Norðurland

Issue

Norðurland - 10.02.1916, Page 4

Norðurland - 10.02.1916, Page 4
 U anlega mikils um vert, efhægtværi að kenna þetta og nema til al- mennrar hlítar, og þá iíklega eftir fðstum reglum. Alt er þetta samt enn á tilraunastigi, en er í sjálfu sér ekkert nýtt, því að altaf hefir lagvirkni og verklægni þekst (svo og leikni og æfing), en ærið mis- munandi þó, og hefir einn lært af öðrum, að sumu leyti án sérstakrar eftirtektar. O. F. hefir nú fengið fjárstyrk nokkurn til þessað kynna sér þetta nánar og verður þá ekki um það fullyrt af né á, fyr en hann hefir átt kost á að sýna árangur- inn af því starfi. Á orði er haft, að þegnskyldu- menn þykist hafa fundið þar hina mestu hjálparhellu.er frásögn Ouðm. Finnb. er um þessi »fyrirbrigði«. Því má þó ekki gleyma, að þeir voru meðmœlendur þegnskylduvinnunnar dður en nokkuð var hreyft þessum hugmyndum!OgOuðm,kvaðlítahýru auga til þegnskyldumanna. Eigi verð- ur þó séð, að neitt nauðsynlegt sam- band þurfi að vera þessa á milli, þótt hagvirknistilraunirnar dæmdust að mundu koma að gagni. Ef málið er nú athugað með alt þetta fyrir augum, er greint hefir verið, og um það er að ræða, hvort takast muni með kenslu (verklegri) að ala upp í þjóðinni þá kosti, sem drepið var á, að þegnskyldan ætti að áorka: Stundvísi, verklægni, atorku, þá er fullvíst, að ekki getur orðið talsmál um slíka kenslu, með neinni reynd, nema á örfáum stöðum í land- inu, er væru sérstaklega nentugir til þess. Hvar eru þeir staðir?. Par sem námsskeið gæti haldtst, einhvern tíma árs (þó ekki að vetrinum) í fyrir- myndarvinnubrögðum — vitanlega með alveg frjdlslegum hœtti? Þeir staðir eru lagðir upp í hend- urnar, þar sem eru: búnaðar- og bœndaskólarnir. Par má koma »hugmyndinni« á, að svo miklu leyti sem um það get- ur verið að tala,—ekki þegnskyldu- vinnuhugmyndinni, því að hún er óhæf, heldur því, þeim kostum, sem með henni áttu að fást. Hvort sem stuðst yrði við þá verklegu kunn- áttu eingöngu, er vér nú höfum, eða aðra fullkomnari (t. d. fyrir að- stoð »vinnuvísindanna« o. fl.), eru búnaðarskólarnir sjálfsögðustu stað- irnir. Frá hvaða hlið sem skoðað er, yrði það hallkvæmast landinu, að þess konar kensla væri í sambandi við þá. Við þau námskeið ætti ekki að eíns að vera frjálst, hvort menn sæktu þau eða ekki, heldur líka jrjáls, opinn aðgangur ðllum. Ef um verulega »hagnýting« yrði hér að tefla, er sú aðferð, sem hér er bent á, affarasælust og sigurvænlegust. Með vaxandi áhuga og kynningu mundi þessi lærdómur breiðast út og vonum bráðar mundi hin upp- rennandi kynslóð hafa tileinkað sér þessa kosti, ef raunverulegir reyn- ast. Pað er svo um góða reglu, hagkvæma aðferð, í hverju sem er, að út dreifast með þeim, er stund- að hafa (menn sjá, að það er sjálfum ♦þeim fyrir bestu að kunna), svo að innan skams verður alþekt um sveit- ir lands. — Hvort sem nú Ungmennafélögin eru í öllum atriðum samþykk greinar- gerð þeirri, sem hér hefir verið sett fram, eða eigi, þá ber þeim þó, ef þau sjá (sem vænta má), að þegn- skylduvinnumálið er ótimabært nú og óundirbúið, að vinna á móti því, að þjóðin fari í hugsunarleysi að greiða lögleiðing þess atkvæði. Ef kjós- endur gerðu sig seka urh það glappa- skot (við næstu kosningar) að knýja málið fram, mundi það óefað valda hugmyndinni — sem Ungm. fél. hafa tekið að sér — mestu tjóni; yfir henni hefir óneitanlega verið og getur verið dálítil »lyfting«, en