Norðurland

Tölublað

Norðurland - 30.09.1916, Blaðsíða 3

Norðurland - 30.09.1916, Blaðsíða 3
* i63 stefnu þess flokks, og i öðru lagi af því, að framboð mitt er óháð öllum núverandi flokkum landsins. Eyrarlandi 27. sept. 1916. Einar Árnason. Þetta bréf E. A. er vægast sagt barnalega broslegt., Hann telur blaðið skýra »villandi« frá samtalinu við sig, en staðfestir svo sjálfur að rétt sé sagt frá, að hann bjóði sig ekki fram sem Heima- stjórnarmaður. Annað hafði blaðið ekki eftir honum. Hann fer í ósköpum að þvo af sér einhvern »þversum« áburð. Um það hefir »N1.« ekki sagt eitt einasta orð og heldur ekki gefið í skyn, eins og lesendum þess er kunnugt, svo sú »aðdróttun« hans er »algerlega heim- ildarlaus*. Er undarlegt hve mjög hann sér »Þversum«drauga um hábjart- an dag, þar sem engin ástæða er til og má honum sjálfum vera kunnugast um orsakir til þess. — — — í síðustu viku var »N1.« beðið fyrir grein er ræddi um framboð Einars, en sém það neitaði um rúm. Þar var því m. a. haldið fram, að »snögt« hefði orðið um Heimastjórnarskoðanir hans. Það hefði verið að smádraga af þeim síðustu vikurnar, unz þær hefðu fengið hægt andlát hér í bænum, þá fyrir fám dögum, í viðurvist nokkurra »Þversum«-manna er hefðu veitt þeim nábjargirnar, en útför þeirra hefði ver- ið gerð að Grund sunnudaginn næst- an eftir. »N1.« lagði ekki trúnað á þá grein, gat ekki trúað þvf staðfestuleysi og skoðanahringli um Einar. Það var fyrst, er það heyrði það af hans eigin vör- um, að það neyddist til að trúa því, að hann afneitaði Heimastjórnarflokkn- um og væri hlaupinn á burt úr hon- um. Og blaðinu þótti það mjög illa farið. Ekki vegna flokksins, þvf hann er svo liðsterkur að hann veit ekki af þvf, heldur vegna Einars sjálfs, sem »N1.« þekkir að því að vera lipur- menni og góður drengur, og vildi gjarna óska svo góðs, að bann hefði haft stað- festu og sannfæringarþrek til þess að vera málstað flokksins trúr. « V i 1 1 i g ö t u r Böðvars Jónssonar. Niðurl. Þá er að minnast á »afstöðu#út- lendinga« til þessa máls. Er sem fæst- um orðum um það að eyða, að þek mundu álíta sér sagt á hendur við- skifta- og verzlunarstríð og þarf eng- an spámann til þess að segja hver úr- slit mundu verða þess ófriðar, og er jafnhlægilegt sem hryggilegt, að nokkr- nm fslenzkum manni skuli detta f hug að við, dvergþjóðin, eigum að verða til þess að ráðast að nágrannaþjóðum okkar á þennan hátt. Eg ætla aðeins að benda á það, sem eg tel sjálfsagt að öllum þeim útlendingum yrði fyrst fyrir, er þættust vera röngu beittir með þessari löggjöf og sem liggur í augum uppi að þeir gæti. Þeir mundu gera okkur ókleyft að ná f tunnur og tunnuefni, með þeim hætti öðrum hvor- um að banna gersamlega flutning á slfkum hlutum hér til lands eða þá með þvf að setja á þá svo háan út- flutningstoll, að við fengjum ekki und- ir risið og útgerð n bæri sig ekki. Að vfsu munu menn segja að þá sé' að fá tunnuefnin frá öðrum löndum, en dýrt mundi reynast að sækja' þau miklu lengra að en nú er gert eða út úr álfunni, enda er hætt við að t. d. Ameríkumenn mundu að þessu leyti gera okkur sömu skil og aðrir, méð þvf að þeir eru nú að byrja sfldveið- ar hér eða f þann veginn. Þá er eg