninni ekki annað en rétt afleiðing af hinu, ef það næst í fullum mæli. Kunn- átta í því að vinna verkin vel og rétt, eykur orku mannsins. En ekki á það að þufa að eiga neitt skylt við þegnskyldrufyrirkomulagið, frek- ar en verkast vill. Eins og kunnugt er hefir dr. Guðm. Finnbogason fyrir skemstu slegið til hljóðs hér á landi fyrir því, sem hann kallar »vinnuvísindi«, er heimspekingar telja vera einn anga af svonefndri »hagnýtri sálar- fræði*. Er athugun þessara hluta— sem ekki er annað en hagvirkni eða lagvirkni, í hverju hún sé fólgin o. s. frv. — komin frá Ameríku og hefir nú vakið nokkurt umtal í sum- um löndum Norðurálfu. Þykirskilj-

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.