Norðurland

Útgáva

Norðurland - 14.10.1916, Síða 1

Norðurland - 14.10.1916, Síða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri og útgefandi: JÓN STEFANSSON. 46 blaö. } Akureyri 14. oKtóber 1916. XVI, árg. Vefnaðarvöruverzlun Vigfús Sigfússon GUDM^JEFTERFL. hóteleigandi, Nýjar vörur meö hverju skipi, sem eru valdai af trúnaðarmönnum verzl- unarinnar í stærstu verksmiðjum Norður- álfunnar. Stærst úrval. Lægst verð. Sápubúðin á ODDEYRI. Munið að þær vörur sem Sápubúðin verzlar með eru ódýrari þar en jafngóðar vörur í öðrum búðum. BÆKUR&RITFÖNO ,,kaupa menn ávalt ódýrast í bókaverzlun i Kr. Guðmundssonar, Oddeyri. Útlendar bækur, tímarit og blöð útveguð. FLJOT AFOREIÐSLA. Tóbaksverzlun !OH. RAGUELSSON-, VINDLAR—Havana—Brazil —Sumatra—Java og Manilla. Vindlingar (Cigarillos & Cigaretter). REYKTÓBAK frá Englandi, Hol- landi, Noregi óg Danmörku. VONDUÐ VARA. SANNGJARNT VERÐ. Ú r s m i ð j a Kristjáns Halldórssonar, Hafnarstræti 35, Akureyri. Oullstáz, úr, keðjur o. fl. Aðgerðir á úrum og ktukkum leystar Bjótt og vel af hendi, Bezta T-£----\---Ð er frá Horniman. Biðjið þvf kaupmann yðar ætíð um það. Einkasalar til íslands: Carl Sœmundsen & Co. Reykjavlk — Akureyri. PrentsmiBja Odds Björnssonar leysir af hendi alla P-R-E-N-T-U-N fljótt - vel - ódýrt, Talsími 45. Símnefni Oddbjörr). K^benhavns Mar9arinefabrik framleiðir hið vandaðasta smérlíki sem unt er að fá, notar aðeins hreint og óskemt efni, Og litar alls ekki marga- rínið, en selur það hvítt eins og á- sauðasmér, svo allir geti fuilvissað sig um að engu misjöfnu sé blandað í það. Margarínið fæst í 1 og 2 punda skök- um, 5 og 10 punda öskjum og stærri dunkum og er þrátt fyrir gæði sfn hið ódýrasta smérlíki sem flutt er til lands- ins, enda fer neyzla þess vaxandi ár frá ári. Areiðanlegir kaupendur fá lang- an gjaldfrest. Pantanir sendist annað- hvort beint til verksmiðjunnar, Bro- læggerstræde 9 Köbenhavn, eða Jóns Stefánssonar Akureyri. einn af mætustu öldungum þessa bæjar, andaðist sunnudagskvöldið 1 þ. m. eftir stutta legu. Hann var kunnur fjölda manna víðsvegar um land, og olli atvinna hans þar að vísu miklu um, en það munu þeir mæla sem kyntust honum, að skarð sé orðið fyrir skildi við fráfall hans og mörgum manni sem verið hefir hér áður og sem kemur nú aftur til Ákureyrar mun renna söknuður í hug við að finna rúm hans autt. Vigfús var sem hann væri skapað- ur fyrir þá lífsstöðu er hann hafði valið sér. Hann var útsjónargóður og hygginn í öllum fjárrekstri hins stóra heimilis síns, jafnlyndur og hafði þá stjórn á skaþi sínu að lítt sást hvort honum þótti betur eða ver, greindur maður og hafði les- ið mikið, fróður og minnugur, svo hann gat talað við flesta sem að garði hans bar, um það setn þeim var hugleiknast. Og hann hafði þá yfirburði, að dómi margra er áttu dvöl í húsi hans, er þurfti til þess að hlutaðeiganda fanst hann frekar vera á stóru heimili en gistihúsi. En þó Vigfús sál. væri oftast önnum kafinn, af daglegum störf- um er lutu að atvinnurekstri hans, hafði hann þó ávalt tíma til að hugsa og tala um þau mál er hann taldi varða velferð lands síns og þjóðar og fylgdi öllu er gerðist á þeim svæðum með lifandi áhuga til síðustu stundar. Mun vandfund- inn áhugameiri og eindregnari flokksmaður en hann var, en Heima- stjórnarflokknum fylgdi hann frá því hann hófst og til æfiloka. OIli það honum mikillar áhyggju er sambandslagauþþkastið féll 1909 og taldi það eitt hið mesta slys er hent hefði þjóð vora í allri stjórnmála- sögu hennar. En hann var bjart- sýnn að eðlisfari og hafði óbilandi trú á framförum þjóðar sinnar og að engin þjóð á Norðurlöndum ætti eins glæsilega framtíð fyrir hönd- um eins og íslendingar. Þegar Vigfús Sigfússon flutti hing- að var hann af þroskaaldri, rúm- lega hálfsextugur, en þó gegndi hann hér ýmsum trúnaðarstörfum fyrir bæjarfélagið, var í bæjarstjórn um skeið, sáttanefndarmaður, ráðs- maður sjúkrahússins o. fl. En mest- an hluta