ekki heldur í nokkrum vafa um að útlendingar mundu veiða hér við land eftir sem áður utan landhelginnar og hafa þar heljarstór skip til að salta í. Að vfsu býst höf. við því og ber fyrir sig útgerðarmenn að þetta muni ekki vera hægt, en eng- inn veit fyr en reynir og margt sem nú er gert virðist torveldlegra en koma þessu í framkvæmd. Ekki er langt síðan að sumir botnvörpungar eru sjálfir teknir að bræða lifrina jafn- óðum og hún kemur úr sjónum. Eru hölð til þess bræðslutæki í skipunum sjálfum. Ekki hefði þetta þótt trúlegt fyrir nokkrum árum, en þannig fer oftast að menn sjá ráð til flestra hluta þegar nauðsyn krefur og hagsmunir bjóða. Ekki yrði hægt að banna þessum skipum að leita hafa hér við land f ofviðrum og fara í friði þaðan aftur, ef þau heíði engin skifti við land. Eg ætfu að geta þesa, að það mun vera í undirbúningi að gerð verði til- raun til þess að veiða og verka síld hér við land á þennan hátt, annað- hvort nú f sumar eða að sumri, pó alt sé frjálst eins og nú er. Enn mun nokkrum hafa dottið það ráð í hug, að setja upp síldarstöðvar í Færeyjum,; veiða sfldina hér, skúffla hana, og flytja þangað og verka hana þar til fuílnustu. Ekki mundu Danir eða Færeyingar hafa neitt á móti þvf að komið yrði upp þessháttar atvinnu- vegi þar í landi. Þeir eru ekki enn þá orðnir þeirrar skoðunar alment að nauðsyn sé að takmarka framleiðsluna. En þeir mundu brosa f kampinn að hinni íslenzku löggjöf og verða þakk- látir, ekki síður en fyrir reykvfsku skúturnar, sem þeir keyptu hér haust- ið 1903 og sem þeir áttu skuldlausar eftir fyrsta ár. Eg læt þetta dæmi nægja til þess að sýna að útlendingar hafa ráð und- ir rifi hverju til þess að gera okkur meiri óleiki en við þeim og þeir munu ekki láta okkur segja sér viðskifta- stríð á hendur án þess að bera ræki- lega blak af sér, og eg hefi enga trú á því að hinir fslenzku stjórnmála- menn, sem höf. virðist hafa mikla tröllatrú á, mundu nokkru geta um þokað til þess að þiggja okkur undan réttlátri reiði útlendinga. — Þeir ætti heldur, með lagi og lipurð, að reyna að fá létt af kjöt- og hrossatollinum norska og sildartollinum rússneska, þá mætti heita að þeir ynni þarft verk, ef þeir kæmi því í kring. Okkur mun ekki duga að ætla okkur að hlaða kfnverska múra um land okkar og lifa í óvild annara þjóða fyrir áreitni og olnbogaskot til þeirra. Um »varatillögur« höf. er ekki margt að segja. Enginn mun hafa á móti þvf að einhver tollur verði á út- fluttri síld hér eftir eins og að þessu, en tillaga höf. um 4 kr. toll á tunnu nær engri átt. Tollurinn ætti fyrst og fremst alls ekki að vera fastur, held- ur fara eftir söluverði, og auk þess ætti hann aldrei að vera hærri en svo, að hann yrði ekki tilfinnanlegur útgerðunum, og allra sízt svo hár, að hann fældi menn frá að gera út. Eg þykist nú hafa svarað flestum atriðum f ritgerð Böðvars Jónssonar, og sýnt fram á að þau eru ekki á rökum bygð, en að tillögur hans mundu verða til hins mesta tjóns og ófarnaðar, ef þær næði fram að ganga og gera okkur jafnilt innárið og út- árið. Það mun reynast svo framvegis eins og áður að íslendingar munu engri kúgun eyra til lengdar og fyrir þá er hyggilegast að reyna ekki til þess að setja