hún má ekki við því að troðast und- ir »hesta og manna fótum«l. V. Áður en eg skilst við þetta mál, verð eg að víkja lítillega að atriði, sem hrópað hefir verið upp af sum- um sem fyritmynd, um leið og vitn- að hefir verið til annara landa. Pað er herskyldan. Pví hefir nærri verið haldið fram, að þjóðirnar hefðu hana til þess að uppala sig (af því að þær hefðu herskyldu, yrðum vér, herlausir, að hafa þegnskyldu!). En hér hafa þessir góöu menn gersam- leg hausavíxl á hlutunum. Engin þjóð er til, siðmentuð, sem þykir herskyldan, út af fyrir sig, æskileg — öðrunær, allar vildu þær losna við hana, ef þær gætu. Herskyldan er til aðeins út úr neyð! Vegna þess að veldi stórþjóðanna byggist ennþá (eins og frá ómuna- tíð) á hernaði og vopnaburði, verða heræfingar og herskylda að eiga sér stað hjá þeim. En undir þvi fargi stynja þær, og engin samtök hafa enn getað komist á um það, að lint skyldi þeim látum. Petta erum vér, sem betur fer, lausir við. Pað virð- ist svo sem þessi »herskyldu«-fít- onsandi hafi rokið í menn íhálfu magnaðri en áður) í fyrra, er Pjóð- verjar hófu »sigurfarir« sínar í styr- jöldinni er nú geysar. Allir kostir þeirra áttu að vera styrjöldinni að þakka! Að slíkri hégilju þarf ekki orðum að eyða. En líti menn til Englendinga (hvaða álit sem menn nú annars hafa á þeim í þessum ófriði). Ætli þeir séu ekki þroskuð þjóð, með þroskaðri siðmenning og þroskuð- um góðkostum, er að haldi koma í lífinu? Líklega þó. En ekki hafa þeir haft herskyldu til þessa (né neins konar »þegnskylduvinnu«).— Og ef þeir innleiða hjá sér her- skylduna (meðan stríðið stendur og vegna þess), þá gera þeir það í einhverju dauðans ofboði, út úr þeirri svörtustu neyð, sem þeim þykir sem vofa muni yfir lýð og landi, verði þeim ekki sigurs auð- ið. Peir gera það af því að annars fá þeir ekki nóga hermenn á víg- völlinn, til þess að drepa og verða drepnir. Nei, herskylda getur aldrei orðið hér fyrirmynd. Pað er hinn herfi- legasti misskilningur að gera sér slíkt í hugarlund. Mál þetta hefir nú verið rakið nokkuð um stund, og bent hefir verið á ýms athugunarefni. Hingað til má segja, að það hafi lifað drauma- lífi hér hjá oss. En draumar þótt fagrir séu, geta orðið draumórar — og einnig jafnvel »draumar Her- manns Jónassonar«. En eins og menn vita, þá eru »draumórar« og lífið tvent aðskilið. Eg hefi hér, svo sem sjá má, al- veg slept að minnast á »föðurlands- ástina og fórnfýsina*, sem þegn- skylduvinnan á að hafa í för með sér. Eg sé ekki, að það eigi neitt skylt hvað við annað. Föðurlandsvinur verður enginn með lagaboði, og fórnfýsi þrosk- ast ekki með skyldukvöðum. Pað ættu allir fullorðnir menn að vita. Pó að t. d. landrækt og skóggræðsla (sem sumirhugsa sér,að þegnskyldu- vinnan ætti að beinast að) sé ekki illa lagað til þess, að innræta mönn- um ást til fósturjarðarinnar, mun harla lítið tjóa að lögskylda menn til þess. Hver vill þá ábyrgjast »inn- rætið« ? Einstaka maður hefir enn fremur talið, að með þessufengist »skattur« oo<xxxxxxxx>oo Jarðepli, Hvítkál, Slödbeder, Sulrætur nýkomið í verzlun Sig. Siguiðssonai. ooo<xxxxxxxxx> „SKandia“-moforinn. »Skandia" mótorvélin er tilbúin í Lysekil, Svíþjóð, stærstu mótor vélaverksmiðju á Norðurlöndum, er sú einfaldasta, kraftmesta og endingarbezta mótorvél, sem hingað hefir flutzt. Áðurnefnd vél hefir þegar náð langmestri útbreiðslu í öllum heims- álfum af þeim mótorvélum, sem