Norðurland

Ataaseq assigiiaat ilaat

Norðurland - 22.04.1916, Qupperneq 1

Norðurland - 22.04.1916, Qupperneq 1
NORÐURLAND. Ritstjóri og útgefandi: JÓN STEFÁNSSON. 18. blað. Akureyri 22 apríl 1916. | XVI. árg. Vefnaðarvöruverzlun Samanburður. GUDM. EFTERFL. Nýjar vörur jmeð hverju skipi, sem eru valdar af trúnaðarmönnum verzl- unarinnar í stærstu verksmiðjum Norður- álfunnar. Stærst úrval. Lægst verð. Sápubúðin ^ á ODDEYRI. Munið að þær vörur sem Sápubúðin verzlar með eru ódýrari þar en jafngóðar vörur í öðrum búðum. BÆKUR & RITFÖNO kaupa nienn ávalt ódýrast í bókaverzlun Kr. Guðmundssonar, , Oddeyri. Útlendar bækur, tímarit og blöð útveguð. FLJOT AFOREIÐSLA. Tóbaksverzlun IOH. RAGUELSSON-: VINDLAR —Havana—Brazil —Sumatra—Java og Manilla. Vindllngar (Cigarillos & Cigaretter). REYKTÓBAK frá Englandi, Hol- landi, Noregi og Danmörku. VONDUÐ VARA. SANNGJARNT VERÐ. Ú r s m i ð j a Kristjáns Halldórssonar, Hafnarstræti 35, Akureyri. Gullstáz, úr, keðjur o. fl. Aðgerðir á úrum og klukkum leystar fljótt og vel af hendi, Bezta J---£-----J---■£) er frá Horniman. Biðjið því kaupmann yðar aetlð um það. Einkasalar til íslands: Carl Sœmundsen & Co. Reykjavik — Akureyri. Prentsmiðja Öclc/s JBjörnssonar leysir af hendi alla P-R-E-N-T-U-N fljótt — vel — ódýrt, Talsími 45. Sfmnefni Oddbjörrþ Legsfeinar frá verksmiðju |ohnF. A. Költzow Christiania •ru endingarbeztir og ódýrastir. Þá útregar ritstjóri Norðurlands, Akureyri. Verðlistar með myndum, eru til sýnis á skrifstofu blaðsins, þeim er vilja panta legsteina. Þeim, sem hefir rerið við bú í 40 ár, verður oft að bera saman ýmis- legt frá fyrstií og síðustu árum bú- skaparins; þvl vitanlega breytist margt á 40 árum Mjer kemur margt I hug, sem breyzt hefir, bæði I sveitinni minni og öðrum sveitum þau 40 ár, sem eg er búin að vera húsmóðir. Eitt er það sem skellur I augu öðru fremur og vil eg minnast á það nokkrum orðum, ef einhverjum kynni að verða að gagni sú litla hugvekja. Það eru hinar vinnandi stúlkur fyr og nú. Margt breytist til batnaðar á 40 árum, en til er það, sem breytist til hins verra, og svo finst mér um stúlkurnar, eða öllu fremur háttalag þeirra. Fyrir 40 árum var það einkar al- gengt, að sama stúlkan ynni tugi ára á sama heimibnu, en nú mun það næsta óalgengt. Nú eru hinar svo- kölluðu kaupakonur almennastar. Þær vistast fyrir afarhátt kaup yfir sumar, haust og vor, en leika lausum hala yfir veturinn og eyða því sem þær unnu sér inn aðra tíma ársins og stundum miklu meira. Sjaldan verður þeim nokkuð við hendur (ast og fá- um þykir vænt um þær, þvf þær una aldrei nógu lengi í sama stað til þess að kynnast fólki og vinna alúð þess og hylli. Heimtufrekja við guð og menn er aðaleinkenni þeirra. Þær þykjast fremri hinum fáu vinnukonum, sem uua á vissum heimilum. Kaup sitt heimta þær vissan dag og tfma til þess að geta ætt I kaupstaðina og sóað þvf fyrir glys og glingur. JÞær meta einkis góð heimili, þar sem þær geta þó lært bæði reglusemi, dugnað og háttprýði af góðum húsbændum. Yfirleitt líta þær fjandsamlega á hús- bændurna, þótt þeir hafi ekkert til saka unnið annað en krefjast sæmi- legra verka og dálftillar reglusemi af þessum hofróðum. Þeim finst að allir, sem eiga yfir þeim að segja, vera kúgarar og kvalarar, Þó er nú svo komið, fyrir fólksekluna, að vinnandi fólkið kúgar húsbændurna en ckki húsbændurnir vinnuþiggjendur. Lau3a- fólkið notar sér neyð vinnuveitenda og sýnir hina mestu harðdrægni og