kúgun og hlekki á þjóð- ina. Einkanlega skyldi varast það að troða sumar stéttir manna og atvinnu- vegi um tær til þess að lyfta öðrum stéttum og atvinnuvegum. Utvegsmenn og sjómenn hafa þolað það þegjandi mörg ár að gjalda tolla f landssjóð af sjávarafurðum sínum, er þeir hafa fórnað fé, heilsu og lffi til að ná úr hafinu og þeir hafa einnig þolað að sjá þessa tolla tekna og hafða til þess að greiða bœndum í verðlaun fyrir útflutt smér sitt og í verðlaun fyrir að slétta þúfurnar f túnum þeirra, og ræsa fram mýrarnar f kringum tún- in og til þess að girða tún og engi, en þess er engin von að þeir þoli það að atvinnuvegir þeirra sé teknir út úr hóp og settir í harðfjötra ó- frelsis og kúgunar. Hitt er og mun ávalt verða drýgst til þjóðheilla að allir sé jafnfrjálsir að þvf að reka heiðarlega atvinnu og engum sé þar gert hærra undir höfði en öðrum. — Hinu neita engir að þeir sem mestar hafa hreinar tekjur af atvinnu sinni beri þyngsta útgjaldabyrði, né þvf að þeir sem ekkert geta borið sé látnir lausir ganga. Geti sérstakir atvinnu- vegir ekki þolað hina frjálsu sam- kepni, þá er eitt af tvennu, að þeir eru ekki ræktir á réttan hátt, eða þá að þá skortir lffsskilyrði á við hina, en hvort sem veldur, þá verða þeir þegar svo er að komið að sæta hinu kalda og skilyrðislausa lögmáli nátt- úrunnar: að verða undir og líða und- ir lok og er þetta engin ný saga úr baráttu náttúrunnar og þjóðanna fyrir tilveru sinni. íslendingar munu aldrei þola kúgun og ófrelsi til lengdar. Fyrir það byggj- um við þelta land og höfum geymt hér þjóðerni okkar, sögu og endur- minningar, að forfeður okkai þoldu ekki ofríki norskrar harðstjórnar held• ur flýðu land sitt. Þetta œtti öllum tslendingum ávalt að vera minnisstœtt, og œtti að vera þeim hvöt til þess að vera forgöngumenn annara þjóða í þvl að gœta frelsis 'síns, engu siður at- hafna- og einsiaklingsfrelsis en hins svokallaða og margþvœlda þjóðfrelsis. fslendingarl Hefjist handa og höjfgvið af ykkur, sem alira fyrst, alla óeðlilega fjötra, er skamsýnt og van- þroskað löggjafarvald hefir á ykkur lagt og gætið þess ávalt að verða aldrei böðlar sjálfra ykkar. Ritað í ágúst 1916. Árni Árnason (frá fföfðahðlum). j x yVkureyri. Leikhúsið. Frú Stefanía Guðmundsdóttir hefir undanfarið verið að láta æfa annan þátt úr >Galdra-Lofti» og ætlar að sýna hann í kvöld og annaðkvöld. Til hægðar- auka fyrir þá sem ekki hafa lesið »Loft" hefir frúin Iátið prenta stuttan útdrátt úr honum, sem fæst í leikhúsinu, svo allir geti haft full not af því að sjá þann hluta leiksins. sem hún sýnir. Meðferð frú Stefaníu á hlutverki sínu í „Galdra-Lofti" er snild- arleg eins og raunar á öllu sem hún fer með á leiksviði. Hún er nú bráðum á för- um til Reykjavíkur svo líklega eiga bæjar- búar ekki kost á að sjá leiklist hennar, í þetta sinn, nema þessi tvö kvöld og ættu þeir því ekki að sitja sig úr færij Kirkjan. Þar verður messað á morgun kl. 12 ú hádegi. Húsasala. Guðm Ólafsson óðalsbóndi á Stórholti í Fljótum hefir selt húseignir sínar í Brekkugötu, Sigurði Njarðvík fyrir 10 þús. krónur að sögn. Bœjarsíminn. Nú er lokið aðgerðinni á bæjarsímanum og hafa margir þræðir ver- ið teknir niður af staurunum