Norðurland - 17.11.1916, Page 2
Nl.
184
Flokkaski fting.
Þá er nú loks orðið kunnugt um
alþingiskosningaúrslitin í öllum kjör-
dæmum landsins, en kært hefir ver-
ið yfir kosningunum í tveim kjör-
dæmum: Árnessýslu og Eyjafjarðar-
sýslu, og telja þeir sem kunnugir
eru málayöxtum sjálfsagt, að kosið
verði aftur að nýju í þeim kjör-
dæmum báðum.
Heimastjórnarmenn og þeir af
Sjálfstæðisflokk'ium gamla sem styðja
vilja núverandi stjórn hafa gengið
saman til kosninga í flestum kjör-
dæmum, og er talið víst, að þeir
gangi nú f einn flokk, er Alþingi
kemur saman. Sá sameinaði flokk-
ur hefir meiri hluta á þinginu og
telja kunnugir að meðlimir hans
verði Jaessir þingmenn.
1. Hannes Hafstein (landskjörinn).
2. Guðjðn Guðlau%sson (landskjör)
3. Guðm. Björnson (landskjörinn).
4. Sigurður Jönsson (landskjörinn).
5. Gísli Sveinsson (V. Skaftafellss.)
6. Eggert Pálssou (Rangárvallas.)
7. Einar fónsson —
8. Karl Einarsson Vestmannaeyjar).
9. Jón Magnússon (Reykjavík).
10. Halldór Steinsen (Snæfellsn )
11. Matthías ólafsson (V.-ísafjarðar.)
12. Magnús Pélursson (Stranda).
13. Þórarinn Jónsson (Húnavatns).
14. Guðm. Ólafsson
15. Magnús Guðmundsson (Skagaf.)
16. Ólafur Briem —
17. Magnús Kristjánsson (Akureyri).
18. Pétur Jónsson (S.-Þingeyjar).
19. lóh /óhannesson (Seyðisfirði).
20. Sveinn Ólafsson (S.-Múlas)
21. Björn R. Stefánsson (S.-Múlas.)
Auk þessara má telja víst, að
Stefán Stefánsson í Fagraskógi verði
endurkosinn í Eyjafjarðarsýslu og
Sigurður Sigurðsson ráðanautur í
Árnessýslu, þó kosið verði aftur í
þeim kjördæmum og fylla þeir þá
báðir þann flokk sem hér ernefnd-
ur á undan. Sama er að segja um
þá Einar Arnórsson og Jón Þor-
láksson, hvor þeirra sem kosning
næði í Ámessýslu.
Hinn flokkur þingsins verða
«Þversum"-rnenn, sem tkjósendur
hafa riú gefið aftur Sjálfstæðisflokks-
nafnið, eftir því sem dæmt verður
um af kosningunum. Þann flokk
skipa að því er talið er:
1. Sigurður Eggerz (landskjörinn).
2. Hjörlur Snorrason —
3. Björn Krist/ánsson (Gullbr.&Kjós).
4. Kristinn Daníelsson —
5. Jörundur Brynjólfsson (Rvík)
6. Pélur Ottesen (Borgarfj.)
7. Pétur Þórðarson (Mýrasýsla).
8. Bjarni fónsson frá Vogi (Dalas.)
9. Hákon Kristófersson (Barðast.)
10. Magnús Torfason (ísafirði).
11. Skúli S. Thoroddsen (N.-ísafj )
12. Benedikt Sveinsson (N -Þingeyj.)
13. /ón Jónsson Hvanná (N. Múlas.)
14. Þorsteinn Jónsson —-
15. Þorle.ifur Jónsson (A. Skaftaf.)
Allir frambjóðendur sem náð hafa
kosningu, teljast ákveðnir flokks-
menn — nema ef telja skal að
Einar Árnason á Litla-Eyrarlandi
hafi veri kosinn, þá telur hann sig
utan flokka, afneitar alveg »Þvers-
um« en segist að mörgu leyti fylgj-
andi Heimastjórnarmönnum.
1
Lands-
síminn. 1
Frá því á morgun, fimtudaginn 16.
nóvember, verður ritsímastöðin á Ak-
ureyri opin frá kl. 8 árdegis til kl. 9
síðdegis.