ókurteysi í viðskiftum við þá, sem veita þeim atvinnu og lífsviðurværi. Ef lausakcnur vissu nokkuð hvað at- vinnubrestur væri, myndu þær ef til vill ekki vanþakka ágætan aðbúnað góðra húsbænda, eins og þaer gera nú. En komið gætu þeir tímar að þær fengju að reka nefið f það, að ckki er það einkis virði, að hafa bezta fæði og húsnæði, láta húsbændurna fara að öllu með sig sem sinn jafn- ingja og borga skilvíslega hátt kaup. Þetta mun nú mega telja hið aimenna, að húsbændur breyti þannig við hjú og kaupafólk. En hvernig launar lausa- fólkið þessa áreiðanlegu og góðu breytni? — Eg ætla að tala um stúlk- urnar, því þeirra breytni er mér kunn- ust. Þegar þær, af mestu náð, hafa ákveðið að ráða sig til einhverra hús- bænda setja þær margvfslega skil- mála. Þær neita því að mjólka ær — þeim er þó skyrið holt eins og öðr- um —, þær vilja ekki þjóna kari- manni, þær segjast ekki skaka strokk og þurfa þó mikið við. Ekki má biðja þær viks á sunnudögum, nema þær geri það af náð. Þær segjast ekki þvo þvott, nema með ánnari stúlku — hvað fáum sem er að þvo upp af, þær raka ekki á votengi — og telja það samningssvik af bónda, ef þær digna f löpp einhverntíma á sumri. Þær binda ekki votaband. Petta alt veit eg með vissu að gert hefir verið að skilmálum og miklu fleira. í kaup- stöðum eru t. d. stúlkur farnar að setja upp að þær fái að sofa heima, ef þær eiga foreldra á staðuum; koma svo óforsvaranlega seint á morgnana og stökkva frá hálfunnum verkum hvenær sem þær geta. Ekki er óal- gengt, að stúlkan, sem ráðin er fyrir geypihátt kaup, er að slfta skóm sfn- um allan síðari hluta sunuudagsins úti i götum og stéttum, en húsmóðirin situr aiein heima með verkin og börnin. En hvað hefir nú lausakonan upp úr þessari breytni? Eg svara fyrir mig og segi: ilt eitt. í mínum augum eru þær bæði verri, leiðinlegri og ljótari og ósælli, með alla sfna eig- ingirni og uppskafningshátt, heldur en vinnukonan, sem dvelur ár eftir ár á sama heimilinu og giftist þaðan sem úr iöðurgarði. Þær voru og eru miklu færari til þess að taka að sér heim- ili, heldur en kaupakonan, sem eytt hefir öllu til þess að látast læra karl- mannafatasaum, en kann hvorki að snfða brók né skyrtu, því síður það, sem mest er um vert fyrir húsmóð- urefni, að lifa fyrir aðra. Eða hvers má vænta af þeirri stúlku, sem fer úr ágætisvist fyrir það eitt, að hún getur ekki lagt það á sig að vera f eldhúsinu á sunnudögum. Eftir þvf ætti hún að setja það upp við mann- inn sinn, að hann æti aldrei neitt á sunnudögum; því þó hún íái nú ein- hverja stúlku, getur hún búist við að hún setji henni sama skilmála og hún setti sinni húsmóður. Vanþakk- læti þessara stúlkna við húsbændur gengur úr hófi. Eg heyrði nýlega tvær stúlkur vera að hœlast um það, að góð og vönduð kona væri enga stúlku búin að fá til árins. Þeim fanst það mátulegt. Hvers vegna? — þó hafði þessi koua verið húsmóðir annarar stúlkunnar,' og það lítið hún kunni og gat átti hún þeirri konu að þakka. Því fer nú fjarri að þessar stúlkur séu sælli en vinnukonurnar voru fyrir 40 árum. Eirðarleysi, geðvonska og leit eítir einhverju sem þær vita ekki sjálfar hvað er, hefir mér virzt einkenna þessar lausakonur. Ættu þær að læra vísuna hans Steingrfms: >Þér finst alt bezt sem tjarst er.