Norðurland

Tölublað

Norðurland - 27.05.1916, Blaðsíða 2

Norðurland - 27.05.1916, Blaðsíða 2
NI. 8a Slæðunni lyft. Nokkrir uppgjaf a-„ sj álfstæðis" - menn hafa verið að fimbulfamba í vetur um að nýir flokkar og nýjar þjóðmálastefnur væru að vaxa upp og þroskast með þjóðinni. — þess- ar nýju stefnur eru verkamanna- hreyfingin í kaupstöðunum og þær samtakatilraunir gamaila »sjálfstæð- is“-manna, sem þeir nefna »óháðir bændur"!! Upphaf þessara hreyhnga er frá gömlum pólitískum þrotamönnum i Reykjavík, sem nú eiga ekki athvarf i neinum flokki. Þeir eru upphafs- mennirnir, en hafa náð í lið með sér nokkrum eldri og yngri »sjálf- stæðis“-mönnum, er ekki vissu hvað þeir áttu að gæra af sér, þegar flokk- urinn klofnaði í „langsum" og »þversum" í fyrra og sitt brotið hraut í hverja áttina.- Einn af hin- um skörpustu yngri þjóðmálamönn- um vorum, Gísli Sveinsson lög- fræðingur, hefir sýnt rækilega fram á, hve fáránlegur barnaskapur það sé, að ætla að þessar hreyfingar, verkamannahreyfingin í kaupstöð- unum og „óháðir bændur" (!!), geti átt nokkra samleið, á þeim grund- velli, sem hvorir um sig þykjast ætla að halda, og er það auðsætt mál. En þó er sannleikurinn sá, að nokkrir „pólitískir spekúlantar" sem eru „milliliðir" („miðstöðvarhitun") milli þeirra er þessum stefnum fylgja, stunda hag verkamanna gegn bœnd- um af alefli, þegar þeir tala við verkamenn og eru jafnvel forkólfar í ýmsum verkamannafélagsskap í Reykjavík, en þykjast svo aftur ein- dregnir erindrekar bænda, þegar þeir tala við þá. Þetta er, eitt af mörgum dæmum þess, hve báðar þessar flokksmyndanir eru á lausum og óheilbrigðum grundvelli bygðar. Það var nú reyndar svo sem auð- vitað, að einhverjir óeirðarmenn innan Sjálfstæðisflokksins mundu gera tilraun að „fiska í gruggugu vatni" er flokkurinn klofnaði í fyrra og er það nú komið á daginn. Þeir um það. Allir gætnustu menn flokksins, þeir sem hafa vakandi ábyrgðartilfinningu fyrir þátttöku sinni í þjóðmálum og vilja að þjóð- in sjái fótum sín forráð — þeir lögðu allar gamlar flokkserjur á hilluna, tóku höndum saman við Heimastjórnarmenn og vinna nú að kosningu í samvinnu við þá. Senni- legt er að eftir kosningarnar mynd- ist nýr flokkur, því enginn efi er á að Heimastjórnarmenn og fylgis- menn núverandi stjórnar munu verða í sterkum meiri hluta að þeim lokn- um. Um verkamannahreyfinguna skal lítið rætt að sinni. Þó má geta þess, að allar líkur benda á, að þroskaðri Heimastjórnarmenn í hóp verka- manna, ætli ekki að láta giepjast af grunnhygnislegum hávaða og skræk- mælgi þeirra er mest gusa meðal verkamanna. Hér á Akureyri eru verka menn svo hepnir að hafa gæt- inn og samvizkusaman foringja (Jón Bergsveinsson) og er þeim því ör- ugt að fylgja honum að málum. — Hvaðan sem frjettist af landinu, halda þeir verkamenn sem eru gamlir Heimastjórnarmenn fast við sitt sigur- sæla gamla merki og láta ekki bifast fyrir ærslum þeirra er vilja gera sig að foringjum verkamanna. Nafnið „óháðir bændur" er að mörgu Ieyti ekki illa valið, þegar fljótt er litið á. Því er ætlað að seiða í sinn hóp, undir sitt merki, bænd- ur úr báðum gömlu flokkunum, seiða þá undir yfirstjórn þeirra „sjálf- stæðis*-manna sem eru forsprakkar þessarar hreyfingar. En ekki er neitt útlit fyrir að það hepnist. Bændur sem í mörg ár hafa verið eindregn- ir og stöðugir Heimastjórnarmenn og lagt þar fram sinn skerf til fram- kvæmdar ýmsum framfaramálum þjóðarinnar — þeir bamdur láta ekki glepjast af „óháða" blaðrinu. Láta ekki glepjast þrátt fyrir það þótt þeir „óháðu"(H) flaggi með nafni gamals og góðs Heimastjórnarmanns efst á landslista sínurn, manns sem bezt er þingfær þeirra manna, sem á listanum eru (að þeim öllum ó- löstuðum) og sem allur þorri Heima- stjórnarmanna