Norðurland

Útgáva

Norðurland - 14.10.1916, Síða 2

Norðurland - 14.10.1916, Síða 2
NL 170 Frá blóðvellinum. Bandamenn hafa tekið allan gríska flotann á sitt vald. ítalir hafa unnið mikinn sigur á Austurríkismönnum norður af Triest og standa nú aðeins 20 kílómetra frá Triest. Bretar hafa hrakið Þjóðverja við Somme. Þjóðverjar hafa ekki sökt neinum skipum við Amerfku síðustu daga. Á Heljardalshei ði. Það er glæfralegt að lenda í ó- göngum á Heljardalsheiði, um urðir og eggjagrjótið þar.-------- En það er leiðinlegt að lenda f póli- tfskum ógöngum, ráfa eins og viltur sauður milli flokka, vita ekki sitt rjúk- andi ráð, vilja vera alstaðar og hvergi, vanta skaplyndi, skerpu eða sannfær- ing til að ákvarða sig. Eg vorkenni Einari á Eyrarlandi sem Sjálfstæðis- eða »Þversum«-menn eru nú að bjóða Eyfirðingum til þing- setu. Hann hefir ekki fengist við pólitfk né þjóðmál að undanförnu, svo nokk- ur viti að neinu nemi, hvorki í ræðu né riti. En talið hefir verið að hann væri Heimastjórnarmaður, að því leyti sem hann hefir greitt atkvæði um þessháttar. Þó hafa hlaupið snurður á það. T. d. var hann á ótal áttum um fyrirvarann 1914, en komst þar aldrei að neinni niðurstöðu, svo kunnugt væri. Þá þingbændur settu Jósef Björns- son efstan á landslista sinn, tók Einar því fegins hendi, að fá að vera næst- neðstur á listanum. Öllum mun hafa verið ljóst, að ekki gat verið um meira að ræða fyrir þann lista, en í hæsta lagi að Jósef kæmist að. Og Jósef er, sem kunnugi er, eindreginn >pversum*-maðar. Einar hefir því hlotið að vera »Þversum«-maður í vor og fram eftir sumrinu, fyrst hann vildi þá af alefli styðja jÞversum«-lista Jóseís. Eg veit hann er svo vandaður drengur, að hann hefir ekki unnið gegn sannfæring sinni. En svo verður óskiljanleg breyting. Þá hann tók boði Sjálfstæðis(Þvers- umjmanna, þessara sárfáu hér í firð- inum, um að verða f boði af þeirra hálfu við næstu kosningar, þá hleyp- ur hann til og afneitar »Þversum« og öllu þeirra athæfi, sjá yfirlýsing hans sjálfs í »Norðurl.« 30.'sept., þar sem hann segist vera »andvfgur stjórn- málastefnu þess flokks*. Hvað veldur slíku? Jafnframt er það marg-vottfast, að Sjálfstæðismennirnir sem eru að »agitera« fyrir kosning Einars og oft- ast eru til staðar f grend við slátur- hús Kaupfélagsins þá bændur koma með fé sitt — að þeir segja að Ein- ar sinn sé eldrauður Heiraastjórnar- maður. Og það sé sjálfsagt að kjósa hann Einar, bæði vegna þess að hann sé bóndi og svo sé hann Ifka Heima- stjórnarmaður, eins og flestir eyfirzk- ir kjósendur. Þetta segja þeir Sjálfstæðisgarparn- ir. En ekki vill Einar sjálfur fallast á það, eða hefir viljað — að þessu. í áminstri »Norðurlands«-grein sinni, 30. sept., lýsir hann þvf yfir, að hann »bjóði sig ekki fram sem Heima- stjórnarmaður* og virðist eiginlega vera upp með sér yfir, að þeim skolla þori hann þó óhræddur að afneita eindregið. Mér er þó kunnugt um að hann sagði um sfðustu áramót og snemma á Góu að hann væri Heimastjórnarmað- nr, og skal leiða vitni að því, verði því neitað. En hver er svo niðurstaðan af þess- um framboðum og yfirlýsingum Einars ? í maf sfðastl. býður hann sig fram á »Þversum«-lista við landskjörið, en fellur þar f ágúst með svo liilu fylgi, að kjörstjórnin athugaði ekki einu sinni, hve lítið það væri. í septbr. býður hann sig fram í Eyjafjarðarsýslu og afneitar »Þversum« og Heimastjórnarmönnum. Er hann þá »Langsum«? Eða er hann hvergi — ekki neitt? Það er gömul saga, að