« Fyrir tveimur árum átti eg tat við eina hefðarkonu, sem átti heima f Atne- ríku og var hér á skemtjferð. Hún sagði meðal annars: »Ekki veit eg hvernig vinnandi stúlkur eru orðnar hér heima á íslandi. Ef þær sýndu aðra eins frekju og vinnusvik f Ame- rfku mundu þær tafarlaust verða rekn- ar úr vistinni, enda verður þeim, sem sem vestur fara, oft súrir fyrstu tfm- arnir í Amerfku, meðan þær eru að skifta um háttalag, en þær eru nú ekki að skrifa þessháttar heim til ís- lands,« Þessum mun erum við ónýt- ari að halda í stjórnartaumana en Jón- atan írændi. Fjöldamargir húsbændur eru sekir um ofmikið meinleysi við lausa- fólk og bjóða því óþarflega hátt kaup, án þess að athuga hvað af þvf leiðir. Héraðslæknirinn á Ákureyri. Heima kl. 1—2 e. h. Á spftalanum kl. 9—12. Eg vil biðja bæjarmenu að láta mig vita, að svo miklu leyti sem mögulegt er, fyrir kl. 2 á daginn, ef þeir vilja að eg vitji sjúklinga á heirn ilum þeirra. Steingr. Matthiasson. Eitt er það, sem húsbændur þyrftu að hafa fyrir fasta reglu. Það er að setja, upp við fólkið, sem til þeirra ræðst að það geti sýnt meðmceli fri fyrver- sndi húsbændum. Erlendis er þetta vfðast gert að skyldu. Oft brennur það við hér á landi, að einhver góð húsmóðir ræður til sfn stúlkn, sem hefir komið einhverstaðar að, án þess að þekkja hana nokkuð. Þessi aðkomna stúlka reynist svo illa, að ekki hlýzt annað en erfiði og ólán af komu henn- ar og veru. Hún kann ekkert verk og bregst Ula við hógværum áminuingum og tilsögn húsfrcyjunnar, stekkur svo burt úr vistinni að lokum og kastar skugga á saklausa, bæði með burtför sinni og álygum. Svo þýtur hún með einhverju skipinu til næstu hafnar og smýgur þar inn á annað gott heimili til þess, að lcika þar sömu listirnar. Þetta gæti hún ekki, ef meðmæli væri heimtuð af henni. Að lokum ætla eg að segja hvern- ig nokkrum af þeim vinnukonum sem hjá mér hafa verið lengi, hefir íarnast og bcra saman við afdrif þriggja kaupx- kona, sem voru hjá mér lftinn tfma, »af náð«. Fjórar vinnukonur voru búnar að vera hjá mér um og yfir tfu ár þeg- ar þær giftuat. Þær eru allar lánsam- ar í hjónabandinu, góðar húsfreyjur og vel virtar. Þær kunna vel að hirða mjólk, búa til góðan mat og sauma allan algengan fatnað, þaer tæta vel og kenna dætrum sfnum sjálfar ágæt- is tóskap. Þær fóru til mfn um ferm- ingu og hafa því engrar skólamentun- ar notið, en ekki virðist það hnekkja heimilisgæfu þeirra. Tvær af þeim búa f þjóðbraut og þurfa oft að taka á móti gestum. Hafa þær orð á sér fyrir að gera það með allri rausn og prýði. Tvær útlecdar hefðarkonur aem dval- ið hafa ár eftir ár sumartíma hjá ann- ari þeasari konu, sendu henni gullgripi til meoja og viðurkenningarskyni. Kváð- ust óvíða haf« dvalið þar, sem þeim þætti ánægjulegra cn á heimili þess- arar »ómentuðu« konu. Eg aegi ekki þetta mér til hróss og mfnu heimili, heldur til þess, að sýna að sannarlegt manngildi og góðir siðir geta engu alður verið eign þeirra, sem hata farið á mis við yfirborðsmentun, sem fjöld- inn virðist vilja ná í nú. Geta má þess og, að ein af þessum fjórum konum og dætur hennar hafa oftar en einu sinni hlotið fyrstu verðlaun fyrir tó- vinnn á sýningu og afbragðs vitnisburð fyrir lilbúning á osti og amjöri. Nú er að segja frá kaupakonunum mfnum þremur. Þær giftust allar. Ein þeirra skildi nærri strax við manninn og bar það fyrir, að hann legði svo lftið til búsins að hún gæti ekki við það unað. Voru lagðir frain reikningar þeirra og kom þá í ljós að tangt yfir meðallagv*x lagt til búsirs En maðurin* varð feginn að losna við konuna. Önnur Framhald á 4. siðu.

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.