af' bezta aldursskeiði æfi sinnar starfaði hann á Vopnafirði og starfaði bæði mikið og vel. Þar var hann umsvifamikill héraðshöfð- ingi nálega fullan mannsaldur, vin- sæll og virtur, og var þar varla ráð ráðið svo ekki væri hann kvadd- ur til. Gríðar mikið úrval af gullfallegum Ésilkitauu 111 í k j ó 1 a, b J ú s u r og s v u n t u r er nýkomið og selt ákaflega ódýrt í B rauns v e r zlun. Bald. Ryel. MD Ágætt svuntusilki í mörgum Iitum aðeins kr. 8.75 í svuntuna. í daglegri umgengni var V. S. einstakt prúðmenni, glaður, skemt- inn og yfirlætislaus. Mjög' raun- góður og hjálpfús, vinfastur og val- menni á allan veg. Vigfús var 73 ára gamall og viku betur, er hann andaðist, fæddur 24. septbr. 1843. Hann var Norð-Mýling- ur að ætt og uppruna. Faðirhansvar Sigfús bóndi f Sunnudal, en móðir Dagbjört Arngrímsdóttir. Hann fékk ekki aðra mentun f æsku, en þá sem hann aflað sér sjálfur, en hann var námfús og hafði góða hæfileika og um tvítugt var hann orðinn barnakennavi. Þá kvæntist hann Margrétu Ágústs- dóttur bónda á Ljótssteðum í Vopna- firði og eignuðust eitt barn, en áður hann yiði 24 ára, var hann búinn að missa bæði konuna og barnið Þá réðist hann fyrir barnakennara og ráðsmann til ekkjufrúar Maríu Grön- vold á Vopnafirði og giítist henni ári síðar. Hún var valkvendi og voru samfarir þeirra fyrirmynd f hjúskap- arlífi. Bjuggu þau á Vopnafirði og ráku þar verzlun til vorsins 1898, að Vig- fús keypti »Hótel Akureyrii og þau fluttu hingað María andaðist 10. febr. 1908, en Vigfús rak gistihúsið með hjálp dætra sinna þangað til sfðastl. vor, að hann seldi það á leigu og hætti sökum sjóndepru er var að á- gerast stöðugt tvö sfðustu árin. — Þau María áttu sex börn: Jóhaun konsúl og kaupmann hér í bænum, dáinn 1905, Agústu fyrri konu Ol- geirs Friðgeirssonar konsúls í Rvík, dána 1897, Maren konu Einars Gunn- arssonar kaupmanns á Akureyri, Odd- ný kona Iugólfs læknis Gfslasonar á Vopnafirði, Valgerði og Halldóru. Vigfús var einkennilega orðhepp- inn maður og eru ýms orðtök hans og talshættir flogin út á meðal manna. Var það oft er hann sat í kunningja- hóp að hann kastaði fram hnyttiyrð- um er svó voru hent á lofti. En á- valt voru þau græskulaus, vöktu hlát- ur, en særðu ekki þann er þeim Var beint að. Kærasta umtalsefni V. S. var saga íslands fyr og sfðar og íslenzk ætt- fræði. Lýsti sér þar eins og vfðar að hann var góður og sannur íslending- ur. Hann var mæta vel að sér í þeim fræðum öllum, og fanst sá varla maður með mönnum, sem ekki vissi og mundi þar deili á, V. S var ráðsmaður sjúkrahússins Ættingjum og vinum fjær og nœr tilkynnisi að fað- ir okkar og tengdafaðir, Vig- fús Sigfússon, hóteleigandi, andaðist 1. þ. m. og er á- kveðið að jarðarför hans fari fram frá heimili hans mánu- daginn 16. þ. m. og hefjist kt. 12 á hádegi. Akureyri 6. okt. 1916, Valgerður Vigfúsdóttir. JWaren Gunnarsson. Einar Gunnarsson. 20. nóvember _ til desember- loka verð eg ekki heima. Friðjóq Jensson. eða gjaldkeri eins og áður var sagt. Þess má geta, til dæmis um ræktar- semi hans, að varla mun þess dæmi að nokkur sjúklingur sem audaðist á sjúkrahúsinu hafi verið jarðaður svo V. S. fylgdi ekki Ifki hans til grafar. Kom það ekki ósjaldan fyrir þegar þeir voru jarðaðir sem hvorki áttu hér írændur né neina kunnuga að Vigfús var einn á ferð með líkmönn- unum á eftir kistu þeirra. Reykiadalsbraut í Þingeyjarsýslu er nú lokið og verður afhent sýslunni næsta ár. — Hún liggur frá Húsavfk, inn hjá Laxa- mýri, vestur yfir Laxá, inn Aðal- reýkjadal og Reykjadal og eadar inn- an við Breiðumýrará Braut þessi er allmikið mannvirki, nær 38 kílómetra löng, og óefað ein af fallegustu ak- brautum landsins. í henni eru 3 járn- brýr og 4 steinbrýr. Sfðasta brúin var bygð í sumar, yfir Breiðumýrará. Páll Jónsson Árdai á Akureyri, sem verið hefir verkstjóri við brautina sfð- astliðin sumur, kom heim um helgina sem leið.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.