mundi segja velkom- inn á þing ef hann kemst þangað, þó fyrir tilstilli hinna »óháðu"(H) væri. Nei — Bændur í Heimastjórnar- flokknum, úti um allar sveitir íslands, bæodur sem hafa haldið nafni hans uppi með heiðri og sæmd hver í sínu bygðarlagi, margir frá því flokk- urinn hófst, og margir er hafa bæzt í hópinn eftir þvf sem árin liðu, þeir hafa séð svo margar vindbólur blásn- ar upp á liðnum árum til fjörráða við flokkinn sinn (Heimastjórnar- fiokkinn) að þeim vex ekki í augum þessi „óháða" bændabóla sem ráð- þrota „sjálfstæðis"-menn veifa nú að þeim. Þeir vita að hið sama liggur fyrir henni og hinum vindbólunum, nefnilega að eyðast, hjaðna og hverfa úr sögunni áður en varir. Bændur í Heimastjórnarflokknum þurfa ekki að búa til neinn nýjan flokk til þess að annast áhugamál sín á Alþingi eða verja stétt sína gegn ósanngjörnum kröfum ef á er leitað. Það hefir reynslan sýnt þeim og sannað og það vita þeir. Þegar „dýrtíðarskatturinn" sæli var t. d. til umræðu á síðasta þingi sem smella átti á bændur og framleið- endur að þarflausu, þá var það ekki „Bændaflokkurinn" sem barg málinu út úr ógöngunum sem það var í og forðaði bændasléttinni undan ósanngjörnum álögum, heldur bóndi í Heimastjórnarflokknum (Pétur á Gautlöndum). Hann vann manna mest og bezt að því að koma því á þá braut sem það var afgreitt á og viðunandi varð að teljast eftir atvikum. Þetta alt er bændum í Heimastjórn- arflokknnm Ijóst. Þetta vita þeir allir vel og skilja. Og því er óhugsandi að þeir láti gamla andstæðinga sfna »veiða« sig með »bænda«-flokksnöfnum einum, þóforvígismenn »bænda«-flokks- sins grfmuklædda kalli hann »óháð- an«(!!) svo sem til smekkbætis.--- »Norðurl « er ánægja f að geta skýrt frá þvf, að um alt land eru hin á- kjósanlegustu samtök meðal Heima- heimastjórnarmanna um að fjölmenna við kosningarnar 5. ágúst til þess að kjósa Heimastjórnarlistann. Og til eru þeir menn, sem eru kunnugir vfða um land, er telja fylgi hans svo yfirgnæf- andi að hann muni sjálfsagt koma að þremur — ef til vill fjórum — fram- bjóðendum sínum til þingsetu. s y\kureyri. Friðrik Möller póstafgreiðslumaður varð 70 ára gamall 18. þ. m. og var flaggað um allan bæinn þann dag f tilefni af þvf. Fr- Möller er ern eins og ungur maður, þrátt fyrir aldurinn. Lystigarðurinn. Þar er tekið til starfa. Frú Anna Schiöth var á vættvangi þegar er snjó- inn leysti og spáir góðu um garðinn eða trjáræktina í sumar. Minnisvarði Matthíasar á að standa í garðinum, horfa út yfir bæ- inn og höfnina. Þar um kveðið: Þegar »frumrit« frægðarmanns fellur lífs af barði. »Eftirrit« af höfði hans húkir í lystigarði. T>Eiríkur< heitir hið nýja eimskip er Otto Tulinius konsúll hefir látið gera úr „Skolma" er hann keypti á Skjaldarvík f fyrra, í kafi þá, en sem „Geir" sterki dróg upp af lag- arbotni síðar og flutti hér inn að bryggju. „Eiríkur" er hið vænlegasta skip og fór út til fiskiveiða á fimtudagsnóttina. Skipstjóri er Sigtryggur Jóhannsson. Frú Laufey Pálsdóttir kona Jóhannesar kaupm. Þorsteinssonar í „Hamborg" fór utan á „Goðafossi" með Steingrím son þeirra hjóna til lækninga. Hún sfmaði til manns sfns að „Goðafoss" hefði komið heilu og höldnu til Kaupmannahafnar á þriðjudaginn. Kristinn Kristjánsson bóndi á, Leirhöfn í Norður-Þingeyjarsýslu var hér á ferð í vikunni. Hann sagði að Norður-Þingeying- ar mundu allir koma fram búpeningi sín- um en allvfða væru þó heybirgðir bænda orðnar litlar. Torfunefsflóðið. Einn áhorfenda er þar var á sunnudaginn, segir „Ni.» að sér hafi þótt sem að alt væri að fara í óvænt efni og lækurinn mundi hafa grafið sig undir þrjú—fjögur hús, ef bæjarfógeti hefði ekki komið og gert röggsamlegar ráðstafanir, er dugðu til þess að koma læknum aftur í farveg