tilbúnar eru í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, og hin stöðugt vaxandi framleiðsla sýnir ljóst að „Skan- dia“-mótorinn hefir reynst betur en aðrar þær vélar, sem útvegs- menn hér hafa átt kost á að kynnast. Festið eigi kaup á öðrum vélum fyr en þér hafið talað við H. Gunnlögsson. Sfmnefni "Aldan" Reykjavík. Talsími 213. — Box 477. — í vissu formi. En skattgjald útilátið í nauðungarvinnu mun nú orðið nokkurn veginn úrelt, að því er menn bezt vita. Spurningin er hér heldur ekki neitt um það, hvort menn »tími að gefa ættjörðinni þrjá mánuði af æf- inni eða ekki« (»Skinfaxi« frá síð- astl. nóvbr.mán. kemst svo smekk- lega að orði, að menn »fjandskap- ist« við þegnskylduvinnuhugmynd- ina af þeim sökum!); það og mikið meira mundu víst flestir vilja láta í té fyrir velferð lands síns. — Til þess að eyða öllu slíku rugli og hvers konar misskilningi eru um- ræður um málið nauðsynlegar. En þær þyrftu þá helzt að vera með dá- lítið öðru sniði en nefndarálitið úr neðri deild, er getið hefir verið, sem einn af trúnaðarmönnum þings og stjórnar (M. Ó.) hefir þó samið. Pað er annars dágóður spegill af störfum Alþingis í athugun málanna. Eng- inn stafur rökstuddur, orðaglamur og annað ekki! Að slíkt plagg skuli geta komið fram á Alþingi og tekist alvarlega sem undirstaða undir eink- ar viðsjárverðri ályktun í vandamáli, það gegnir stórfurðu (álit »meiri hluta« nefndarinnar, sem undirvarð í málinu, skrifari B. J., er að sínu leyti engu merkilegra). Eftir að nefndarál. hefir vegsamað þann mikla (beina) gróða, sem þegnskylduvinn- an mundi hafa í för með sér, kem- ur tvohljóðandi klausa — er tekin skal hér upp mönnum til fróðleiks — orðrétt: »Hugsunarháttur allrar þjóðarinnar yrði innan fárra áratuga breytturtil hinsbetra. Tortrygnin, öf- undin, einræningsskapurinn, félags- lyndisleysið, áhugaleysið, óstundvís- in og með henni ýms óreiða í orðum og gerðum mundi væntanlega með öllu hverfa, Agaleysið færi í sömu gröfina og á moldum þessara bresta og lasta munu vaxa áhugi, hlýðni, háttprýði, atorka, félagslyndi, þrifn- aður, stundvísi og áreiðanleiki í orð- um og viðskiftum. Og á sama tíma yrði landið betra og byggilegra. Ást manna á landinu myndi aukast og fómfýsi fyrir það skapast« o. s. frv. Hvernig lízt mönnum á? Trúa menn því, að þetta sé komið frá Alþingi — eða frá einhverjum öðr- um stað? Pegar allur almenningur á nú, eins og til stendnr, að fara að greiða at- kvœði um málið á þessu ári, býst eg við, að fleirum fari eins og mér, að telja eins gott að reyna að koma því sem fyrst ofan úr skýjunum og niður á jörðina, því að þar stönd- um vér þó, hvað sem hver segir, og hvergi annarstaðar — ennþá að minsta kosti. K^benhavns JWargarinefabrik framleiðir hið vandaðasta smérlíki sem unt er að fá, notar aðeins hreint og óskemt efni, Og litar alls ekki marga- rínið, en selur það hvítt eins og á- sauðasmér, svo allir geti fullvissað sig um að engu misjöfnu sé blandað f það. Margarfnið fæst ( I og 2 punda skök- um, 5 og io punda öskjum og stxrri dunkum og er þrátt fyrir gæði sín hið ódýrasta smérlíki sem flutt er til lands- ins, enda fer neyzla þess vaxandi ár frá ári. Areiðanlegir kaupendur fá lang- an gjaldfrest. Pantanir sendist annað- hvort beint til verksmiðjunnar, Bro- læggerstræde 9 Köbenhavn, eða Jóns Stefánssonar Akureyri. Prentamiðja Odds Björnaaonar, V

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.