en jarðsími verið lagður, alla leið milli Ákureyrar og Oddeyrar, sem er óhultur fýrir ís og eldi. Nordgulen símaverkfræðingur stjórnaði verk- inu og hefir dvalið við það hér í bænum síðan f júli, en er nýfarinn heimleiðis. Opinbemnarbók. Valtýr búfraeðiskandidat Stefánsson (skólameistara Stefánssonar) og Nl. Stóri ofnínn úr Sjónarhæðasal, er til sölu með lágu verði. Við undirrituð börn, eiginmaður, móðir og bræður Þóru sál. Einarsdóttur frá Reykjavik, er andaðist á Siglufirði 31. ág. síðastl. vottum hérmeð alúðar-þakkir Hús- víkingum fyrir samúð þeirra við fráfall hennar. Guðrún Erlendsdóttir. Einar Erlendsson. Erlendar Guðlaugsson. Guðrún fönsdóttir. Halldór Einarsson. Sigurður Einarsson. Undirritaður kaupir í haust og í vetur eins og að und- anförnu, öll íslenzk mat- væli, svo [sem hænsi, andir, rjúpur, kálfsvið, kálfskjöt, egg, smjör og annað sem á boðstólum kann að verða. Carl F. Schiöth. ungfrú Kristín málari Jónsdóttir (Antons- sonar í Arnarnesi). Þau eru bæði 1 Kaup- mannahöfn. Bifreiðarslys varð á þriðjudagskvöldið á Eyjafjarðarbrautinni nálægt Ytragili. Fór bifreiðin út af veginum og kastaðist alveg um, full af fólki, er hún var með áskemti- ferð. Eigandinn, Zóphonías Baldvinsson, er stýrði ferðinni, meiddist mikið, marðist mjög á bakinu, en hitt fólkið slapp að mestu með óttann einan. Gullbrúðkaup H. Schiöth fyrv. banka- gjaldkera og konu hans er 5. oktb. næstk. Þá hafa ýmsir bæjarbúar ákveðið að halda þeim samsæti. Forstöðunefndin biður »N1.* að geta þess, að þeir sem vilji taka þátt I því, en hafa ekki ennþá skrifað sig á sam- kvæmislistann geti snúið sér til Theodors Johnson veitingamanns ,H6tel Akureyri*. Brúðkaup sitt héldu á föstudaginn Sig- urður Egilsson gagnfræðingur frá Laxa- mýri og ungfrú Rakel Pálsdóttir bónda Kröyer f Höfn á Siglufirði og stendur brúðkaupið þar, en þeir Laxamýrarfeðgar þrir, Sigurður brúðguminn, Egill bóndi og Sigurjón dbrm. Jóhannesson, héldu þangað vestur á »Goðafossi“. Stefán Stefánsson skólameistari kom frá útlöndum á .Goðafossi* eftir dvöl þar sér til heilsubótar síðan í júlf. Hann er heill og hress og lætur vel yfir ferðinni, þótt svaðalegt væri á .Goðafossi* eftir garðinn á sunnudaginn. Björgunarskipið xGeir‘ er hefir haft bækistöð sína hér nyrðra í sumar, fór á- leiðis til Reykjavíkur á mánudaginn með margt farþega. Þar á meðal ungfrúrnar: Ragna Tulinius (á leið til Kaupmannahafn- ar), Guðrún Tulinius stud. art., Anna Bjarnadóttir stúdent, Valgarður Ólafsson verzlunarmaður. >Goðafoss< kom frá útlöndum austan um land á mánudaginn. Hafði skipiö hrept stórsjó mikinn og fárviðri 70sjómílurnorð- ur af Færeyjum á sunnudaginn 17_ þ. m. (þegar veðrið var verst hér og á Siglufirði). Kom brotsjór yfir skipið, braut dyrnar frá þilfarinu inn á fyrsta farrými og hálffylti það, svo fólkið hélt það mundi drukna þar í rúmum sfnum. Skipherra, yfirstýrimaður og yfirvélstjóri stóðu allir- saman á þilfar- inu, hver hjá ððrum, og lá við að sjórinn tæki þá út, en þeir náðu allir 1 föst hand- föng og gátu haldið sér. Héðan fór Goða- foss vestur á Húnaflóa, en kemur svo það- an og fer héðan til Reykjavíkur og Vest- urheims. \

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.