sinn. Seglskipið „Minerva" er nýkomið frá Mið- jarðarhafinu með salt til J. V. Havsteens etazráðs o. fl. Seglskipið „Villemoes" hlaðið ofnkolum til Ragnars Ólafssonar konsúls kom hingað frá Englandi á miðvikudaginn. Seglskipið „Cathrine" kom í nótt frá Svíþjóð hlaðið timbri til Carl Höepfners verzlunar. Oagnfrœðaprófi var lokið í dag. Prófi Iuku 25 skólapiltar og 2 utanskólanem- endur. X llm láð og iög. — Selveiði Norður i tshafi œtla þeir konsúlamir Fr. Wathne og St. Th. Jónsson d Seyðisfirði að láta stunda i vor. Hafa þeir keypt vélar- skip stórt og vandað er heitir „Óð- inn“ og lagði það norður í höf fyr- ir nokkru í þeim erindam. Selveiði i fshafinu hefir verið einn af höfuð- atvinnuvegum Norðmanna langa hríð og þeir grœtt á þeim stórfé. Er vonandi að tslendingar komist þar á sama lag og hér verði gott fram- hald á. — Prestkosning hefir farið fram að Skútustöðum. Umsœkjandi var aðeins einn, Hermann Hjartarson (hreppstjóra Porkelssonar á Álandi), aðstoðarprestur á Sauðanesi, og var hann kosinn með 60 atkvæð- um. — Botnvörpungarnir syðra eru að koma inn þessa dagana og hafa fengið ágætan afia. Pykjast þeír hásetar er mistu skiprúm sln um daginn illa leiknir er þeir sjá gróða félaga sinna, en hafa sjálfir setið atvinuuíausir i landi síðan verkfaUið var. X Vatnsflóðið á Torfunefi. Eignir bæjarbúa í hættu. Saga málsins. Míg furðar stórlega, hve »N1.« seg- ir lauslega frá vatnsflóðinu mikla hér í bænum á sunnudaginn. Þar er þó svo þýðingarmikið mál um að ræða, eignir bæjarbúa settar í hættu vegna hugsunarieysis bæjrrfulltrúa, að það var vel vert nánari frásagnar, og vona eg því blaðið Ijái rúm fyrir nánari frá- sögn, svo bæjarbúum verði Ijóst, hvað um var að vera. Uppi á Flóa hefir bærinn látið leggja garð mikinn frá suðri til norðurs. Sunn- an við garðendann eru hólar, en norð- an er garður til fjalls. Þarna hlýtur því að myndast stöðnvatn af öllu þvf vatni, sero frá fjallinu kemur. Fyrir nokkrum árum kom skarð í austur- garðinn og kom þá vatnsflóð mikið yfir bæinn. Var þá gert öfluglega við garðinn, en rifið mikið skarð í norður- garðinn, svo vatnið hefði framrás þar, en austurgarðurinn átti að vera vatns- heldur og hlffa bænum. Nú gekk alt vel í nokkur ár og menn f bænum gátu verið óhultir um líf sitt og eignir íyrir flóði úr þessu stöðuvatni. En síðastliðið sumar fékk Erlingur Friðjónsson bæjarfulltrúi fé hjá bænum (eftir uppástungu frá sjálf- um sér) til þess að blaða upp í skarð- ið á norðurgarðinum og stöðvaði hann með því alt afrensli vatns frá fjallinu. A sunnudaginn var vatnsmagnið orðið svo mikið uppi á Flóa að renna fór yfir austurgarðinn þar sem hann var lægstur og leið ekki á löngu þangað til Toríunefslækurinn var orð- inn eins og stór á er valt fram kol- mórauð. Auðvitað áttu þá bæjarfull- trúarnir, sem kunnugir voru, að láta veita vatninu farveg í gegn um norð- urgarðinn tafarlaust, út í Glerá, og það heyrði eg að Jón Friðfinnsson sagði (á sunnudagsmorguninn kl. 10) við þá Ingimar Eydal og Jón Berg- sveinsson. — Jónatan verkstjóra var og bent á það þegar er hann kom úteftir en sagði það vitleysu eina. — Lækjarfarvegurinn fyltist á lítilli stundu af grjóti og möl og vatnið flóði yfir grunn Þorvaldar Sigurðssonar, beint niður á hús Gudmanns, Kaupfélags- búðina og íslandsbanka og leið svo löng stund að ekkert var framkvæmt að gagni til að verja því að vstns- flóðið græfi ekki sundur grunnana undir þessum húsum. En þá kom Páll bæjarfógeti. Hann lét þegar rífa brúna af læknum og hann fékk þegar menn til að hlaða fyrir flóðið norðvestan við grunn Þorv. Sig. Og um sama leyti hafði Jón Bergsveinsson lokið þvf að rifa skarð í norðurgarðinn uppi á Flóa svo vatnið sjatnaði.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.