ístöðulitlir þingmenn hafa orðið að þvættitusk- um milli flokka á þingi, þá þangað hefir verið komið. Hitt er ný saga, að frambjóðandi hafi hlaupið á harða spretti milli flokka áður en nokkuð reyndi á. Hvernig mundi hann reynast þegar á hólminn væri komið — þá á þing kæmi. Slíkan mann vilja nú Sjálfstæðis- menn kjördæmisins fá ykkur, Heima- stjórnarmenn f Eyjafirði, til þess að senda á Alþing f stað Hannesar Haf- stein. Ætlið þið að taka svo frekjufullri pólitískri móðgun með þegjandi sam- þykki ? Væri ekki rétt að lofa Einari að hvíla sig á þéirri pólitísku Heljar- dalsheiði sem hann hefir nú sjálfur staldrað á. Þá væri ekki að örvænta um að hann færi að labba niður af urðinni, áttaði sig og yrði búinn að ná nokkurn vegin »ballansinum«, þeg- ar næstu sex ár væru liðin. Eyfirðingur. »Þver8um«-meni). Blaðið »Landið« í Reykjavík sem er málgagn »Þversum« manna og gef- ið út af stjórn þess flokks, lýsir yfir því 23. sept. að frambjóðendur flokks- ins í Eyjafjarðarsýslu séu þeir: Kr. H. Benjamínsson og Einar Árnason. — Stjórn »Þversum«-flokksins vill því ekki trúa því, að Einar sé flokks- leysingi, enda óvíst að hann hafi sagt henni að svo væri. ^kureyri. Opinberunarbók. Árni Bergsson verzlun- arstjóri í Ólafsfirði og ungfrú Jóhanna Magnúsdóttir (kaupmanns Kristjánssonar) Akureyri. Hjúskapur. Karl Guðnason kaupmaður og ungfrú Dagný Guðmundsdóttir. Stefán Stefánsson verzlunarmaður og ungfrú Sig- rún Haraldsdóttir. Ættarnafn. Páll Jónsson skáld og Stein- dór verzlunarmaður sonur hans hafa tekið sér ættarnafnið Árdal og fengið staðfesting stjórnarráðsins á því. Jón S. Esphólín vélfræðingur er hérhefir dvalið um hríð f sumar fór til Reykjavíkur á »Goðafossi* og þaðan til Kaupmanna- hafnar á „íslandi* og verður þar f vetur. Kvöldshóli iðnaðarmanna á Akureyri verð- ur í barnaskólahúsinu í vetur, eins og und- anfarið, frá kl. 6—9 síðdegis. Skólastjóri verður hinn sami og áður: Lúðvík Sigur- jónsson stúdent. Skólinn hefst 20. þ, m. Leiðbeining við kosningarnar í Eyjafjarðarsýslu. Þegar kjörstjórnin hefir afhent kjósanda kjörseðilinn, fer hann með hann inn í kjörklefann. Þar á að vera borð og á pví Iítill stimpill, stimpilpúði og þerripappír. Kjósandinn leggur svo kjörseðilinn á borðið og lítur hann þá svona út: Einar i4rnason. Jón Stefánsson. Kristján H. Benjamínsson. Páll Bergsson. Stefán «Stefánsson. Kjósandi tekur því næst stimpilinn og stimplar alveg yfir hvíta augað framan við nöfn þeirra frambjóðanda, sem hann vill greiða atkvæði sitt, þerrar svo með þerriblaðinu og leggur kjörseðilinn saman í það brot, sem hann var í, er hann tók við honum, gengur svo fram fyrir til kjörstjórn- arinnar og stingur sjálfur seðlinum niður um rifuna á atkvæðakassalokinu og gætir þess, að enginn sjái hvað á seðlinum er. Kjósendur verða að kjósa tvo, svo að atkvæði þeirra verði gilt. Kjörseð- ill þeirra sem kjósa Jón Stefánsson og Pál Bergsson á að Iíta svona út, þegar þeir eru búnir að kjósa: Einar zárnason. jón Stefánsson. Kristján H. Benjamínsson. Páll Bergsson. Stefán Stefánsson. En kjörseðill þeirra, sem kjósa þá Jón Stefánsson og Stefán Stefánsson í Fagraskógi, hinn gamla alþm. kjördæmisins, á að líta svona út: 1 Einar z4rnason. Jón Stefánsson. Kristján H. Benjamínsson. Páll Bergsson. Stefán Stefánsson. Allir kjósendur þurfa að hafa hugfast, er jpeir ganga að kjörborðinu, að kjósa aðeins eftir samvizku sinni og sannfæring, hvað sem hver segir.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.