Ritsímastjórinn á Akureyri 15. nóv. 1916. ,
Halld. Skapfason.
Friðlýsing.
Góð atvmna.
Reglusamur maður getur fengið
góða atvinnu við skrifstofustöi f frá
næsta áramótum Vinnan er injög
hæg og vinnutími styttri en ahnent
gerist, en kaupgjald þó gott. Lyst-
hafendur snúi sér hið fyrsta til rit-
stjóra „Norðurlands" er gefur allar
upplýsingar um þetta, þeim er geta
komið til greina.
Kaupendur „NORÐURLANDS"
sem skulda fyrir þá fjóra árganga sem
núverandi 'eigandi þess hefir gefið það
út, eru vinsamiega beðnir að gera skil
nú fyrir áramótin, annars neyðist út-
gefandinn til þess að láta innheimta
skuldirnar á kosnað skuldunauta. Upp-
hæðin — 12 kr. — munar hvern ein-
stakan litlu, en blaðinu er tilfinnanlegt
að eiga hana hjá kaupendum sínum
mörgum tugum saman.
A I þ i n g i
er með konunglegu opnu bréfi, kvatt
saman til aukafundar í Reykjavík
mánudaginn 11. desember næstkom-
andi og verður sett kl. 12 á hádegi.
Ráðgert er að þinginu verði slitið
aftur, að forfallalausu, fyrir jólin.
Þessi boðskapur mun hafa komið
flestum landsmönnum á óvart, en
það sem knýr stjórnina til þess að
kalla þingið saman, mun vera, að
hún ætlar sér að leggja fyrir það
frumvarp um að brezku viðskifta-
samningarnir verði endurnýjaðir frá
áramótunum, með einhverjum breyt-
inguin er hún vill láta þingið bera
ábyrgð á hvernig ráðið verður til
lykta, í stað þess að gera samning-
ana ein, eins og óhjákvæmilegt var
á síðasta sumri.
Þá hefir og „Eimskipafélag Is-
lands" tilkynt landsstjórninni að það
afsegi að annast um strandferðirnar
hér við land eftir áramótin og á
þingið einnig að taka það vand-
ræðamál til meðferðar.
í þriðja lagi mun stjórnin vilja
grenslast um afstöðu þingsins gagn-
vart sjálfri sér, svo að komið verði
í veg fyrir, að sá ráðherra búi fjár-
fögin undir þing, sem svo ef til vill
fái vantraustsyfirlýsing þegar er fjár-
lagaþingið kemur saman.
X
Frá blóðvellinum.
Khöfn 6. nóv.
Kafnökkvinn þýzki „U. 53" er
sökti níu stórskipum Bandamanna á
Atlandshafinu fyrra sunnudagsmorg-
un, er kominn heilu og höldnu
heim aftur. Kveðst hafa farið alla
leið að Ameríkuströndum og sökt
samtals fjölda skipa.
Verzlunarkafbáturinn „Deutsch-
land" er kominn til Ameríku í ann-
að sinn til þess að sækja þangað
togleður og feiti.
Þjóðverjar hörfa undan við Vaux
eftir margra sólarhringa látlausa stór-
skotaliðshríð frá Bandamönnum og
afskaplegt mannfall af báðum.
ítalir hafa rofið fylkingar Austur-
ríkismanna á Carso-sléttunni og tek-
ið 4500 fanga.
Khöfn >2/11
Ríkiskanzlari Þjóðverja hefir lýst
yfir því í þinginu að það sé ekki
ætlun stjórnarinnar að Belgía verði
lögð undir Þýzkaland að ófriðnum
loknum, en „frjálslyndi" flokkurinn
í þinginu heimtar að Þjóðverjar á-
skilji sér þar herskipahöfn framvegis.
Frakkar hafa unnið talsverðan sig-
ur við Peronne.
Serbar hafa unnið sigur á Búlg-
urum við Tscherna skamt austan
við Monastir.
Rúmenir og Rússar hafa unnið
mikinn sigur viðCernowoda og tek-
ið stóra landspildu.
Þjóðverjar hafa skotið á Baltisch-
port við finska flóann (skamt frá
Álandseyjum) og tók stór flotadeild
þátt f skothríðinni.
X
ýtkureyri.
Fyrri hluta lyfsalaprófs luku I Kaup-
mannanöfn 31. f. in. bræðurnir Oddur og
Stefán Thorarensen (lyfsala á Akureyri)
báðir með ágætiseinkunn.
„Helgi magri. eimskip Asgeirs Péturs-
sonar fór til útlanda nýlega og leigði Ás-
geir það Svíum til þess að stunda á því
síldveiði í vetur. Meðal farþega til útlanda,
er fóru með „Helga magra" héðan, var
Rögnvaldur Snorrason kaupmaður og kom
símskeyti frá honum frá Bergen á laugar-
daginn um að ferðin hefði gengið vel þangað.
Húsabyggingar. Jón Bergsveinsson yfir-
matsmaður er að láta byggja sér mikið
steinhús við Oránufélagsgötu. Akureyrar-
bær lætur byggja brunastöð ur steini aust-
an við Brekkugötu. Sigurður Bjarnason
timburkaupmaður byggir mikið vörugeymslu-
hús úr timbri, á túni Ragnars Ólafssonar.
Hjúskapur. Júníus Jónsson vegagerðar-
stjóri og ungfrú Soffía Jóhannsdóttir.
Opinberunarbók. Aðalsteinn Magnússon
(kaupmanns Sigurðssonar) bóndi á Qrund
í Eyjafirði og ungfrú Rósa Pálsdóttir upp-
eldisdóttir Júlfusar Ólafssonar bónda í
Hólshúsum.
Matthías skáldjöfur varð 81 árs á laug-
ardaginn. Hann tók þátt í samsætinu er
Schiöthshjónunum var haldið á föstudags-
kvöldið og var þar langt fram yfir mið-
nætti, frískur og fjörugur. Meðan setið var
undir borðum hélt hann ræðu, er hann
Hér eftir bönnum við undirritað-
ir stranglega rjúpnaveiði í landi okkar
13. nóvb. 1916.
Jón fónsson, Möðrufe/lt.
Jóhannes Jósefsson, Gilsbakka.
Ásbjörn Árnason, Torfum.
fönas Bergmann, Hraungeröi.
kvað eiga að vera fyrir minni hjónabands-
ins, af því menn væru nú komnir saman f
gullbrúðkaupi. Sókrates hefði sagt: „Oiftu
þig! Þú verður ekki ánægður. Giftu þig
ekki! Og þú verður heldur ekki ánægður."
Sjálfur kvaðst hann vilja bcta við: Qiftu
þig og stattu þig! — Var svo full hjóna-
bandsins sötrað með brosi á hverju andliti.
Helgi Hafliðasón kaupmaður í Siglufírði
er staddur hér f bænum og dvelur hér
nokkra daga.
X
Siðmenning Evrópu.
(Eftir sænska blaðinu >Göteborg’s Sjöfarts-
och Haúdelstidning«.)
Hið heimsfræga skáld og spekingur
Indlands Rabinranath Tagore (sá er í
fyrra hlaut Nobels verðlaunin), héit
nýlega ræðu við háskólann f Tokíó í
Japan. Setjum vér hér þá ræðu á vora
tungu, Því Þún er lesin um víða ver-
öld og kölluð >Dauðadómur Evrópu-
þjóðanna*.
Asía — segir Tagore — hefir ldngi
legið í draumleiðslu iiðinna endur-
minninga, þjóðir vor Austurasfubúa
hafa horft aitur á bak og of lengi
gleymt að hugsa um sinn vitjunartfma
eða framþróun. Japan varð fyrst til
að vakna, enda tók þegar til starfa
með undraverðum hamförum, og var
óðara en varði búin að taka upp Ev-
rópu siði og allsherjar menning. Japan
vakti svo allar aðrar Asfuþjóðir svo
þær sáu að þeim var nauðugur einn
kostur að fylgja Japana dæmi, eða
hverfa úr sögunni. En nú er fyrir dyr-
um hið mikla vandamál, hvort Japön-
um og öðrum Asíuþjóðum á að auðn-
ast að nema svo og nota hina ytri
siðmenning Evrópu, án þess Japau-